Vísir

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 1975næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Vísir - 24.05.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 24.05.1975, Blaðsíða 9
Visir. Laugardagur 24. mai 1975 9 Sveit Jóns Hialtasonar íslandsmeistari 1975 Eins og kunnugt er af fréttum, hlaut sveit Jóns Hjaltasonar ls- landsmeistaratitilinn i sveita- keppni, en hún spilaöi fyrir Bridgefélag Reykjavlkur. Eftirfarandi mótstafla sýnir úrslit einstakra leikja svo og heildarúrslit mótsins: MÓTSTAFLA | 1. 1 2. 33 1. Bragi Jónsson 2 SH 2. Þórir Sigurðsson |/#| ^ sa 3. Jón Hjaltason nn 4. Hjaltí Elíasson \/i\ /^é EQ 5. Þórarinn Sigþórsson \ //) HS 6. Þórður Elíasson SB 7. Bogi Sigurbjörnsson / 00 8. Helgi Sigurösson 1 J 0E! Stig HEEEES 23 114 \m W 29 47 ROD Samkvæmt nýrri reglugerö um Islandsmót fara þrjár efstu sveitirnar beint I undanúrslit 1976. Islandsmótiö var hið 25. I röðinni, en fyrsta mótið var haldið árið 1949. Sigurvegarar I sveitakeppninni hafa verið þessar sveitir: Arið 1949 Sveit Lárusar Karlssonar BR 1951 Sveit Ragnars Jóhannessonar BR 1952 Sveit Harðar Þórðarsonar BR 1954 Sveit Harðar Þórðarsonar BR 1955 Sveit Vilhjálms Sigurðssonar BR 1956 Sveit Brynjólfs Stefánssonar BR 1957 Sveit Einars Þorfinnssonar BR 1958 Sveit i3 [0 (7 S_ /7 0_ // Halls Simonarsonar BR 1959 Sveit Stefáns J. Guðjohnsen BR 1960 Sveit Halls Simonarsonar BR 1961 Sveit Stefáns J. Guðjohnsen BR 1962 Sveit Einars Þorfinnssonar BR 1963 Sveit Þóris Sigurðssonar BR 1964 Sveit Benedikts Jóhannssonar BR 1965 Sveit Gunnars Guðmundssonar BR 1966 Sveit Halls Slmonarsonar BR 1967 Sveit Halls Símonarsonar BR 1968 Sveit Benedikts Jóhannssonar BR 1969 Sveit Hjalta Eliassonar BR 1970 Sveit Stefáns J. Guðjohnsen BR 1971 Sveit Hjalta Eliassonar BR 1972 Sveit Hjalta Eliassonar BR 1973 Sveit Guðmundar Péturssonar BR 1974 Sveit Þóris Sigurðssonar BR 1975 Sveit Alls hafa 44 spilarar skipaö sigursveitirnar og hafa eftir- taldir menn oftast hlotið Is- landsmeistaratitilinn I sveita- keppni: sinnum Stefán J. Guðjohnsen 10 Eggert Benónýsson 9 Einar Þorfinnsson 8 Lárus Karlsson 7 Slmon Slmonarson 7 Gunnar Guðmundsson 6 Kristinn Bergþórsson 6 Hallur Simonarson 6 Þorgeir Sigurðsson 6 Asmundur Pálsson 5 Hjalti Elíasson 5 Það er athyglisvert að félagar Bridgefélags Reykjavikur hafa frá upphafi unnið Islands- meistaratitlinn. I leik Jóns Hjaltasonar viö Hjalta Eliasson kom fyrir at- hyglisvert spil og þótt útkoman yröi eins á báðum boröum, þá er þaö þess virði aö skoða þaö. Staðan var allir á hættu og vestur gaf. 4 8-4 ¥ 9-5-3-2 ♦ 9-7-3 ♦ D-G-10-6 ♦ D-10-7-2 A-K-6-5 ¥ ekkert y K-G-10-7-6-4 ♦ A-K-D-6-4-2 ♦ 10-8 + A-4-3 4 7 4 G-9-3 yA-D-8 ♦ G-5 4 K-9-8-5-2 I lokaða salnum var sagn- serlan á þessa leiö: Vestur Karl 1 4 3 ♦ 54 RD Norður Austur Guðl. P P P P Guöm. 2 V 3 4 6 4 p Orn P P D P þvi ætla að verða aö raunveru- leika, en aðeins þar til kom að suöri aftur, þvi hann var fljótur að dobla. Redobl Hjalta var sjálfsagt og hann spilaöi upp á að vinna sex örugglega. örn er hræddur um að fimmspaöasögn Karls byggist á hjartastuðningi og þvi doblar hann til þess að tryggja sér hjartaútspil. Hjartaútspil fékk hann en vandamáliö hjá Karli var hvort hann gætj unnið sjö, þvl sex voru alltaf þéttir eins og spilið liggur. Þegar spiliö kom á sýningar- töfluna bjuggust allir viö að sveit Jóns myndi græða vel á spilinu, en nú skulum við fylgjast með sögnunum: Vestur Norður Austur Suöur Hjalti Jón Hj. Asm. Jón A. 1 4 P 2 ¥ P 3 ♦ P 3 4 P 5 ¥ P 6 4 D RD P P P Þegar Hjalti sagði fimm hjörtu, þótti mönnum sýnt. að ekki kæmi til greina fyrir suður aö útspilsdobla, þvl sögnin gat ekkert þýtt nema eyöu I hjarta. Hagnaður sveitar Jóns virtist Fyrsti einvigisleikur Lancia- bridgesveitarinnar, Bella- donna-Garozzo-Forquet-- Vivaldi-Shariff var gegn sveit frá New Vork skipaðri Weichsel-Sontag, sem unnu Sunday Times keppnina i London i janúar, og Rubin— Granovetter. Leikar fóru svo að þeir siöarnefndu unnu 5 Lancia blla, samtals aö upphæð 35.000 dollara. Spiluð voru 60 spil og höfðu Lanciamenn 28 IMP yfir, þegar hálfleikur var, en áskorendurnir tóku góöan enda- sprett og unnu með 25 IMP. Til þess var tekiö, aö Forquet og Shariff áttu svo til villulausan leik, en harðjaxlarnir B&G tóku nokkrar rangar ákvarðanir. Næsti leikur Lancia-sveitar- innar verðutiLos Angeles, þar næsti I Chicago og sá siöasti I Miami. Alltaf að tala um ekki neitt Það á ekki af þeim að ganga, blessuðum þingmönnunum okkar. Einn kvartar und- an þvl að geta ekki borðað nema einu sinni á dag, og annar, sem er kennari, yfir þvi að þurfa að taka við hluta af kennara- launum. Ef honum finnst þetta svona slæmt, hvað mega hinir þá segja sem verða að taka viö þeim öllum? Enga vissi ég verri raun, — þótt vondar margar þekki — en ef ég fengi að fuilu laun fyrir að kenna ekki. Þegar verkföll standa yfir verða menn að grlpa til ýmissa ráða til að verða sér úti um vörur sem þurrð kann að verða á af þessum sökum. Rússar tóku það ráð að fara að veiða sina slld sjálfir og er það trúlega bein afleiðing af togaraverkfall- inu. Fiskiskip vor fá nú hvild svo fiskgengd siðar batni. Nú rússar veiða sina sild og aö sjálfsögöu I Kleifarvatni. Núfer að lfða að þeim tima þegar menn geta farið að skemmta sér við að drepa lax. Þetta er kallað iþrótt og þykir sér- lega hollt fyrir alla nema laxinn. Sumir veiða að visu aldrei neitt. Það eru vfst þeir sem tala mest um, hvað þetta sé hollt. Þótt laxveiði ekki sé mitt svið né semja visur,. er ég dálitið drjúgur við aö draga ýsur. Ef ég man rétt er talið að maður láti sér um munn fara um tuttugu þúsund orð daglega. Þetta er nokkuð há tala. Mér virðisthún jafnvel ógnvekjandi, þegar ég kem heim úr vinnunni, búinn að segja mitt, en veit til þess að konan mln á eftir um það bil fimmtán þúsund orð af dag- skammti sinum. Þetta er auðvitað þeim mun verra sem maður verður að taka til- lit til þess að I ár er kvennaár. I tilefni þessa árs getur ýmislegt gerst. Er vinnu lýkur er ég orðinn ansi slæptur ræfillinn. Heima sestur segir frúin með sælubrosi huga sinn. (. Þá er ætið orðaforðinn með ólikindum fábrotinn. Elsku vinur alla daga, ætlarðu að baða stráklinginn. Það er allt I ryki; uppi I skáp er afþurrkunarklúturinn. Síðan máttu lika laga i leiðinni, elskan,kvöldmatinn. Sjúkt er oft mitt sálartetur, ef segi ég þá huga minn, bliðlega hún brosir aðeins og bælir áfram stólinn sinn. Hermir mér svo heldur betur, hver fær launaseðilinn. Þegar búið er að lýsa þvi hvernig okkur karlmönnunum kemur til með að liða þegar konan hefur tekið við hlutverki okk- ar og virsi versa, er auövelt að snúa sér að einhverju skemmtilegra.Mér virðisteftir lestur ótal bóka að enginn hagyrðingur hafi látið hjá llöa að yrkja svo sem eins og eina stöku um árstið. Þar sem ég hef hlot- ið það sæmdarheiti hjá einu dagblaði landsins að vera „einhver hagyröingur,” get ég ekki annað en fetað i fótspor fyrir- rennara minna, hvað þetta snertir, þó ekki væri nema til þess að sanna að blaðið hefði rétt fyrir sér. Eitthvaö finnst mér I þvi rangt, það angrar jafnvel huga minn, ef vorið syngur sumarlangt söngvana um veturinn. Til að sanna enn betur þessa fullyrðingu blaðsins, sem mér er mjög hlýtt til, aöal- lega vegna þess að það hefur ekki hækkað áskriftargjaldið (sú ráöstöfun finnst mér bera ljósan vott um þaö álit, að fólk verði að fá eitthvað fyrir peningana), ætla ég að gera eina hestavisu. Frá hestamannamótinu man ég ekki nema eitt: Að sitja I hnakki er hótinu hættulegra en ekki neitt.... Ég ætið tala um ekki neitt, er það mjög að vonum. Ég þetta lærði aðeins eitt af okkar bestu sonum. Þarna á ég við alþingismennina. Ég gæti raunar alveg eins átt við sjálfan mig llka, því að okkar starf er svo svipað, þótt launakjörin séu ekki þau sömu. En sem sagt, ég er kominn I fri eins og alþingismaður. I tilefni dagsins geri ég það sem okkur sýnist. Á borðinu minu er flaska, svo fin og skær, og falleg, eins og hæfir mikilli borgun. Ég kjagaði i Rikið og keypti hana I gær. Kannski fer ég aftur i Rikið á morgun. Slikar flöskur ég elska og ást min er hrein, þótt yfir þeim séu felldir misjafnir dómar. Við þær finnst mér þó loöa árátta ein, þær eru svo horngrýti fljótar að verða tómar. Læt ég þar með útrætt um fullyrðingu blaðsins og sé mitt ráð vænst að reyna ekki frekar að standa við hana. Þegar komið er svona langt i þættinum getur maður farið að anda rólega. Það er ekki einu sinni vist, að maður þurfi að berja saman eina visu enn. Að sjálfsögðu er þaö undir þvi komiö hvað manni tekst að láta kjaftæðið á milli visnanna endast lengi. Einhvern veginn allt er breytt á okkar kæra landi. Alltaf að tala um ekki neitt er ekki nokkur vandi. Samt finnst mér einatt ef aleinn heima ég sit, eins og mér sé bættur sárasti skaðinn. Er brennivinsflaskan tæmist og breytir um lit bregður svo við, aö ég verö fullur i staðinn. Þannig á sig kominn sæmir engum heiöviröum manni að koma fram fyrir alþjóð, ekki mér heldur, og læt ég hér staðar numið að sinni. Ben.Ax.

x

Vísir

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1670-0872
Tungumál:
Árgangar:
72
Fjöldi tölublaða/hefta:
22953
Gefið út:
1910-1981
Myndað til:
25.11.1981
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir, greinar um innlend sem erlend málefni
Styrktaraðili:
Fylgirit:
Síðar útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað: 114. Tölublað (24.05.1975)
https://timarit.is/issue/239084

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

114. Tölublað (24.05.1975)

Aðgerðir: