Tíminn - 20.08.1966, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.08.1966, Blaðsíða 13
13 LAUGARDAGUR 20. áffúst 1966 TIIM3NN Rætt við kunnan bandarískan þjálfara um ísl. frjálsíþróttir og fleira AUKA ÞARF ENN FREKAR AHUGA SKOLAFÖLKS Á FRJALSÍÞRðTTUM Fyrir nokkru var hér á ferS- inni Bandaríkjamaður Thomas Ecker aS nafni, sem er vel kunnur í heimalandi sínu fyrir ritstörf á vettvangi frjálsra íþrótta og fyrir mjög góSan árangur í þjálfun frjálsíþrótta- manna. Þar sem slíkir gestir ern sjaldséðir hér var gerður út maður á vegum Tímans og skyldi hann afla frétta. Hinn bandaríski þjálfari tók tíðinda- manninum vel og fer árangur af spjalli þeirri hér á eftir. Þar sem heldur er óvanalegt, að útlendingur komi hér æ of- an í æ, þá er von að manni verði á að spyrja livernig á komu þinni standi, en þetta er þín þriðja koma hingað, Thom- as? —Já, rétt er það. Ég kom hingað fyrst sumarið 1964 á veg uim upplýsingarþjónustu Banda ríkjanna en á vegum hennar hafði ég ferðast um Norður- lönd og kynnt og kennt frjáls- ar íþróttir. Ég kom svo aftur hingað í vetur sem leið og nú aftur í þetta sinn. Ég get ekki neitað því, að ég varð strax við fyrstu komu hrifinn af landi og fólki, og hér hef ég eignazt marga góða vini og kunningja. Ekki get ég alveg gert mér grein fyrir hvers vegna mér líður svo_ vel héma, því að mér finnst ísland vera svo frábrugðið heimastöðvum mínum í Kentucky, en samt sem áður finnst mér ég eiga heima hér. — Og nú ert þú á leið til Svíþjóðar? — Já, ég fer þangað til þess að verða þar einn af þremur landsþjálfurum Svía í frjálsum íþróttum, en hinir tveir eru Svíarnir Gunnar Carlson og Gustaf Laurell. Hvernig stendur á því, að Svíar velja þig fyrstan útlend- inga til þess að verða landsliðs- þjálfara? Ja, ég dvaldist í Svíþjóð í nokkurn tíma á Norðurlanda- ferð minni 1964, hélt þá fyrir- lestra um íþróttir og sýndi kvik myndir. Sænskir íþróttafrömuð- ir spurðu mig þá ráða hvað helzt skyldi gera til þess að auka áhuga á frjálsum íþrótt- um þar í landi. Ég gaf þeim nokkur ráð og það er eiginlega til þess að vinna úr þessum ábendingum, sem ég fer til Sví- þjóðar að þessu sinni. Hvernig verður störfum þín- um í Svíþjóð hagað? Ég mun auðvitað annast að einhverju leyti þjálfun íþrotta- manna, en aðalverkefni mitt verður þó í sambandi við skipu- lagningu og uppbyggingarstarf semi frjálsra íþrótta. Það, sem ég mun leggja hvað mesta áherzlu á, er að koma á fót keppni í frjálsum íþróttum milli skóla líkt og tíðkast í Bandaríkjunum. Og hvernig lízt þér á starf- ið, sem framundan er? Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni því að mín skoð- un er, að Svíar standi á marg- an hátt í fremstu röð frjáls- íþróttalega séð, þ.e. þeir eiga marga góða þjálfara, sem eru kunnáttumenn í sínum grein- um, en þá vantar bara fleiri efni til þess að vinna úr. í Sví- þjóð vilja menn helzt æfa knatt spyrnu, og mitt starf mun að mestu beinast að því, að vekja áhuga á frjálsum íþróttum með- al skólaæskunnar í landinu. Hverjar myndir þú telja meginástæður fyrir frábærum árangri bandarískra frjáls- íþróttamanna? Langflestir bandarískra frjáls íþróttamanna eru skólamenn, sem ekki þurfa að