Tíminn - 19.08.1966, Síða 9
FÖSTUDAGUR 19. áfiúst 1966
hefur komið heim í 15 ár
Læknarnir og forystukonur
Zonta-klúbbsins. Talið frá vinsfri:
Vigdis Jónsdóttir, Guðrún Holga
dóttir, Erlingur Þorsteinsson,
Friede P Briem, Stefán Skafta-
son, Ingibjörg Bjarnadóttir og
Einn nyr
háls- nef-
og eyrna-
sérfræðingur
Heyrnardeyfa af ýmsu tagi og
á mörgum stigum hefur lengi þjáð
menn eins og margur annar krank-
leiki, og vafalítið er skerðing á
heyrn litlu óalgengari en sjóngall-
ar. Heyrnarskerðing margra er
ekki svo mikil, að hún sé til veru-
legs baga í daglegu lífi, en annarra
meiri, og sumra svo mikil, að þeir
geta ekki lært að tala á venjuleg-
an hátt. Fyrir slík börn hafa ver-
ið reknir málleysingjaskólar. Auk
þeirra eru mjög margir, sem átt
hafa í námserfiðleikum og ýmsum
vanda við lífsstarf sitt vegna
heyrnarskerðingar.
Fram á síðustu ár hefur harla
lítið„verið unnt að gera þessu
fólki til hjálpar, og læknisfræðin
ekki ráðið yfir teljandi úrræðum.
Þó eru nú einir tveir áratugir að
minnsta kosti, síðan farið var að
gera heyrnartæki, byggð á fjar-
skiptatækni, magnara, sem hækka
hljóðin í eyrum. Þau hafa hjálpað
mörgum nokkuð.
En á síðustu árum hafa orðið
mjög stórstígar framfarir á þessu
sviði, bæði læknisfræðilegar og
tæknilegar. Þó er meginframförin
að þakka tækninýjungum og lækn-
um, sem notfæra sér þær. Það er
einkum tvennt, sem því veldur, að
nú er unnt að hjálpa miklu fleiri
heyrnardaufum en áður — skurð-
lækningar í eyra með hjálp smá-
sjár og fullkomnir heyrnarmælar
og heyrnartæki.
eyrnalæknir setzt að hér heima,
en aðrir íslendingar, sem lagt hafa
stund á þessa sérgrein, starfa er-
lendis. Má t- d. nefna, að í Sví-
þjóð starfa nú jafnmargir íslenzkir
sérlæknar í þessari grein og á fs-
landi, það er að segja sex. Allir
þessir læknar vildu vafalaust
hverfa heim til starfa, en þeir gera
það ekki að óbreyttum aðstæðum,
því að fæstir þeirra munu telja
sér fært að setja upp eigin lækn-
ingastofu hér, m. a. vegna þess
að í menntun og starfi eru þeir
vanir öðrum aðstæðum, þ. e. a. s.
í sjúkrahúsum eða heilsugæzlu-
stöðvum, og einkastofum lækna
a. m. k. í þessari grein fækkar
mjög erlendis, þar sem fyrirkomu-
lagið er á ýmsan hátt úrelt.
Ef ekki kemst hér upp fullkom-
in háls-, nef- og eyrnadeild í góðu
sjúkrahúsi á allra næstu árum og
almennar heyrnamælingar með
góðum tækjum ásamt svipaðri
heyrnargæzlu og á sér stað í ná-
grannalöndum, mun varla nokkur
nýr og fullmenntaður sérfræðing-
ur í þessari grein koma til starfa
hér heima, og við erum dæmdir
til þess að sitja eftir i þeirri öru
og gleðilegu þróun, sem nú á sér
stað í þessari mikilvægu heilsu-
gæzlu og lækningum, þar sem til
þarf að koona hópstarf lækna er
leyfir sérthæfingu innan sérgrein
irkomulagi þessara heilsugæzlu-
mála í Svíþjóð og sagði sitt álit á
því, hvernig hann teldi að þess-
um málum yrði að skipa hér á
landi.
Þá var Erlingur Þorsteinsson,
læknir einnig á fundinum, en
hann er læknir hinnar nýju heyrn
argæzlustöðvar, sem Zontaklúbb-
urinn beitti sér fyrir að koma á
fót í Reykjavík og starfað hefur
um sinn í Heilsuverndarstöðinni.
Erlingur er eini sérfræðingurinn
hér á landi, sem hafið hefur skurð-
aðgerðir við heyrnarskemmdum í
miðeyra og tekizt vel, þótt hann
hafi ekki til þess þá aðstöðu, sem
góða má kalla.
