Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 8

Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 8
Vísir. Föstudagur 30. mai 1975 Vísir. Föstudagur 30. mai 1975 Umsjón: Hallur Símonarson rismsm-- r Hvaða lið verður Islands- meistari — og hvert fellur? örn Sigurösson, vélstjóri: — örugglega Valur — en KR fellur. Sigurður Sigurösson, verziunarmaöur: — Vikingur, auövitaö — en ég segi aö FH falli. Ég hef ekki mikla trú á FH-liöinu. Jón Hjaltason, veitingamaöur: — Þaö veröur KR — þaö er engin spurning. Fellur — sem fæstir! Karl Bergmann, úrsmiöur: — Keflavlk — ég held þaö, já, ég held þeir taki þaö. FH er Hklegasti fall- kandidatinn. Kjartan Benjaminsson starfsmaöur rafveitunnar: tslandsmeistari I ár? — Sennilega KR. Fellur? Nú vandast þaö. Nei, ég veit ekki hvaöa liö fellur — eöa ég þori ekki aö segja þaö. Enn markalaust jafntefli en viljann vantaði ekki! — KR og Valur gerðu jafntefli 0:0 í miklum baráttuleik á Melavelli í gœrkvöldi — Aðeins eitt mark hefur verið skorað í fimm fyrstu leikjum 1. deildar íslandsmótsins og það hlýtur að jaðra við heimsmet! Ekki tókst KR eöa Val aö skora i fyrsta leik annarr- ar umferðar íslandsmóts- ins í 1. deild á Melavellin- um < gærkvöldi. En 0-0 og því sömu úrslit í f jórum af fimm leikjum, sem háöir hafa veriö i deildinni. Útiitiö er því ekki gott hvaö mörkin snertir i deildinni — en sem betur fer eru mörkin ekki allt í knatt- spyrnu, þó þau ráði úrslit- um leikja. Þaðvar gífurleg barátta í leiknum i gær- kvöldi og viljann til aö skora mörkin skorti sannarlega ekki. En góðir markveröir beggja liöa — góður varnarleikur, sér- staklega miðvarðanna, Dýra Guðmundssonar, Val og ólafs Ólafssonar, KR, kom í veg fyrir þau. Knattspyrnan var ekki alltaf upp á það bezta á hörðum Mela- vellinum i gær — en það var bar- izt. Aldrei gefið eftir. Hraði leik- manna er mikill — úthaldið óbil- andi — það er ekki timi til að gera neinar „rósir”. Alltaf kominn maður eða menn til að hindra sóknarmanninn og jafnvel hinir ieiknustu komast ekki upp með neitt. Það er meiri hraði — betra út- hald og leikskipulag — i islenzkri knattspyrnu en nokkru sinni fyrr — jafnvel meiri, en þegar „gull- aldarlið” Akurnesinga lék listir sinará Melavellinum fyrir tveim- ur áratugum eða svo, en munur- inn sá, að nú hafa bæði liðin i leikjunum yfir sama hraða — Meistararnir sigurvegarar Stórmót í frjálsum íþróttum var háð á Olympíuleikvanginum i Helsinki i gærkvöldi. Meðal kepp- enda voru Evrópumeistararnir, Luciano Susanj, Júgóslaviu, og Jesper Törring, Danmörku, og þeir sigruðu i sinum greinum. Helztu úrslit urðu þessi: 800 m. hlaup 1. L. Susanj, Júgósl. 1:49.1 2. J. Planchy, Tékk. 1:50.5 3. Souudi, Alsir, 1:50.5 3000 m. hindrunarhlaup. 1. Gærderud, Sviþjóð, 8:26.0 2. Kantanen.Finnl. 8:30.4 3. M. Karst. V-Þýzkal. 8:30.4 400 m. hlaup kvenna. 1. R. Salin, Finnlandi, 52.8 2. Pursiainen, Finnl. 53.5 3. Wilmi, Finnlandi, 54.4 Hástökk. 