stunda lík- amlega vinnu og fá margir styrki til náms vegna sinna íþrótta afreka. Þeir verða sámt að stunda sitt nám og verða að ná vissri lágmarkseinkunn til þess að fá að keppa fyrir skólans hönd. Sumum reynist það er erfitt að æfa af kappi tvisvar á dag og stunda námið jöfnum höndum, og ég hef nokkrum sinnum misst góða íþróttamenn úr skólaliðinu vegna slakrar námsframmi- stöðu .Sem betur fer er það þó ekki algengt, því mín reynsla er sú, að beztu íþróttamennirn- ir eru oft beztu námsmennirn- ir. Skólarnir reyna eftir beztu getu að búa sem bezt að sín- um íþróttamönnum, því að það er metnaður hvers skól'a fyrir sig að skara fram úr í einu sem öllu og íþróttir eru þar meðtaldar. Þar með tel ég mig hafa bent á aðalástæðuna fyrir afrekum bandarískra íþrótta- manna. í bandrísku þjóðlifi er samkeppni svo sterkur þáttur, að hver einstaklingur mótast af henni. Þessi samkeppni ríkir ekki hvað sízt í skólunum og hver dagur er sem endalaus keppni. Á íþróttavellinum gildir hið sama. Að vísu eru frjálsar íþróttir ekki vinsælasta íþrótta- greinin í Bandaríkjunum, en samt höfum við alltaf nokkra menn í hverri grein, sem keppa um tvö sæti í skólaliðinu i þeirri grein, og það þykir alltaf heiður að komast í skólalið oe keppa fyrir skólans hönd. — Ilverning er með aga? Aginn á bandarískum íþrótta- mönnum innan skólanna er yf- irleitt mjög harður, því að þefss- ir menn eru fulltrúar skólanna og koma fram fyrir þeirra hönd. íþróttamönnum er t.d. alis ekki leyfð notkun áfengis eða tó- baks og ef þeir eru staönir að brotum á þeim reglum, sem þeim er ætlað að fara eftir þá eru þeir reknir úr keppnis- liðinu á stundinni og þykir það mikil skömm. Þetta tel ég mjög heilbrigt því að það er enginn maður ómissandi og betra er að losa sig við lög- brjótana enda þótt þeir séu góðir í sinni grein en að iáta þá eitra fyrir og koma illum anda í liðið. Þar sem þú hefur þegar nokk uð kynnzt íslenzkum aðstæðum þá langar mig til þess að spyrja þig hvað þú teldir helzt vcra að í íslenzku frjálsíþróttalífi og hvað gera þyrfti til úrbóta. Þessu er ekki auðvelt að svara í fáum orðum, en helztu vandamálin tel ég vera of mikla vinnu og vöntun á góðu skipulagi. Þegar ég var hér fyr- ir tveimur árum var ég með þó nokkrar bollaleggingar hvernig hér mætti úr bæta því að þá stóð til að ég kæmi til íslands til ársdvalar. Hefði þá hlutverk mitt líklega orðið svipað og það verður í Svíþjóð þ.e. að örfa skólafólk til iðkun- ar frjálsra íþrótta með ýmsu móti. Því miður varð ekkert úr væntanlegri ársdvöl minni hér, en kannski ég fái ein- hvern tíma ’ tækifæri til þess að'véra hér og sjá hvað unnt er að gera. Ég myndi telja að það sem helzt þyrfti að vinna að hér, er að auka enn frekar frjálsíþróttaáhugann í skólunum. Koma þarf á milli- skólakeppni og auka áhuga og kunnáttu starfandi íþróttakenn ara á íþróttinni. Ef ekki tekst að koma upp áhuga á frjálsum íþróttum í skólanum, tel ég nærri útilokað, að íslendingar nái að byggja upp gott lands- lið á alþjóðamælikvarða. Hér er mikið af efnilegu ungu fólki, ég tel mig varla hafa séð til- tölulega jafn mörg íþrótta- mannsefni og hér, en það nægir ekki ef ekki er hægt að virkja þessa