Tíminn - 19.08.1966, Page 12
12
TÍIVHNN
GunnarVilhjálmsson
fæddur 28. sept. 1952. Dáinn 26. júlí 1966.
Hugljúfi vinur þú heldur oss frá
til himneskra sólfagra stranda,
við vitum það öll að þú sól guðs munt sjá
er þú siglir til nýrra landa.
Við vitum þú lifir þótt líkaminn nár
sé lagður í kistu oní jörðu
því andinn hann fer inn í eilífið klár
og aldrei hann mætir þar hörðu.
Nú þökkum við vinur nú þökkum við allt
og þó að oss seint finnist hlýna.
Þá biðjum við drottin, þó blási oft kalt,
að blessa okkur minningu þína.
Nú biðjum við öll, sem hin beygðasta rós.
Biðjum svo smáir og veikir,
að bræðrum og foreldrum ljómi það Ijós
sem lýðnum frelsarinn kveikir.
Himneski faðir og höndin þín virk
sé hjálp vor er sækir að mæða.
Gef öfum og ömmu þann eilífa styrk
er undina stóru má græða.
Gef vissan um mátt þinn verði ei hrjúf
þó velti okkar jörð eins og bolti.
Gef minningin máist ei góð bæði og ljúf,
um Gunnar frá Tunguholti.
Aðalbjörn Úlfarsson.
AFRÍKUMENN
Framhald af bls. 5.
sér auði af opinberu fé.
Fáir afríkanskir bændur eru
reiðubúnir að hverfa frá hefð-
bundnu héraðseignarhaldi á
landi, — en á því byggjast fé-
lagsleg tengsl þeirra að veru
legu leytl, — jafnvel þó að
breytingunni fylgi fjárhagsleg'
ur ábati þeirra og aukning land
búnaðarframleiðslunnar. Starfs
menn í þéttbýli eru heldur ekki
reiðubúnir að hægja á efnahags
þróun þjá sér til samræmis við
samlamda sína í sveítunum. Bil
ið milli lífskjara fjöldans í sveit
unum og minnihlutans í borg
unum breikkar því háslcalega
ört og af því stafar aukin
spenna í hinu nýja ríki.
áfram að þessum málum og leita
til almennings um stuðning við
þau. Kváðust konurnar vilja taka
fram, að almenningur hefði ætíð
tekið málaleitun um stuðning við
þetta mál mjög vel og væntu að
svo yrði áfram. Mundu þær beita
sér fyrir eflingu heyrnarstöðvar-
innar sem mest og fyrir almennum
heyrnarmælingum, en einnig vinna
að því á allan hátt, að hér kæmi
sem fyrst sjúkrahúsdeild í þess-
ari grein.
Stjórn Zonta-klúbbsins skipa:
Rúna Guðmundsdóttir, formaður,
Vigdís Jónsdóttir, varaformaður,
Sigríður Gísladóttir, Guðrún Helga
dóttir og Jakobína Pálmadóttir.
Stjórn Margrétarsjóðs skipa
Friede P. Briem, formaður, Ingi-
björg Bjarnadóttir, gjaldkeri og
Auður Proppé, ritari. A.K.
ENGIR NÝIR
Framhald af bls. 9
á landi. í byggingu Landspítalans
væri ekki gert ráð fyrir slíkri
deild enn, en á teikningu Borgar-
sjúkrahússins væri gert ráð fyrir
deildinni í þeim hluta hússins,
sem óbyggður væri. Væri því
ljóst, að enn yrði að bíða hennar
um sinn. Starfandi sérfræðingar í
greininni héfðu því reynt, að hafa
samtök um að ýta málinu áleiðis
og óskað eftir því, að sem fyrst
yrði komið á laggir einhverri sér-
aðstöðu í greininni í sjúkrahúsi,
þar sem hægt væri að leggja inn
sjúklinga og gera skurðaðgerðir,
og væri það álit þeirra, að bót
mundi vera að þessu, þótt ekki
yrði þegar um fullkomna deild að
ræða. Væru þessi mál nú í hönd-
um nefndar, sem senn mundi skila
áliti, og mundu þá læknarnir ræða
málið að nýju og reyna að þoka
því áleiðis. Einnig væri mikilvægt
að koma á ahnennum heyrnarmæl-
ingum á börnum og bæta og efla
heymarstöðina til þess að sjá mönn
fyrlr hByrnartækjum við hæfi.
Éngir mundu fagna því meira en
starfandi sérfræðingar hér, ef
unnt væri að þoka þessum málum
til betri og fullkomnari þjónustu.
