Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Föstudagur 30. mai 1975 3 Þórhallur Hálfdánarson kaupir alvepnl handa konu sinni, Guð- mundu, svo að hún geti sem bezt séð um garðinn þeirra I Hafnar- firði. Þau skulu vera hnöttót og fín... gulrótnafrœin mín „Það er mikið af brennisóley i blettinum hjá mér. Eigið þið ekki eitthvað, sem getur eytt henni?” „Mig vantar graseyði. Hvort það séu blóm, þar sem ég nota hann eða tré? Nei, nei, þetta er bara steinabeð og ég verð alltaf að vera að taka grjótið burtu til þess að reyta grasið?” „Hvað segið þér?” Eitthvað til að úða grenitré með? Þau þarf yfirleitt ekki að úða nema það finnist sitkalús á þeim. Fyrst það er eitthvað annað, þá kannast ég ekkert við það. Bezt væri þá að tala við garðyrkjuráðunaut.” Þeir þurfa svo sannarlega að hafa vit i kollinum til að ráðleggja kúnnunum það rétta hjá Sölufélagi garðyrkjumanna, en þar stendur einmitt yfir vor- vertlðin þessa dagana. Einn kaupir skóflu, annar garðhrlfu og sá þriðji vill fá gulrófnafræin sin hnöttótt og fln. Þórhallur. Hálfdánarson hjá Rannsóknanefnd sjóslysa, segist vera að kaupa alvæpni fyrir konu sina. Hún hafi veg og vanda af garðinum. Sjálfur ætlar hann að læða sér út á sjó á næstunni. Páll Marteinsson, verzlunar- stjórinn, botnar ekkert I þvl, að fólk virðist alveg koma af fjöll- um, þegarþvler sagt, að enginn áburður sé til. Samt hafa fréttir um verkfall i Áburðarverk- smiöju verið ræddar I öllum fjölmiðlum. Það er aðallega áburðinn, sem vantar hjá þeim I Sölu- félaginu, auk ýmislegs annars sem vantar inn I en er að koma á næstunni. Páll er lika bjart- sýnn á að verkfallið hjá Aburðarverksmiðjunni fari nú að leysast. -EVI- Margt er að fá hjá Sölufélagi Garðyrkjumanna og afgreiöslufólk verður að vera vel að sér til að ráðleggja fólki hvað bezt henti. Sonurinn vill verða héraðslœknir á íslandi — rœtt við Hal og Höllu Linker, sem stöðugt eru á ferðinni og hafa gert sjónvarpsþœtti frá 147 löndum heimsins „Jú, þeir buðu mér bæði að syngja og dansa með sér, mann- ætuflokkurinn, sem við vorum að mynda i Nýju Guineu i einni af ferðum okkar,” segir Halla Linker, þegar við spjölluðum við hana og mann hennar Hal Linker á Hótel Loftleiðum. „Þeir éta ekki vini sina,” heldur hún áfram, „eða hvítt fólk, heldur aðeins óvini sina og það er tákn fyrir sigra þeirra að éta þá”. Halla, Hal og David sonur þeirra eru íslendingum vel Vegna kvartana um að sunnan- menn fengju ekki vinnu við Kröfluvirkjun, sneri Visir sér til Miðfells hf. Hjálmur Sigurðsson, sem þar varð fyrir svörum, sagði, að þetta stafaði alls ekki af þvi að sunnanmenn væru eitthvað illa liðnir, heldur væri það lögum samkvæmt að verkalýðsfélag i viðkomandi landshluta ætti for- gangsrétt fyrir sina meðlimi i „Mér finnst það áberandi, hvað ungt fólk fer oft gáleysislega meö peningana,” sagði verzlunar- stjóri Hagkaups I Kjörgarði i gær, er Visir ræddi við hann. „1 frétt i VIsi á dögunum var sagt frá stúlku, sem varð fyrir þvi óláni, að peningar hennar voru teknir frá henni. Sagt var. að hún hefði gleymt þeim i mátunarklefa og þeir verið teknir þaðan. Reyndar gleymdi