Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 16
VÍSIR
vtemsm:
Hvað finnst þér um að-
gerðii- verkfallsmanna?
Sig-uröur Jónsson sjómaöur. Mér
finnst þær alveg réttar. Það verð-
ur að gera eitthvað til þess að fólk
fái tækifæri til þess að rétta sinn
hlut. Ég er nú utan af landi, en
hef fylgzt með fréttum auðvitað,
og það er orðið ægilegt verð á öll-
um sköpuðum hlutum.
Lilja Bjarnadóttir, húsmóöir. Ég
er fylgjandi þessum aðgerðum
þeirra. Éggetekki sagt annað en
að það er skömm að þessari
landsstjórn, sem hefur skapað
hér kreppu.
Ingibjartur Jónsson, verka-
maöur. Þessi lög hefði þurft að
bera undir mennina áður en þau
eru sett. Ég er nú ekkert pólitisk-
ur, en orðinn gamall og fer að gef-
ast upp og hverfa frá. En þeir
geta ekki skikkað mennina til
þess að vinna, ef þeir vilja það
ekki.
Kristinn Björnsson, karnamaour.
Ja, ég held nú að verkfallsmenn
yfirleitt hafi ekki efni á þvi að
fara i verkfall. En það er erfitt að
sætta sig við að hinn hefðbundni
verkfallsréttur sé tekinn af
mönnum. Ég stend þvi með þeim.
Guömundur f Alexandersson.
benzinafgreiö'slum aður. Mér
finnst þetta óhæfa á þessum tima.
Undir svona kringumstæðum eins
og nú eru get ég vel sætt mig við
bráðabirgðalög.
Engilbert Guömundsson, leigu-
bflstjóri.Mér finnst sjálfsagt hjá
þeim að mæta ekki, þrátt fyrir
lögin. Ég stend með þeim.
Kópavogsbrúin hrundi
„Kúrðum okkur niður
meðon ósköpin dundu yfir"
sagði bílstjóri vörubílsins, sem
ók undir burðarbitann í brúnni
Nanna Vilhelmsdóttir ' og Jón Nielsson sluppu naumlega frá
stórslysi er ósköpin dundu yfir, og timbrinu rigndi yfir bil
þeirra. Ljósm. JB.
„Það heyrðist gifurleg-
ur dynkur og svo tók
timbrinu að rigna yfir
bílinn, sem við vorum ak-
andi í," sagði Nanna
Vilhelmsdóttir, er hafði
Asbjörn Helgason, bilstjóri
vörubilsins. Ljósm. JB.
komið akandi á bil sínum
ásamt Jóni Níelssyni
undir Kópavogsbrúna
klukkan 17.25 i gærdag.
Ég snarstöðvaði vitanlega
bilinn, leit út og sá þá hvar
vörubill með skurðgröfu aftan i
hafði ekið upp undir Kópavogs-
brúna. Það þarf ekki að spyrja
að þvi, að hefði bill komið á hæla
okkar, hefði stórslys orðið,”
sagði Nanna.
Bill Nönnu skemmdist tölu-
vert af timburf lugingu,
framrúðan brotnaði og þakið
rispaðist og dældaðist. Tjónið á
vörubilnum var mun meira. Við
óhappið hrundu niður fjórir
stórir uppistöðubitar i brúnni og
lentu ofan á bilnum. Fyrir eitt-
hvert kraftaverk lentu þeir þó
ekki á bilstjórahúsinu heldur
rétt aftan við það og brutu niður
pall bilsins og eins lentu bitarnir
utan i armi gröfunnar.
„Gröfustjórinn sat frammi
hjá mér, þannig að við sluppum
báöir heilir frá ósköpunum,”
sagði Ásbjörn Helgason, bil-
stjóri vörubilsins, þegar Visir
ræddi stuttlega við hann i gær-
dag.
,,Ég kom akandi hægt upp
brekkuna og var i öðrum gir, er
óhappið varð. Það kvað við
gifurlegur dynkur, er grafan
lenti á brúnni og við gátum ekk-
ert annað gert en að snögg-
stöðva bilinn og kúra okkur
niður. Það var mildi að enginn
bitanna skyldi lenda á bilstjóra-
húsinu,” sagði Ásbjörn.
Það er þvi greinilegt, að
kraftaverk eitt hefur komið i
veg fyrir meiriháttar slys við
Kópavogsbrúna i gær. Auk þess,
sem bilstjórar sluppu naumlega
við meiðsli, voru smiðir uppi á
brúnni nýgengnir frá, en þeir
hefðu að öðrum kosti fallið niður
með brúnni.
Oft hefur umferðin i gegnum
Kópavoginn verið kúnstug, en i
gær sló hún öll met vegna
lokunar gjárinnar,
Unmð var við að tylla brúnni
upp aftur i nótt til um klukkan
hálf fjögur. Þá haföi með stór-
virkum vinnutækjum aftur
tekizt að koma stálbitum brúar-
innar i rétt horf. Bitarnir reynd-
ust heilir og var tjónið þvi ekki
eins mikið og leit út i fyrstu.
-JB.
Gunnar Thoroddsen:
„TREYSTI AÐ ÞEIR HALDI EKKI
LÖGBROTUM TIL STREITU"
,,Ég vona og treysti
þvi, að forysta verka-
lýðsfélaganna haldi þvi
ekki til streitu að brjóta
lög landsins,” sagði
Gunnar Thoroddsen
iðnaðarráðherra i
morgun.
„Það eru til birgðir en ekki
pakkaðar,” sagöi Friðrik Jóns-
son, Sementsverksmiðjunni á
Akranesi, i morgun. „Einn
maður er til staðar, mun vera
rikisstarfsmaður, en nokkra
menn þarf til að pakka sement-
inu.”
Sement liggur þvi ekki fyrir,
sem unnt væri að sækja, svo að
„Bændur biða og sjá, hvað
setur, fram yfir helgi,” sagði
Gunnar Guðbjartsson, formað-
ur Stéttasa mbands bænda I
morgun. „Það eróróií bændum.
Þeir eiga erfitt mcð að biða
lengi.”
Gunnar kvaðst sjálfur ekki
hafa fullyrt, að bændur mundu
Ráðherrann sagði, að vinnu-
stöðvanirnar i rikisverk-
smiðjunum þremur yrðu teknar
fyrir á fundi rikisstjórnarinnar
laust fyrir hádegi.
Rikisstjórnin ætlaðist til þess
og treysti þvi, að verksmiðjurn-
ar kæmust i gang.
Bráðabirgðalögin voru að
mati rlkisstjórnarinnar sett af
brýnni nauðsyn og ekki annarra
heitið geti. „Margt af störfun-
um, sem verkfallsmenn hafa
unnið hér, eru sérhæfð störf,”
sagði Friðrik. Hann taldi ekki,
að aðrir menn, utanaðkomandi,
gætu komið i stað verkfalls-
manna að ráði. Það tæki tima að
þjálfa menn til þessara starfa
og ekki væri um auðugan garð
aö gresja um annað starfsfólk.
gripa til róttækra aðgerða, ef
verkfallið i Aburðarverksmiðj-
unni héldi áfram. Hins vegar
væri það til umræöu. Sumir
bændur munu hugsa sér, að
unnt væri að fara i Áburðar-
verksmiðjuna og ná áburði,
hvað sem verkfallsmenn segðu.
„Það var þrátefli i Aburðar-
kosta völ, svo að vel færi. Se-
mentsskortur og áburðarleysi
bitna hart á þjóðarbúinu um
þessar mundir.
Rikisstjórnin telur aðgerðir
verkalýðsfélaganna, sem halda
vinnustöðvunum áfram i trássi
við lög, ólögmætar. Ráðherra
gat i morgun ekki sagt neitt
frekar um stöðuna.
— HH
Starfsmenn Sementsverk-
smiðjunnar héldu i morgun
áfram i verkfalli i trássi við
bráðabirgðalögin, sem sett voru
I gær.
Friörik sagði, að menn á
Akranesi biðu þess, sem verða
vildi i þessum málum. Hann
gæti engu spáð um, hvernig
þetta færi. — HH
verksmiðjunni i morgun,” sagði
Gunnar. „Enginn veit, hvað
verður.”
„Bændur þurfa að fara að
bera á,” sagði Gunnar, og lagði
áherzlu á, hversu alvarlegt
verkfallið væri fyrir stéttina.
— HH.
„EKKI UNNT
AÐ NEYÐA
FÓLK TIL
VINNU"
— segir Björn
Jónsson — stóð eitt
sinn að lausn
verkfalls með lögum
„Mér sýnist, að ekki verði
unnið i verksmiðjunum,” sagði
Björn Jónsson, forseti ASt, i
morgun. „Það eru að formi til
samtök einstaklinganna, sem að
vinnustöðvun standa og ekki er
unnt að neyöa fólk til að vinna
þar, sem þaö vill ekki vinna.”
Björn sagðist einu sinni sem
ráðherra hafa staðið að þvi að
leysa vinnudeilu með bráða-
birgðalögum. Þá hefði staðið
allt öðruvisi á, þvi að kröfur
undirmanna á togurum hefðu
verið lögfestar, eins og þær
hefðu staðið, þegar lögin voru
sett.
Hann sagði, að Alþýðusam-
bandið kæmi hvergi nærri
þessum vinnustöðvunum i rikis-
verksmiðjunum. Hins vegar
hefðu fjölmennir fundir i félög-
um, sem hlut eiga að máli,
samþykkt að halda vinnustöðv-
un áfram þrátt fyrir bráða-
birgðalögin. — HH
NOKKRIR
MÆTTIR í
KÍSILIÐJU
Vinna lá niðri i morgun • i
Kisiliðjunni við Mývatn. Ein-
hverjir voru mættir en. hófu
ekki störf. Menn þorðu ekki að
spá neinu um horfur. Störf i
verksmiðjunni voru talin það
sérhæfð, að ekki væri unnt að fá
aðra menn en þá sem i verkfall-
inu eru, til að vinna þau, svo að
vit væri i, að sögn forráða-
manna. — HH
Staðan í Sementsverksmiðjunni
„BIRGÐIR TIL, EN EKKI PAKKAÐAR"
Aðgerðir bœnda gegn verkfallsmönnum?
##
BIÐA FRAM YFIR HELGI
##