Zontaklúbburinn hyggst vinna
Gróöur og garðar
Framhald af bls. 7.
ið land við þjóðveginn. —
Unadalur er miklu berari
•og blásnari en Hrolleifsdalur.
'Hvað dró hingað „danska"
■Una?
Dulið flest, en sumt má gruna.
Lánið valt og freyjufuna
fékk hann reynt í þessum dal.
Þrisvar hljóp hann burt frá
brúði,
— bresti sjálfs sín kannski
flúði. —
Kappann loksins lífi rúði
Leiðólfur með sér einaval.
LAGARFLJÓTSORMURINN
Framhald af bls. 8
skrifstofurnar og ferðafélögm
eru sú stjórn, sem stýrir orð
ið ferðamannastraumnum um
landið.
— Sækja nú samt ekki hing
að einstaklingar á eigin eyk,
t. d. til að fá að slá upp
tjöldum sínum hér á Hall-
ormsstað?
— Reyndar færist það nokk
uð í vöxt. En það er háð
tíðarfarinu. Ef úrkomur eru
miklar, þá er vont að tjalda
í skóginum, jafnvel enn blaut
ara en á bersvæði. Og það er
svo, að sé fólk komið í Mý-
vatnssveit og veður gott, þá
heldur fólk oft áfram hingað,,
annars snýr það við, flest
fólk leitar þangað sem sólin
skín.
— Sækist ekki ferðafólk eft
ir að fá að veiða í fljótinu?
— Hér er ekki um aðra veiði
að ræða í Lagarfljóti en sil
ungsveiði, og 'hann er ekki
veiddur á stöng. Og svo veit
ég ekki til þess að menn hafi
heldur reynt að kasta fyrir orm
inn. Það hefur víst énginn
veiðimaður gerzt svo djarfur
ennþá, enda duga líklega ekki
minna en hákarlalagnir til
þeirra hluta.
— Já, vel á minnzt, hvað
segirðu annars um orminn, er
eða er ekki búið að ganga
að honum dauðum?
— Lagarfljótsormurinn dauð
ur? Nei, ekki aldeilis, hann
lifir góðu lífi. Þessir menn,
sem fóru á bátnum út á Fljót
ið í vor og Tíminn gerði mik
ið veður út af, þeir gátu svo
sem ekkert séð. Við Sigurður
Blöndal voru einmitt að fara á
fund þetta kvöld og sögðum
sem svo, að nú sæist ekkert
til ormsins. Einmitt þá var bát
urinn að fara hér inn úr. Það
er ekkert óvenjulegt að sjá
taðkögla og drasl á reki á
Lagarfljóti, og ef það er
eins og jarðfræðingarnir sögðu,
að þetta hafi losnað úr fljóts
botninum, þá er ekkert lík-
legra en það losni með meira
móti, þegar ormurinn er að
rífa sig upp úr leðjunni. Og
ekki hefur hann nú verið
settur saman úr niðursuðudós
um hér í gamla daga. Það var
dálítið kúnstugt, sem sagt var
í Tímanum, að þeir hefðu stað
ið uppi í bátnum og skimazt
um, eins og hefði mátt ætla, að
þeir hefðu fremur átt að kúra
sig niður og halda sér sem
fastast. En það var talið til
tíðinda, að þeir hefðu gerzt svo
djarfir, að standa og horfa í
kringum sig.
— Sástu þetta greinilega, t.
d. í kígi?
— Ég sá þetta eins og aðrir
hér á Hallormsstað í vor, en
ekki greinilega, það var svo
vont skyggni, við fórum nið-
ur í fjöruborðið, en það var
dumbungur í lofti og ekki
hægt að greina annað en
þetta var Iifandi skepna, sem
hlykkjaðist áfram.
— Hefur þetta komið fyr
ir nokkrum sinnum síðan þú
komst hipgað að Hallormsstað?
— Sárasjaldan, og ég hef
ekki séð hann fyrr. En hann
sást fyrir nokkrum árum, Þór-
ný kona mín sá hann þá og
líka Sigurður Blöndal.
— Svo fólk hér í sveitinni
trúir því statt og stöðugt, að
ormurinn sé í fljótinu?
— Já, já, fólk trúir því
almennt, að þar hafist við
eitthvað allóvenjulegt.
— Hefur Þórbergur komið
hingað að rannsaka þetta fyr
irbæri?
— Jújú. Þegar þetta sást
hér fyrir nokkrum árum, þá
fékk Þórbergur bréf frá
Skrímslafélaginu í London,
þetta hafði borizt þeim til
eyrna í London og þeir skrif
uðu Þórbergi og biðu í of-
væni eftir því að fá skýrslu
frá honum um þetta fyrirbæri.
Hann fékk vitnisburði sjónar-
votta og sendi þehn. Hann
var meira að segja að ráð-
gera að eyða einu sumri í að
kanna þetta hér til hlítar, sögu
sagnir og fleira. Hann trúir full
komlega á orminn, og jafnvel
þótt hann -é ekki af þessum
heimi, heldur eitthvert yfir-
náttúrulegt fyrirbæri. En hann
kom nú samt ekki til að taka
skýrslu eftir að hann sást nú
í ár.
— En hafa ekki útlendir
skrímslafræðingar lagt leið
sína hingað?
— Nei, ekki svo ég viti til.
— Eru annars fleiri nýlegar
sagnir af orminum?
— Hann hefur iézt að
vetrarlagi líka. Það kom fyrir,
ekki alls fyrii löngu, að mað-
ur, sem bjó þá að Brekku í
Fljótsdal, Sveinn Jónsson, sem
nú er verzlunarmaður á Egils
stöðum, sá ísinn á Lagarfljóti
hreinlega spýtast upp eins og
þrýstingur eða hnykkur hefði
komið á hann neðan frá. Sveinn
hefur sagt þessa sögu, og hvað
er líklegra en hér hafi ormur
inn verið að verki?
Þegar hér var komið sögu,
þeytti Þorsteinn bíllúðurinn
fyrir utan og ekki lengur til
setu boðið. En næst var til
þess að taka, að fara út með
fljótinu, og þar að, sem boran
ir eftir gasi hafa staðið yfir
undanfarið, niður undan bæn-
um Vallholti. Þessar boranir
hafa ekki borið þann árangur,
sem vænzt var, þótt gasbólur
standi þar víða upp úr vatns
skorpunnL Og Þorsteinn átti
nú að taka jarðborinn og til-
heyrandi hafurtask og flytja
til Akureyrar, en þaðan átti
hann að fara út í Grímsey. Það
var allseinlegt verk að koma
bornum inn í bílhús Þor-
steins, og gerði kranabíllinn
margar atrennur til að koma
bornum inn í pallhúsið. En
með seiglunni hafðist það.
Þeir sögðu okkur þá sögu þar,
að ráðuneytið í Reykjavík,
sem þetta heyrir undir, hafi
látið semja reglugerð eða var
úðarreglur ti1 að fara eftir
við borunarverkið, afgreiðsla
þessara reglna gekk svo greið
lega í Stjórnarráðinu, að þeir
voru því sem næst búnir með
verlcið, þegar reglurnar loks
bárust austur. Hentu þeir
gaman að snörum vinnubrögð
um reglugerðarmanna fyrir
sunnan. G.B.
Á VlÐAVANG
Framhald af bls. 3
ingarmálum, sem miðar að því
að beita vinnuafli og fjármagni
á sem hagkvæmastan hátt.
ÞAR ER EKKI UM HÖFT AÐ
RÆÐA, HELDUR SKYNSAM-
LEGA IIAGSTJÓRN“, segir
Vísir og bætir við: „SÝNIST
VISSULEGA TÍMABÆRT AÐ
BEITA SVIPUÐUM RÁÐUM
IIÉR Á LANDI“.
Hváð segir Ólafur prófessor
við þessu? Er þá „hin Ieiðin“
tU, leið skipulagningar í fjár-
festingarmálum án hafta, leið,
sem Bretar ' og Norðurlanda-
þjóðirnar hafa tekið upp en ekki
verið beitt hér á landi, þó að
„sýnist vissulega tímabært að
beita svipuðum ráðum hér á
Iandi“, eins og Vísir segir rétti-
lega?
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um íllt land.
H A L L D Ó R .
Skólavörðustíg 2.
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 1966
BR IDGESTOSME
HJÓLBARÐAR
Siaukin sala
BRIDGESTONE
sannar gæðin.
Veitir aukið
öryggi I akstri.
BRIDGESTONE
i ávallt fyrirliggjandi.
GÓÐ ÞJÓNUSTA —
Verzlun og vfðgerðlr.
Sfmi 17-9-84.
Gúmmíbarðinn h.t,
Brautarholti 8,
TRÚLOFUNARHRINGAR
Fljót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmíður.
Bankastræti 12.
ísfirðingar
Vestfirðingar
Hef opnað skóvmnustofu
að Tóngötu 21, ísafirði
Gjörið svo ve) og reynið
viðskiptin.
Einar Högnason,
skósmiður.
BÍLALEIGAN
VAKUR
Sundlaugavegi 12
Simi 35135 og eftir loktm
símar 34936 og 36217