Á fundinum skýrði frú Friede
P. Briem, formaður stjórnar Mar-
grétarsjóðs, sem er á vegum Zonta-
klúbbsins, frá því að klúbburinn
hefði beðið þá Stefán og Erling að
koma á þennan fund til þess að
skýra þessi mál og vekja athygli
á þeim vanda, sem við væri að etja
Hún sagði frá því, að með til-
stuðlan Zontaklúbbsins, sem helg-
aði starf sitt mjög þessum málum,
hefði verið opnuð heyrnarstöð í
Reykjavík í októþer 1962. Erling-
ur Þorsteinsson hefði verið læknir
stöðvarinnar síðan og leiðbeinandi
um starfrækslu. Starfsemin hefði
fyrst beinzt að smábörnum, svo að
finna mætti heyrnardeyfu sem
yfirlæknar hefðu haldið á vegum
klúbbiins um starf heyrnarstöðv-
anna í Danmörku, og nú hefði
klúbb irinn viljað nota tækifærið
og fá, Stefán Skaftason á fund til
þess i ð skýra frá skipulagi þessa
starfs í Svíþjóð.
Þá. æddi frúin einnig um nauð-
syn þ ss að þjálfa starfsfólk slíkra
stöðv , bæði við heyrnarmælingar
og le ibeiningar og meðferð marg
brotii ía tækja. Hefði Margrétar-
sjóðuf veitt Birgi Ás Guðmunds-
syni, kennara, styrk til náms í
heyrnarmælingum í Danmörku,
og hefði hann stundað það nám
að undanförnu og væri í þann veg
inn að hefja starf í heyrnarstöð-
inni. Klúbburinn hefði og gefið
mörg og mikil tæki til stöðvarinr.-
ar.
Síðan lýsti Stefán Skaftason
nokkuð skipulagi heyrnargæzlu og
lækninga í Svíþjóð og svaraði fyr-
irspurnum um þessi mál. Hann tók
sem dæmi Kalmar-lén í Svíþjóð,
en í því er íbúafjöldi litlu minni
en á íslandi. Þar er þessi læknis-
þjónusta öll sameinuð í einni deild
í aðalsjúkrahúsinu í Kalmar, og
starfa 3—4 læknar á þeirri deild,
sumir sérhæfðir eins og Stefán í
skurðlækningunum. Vegna hins
góða skipulags og þjálfaðs hjálp-
arfólks læknanna kæmust þeir yf-
ir þetta. Almenn heyrnarprófun
Jakobína Pálmadótflr.
(Ljósm.: Tíminn KJ).
uðborginni, og mundi það nægja
landinu öllu. Þar ættu starfandi
sérfræðingar að fá aðstöðu til að
leggja inn sjúklinga sína og gera
á þeim skurðaðgerðir. Síðan yrði
að starfrækja í tengslum við þessa
deild fullkomna heyrnarstöð. Al-
mennar heyrnamælingar barna
yrðu að komast á á öllu landinu.
Þær gætu hjúkrunarkonur anpazt
með handhægum tækjum, en hér-
aðslæknar sendu síðan til aðal-
deildarinnar þau börn, sem ekki
hefðu sæmilega heyrn og virtust
þurfa frekari athugana og aðgerða
við.
Stefán lýsti síðan í stórum drátt
um þeim sjúkdómum, sem valda
heyrnarskerðingu. Mætti skipta
þeim í tvo flokka. Annars vegar
væru skemmdir í miðeyra, sem
oftast stöfuðu af bólgum og igerð,
og væru þessar skemmdir oftast
á heyrnarbeinum og völundarhúsi
eða snekkju. Nú væri svo komið
með nýrri þekkingu og smásjár-
tækni, að heyrnardeyfu af þess-
um sökum mætti að einhverju eða
miklu leyti bæta með skurðaðgerð-
um, sem mjög færu í vöxt. I hin-
um flokknum væru skemmdir á
heyrnartaug eða í heila, en þær
yrðu ekki bættar með uppskurði.
Þar kæmu heyrnartæki oft að
Hér á landi hafa undanfarna
áratugi starfað ýmsir ágætir sér-
fræðingar í háls-, nef- og eyrna-
lækningum, og hefur starf þeirra
verið mjög mikilvægt, en nú virð-
ist augljóst, að við séum að drag-
ast mjög aftur úr í þeim hröðu
framförum, sem eiga sér stað í ná-
grannalöndum. Það er þó ekki sér-
fræðingunum hér heima fyrst og
fremst að kenna, heldur vöntun
á þeim starfsskilyrðum, sem búa
verður þessari grein læknisfræð-
innar af opinberri hálfu, og verði
ekki úr því bætt hið bráðasta, drög
umst við enn meira aftur úr. Hér
er nú verið að byggja tvö stór
sjúkrahús, en í hvorugu þeirra er
gert ráð fyrir fullkominni háls-,
nef- og eyrnadeild að sinni. Þó
mun gert ráð fyrir henni í óbyggð-
um hluta borgarsjúkrahússins, en
það þýðir, að hún kemst ekki á
stofn á næstu einum eða tveimur
áratugum. Slík deild er þó alger
forsenda þess, að við getum fylgzt
með nágrannalöndunum í heyrnar-
lækningum.
ískyggilegasta og augljósasta
tákn þessarar stöðnunar er sú stað
reynd, að síðustu fimmtán árin
hefur aðeinS einn háls-, nef- og
Rætt við forustukonur Zontaklúbbsins og læknana Stefán Skaftason og Erling
Þorsteinsson um miklar framfarir í þessari sérgrein.
arínmar að nj'óta sfn, en það er boð
orð dagsins í þessu sem ö,ru.
Ég átti þess kost fyrir nokkrum
dögum að sitja mjög fróðlegan
fund um þessi mál með tveimur
sérfræðingum og áhugasamtökum,
sem beita sér fyrir úrbótum. Það
var Zontaklúbburinn í Reykjavík,
sem boðaði til fundarins af því til-
efni, að hér var staddur íslenzk-
ur háls-, nef- og eyrnalæknir, sem
starfað hefur tíu ár í Svíþjóð. Það
er Stefán Skaftason, aðstoðaryfir-
læknir við háls-, nef- og eyrna-
deild aðalsjúkrahússins í Kalmar,
en hann hefur bæði þar og í Þýzka
landi þjálfað sig í skurðaðgerðum
í miðeyra, þegar framkvæmt fjölda
slíkra aðgerða og náð ágætum ár-
angri og er nú vafalítið í hópi
álitlegustu ungra skurðlækna i
þessari grein á Norðurlöndum.
Skýrði Stefán á fundinum frá fyr-
allra fyrst, láta börnin fá heyrn-
artæki og leiðbeina foreldrunum
og þjálfa þau svo, að þau gætu
notið náms með öðrum börnum
í venjulegum skólum. Mikið hefði
áunnizt, en það sýndi aðeins greini
legar, hve miklu meira þyrfti að
gera, og takmarkið væri að koma
upp fullkominni heyrnarstöð með
sérdeild í sjúkrahúsi, þar sem
leggja mætti inn sjúklinga og gera
skurðaðgerðir. Væri nú einnig fyr-
irhuguð mikil stækkun heyrnar-
stöðvarinnar jafnskjótt og borgar-
spítalinn flyttist alveg í nýja Borg
arsjúkrahúsið í Fossvogi.
Þá sagði frú Briem, að nauðsyn-
legt væri að fá íslenzka sérfræði-
menntaða lækna, sem nú starfa
erlendis, heim, því að ísland mætti
ekki missa af þessum dýrmætu
starfskröftum. Hún minnti einnig
á fyrirlestra, sem tveir danskir
barna færi fram, og önnuðust sér-
stakar hjúkrunarkonur hana.
Heyrnardauf börn færu svo til
frekari skoðunar eða aðgerða og
kappkostað væri að bæta heyrn
barna með aðgerðum eða tækjum
svo snemma, að þau gætu lært
málið, ef þau hefðu einhverja
heyrn og síðan gera þeim kleift
að njóta náms með venjulegum
börnum. Þá sagði Stefán, að heyrn
artækjaþjónusta væri tengd þessai i
deild sjúkrahússins, og væri það
talið mikilvægt til árangurs. Hann
sagði, að slíkar fullkomnar háls-,
nef- og eyrnadeildir væzu til í
hverju lénssjúkrahúsi landsins og
taldar sjálfsagður þáttur í heilsu-
gæzlukerfinu. Að sínum dómi yrðu
íslendingar að fara svipaða leið
og gert væri í einu léni Svíþjóðar,
setja upp fullkomna deild í þessari
grein við eitt aðalsjúkrahús í höf-
haldi. En grundvöllur aðgerða er
rétt greining á orsökum deyfunn-
ar, og hvar og hver skemmdin er
í eyranu. í því efni kæmu til sí-
fellt fullkomnari heyrnarmælar,
og væru nú til margar og fullkomn
ar gerðir þeirra. Nú síðast heíði
ungverskur tæknifræðingur, starf
andi í Bandaríkjunum fundið upp
og gert heyrnarmæli, sem tæki
öðrum mjög fram og auöveldaði
greiningu og gerð og val heyrnar
tækia. Framfarirnar væru mikla-
hin siðari ár og enn meirl á næstu
grösum.
Erlingur Þorsteinsson skýrði
meðal annars frá því á þessum
fundi, að starfandi háls-, nef- og
eyrnasérfræðingar hér gerðu sér
vel ljósa nauðsyn þess, að hér
kæmist á fót fullkomin sérdeild
i þessari grein við sjúkrahús hér
Framhald á bls. 12.