1. Törring, Danmörku, 2.11 2. Roar-Falkun Noregi, 2.11 3. Sundell, Finnlandi, 2.08 400 m. hlaup karla. 1. Schloeske, V-Þýzkal. 47.0 2. Kukka-Aho, Finnl. 47.1 3. Karttuen, Finnl. 47.9 4. Fredriksson, Sviþjóð, 48.3 Spjótkast. 1. Aimo Aho.Finnlandi, 85.38 2. Wolfermann, V-Þýzkal. 81.92 3. Lapplanien, Finnl. 79.28 sama úthaldi — að ráða. Það hlýt- ur að vera gott sumar framundan i islenzkri knattspyrnu, þrátt fyrir markaleysi fyrstu leikja 1. deildarinnar. KR-ingar gáfu tóninn i ' fyrri hálfleik gegn hihu unga liði Vals — þar sem þó leikmenn eins og Sigurður Dagsson og Bergsveinn Alfonsson hækka talsvert meðal- aldurinn. Hinir flestir um eða innan við tvitugt. Og KR hefur einnig ungu liði á að skipa — ungu liði mikilla fjörkálfa. En það er ljóður á ráði KR-inga hve litið þeir reyna samleik — að minnsta kosti á malarvelli. Krafturinn — hraðinn — i fyrsta sæti. Hins veg- ar náði Valsliðið á stundum nett- um samleik, þar til að Kristni Björnssyni kom. Hann ætlaði sér greinilega að gera ailt á eigin spýtur, en tókst ekki — þó ekki færi framhjá áhorfendum leikni hans. En til þess eru samherj- arnir að nota þá. Baldvin Eliasson, eldfljótur út- herji KR, fékk fyrsta tækifæri leiksins — komst frir inn i vita- teig, en Sigurður Dagsson varði auðveldlega. Þá kom að Val — Kristinn i opnu færi en spyrnan svo misheppnuð, að knötturinn lenti út fyrir hliðarlinu. KR-ingar útfærðu aukaspyrnu á skemmti- legan hátt sem ruglaði ekki að- eins Valsmenn, heldur lika dómarann, Rafn Hjaltalin, og 'knötturinn hafnaði á „breiðum botni” hans — hrökk til Vals- manns. Undir lok fyrri hálfleiks- ins komust bæði mörk i hættu — Baldvin átti hörkuskot utan vita- teigs, en Jóhann Torfason, leik- maður, sem þarf að gæta þess i ákafa sinum að slasa ekki sjálfan sig eða aðra — stýrði knettinum rétt framhjá stöng Valsmarksins. Atli Þór Héðinsson, hinn miðherji KR-liðsins, spyrnti knettinum i Valsmann innan markteigs — og Guðmundur Þorbjörnsson, bezti sóknarmaður Vals i leiknum, spyrnti framhjá KR-markinu frir á markteig á markaminútunni, hinni 43ju. 1 siðari hálfleiknum var Valur sterkari aðilinn — og þá munaði stundum litlu að liðið skoraði, einkum þegar KR-ingum tókst naumlega að bjarga i horn frá Guðmundi og þegar Hermann Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður i siðari hálfleik, var sentimetra „of stuttur” eftir góða fyrirgjöf Kristins, — frir við KR- markið. Dómarinn, Rafn Hjaltalin, hefði mátt vera strangari i leikn- um — en áfallalaust slapp hann. — hsim. Bjórinn flaut í Munchen þegar Bayern kom heim! Tugþúsundir manna i Múnchen fögnuðu Evrópu- meisturuin Bayern Munchen, þegar leikmenn iiðsins komu heim frá úrslitaleik Evrópu- bikarsins i gær. Talið er að minnsta kosti þrjátiu þúsund hafi fagnað sigurvegurunum frá Parisar-leiknum sögulega. Franz „keisari” Beckenbauer var i fararbroddi, þegar leik- menn stigu út úr flugvélinni, sem flutti þá frá Paris, á Riem- flugvöllinn i Múnchen — og fagnaðarhrópin heyrðust um alla Bavariu. Bjórinn flaut úr ámum — og stór hljómsveit lék á flugvellinum. Siöan var haldið inn i borgina — leikmönnum Bayern, sem annað árið i röð hlutu Evrópu- meistaratitilinn, ekið i „flota” opinna sportbila. A Marien- torgi hélt borgarstjórinn, Georg Kronawitter, ræðu og færði hverjum leikmanni fagra ski ldi til minningar um sigurleikinn. Þar voru að minnsta kosti 30 þúsund manns samankomnir — og fögnuður glfurlegur, já, i alla nótt i hinni glaðværu borg Munchen og bavariubjórinn frægi óspart þambaður'. Leikmenn lyftu Evrópu- bikarnum hátt á loft — hver og einn —og sérstaklega var Franz Roth, sem skoraði fyrra markið i leiknum, og Gerd Muller, sem innsiglaði sigur Bayern með siðara markinu, fagnað. Tveir leikmenn sigurliðsins, Uli Hoeness og Björn Anders- son, gátu ekki tekið þátt i hátíðahöldunum. Þeim var ekið beint á sjúkrahús vegna meiðsla þeirra, sem þeir hlutu i leikn- um. Staða, sem varla ó sér hliðstœðu! Fimm leikjum er nú lokið i 1. deildinni i knattspyrnu og aðeins eitt mark hefur verið skorað. Staðan er þannig nú — og sllk tafla, alls staðar núll nema i tveimur dálkum, getur varla átt sér hliðstæðu I knattspyrnu. 0 0-0 1 0 0-0 0 0-0 1 0 0-0 1 1 0-1 Næstu leikir eru á laugardag. Þá leika tBV og FH I Vestmanna- eyjum kl. 14.00 og Akra- nes-VIkingur á Akranesi kl. 14.00. A mánudag leika Keflavik-Fram i Keflavlk. Dýri Guðmundsson, einn sterkasti miðvörðurinn i Islenzkri knattspyrnu, skallar knöttinn frá I markteig Vals. Sigurður Dagsson, lands- liðsmarkvörðurinn snjalli, við öllu búinn á markllnunni. Ljósmynd Bjarnleifur. Slíkt getur ekki gengið! Það verður að herða mjög viðurlög i sambandi við óeirðir á knattspyrnuvöllum — þetta getur ekki gengið svona áfram, sagði talsmaður Evrópusambandsins i knattspyrnu i Bern i gær — og vitnaði til úrslitaleiksins sögulega milli Bayern Munchen og Leeds I Paris á miðvikudag. Framkoma áhangenda Leeds — ensku áhorfendanna — var rædd á sérstökum fundi stjórnar UEFA og aganefndar Evrópu- sambandsins i Bern I gær — og siðar munu þessir aðilar koma aftur saman og setja þá ákveðnar reglur til að reyna að hefta þær ó- eirðir, sem meira og meira eru að gera vart við sig á knattspyrnu- völlum Evrópu. Ilver þau viður- lög verða gat talsmaður UEFA ekki tjáð sig um. Þá hefur iþróttamálaráðherra Bretlands, Denis Howell, verið mjög harðorður i garð landa sinna, scm sóttu leikinn i Paris. — Þeir hafi orðið landi og þjóð til skammar, sagði hann —sett blett á enskar iþróttir og það er ekki i fyrsta skipti á undanförnum ár- um, sem slikt hefur átt sér stað, sagði ráðherrann. Sálfræðingurinn hefur sitt a 6 segja 'Þeirþurfa aukið sjálfstraust -___ Þjálfi, sigurvilja.. Rétt, að vissu Ss, ' marki. Gott að Polli ) er nú heill adidas FC Bayem Munchen BAYERN MUNCHEN DERBY, WEST HAM, FULHAM, LEEDS. allirá adidas^ Einkaumboð: Björgvin Schram.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.