Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 24.05.1975, Blaðsíða 7

Vísir - 24.05.1975, Blaðsíða 7
Vísir. Laugardagur 24. mai 1975 7 um myndefnið, þá freistast maður til að- halda að annað- hvort hafi listamaðurinn ekki mikla tilfinningu fyrir lands- lagi, eða þá að vinnumátinn skipti hann nær öllu máli, frem- ur en myndefnið. Sjóaramyndir Sveins renna nokkrum stoðum undir þann grun, en þar nálgast hann sjómenn við veiðar á svipaðan hátt og Gunnlaugur Scheving gerði þ.e. frá kröppu sjónhorni þar sem áhersla er lögð á þá myndrænu fyllingu sem form báta og sjóstakka skapa á fletinum. En þar sem Gunnlaugur náði ávallt að nýta þessar forsendur á margskonar vegu, eru sjóara- myndir Sveins svo til allar á einn veg. Sjómaðurinn er séður framan og aðeins ofan á og hreyfingar hans eru ávallt þær sömu, hann grfpur rauðan, blá- an eða grænan þorsk báðum höndum og stórir rauðir, bláir eða grænir fuglar spigspora i kringum hann. Það eru þvi litirnir og vinnubrögðin sem verða að halda uppi þessum myndum og þessi tvö atriði, þótt hressileg séu, verða ansi leiði- gjörn þegar horft er á um 20 myndir í sama dúr, með sama litavali og sama linnulausa hamsleysinu. Það gerist að visu oft að listamenn vinni i mynd- röðum, til að kanna til hlitar eitthvert sérstakt viðhorf. En i slíkum myndröðum hlýtur áhorfandi að mega fara fram á meiriháttar breytingar i hverri mynd i slfkri röð, allavega meiri breytingar og sjálfstæðari ineð- ferð myndefnis heldur en Sveinn virðist telja nauðsynlegt. 1 hinum svokölluðu ævintýra- myndum og „fantasium" Sveins hefði maður búist við MYNDLIST eftir Aðaistein Ingólfsson meira hugarflugi i myndefna- vali. En þar rekst maður aðeins á siendurtekin höfuð með geislabaug, ásamt kunningjum okkar, rauöu og bláu iugiunum, sem virðast vera til reiðu hve- nær sem fylla þarf auðan reit á striganum. Lengra nær ævin- týrið ekki. Það er virðingarvert að Sveinn skuli hafa kjark til að takast á við stóra striga, — eins og þeir eru nú illseljanlegir. En þegar þeir eru grandskoðaðir segja þeir raunar ekki annað en það sem þegar hefur komið fram á minni myndunum, — segja hið sama með meiri hávaða. En óhæft er að leggja i slfk stórfyrirtæki með það eitt i huga að þekja myndflöt af nógu miklum krafti. Það virðist þvi timi til kominn fyrir málarann að hugsa sinn gang, stokka spil- in upp aftur og virkja ólguna miklu á einhvern nýjan og myndrænni hátt. Droumurinn og grímon Höfundaleikhúsið: HLÆÐU MAGDALENA, HLÆÐU Einþáttungur eftir Jökul Jakobsson. Leikstjóri: Hrafn Gunniaugsson Leikmynd og sviðsstjórn: Else Duch. ( Hótel Loftleiðum er vistlegur fundarsalur með ofurlitlu leiksviði. Þar eru þægilegustu sæti i íslenzkum leiksal. Og þar er þessa dagana fitjað upp á nýjustu nýlundu i leiklistarlíf inu með „höf undaleikhúsinu" sem þeir standa fyrir i byrjun, Jökull Jakobsson og Hrafn Gunnlaugsson. Þrátt fyrir allmikil umsvif leikhúsanna i Reykjavik á undanförnum árum, ekki sist i fyrra, á þjóðhátiðarári, hefur leiksýningum i Reykjavik, nýj- um verkefnum á leikári, ekki fjölgað i seinni tið, og liklega frekar fækkað frá þvi sem mest hefur gerst. Þetta stafar á meðal annars af þvi að með vaxandi aðsókn, hækkandi sýningatölu, allténd þeirra leiksýninga, sem bezt ganga, minnkar að sama skapi svig- rúm fyrir ný verkefni. Ég hef það fyrir satt að bæði leikhúsin hafi þess vegna i vetur orðið að fresta um sinn fyrirhuguðum verkefnum. Meira munar þó að með vax- andi umsvifum i leikhúsunum sjálfum hefur dregið úr leikstarfsemi utan leikhúsanna. Fyrir fáeinum árum störfuðu a.m.k. tveir leikflokkar nokkuð reglulega i Reykjavik, Grima og Leikfélag Kópavogs, með þetta 1-2-3 frumsýningar á ári. Báðir þeir flokkar hafa nú lagst niður án þess aðrir kæmu i þeirra stað. Leikhúsin hafa á hinn bóginn ekki rekið að staðaldri aukasvið eða annexiur, sem þau hafa þó bæði prófað, fyrr en i fyrra að hótst rekstur „litla sviðsins” i Þjóð- leikhúskjallaranum. Og reviu- og farsasýningar i Austur- bæjarbiói hafa reyndar i vetur verið verulegur þáttur i starf- semi Leikfélagsins. Þegar litið er um öxl til starfsára Grimu rifjast fyrst upp ýmis innlend viðfangsefni leikflokksins: Grima var alvar- EFTIR OLAF JONSSON legasta tilraunin sem hér hefur verið gerð til að koma á fætur „leiksmiðju” fyrir rithöfunda og leikhúsfólk. Vera má að slikt tilraunasvið eigi að komast á i Leikhúskjallaranum. Af þrem- ur innlendum frumsýningum Þjóðleikhússins i