Tíminn - 19.08.1966, Page 13

Tíminn - 19.08.1966, Page 13
FÖSTUDAGUR 19. ágúst 1966 ít>RÓTTIR TBSVIINN ÍÞRÓTTIR 13 Er tímabært að fjölga í 1. deild? Er tímabært að fjölga liðum í 1. deild? Eftir að hafa séð leik Vest- mannaeyinga og Fram í fyrra- kvöld, er ég í engum vafa um, að í 2. deild eru tvö lið, sem hafa svipaðan styrkleika og 1. deildar liðin. íþróttalega séð væri því tíma bært að fjölga liðunum, en það er önnur saga, hvort það myndi borga sig fjárhagslega. Stöðnun eða jafnvel afturför hefur verið í íslenzkri knattspyrnu síðustu árin — og eru margar ástæður fyrir því. En er ekki ein aðalástæðan, að 1. deildar keppr,- inni er sniðinn of þröngur stakk- ur? Er það heilbrigð þróun, að 2. deildar liðin skuli vera næstum því helmingi fleiri en 1. deildar liðin? Á hverju ári fellur eitt lið úr 1. deild og annað kemur í stað- inn upp úr 2. deild. Oftast hafa þetta verið sömu liðin, sem hafa leikið til skiptis í deildunum — og með því einokað þessa eilífu hringrás. Næstbezta liðið í 2. deild, t. d. Vestmannaeyingar síðustu ár- in, hefur óhagstæðari samkeppnis- aðstöðu að því leyti, að liðið hef- ur minni reynslu að baki, fær sára sjaldan tækifæri til að leika á móti Þýðing- arlaust að kæra Alf—Reykj a vík. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, eru Keflvík- íngar að hugsa um að kæra leikinn Keflavík-Akureyri á þeim forsendum, að Magnús lónatansson í Akureyrar-lið inu hafi verið í keppnis- banni, þegar hann lék. En það verður líklega til- gangslítið fyrir Keflvíkinga að kæra, því að í lögum um sjálfkrafa 10 daga keppnis- bann leikmanns, sem vísað er af leikvelli, er jafnframt tekið fram, aS ef málið sé tekið fyrir af dómstóli inn an 10 daga, sé keppnisbann inu aflétt. Og það rétta er, að mál Magnúsar var tekið fyrir hjá dómstól íþróttabanda- lags Akureyrar aðeins 2 dögum eftir leikinn Akur- eyri—Þróttur, og komst hann að þeirri niðurstöðu, að brottrekstur af velli væri nægjanleg refsing í þessu sambandi, þar sem engin formleg kæra frá dómara hefði borizt, aðeins athuga- semd. Og með því að mál- ið var tekið fyrir strax, mun Magnús ekki hafa verið í keppnisbanni, þegar hann lék á móti Keflvíkingum. 1. deildar liðum. Eg er ekki í minnsta vafa um, að ef lið eins og Vestmannaeyjaliðið fengi tæki færi til að leika í 1. deild, myndi það eflast mikið og ná örugglega þeim „standard“, sem 1. deildar liðin hafa, en eins og málin standa í dag, vantar aðeins lítið upp á það. Spurningin er því, hvort ekki sé verið að draga úr eðlilegum vexti og viðgangi ísl. knattspyrnu með því að loka 1. deildinni eins rammlega og raun ber vitni. Ég geri mér fulla grein fyrir því, að með fjölgun liða í deildinni myndi kostnaður við hana aukast og fé- lögin bera minna úr býtum, a. m. k. fyrst í stað. En stöðnunin er orðin svo áberandi, og það kem- ur m. a. fram í því, að áhorfend- um að leikjum fjölgar ekkert, að engu er að tapa. Því ekki að fjölga í deildinni í von um það, að keppnin verði líflegri, knattspyrn- an betri og áhorfendur fleiri? Fyrir tveimur árum skipaði árs- Frá leik Vmeyja og Fram í 2. deild í fyrrakvöld. Hallgrímur Scheving spyrnir aS marki (Tímamynd Bj. Bj.) þing KSÍ milliþinganefnd til að fjalla um fjölgun liða í 1. deild og var hún henni mótfallin, en mælti með stofnun 3. deildar. En ] botns í málefnum 1. og 2. deild- með því var farið öfugt að hlutun- ar, áður en þriðja „vandamálinu" um. Nær hefði verið að komast til I var bætt við. —alf. Valur fær að glíma við sterka atvinnumenn frá meginlandinu - upplýsingar um leikmenn belgiska íiðsins Standard Liege. Eins og sagt var frá í blaðinu í gær, eru 8 landsliðsmenn í liði Standard Liege, sem Valur mætir n.k. mánudagskvöld í Evrópubikar keppninni, en ranghermt var, að þeir væru allir belgískir, því í lið inu eru leikmenn frá Luxemburg og Júgóslavíu. Allir leikmenn Standard Liege eru atvinnumenn og fá því Valsmenn að glíma við sterka mótherja. Hér á eftir fara nokkrar upplýs ingar um landsliðsmenn liðsins: Jean Nicolay, fæddur 1937, sjálf i kjörinn markvörður landsliðs | Belgíu, hefur undanfarin tvö ár leikið alla milliríkjaleiki, hefur verið valinn í Evrópulið. Guy Raskin, fæddur 1937, kom frá Beerschot 1965, landsliðsmað- ur. Rólegur og sterkur leikmaður. Lucien Spronck, fæddur 1939, Var í hernum og fyrirliði knatt- spyrnuliðs hersins í Oran 1961. Hefur oft verið valinn í Iandslið. Stór vexti og þvi meistari í að ná háum sendingum. Talar frönsku, flæmsku, þýzku og ensku. Louis Pilot, fæddur 1940. Bezti leikmaður og fyrirliði landsliðs Luxemburgar, stór og sterkur. Fékk 1964 gullknöttinn, sem veitt- ur er bezta íþróttamanni Luxem- burgar. Roger Claesseu, fæddur 1944, miðherji. Valinn í landslið 1961 en vegna meiðsla og ofreynslu var hann lengi frá. M.a. skorinn upp í hné. Hefur æft vel að undan- förnu og er nú í fullu formi. Tal- ar frönsku, þýzku og ensku. Leon Semmeling, fæddur 1940, hægri útherji. Reglulega valinn í landslið. ítölsk og spænsk félög hafa mjög sótzt eftir honum Paul Vandenberg, fæddur 1937, Framhald a . ois n Úrslitaleikir í yngri flokkunum N.k. mánudagskvöld, 22. ágúst, fer fram úrslitaleikur í landsmóti 4. flokks í knattspyrnu. Leika Val- xrr og Breiðablik til úrslita á Mela vellinum og hefst leikurinn kl. 18. N.k. fimmtud. leika svo til úrslita í 2. flokki Valur og Keflavík á Melavellinum kl. 19.30. Enn er ekki ákveðið, hvenær úrslitaleik- ur í 5. flokki milli Fram og FH fer fram. í 3. fl. eru enn ófengin úrslit í öllum riðlinum. Belgísku bikarmeistararnir Standard Liege.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.