Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 6
6
vísir
tJtgefandi: Reykjaprent hf.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611
Afgreiösia: Hverfisgötu 44. Simi 86611
Ritstjórn: Síöumúla 14. Simi 86611. 7 linur
Askriftargjald 700 kr. á mánuöi innanlands.
1 lausasölu 40 kr.eintakiö. Blaöaprent hf.
Lénharður tekur völdin
Hvað gerir Torfi i Klofa?
Rikisstjórn íslands er löglega og lýðræðislega
valin. Þingmeirihluti hennar er óvenjulega
mikill, meiri en þekkzt hefur áratugum saman
hér á landi. Samkvæmt stjórnarskrá, landslögum
og hefð má hún stöðva verkföll, ef afleiðingar
þeirra eru að verða alvarlegar.
Bæði vinstri og hægri rikisstjórnir hafa beitt
þessu valdi á örlagastundu. Margir hafa hugsað
rikisstjórnum þegjandi þörfina og ákveðið að
stuðla að falli þeirra i næstu kosningum. En menn
hafa hlýtt lögunum. Þangað til i gær.
Liki Birni Jónssyni, Eðvarð Sigurðssyni og
fleirum ekki bráðabirgðalög gærdagsins, geta
þeir reynt að fá nýjan þingmeirihluta i næstu
kosningum og fella þar með rikisstjórnina. Það
er hin lýðræðislega aðferð til að losna við rikis-
stjórnir, sem menn eru óánægðir með.
í stað þess hafa Björn, Eðvarð og félagar kosið
að naga rætur lýðræðiskerfisins. Þeir hafa hvatt
og knúið almenna félagsmenn verkalýðs-
félaganna til að br jóta landslög. Eru þeir menn til
að standa undir slikri ábyrgð?
Svarið er einfalt. Enginn getur með valdi
hrifsað stjórnina úr höndum löglega og lýðræðis-
lega valinnar rikisstjórnar. 1 þvi felast hrein og
bein landráð. Engir geta axlað slika byrði, þótt
þeir telji sig mikla menn.
Siðdegis i gær var lýðræði lagt niður um
stundarsakir hér á landi. í staðinn var tekið upp
alræði verkalýðsforingjanna. í krafti samtaka
sinna hafa þeir greitt lýðræðiskerfinu þungt högg
og gert það óvirkt að sinni.
Engin leið er að meta núna, hvort sárið grær,
eða lýðræðiskerfinu blæðir út. Þjóðin, sem heild,
verður að spyrja sjálfa sig, hvort ofbeldis-
mennirnir eigi að komast upp með þetta. Hún er i
sama vanda og Torfi i Klofa var á dögum
Lénharðs.
Ellefu hundruð ár þessarar þjóðar verða til
litils, ef fámennum hópi ofbeldismanna tekst nú
að hrifsa til sin völdin i landinu með þvi að brjóta
stjórnarskrá, landslög og hefðir þjóðarinnar.
1 þessu sambandi skiptir ekki máli, hvaða álit
menn hafa á rikisstjórninni. Menn geta farið
eftir þvi áliti i næstu kosningum. í dag er hins
vegar um sjálft lýðræðiskerfið að tefla. Hvernig
bregðast við Torfar i Klofa nútimans?
Menn spyrja hver annan á götum úti: Hefur
verið skipt um rikisstjórn i landinu? Hafa þeir
Björn og Eðvarð tekið við i krafti ofbeldis? Þvi
miður er ekki unnt að svara þessum spurningum
neitandi.
Stendur þjóðin raunverulega varnarlaus gegn
ræningjaflokkum? Þessari spurningu svarar
þjóðin sjálf á næstu dögum. -JK
George Wallace: Veröur hjólastóllinn honum til trafala f kapphlaup-
inu?
FER HANN í
HJÓLASTÓLNUM
í FORSETA-
FRAMBOÐ?
Wallace þykir veita Jackson harða keppni
um að hljóta tilnefningu demókrata
Henry Jackson: Af mörgum talinn Hklegasta forsetaefni demókrata.
Frammámenn demó-
krataflo'kksins i Banda-
rikjunum eru farnir að
herða kapphlaupið til
þess að hljóta tilnefn-
ingu flokksins til for-
setaframboðs, og eru
þar margir kallaðir, þótt
ekki verði nema einn út-
valinn.
Einn er þar I flokki, sem öðrum
llklegri framboðsefnum er farin
að standa ógn af, þótt hann megi
sig ekki hreyfa Ur hjólastólnum.
Það er George Wallace, rikis-
stjóri Alabama.
„Hann er alvarlegur höfuð-
verkur,” sagði einn stuðnings-
manna Henry Jacksons þing-
manns, sem er talinn einna lik-
legastur til þess aö verða til-
nefndur af flokknum í forseta-
framboðið. — Jackson er eitt
stærsta tannhjólið i flokksvélinni.
„Wallace segir hlutina á þenn-
an einfalda hátt, sem höfðar svo
vel til milljóna manníí, hálf-
ringlaðra af orðavaðli stjórnmál-
anna,” sagði þessi Jackson-
áhangandi. — „En það er bara
ekki hægt að velja Wallace.”
Wallace rlkisstjóri er nefnilega
lamaður fyrir neðan mitti,
sem stafar frá þvl að hann varð
fyrir skoti tilræðismanns 1972.
Wallace er oröinn breyttur
maöur. Hann hefur lagt á hilíuna
aðskilnaðarstefnuna, sem hann
tók upp i byrjun slðasta áratugar
fyrir „litla manninn” og hina fjöl-
mennu millistétt Bandarikjanna.
— Hann og áhangendur hans eru
sjálfir engan veginn þeirrar skoð-
unar, að hann sé ekki frambæri-
legur I forsetastól.
Það sést t.d. á því, að þrátt fyrir
nýju lögin, sem takmarka fram-
lög einstaklinga i kosningasjóöi
stjórnmálamanna við 1,000 doll-
ara hámark, þá hefur Wallace og
32manna kosningasveit hans tek-
izt að safna rúmum tveim
milljónum, öllu I gegnum póstinn.
— Og þeir gera sér vonir um, að
sjóðurinn eigi eftir að gildna mik-
ið, áður en forkosningarnar fara
fram I New Hampshire I marz að
ári.
Wallace er sjaldséður I
Washington, miðdepli stjórnmál-
anna í Bandarlkjunum. Hann
kann ekki viö sig þar og líkar illa
andrúmsloftið, enda setur hann
sig ekki Ur færi að hæðast að
skrifstofubákninu þar. Hann
stendur þó I stöðugu sambandi við
demókrata um öll rfkin I gegnum
fréttabréf.
Hann er eins og áður framar-
lega í flokki þeirra, sem setja sig
upp á móti skólabllakerfinu. Það
er mál, sem utanaðkomandi eiga
erfitt með að gera sér grein fyrir
að skuli hafa svo mikla þýðingu
sem raun ber vitni. Yfirvöld gripu
til þess að nota skólabila til að
koma á jafnvægi I skólunum millj
hörundsdökkra nemenda og
hvitra. Eru nemendur úr hvitu
hverfi fluttir I skólabilum langa
leiö (fram hjá skólanum I heima-
hverfinu) yfir I skóla, sem
þeldökkir menn sækja — og svo
öfugt með þeldökka, sem fluttir
eru langa leiö frá slnu hverfi yfir I
skóla hvitra.
Og Wallace er einnig framar-
lega I flokki þeirra, sem vilja, að
hið opinbera minnki við sig
umsvifin til þess að draga Ur
verðbólgunni.
„Það verður að breyta skatta-
kerfinu til þess að létta af milli-
stéttinni þeirri risabyrði, sem á
hana hefur verið lögð,” segir
Wallace. „Við höfum refsað milli-
stéttinni um leið og við höfum
verðlaunaðþá, sem ekki nenna að
vinna, eða hina, sem eru vellauð-
ugir.”
Og eins og vænta mátti um
harðllnumanninn frá Alabama,
þá vill Wallace taka mjög hart á
afbrotum.
„Leiðin til þess að stöðva af-
brotaölduna er að vekja áhuga al-
mennings á gerð hegningarhúsa
til þess að hegningum verði kom-
iö fljótt og örugglega við,” segir
hann. „Við höfum reynt endur-
hæfingaraðferðina, við höfum
reynt að uppfræða afbrotamenn-
ina betur, en það sýnist ekkert af
þvl hrlfa.”
Allt eru þetta mál, sem al-
mennur kjósandi hefur mikinn
áhuga á.
Til þessa hefur Wallace lltið
látið efnahagsmál landsins til sln
taka og ekki gefið neinar yfir-
lýsingar um, hvað hann hygðist
gera til þess að draga Ur kreppu-
áhrifum eða til að Utvega 8,2 mill-
jónum a t v in n u 1 a u s r a
Bandaríkjamanna vinnu, ef hann
væri við stjórn.
Enginn efast þó um, að rikis-
stjórinn frá Alabama mundi, ef
kreppan heldur áfram næsta ár,
eða ef of hægt gengur að rétta Ur
kútnum, hafa á takteinum þaul-
hugsað ráð.
.Framboð Wallace, sem menn
búast fastlega við að verði til-
kynnt formlega einhvem tlma á
næstu vikum, þykir vekja tvær
spumingar aðallega: Hefur hann
heilsu til þess og getur þessi
Ihaldssami demókrati fengið
nógu mikinn stuðning hjá hinum
hófsamari I flokknum til þess að
geta boðið hinum frjálslyndari
armi demókrataflokksins birg-
inn?
„Minn líkami starfar eins eðli-
lega og hjá öðrum á minum aldri
— að undanskilinni lömuninni,”
segir Wallace.
En vinir og aðstoðarmenn segja
þó, að hann hafi orðið að minnka
við sig vinnuna, og hæfilega langt
verði að liða milli funda hjá hon-
um. Þeir búast ekki við því, að
hann geti meira en rétt litið inn á
kosningafundi, þegar baráttan
hefst fyrir alvöru.
Enn meiri vafi þykir þó leika á
möguleika Wallace til þess að
vinna nóg fylgi á flokksþinginu
hjá hinum hófsamari meðalvegs-
mönnum. Jafnvel þótt tekið sé til-
lit til þess að hinir frjálslyndu eru
ósamtaka og hafa ekki enn komið
sér saman um að styðja neinn
ákveðinn til framboðsins.
Wallace hefur átt öruggustu
fylgi að fagna I Suðurrikjunum,
en á seinni árum hefur frjálslynd-
um vaxið þar fiskur um hrygg,
eins og t.d. Jimmy Carter, fyrr-
um rikisstjóra Georgiu, sem
verður I andstöðu við Wallace.
En I demókrataflokknum hefur
aðeins einn maður annar sýnt sig
I skoðanankönnunum að þvi að
njdta einhverrar umtalsverðrar
hýlli meöal kjósenda, og það er
Henry Jackson þingmaður.
Ahangendur hans halda þvl fram,
að vinsældir hans fari vaxandi
dag frá degi. Jackson er eins og
Wallace vel á vegi staddur með
söfnun_I kosningasjóð sinn.
Aðstoðarmenn Jacksons flagga
óspart þessa dagana niðurstöðum
skoöanakannana tveggja Ohio-
dagblaöa, sem sýndu, aö 29%
fylgdu Jackson, en 24% fylgdu
Wallace. Hinir þrlr, sem fylgdu
svo nokkuð á eftir, voru Hubert
Humphrey, Edmund Muskie og
George McGovern, en engir
þeirra munu gefa kost á sér.
En i þessari skoðanakönnun
var ekki gert ráð fyrir þeim
demókratanum, sem er þó lang-
liklegastur til þess að laða að
flokknum atkvæði, en það er
Edward Kennedy.
—Hins vegar á þess enginn von,
að Kennedy gefi kost á sér.
Þó sýndi skoðanakönnun dag-
blaðs I New York-riki, að 32%
voru þar með Kennedy, meðan
17% voru með Jackson.
Illlllllllll
UMSJÓN: G.P.