vetur voru tvær á kjallarasviðinu — en að visu báðar á verk- um eftir ráðna og reynda höfunda, Jökul Jakobsson og Guðmund Steinsson. Og það er Jökull sem nú riður á vaðið i Höfundaleikhúsinu nýja, starf- semi sem vonandi er að haldi áfram. Það er þörf og svigrúm fyrir „tilraunastöð” rithöfunda og leikhúsmanna utan hins eða sökkva Synda Það er i fyrstu ákaflega upp- trekkjandi reynsla að koma inn á sýningu Sveins Björnssonar að Kjarvalsstöðum. Þar sýnir hann 84 verk, hvorki meira né minna, sem hljóta að vera hátt i 200 fermetra af litahringiðu og olfuólgu. Það er eins og gripið sé I hnakkadrambið á áhorfanda og honum sé fleygt út á þennan ólgusjó tilfinninga til að synda eða sökkva. En þegar maður braggast og fer að skoða mál- verkin með stillingu og óhlut- drægni, lækkar á öldunni og eft- ir verður aðeins bára sem gutl- ar i fjörunni. Það má segja að myndefni Sveins skiptist i þrennt: lands- lags og öldumyndir, sjómann meö þorsk og ævintýri með fugli. Siðan eru myndir þar sem sjómenn, öldur, þorskar og fugl- ar eru saman, eða þá myndir þar sem ævintýri fjalla bæði um fisk og fugl. Inn i þessar myndir koma svo gjarnan einskonar heilagra höfuð sem halla undir flatt með geislabaug og eru þá oft liklega ævintýraleg, með eða án fugla og fiska. Hvað landslags- og öldu- myndirnar snertir, eru þær einna ofsafengnastar. Litrófi sfnu heldur Sveinn i temmileg- um skefjum, en málar hratt og breitt, oft með spaða eða breið- um pensli. 1 öldumyndunum (nr. 7, 30, 41, 44, 58 o.fl.) er þessi óskapa vinnumáti að einhverju leyti réttlætanlegur, þar sem meiningin er greinilega að fanga myndkraft sjávarins. En eins og ávallt verður listamaður aö reyna að móta náttúruna eft- ir sinu höfði, gera úr henni „mynd”, þvi annars er starf hans tilgangslaust og fyrir bi. t myndum sinum lætur Sveinn ölduna ráða ferðinni og útkom- an verður uppspenntur kraftur, en ekki myndir. En þegar Sveinn beitir þessari aðferð á landslag og útkoman verður ávallt þunglamalegar myndir sem ekki segja okkur neitt nýtt reglulega leikhúsrekstrar, og mannskapur ætti að vera nægur meðal ungs og upprennandi leikhúsfólks og höfunda sem áhugasamir eru að prófa að skrifa fyrir svið. Á bak við hláturinn Jökull Jakobsson er i seinni leikritum sinum æ sinnaðri fyrir isskyggileg og uggvænleg frá- sagnarefni. Það var eiginlega efniviður hrollvekju sem hann fór með af gáska og alvörugefni i senn i leiknum um Pétur mandólin i Leikhúskjallaranum i vetur. Einþáttungur hans i Höfundaleikhúsinu er nýtt tilbrigði við sömu eða svipuð stef, þar er I fyrstunni létti- lega leikið að kunnuglegum efn- um, andstæðu draums og virki- leika, ófullnægðrar nútiðar og minningar eða draums um æskuna, en fyrr en varir fellur grima veruleikans og gaman- seminnar og eftir stendur einskær angistin, innantóm skelfing sem hlátur Magðalenu tjáir i leiknum, sem við hann er kennt. Þóra Friðriksdóttir og Herdis Þorvaldsdóttir fara með hlut- verkin tvö i leiknum, Ingiriðar og Magðalenu, tveggja kvenna eðaklassiskra kvengervinga öllu heldur, öskubusku og helgu fögru, eftir að þær eru komnar á miðjan aldur og glansinn heldur en ekki farinn af þeim. Þær reka i staðinn tau- og tölubúð. En innan um tauið og tölurnar lifir ennþá minningin um það sem einu sinni var, æskuna og lifs- gleðina sem þrátt fvrir allt gæti réttlætt lif þeirrasystra þann hlátur sem áður var — kannski. Skyldi hann ekki getað ómað á ný? Um þann draum og hvernig hann rætist fjallar leikurinn, tómir smámunir kannski, leikur með hlutverk og frásagnarefni, en fjarska haglega með það farið. Og þyki áhorfendum hans seinni leikir Jökuls keimlikir er það til glöggvunar að rifja upp hina fyrri angurværu og viðkvæmnislegu leiki hans fyrir útvarp og sjónvarp, Gullbrúðkaup eða Frostrósir, til að sjá hvað margt hefur breyst. Sýning Höfundaleikhússins er stutt, leikur Jökuls ekki nema rúmur hálftlmi. Eftir hlé las Sigurður Karlsson söguþátt eftir Hrafn Gunnlaugsson, ekki óskemmtilegan samsetning, en Hlæðu Magðalena: Herdls Þorvaldsdóttir I Höfundaleik- húsinu. ekki er það dramatiskt verk. Semur enginn einræður fyrir svið? En um Jökul Jakobsson verður maður með hverju nýju verki hans forvitnari upp á hverju hann taki nú næst. cTVLenningarmál

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 114. Tölublað (24.05.1975)
https://timarit.is/issue/239084

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. Tölublað (24.05.1975)

Aðgerðir: