Vísir - 24.05.1975, Qupperneq 16
Vlsir. Laugardagur 24. mal 1975
| í DAG | í KVÖLD | í PAB | í KVÖLD | í DAB "1
„Stúlkan við lœkinn" sunnudag kl. 21.30:
HVI VILL HÚN
EKKI Gl FTAST?
,,Stúlkan við lækinn”
heitir leikrit, er sýnt
verður i sjónvarpinu
annað kvöld klukkan
21.30. Leikrit þetta er
byggt á sögu eftir A.E.
Coppard.
Stúlkan við lækinn heitir
Mary og elskhugi hennar heitir
Frank og er viðarhöggsmaður,
enda gerist leikurinn á Ját-
varðartímanum.
Frank knýr á um að Mary
giftist sér, en án árangurs. Hún
segist elska Frank en ekki geta
gifzt honum. Frank verður aö
vonum sár og ruglaður vegna
þessarar afstööu. Hann gefst
smám saman upp á Mary og fer
að ganga á eftir Elisabetu, sem
er væntanlegur erfingi söðla-
verzlunar bæjarins. En þessi
skipti Franks hafa alvarlegar
afleiðingar. Þvi þótt Mary hafi
hafnað boði Franks er hún jafn-
hörð á þvi að Elisabet gangi
ekki I eina sæng með honum.
Kvöld eitt, er Frank og Elisa-
bet eru saman á gangi, skýzt
Mary útúr myrkrinu og skvettir
flöskufylli af sýru i andlit Elisa-
betar.
Mary er færð fyrir rétt, og
þótt hún heyri vin sinn vitna
gegn sér neitar hún stöðugt að
ljóstra upp ástæðunni fyrir
þessu glæpsamlega athæfi.
Mary tekur leyndardóminn
með sér i fangelsið og fyrst þeg-
ar varðhald hennar er á enda
fær Frank að vita ástæðuna fyr-
ir tregðu hennar til að giftast
honum og þögninni við réttar-
höldin.
— JB
Mary McDowall, stúlkan við lækinn, er leikin af Susan
Fleetwood.
-1 • g 8
8tfð
bðdifi
HSpv.JL [jrij m V J
■fevrA ; i iV, 1 ^ * M
Kvennakór Suöurnesja við sjónvarpsupptöku fyrir utan skóbúðina I Keflavfk.
í sjónvarpi í kvöld og
útvarpi ú morgun:
Eftirsóttur kór
Öhætt er vist að segja að
Kvennakór Suðurnesja sé nú á
hátindi frægðar sinnar. Útvarp-
iðog sjónvarpið keppast um að
fá þennan ágæta kór til að
syngja f dagskrám sfnum og um
þessa helgi gerir kórinn báðum
jafnt undir höfði.
Kórinn syngur i sjónvarpinu i
kvöld klukkan 20.55 og i útvarp-
inu á morgun klukkan 21.05.
Stjórnandi kórsins i báöum
tilvikum er Herbert H. Agústs-
son og einsöngvari Elisabet
Erlingsdóttir.
— JB
Sjónvarp kl. 20.35 sunnudag:
Sveinn Sœmundsson
býður til sín gestum
Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi Flugleiða með meiru, tók
fyrir nokkru upp einn þátt af „Það eru komnir gestir” og verður
þátturinn sendur út annað kvöld.
Sveinn bauð til sin tveim kvæðamönnum i eina kvöldstund og
voru þaö þeir Ingþór Sigurbjörnsson og Ormur ólafsson. Á
myndinni er Sveinn með gestum sinum.
— JB
ÚTVARP #
Laugardagur
24. mai
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar.
14.00 Austur yfir sanda Fyrri
þáttur Páls Heiðars Jóns-
sonar.
15.00 Miðdegistónleikar
Haebler leikur Pianósónötu
i H-dúr op. 147 eftir Franz
Schubert. Erika Köth syng-
ur lög eftir Hugo Wolf, Karl
Engel leikur á pianó.
15.45 I umferðinni Árni Þór
Eymundsson stjórnar
þættinum. (16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir).
16.30 A léttum nótum Jón B.
Gunnlaugsson annast þátt
með blönduðu efni.