hæfileika. í skólunum er auðveldast að koma auga á efni í íþróttamenn og fá þau til æfinga. Þetta er hlutverk íþróttakennarans, en hann verð ur að fá hjálp til þess að skapa sæmilegar aðstæður til íþrótta- iðkunar. Meðan áhugi er ekki almennur er erfitt fyrir ein- staka kennára að halda uppi áróðri fyrir frjálsum íþróttum, en þó er ótrúlegt hvað sumir geta áorkað. / Ummæli ísl. íþróttamanna um Thomas Ecker: Hallgrímur Jónsson methafi í kringlukasti: — Ég álít Thomas Ecker vera mjög góðan þjálfara og tel mig hafa margt af honum lært, sem hjálpaði mér við að setja núgildandi ísl. met í kringlu- kasti. Jóhannes Sæmundsson, þjálf- ari ÍR og Ármanns. Thomas Ecker er að mínum dómi frábær þjálfari og hefur hann komið fram með margar nýjungar í sambandi við þjálf- un, sem reynzt hafa vel. Úrvals þjálfarar, sem hann eru ekki Framihald á bls. 15. Thomas Ecker Tveir leik- ir í 1. deild Alf-Reykjavík. — Á morgun, sunnudag, verða leiknir tveir leik- ir í 1. deild íslandsmótsins í knatt- spyrnu. Á Akranesi mæta heima- menn KR og í Keflavík mæta heimamenn Þrótti. Báðir leikim- ir hefjast klukkan 16. ÖIl liðin hafa ennþá möguleika í mótinu, nema Þróttur, og staða KR er mjög vonlítil. Eflaust munu Keflvíkingar eiga léttan dag gegn Þrótti á Njarðvíkur-vellinum, en leikur KR og Akraness verður lík- lega jafn og spennandi. Síðustu ár- in hefur KR-ingum aldrei tekizt að sigra Skagamenn á Akranesi, spurningin er, hvort þeir bregða út af vananum nú. Fram og Víkingur leika í 2. deild Alf-Reykjavík. — Fram og Vík- ingur mætast í 2. deild fslands- mótsins í knattspyrnu á sunnudag. Hefst leikurinn klukkan 19.30 á Melavelli. Leikurinn er þýðingar- mikill fyrir Fram, sem nægði jafn- tefli á móti Vestmannaeyjum í síð- ari leiknum, vinni það leikinn á móti Víking á morgun. Staðan í a-riðli 2. deildar er nú þessi: Vestm. 7 5 0 2 23:14 10 Fram 6 4 11 18: 3 9 Haukar 8 3 2 3 19:16 8 Víkingur 7 4 0 3 16:15 8 Suðurnes 8 0 17 6:35 1 Golf: 15 ára sigurvegari Fyrir nokkru var háð hin árlega afmæliskeppni Guðmundar Sigurðssonar. Tvö síðastliðin ár hafa verið leiknar einungis 12 hol- ur, og hefur það mælzt vel fyrir. Svo er mælt fyrir í reglugerð gef- anda, að bikar þessi sé farand- gripur fyrir beztan árangur í högg- leik með forgjöf. Til leiks mættu 24 kylfingar, þrátt fyrir mjög slæm veður, ausandi stórrign- ingu af suðaustri, sem næstum hindraði allan golfleik. Var því eigi sérstaks árangurs að vænt að þessu sinni. Leikar fóru svo að ung ur kylfingur, Markús Jóhannsson bar sigur úr býtum. Markús er son ur hins góðkunna kylfings, Jó- hanns Eyjólfssonar, og er aðeins 15 ára gamall. Hann hefur verið mjög áhugasamur við æfingar og keppni í sumar, og má áreiðanlega mikils af honum vænta í framtið inni, ef hann leggur alúð við þjálf- unina. Ásamt honum hafa nokkrir aðrir unglingar æft allvel í sumar og verður gaman að fylgjast með Meistarakeppni unglinga, sem háð verður í lok þessa mánaðar. Úrslit urðu annars, sem hér segir: 1. Markú^ Jóhannsson 44 högc 2. Hilmar Pietsch 45 högg 3. Haukur Guðmundsson 46 högg 4. Erlendur Einarsson 47 högg 5. Jónatan Ólafsson 50 högg

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.