Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 1
65. árg. — Fimmtudagur 29. mal 1975— 118.tbl. LÉNHARÐUR TEKUR VÖLDIN - HVAÐ GERIR TORFI í KLOFA — sjá LEIÐARA á bls. 6 um verkfallsmálin Islendingur í mannœtuhópi í Nýju Guineu — sjá bls. 3 • - „Kúrðum okkur niður, þegar ósköpin gengu yfir" — rœtt við fólkið, sem fékk brúna ofan á sig í Kópavoginum — baksíða vimsm er spurull í dag, — þrefaldur í roðinu — bls. 2, ÍÞRÓTTA- OPNA og BAKSÍÐA 4 þúsund hafa fengið bólusetningu — síðasti dagurinn í dag Fjögur þúsund manns hafa nú látið bdlusetja sig gegn mænusótt á Heilsuverndar- stöðinni. Nú verður bólusett siðast i dag, en fjórðungur þeirra, sem komið hafa, þarf aftur að iáta bóiusetja sig i júni. Bólusetningar hefjast svo aftur 1. október i haust, og verður þá opið á mánudögum frá 1 til 6. 1 dag er hins vegar opið frá 4 til 6. — EA Eins og setið vœri á púðurtunnu: „Förum ekki án áburðar" — sögðu bílstjórar við Áburðarverksmiðjuna, en verkfallsmenn hindruðu afgreiðslu skólastráka Nokkur f jöldi manna var á athafnasvæöi Áburðar- verksmiðju ríkisins í Gufunesi, þegar blm. og Ijósmyndari Visis komu þangað í morgun, og var likast því, sem þar væri setið á púðurtunnu. Átta vöruflutningabifreiðar stóðu á planinu og biðu eftir af- greiðslu, en starfsmenn verk- smiðjunnar neituðu að ferma þær. „Það verður ekki unnið handtak hér þrátt fyrir bráða- stjórarnir og veifuðu afgreiðslu- nótum, sem sýndu, að þeir væru búnir að borga vöruna. Fyrsta bilnum, sem hafði kom- ið þeirra erinda að sækja áburð i morgun, hafði verið visað að einni stæðunni og voru skólastrákar, sem verksmiðjan hafði fengið tií starfa i gær, byrjaðir að hlaða bil- inn. Voru þeir hálfnaðir við það verk.þegar trúnaðarmaður vakt- manna á staðnum snaraði sér upp á vörubilspallinn og reyndi að stöðva þá. Stóð i miklu orðaskaki á milli hans og strákanna þegar blm. Visis bar þar að. Voru strákarnir ákveðnir i þvi að vinna „hvort Beðið eftir lögfrœðingnum Hann heitir Ársæll Friöriks- son og ekur vörubil fyrir Aðal- braut hf. ,,Ég beið hér eftir af- greiðslu allan daginn I gær og var fyrstur hingað i morgun og ætla að biða áfram,” sagði hann, þar sem hann sat i bil sin- um fyrir framan afgreiðslu Se- mentsverksmiðju rikisins við Sæviðarhöfða. „Það er verið að biða eftir lögfræðingi sementsverksmiðj- unnar. Ef hann kemst að þeirri niðurstöðu, að það megi ferma bílana, sem hingað leita eftir sementi, verður þegar hafizt handa þó að starfsmenn verk- smiöjunnar, sem verkiö eiga að vinna, séu fjarstaddir,” sagði Arsæll. Kvaðst Ársæll hafa fyrirmæli um það, að láta skrifstofur Aðalbrautar vita strax og senda mætti flciri bila á staðinn. „Við eigum 40 tonn frátekin hér inni og Aðalbraut hefur nóg af mannskap til að hlaða þvi á bil- ana,” sagði hann. —ÞJM Bilarnir biðu i röðum eftir afgreiðslu og bflstjórarnir voru ekki á þvi að láta reka sig I burtu. birgðalög,” sögðu starfsmenn- irnir ákveðnir. „Við erum hingað komnir til að sækja áburð og förum ekki héðan fyrr en við höfum fengið hann af- greiddan,” sögðu bifreiða- sem þið, lögbrjótarnir sitjið áfram auöum höndum,” eins og þeir komust að orði. Lauk átökunum á pallinum ekki fyrr en verkstjórinn kom á staðinn og skipaði strákunum að hætta störfum. „Við skulum ekki stofna til neinna illinda,” sagði hann. Það var kaffitiminri en ekkert kaffi að fá. Kaífikonan hafði ekki komið til vinnu sinnar. Menn stóðu á planinu og ræddu málin. Það var mikillhiti i sumum. Einn vék sér að blm. Visis og sagði: „Við munum nota lúkurnar á þessa stráka, ef þeir reyna að byrja að vinna aftur.” Þegar Visir yfirgaf staðinn skömmu fyrir hádegi stóð allt fast ennþá og litlar horfur á að lausn deilunnar væri framundan,- ÞJM Skipzt á stóruni orðum uppi á vörubilspalli. Trúnaðarmaður vakt- manna Áburöarverksmiöjunnar er sá með skeggiö. — Ljósm. Bragi. Hvað segja þeir um deiluna? ummœli ýmissa framómanna um verkfallið — BAKSÍÐA ÍSLENDINGARNIR MEGA VÆNTA MÁNAÐAR FANGELSISVISTAR Dómur í Marokkó- málinu í dag: Dómur i máli islenzku pilt- anna tveggja, sem handteknir voru i Marokkó fyrir að hafa I fórum sinutn hass, verður kveðinn upp I dag. Piltarnir voru handteknir i siðustu viku og hafa setið i fangelsi i Marokkó siðan. Þeir voru á skemmtiferð i borginni Marrakech i Marokkó i Norð- ur-Afrlku, er þeir voru teknir höndum fyrir að hafa smá- vægilegt magn af hassi i' fór- um sinum. Að sögn danska sendiráðs- ins i Marokkó eru viðurlög við slikum afbrotum ekki mjög hörð i Marokkó og má búast við, að piltarnir hljóti ekki nema mánaðardóm og ein- hverja fésekt. tslenzk yfirvöld geta fátt gert piltunum til stuðnings, nema hvað farið hefur verið fram á, að danska sendiráðið reyni að fá dóminn mildaðan, er hann hefur verið kveðinn upp. Að öðru leyti verða piltarnir að sitja af sér dóm sinn i Marokkó. Piltarnir hafa ekki komið við sögu fikniefna- mála á tslandi. — JB

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.