17.00 Tiu á toppnum
18.10 Söngvar I léttum dúrTil-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Sænska skólakerfið Sig-
mar B. Hauksson ræðir viö
skólastjórana Vilhjálm
Einarsson og Þorkel Steinar
Ellertsson.
20.00 Hljómplöturabb Þor-
steinn Hannesson bregður
plötum á fóninn.
20.45 „Undir hjálmi”, smá-
saga eftir ólaf Hauk
Simonarson Höfundur les.
21.10 Harmonikuleikur I út-
varpssal Salvatore di Gesu-
aldo leikur verk eftir Byrd,
Lecuona, Fancelli og sjálf-
an sig.
21.35 „Marsinn til Kreml”
kvæðieftir Þórberg Þórðar-
son Bima Þórðardóttir og
Einar ólafsson lesa.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Danslög.
23.55 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.
Sunnudagur
25. mai
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson bisk-
up flytur ritningarorð og
bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög.
9.00 Fréttir. útdráttur úr for-
ustugreinum dagblaðanna.
9.15 Morguntónleikar.
11.00 Messa I safnaðarheimili
Grensássóknar. Prestur:
Séra Halldór S. Gröndal.
Organleikari: Jón G. Þórar-
insson.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.15 Leitin að nýju tslandi.
Síöari hluti dagskrár um að-
draganda og upphaf vestur-
ferða af íslandi á 19. öld.
Bergsteinn Jónsson lektor
tekur saman. Flytjandi
ásamt honum: Sveinn
Skorri Höskuldsson prófess-
or.
14.20 Pianókonsert I a-moil op.
54 eftir Schumann. Justus
Frantz og Sinfóniuhljóm-
sveit finnska útvarpsins
leika. Kari Tikka stjórnar.
— Frá tónlistarhátið I Hel-
sinki í september.
15.00 Landsleikur I knatt-
spyrnu: tsland-Frakkland.
Jón Asgeirsson lýsir slðari
hálfleik á Laugardalsvelli.
15.55 Harmonikulög. Egil
Hauge og félagar hans
leika.
16.15 Veðurfregnir. Fréttir.
16.25 Alltaf á sunnudögum.
Svavar Gests kynnir lög af
hljómplötum.
17.15 Barnatlmi: Agústa
Björnsdóttir stjórnar. Selur
sefur á steini. — Fluttar frá-
sagnir af selum, m.a. les
Sigurður Grétar Guð-
mundsson „Lubba’ eftir Ey-
stein Glslason og Sigrún
Sigurðardóttir les „Sel i
sumarleyfi” eftir Halldór
Pétursson.
18.00 Stundarkorn með búlg-
arska bassasöngvaranum
Nicolaj Ghjauroff. Tilkynn-
ingar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Molar úr dulfræðum
miðalda. Sigvaldi Hjálm-
arsson flytur erindi.
19.50 Sinfóniuhljómsveit Is-
lands leikur I útvarpssal.
Stjórnandi: Páll P. Pálsson.
a. Forleikur að „Hollend-
ingnum fljúgandi” eftir
Wagner. b. Intermezzo eftir
Mascagni. c. Ensk þjóð-
lagasvita eftir Williams.
20.20 Frá árdegi tii ævikvölds.
Nokkur brot um konuna I is-
lenzkum bókmenntum.
Annar þáttur: Þjóðlag. —
Gunnar Valdimarsson tekur
saman þáttinn. Flytjendur
auk hans: Helga Hjörvar,
Grímur M. Helgason og Úlf-
ur Hjörvar.
21.05 Kvennakór Suðurnesja
syngur I útvarpssal. Söng-
stjóri: Herbert H. Agústs-
son. Einsöngvarar: Elísa-
bet Erlingsdóttir og Rósa
Helgadóttir. Undirleikarar:
Ragnheiður Skúladóttir,
Hrönn Sigurmundsdóttir og
Sigríður Þorsteinsdóttir.
21.40 „Bernskusumar”, smá-
saga eftir Jóhönnu Bryn-
jólfsdóttur. Höfundur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veöurfregnir. Danslög.
Hulda Björnsdóttir dans-
kennari velur lögin.
23.25 Fréttir I stuttu máli.
Dagskrárlok.