stúlkan peningunum upphaflega kunn, m.a. er Hal Linker ræðis- maður íslands i Los Angeles I Kaliforniu. „Ætli það séu ekki um 600 þættir, sem komið hafa I sjón- varpinu i Bandarlkjunum, á s.l. 19 árum, en við erum alltaf með prógramm einu sinni i viku, stundum eru þau að visu endur- tekin,” segir Hal. „Og viö erum þau einu, sem hafa þessa tegund af prógrammi, þvi að við höfum sjálf ferðazt til allra þeirra staða, sem við sýnum og segjum frá. svona tilfellum. „Við höfðum samband við verkalýðsfélagið þarna og það lét sina .menn skrá sig. Við spjöllum svo við þá og ráðum þá sem okkur henta bezt. Sami háttur er haföur á við framkvæmdir annars staðar á landinu, t.d. við Sigöldu. Verka- iýösfélögin eru þarna einungis að gegna hlutverki sinu.” — ÓT þar, en afgreiöslustúlka hjá okkur fann þá þar og skilaði til hennar. En hún lagði þá bara aft- ur frá sér, og þá hefur einhver fingralangur séð sér leik á borði. Hún missti peningana þvi i ann- arri atrennu, eftir að búið var að reyna að bjarga henni frá fémissi áður”, sagði verzlunarstjórinn og bað Visi að benda fólki á að gæta vel að fé sinu, þegar farið er að verzla. — JBP Útsýnar-farþegar ánœgðir Ekki ber á öðru en farþegar Út- sýnar, sem fóru til Costa Del Soi 18. mai s.i. séu hinir ánægðustu. Segja 69 þeirra i bréfi til Útsýnar, að þegar þeir hafi séð ibúðir sinar i E1 Remo og Tamarindos hafi þeir vel skilið af hverju Útsýn hafi lagt siika áherzlu á að nota það húsnæði fremur en annað, sem býðst. Hafa þeir á oröi, að þeir hafi hvergi komið, þar sem þeir hafi hlotið betri móttökur. -EVI- SKRIFIN UM LENNA HÓFÐU ENGIN ÁHRIF — segja yfirmenn sjónvarpsins „Það er alveg á hreinu að Þor- steini Björnssyni var ekki sagt upp starfi vegna skrifa hans i Þjóðviljann um Lénharð fógeta,” sagði Jón Hermannsson, yfir- maður kvikmyndadeildar sjón- varpsins i gærdag i tilefni af frétt um klippara, sem hættir störfum við sjónvarpið núna um mánaða- mótin. Jón Hermannsson kvað Þor- stein hafa verið lausráðinn I 6-7 mánuði, og þaö hafi alltaf verið vitaö mál að vinna hans yrði að- eins til 1. júni. Hefði hann verið ráðinn vegna mikilla anna i klippingadeildinni við Lénharð fógeta og þjóðhátiöarmyndir frá i fyrra. Allt tal um að samningur- inn var ekki endurnýjaður vegna skrifa þessara væri þvi út I hött. — JBP Hal og Halla fyrir framan Loftleiðahótellð I gær. (Ljósmynd Visls BG). ALLS EKKI ILLA VIÐ SUNNANMENN Aður hétu þættirnir „The Wonders of the World”, en s.l. 5 ár hafa þeir heitið „Three pass- ports of Adventures”. Nei, David sonur okkar sem þangað til nýverið ferðaðist alltaf meö okkur, ætlar sér sem betur fer ekki að feta i fótspor okkar. Hann yröi þá I samkeppni við okkur. Hann er að ljúka þriðja ári I læknisfræði og eftir eitt ár er hann búinn. Þá langar hann til þess að gerast héraöslæknir á íslandi, Islenzkuna talar hann reiprennandi. Mamma hans hefur alltaf talað við hann is- lenzku.” Þau Halla og Hal eru annars á leið til Afriku, nánar tiltekið til Cameroon, til að afla sér efnis i einn af þáttum sinum. Þennan útúrkrók til fslands tóku þau i tilefni af 25 ára stúdentsafmæli Höllu, sem auðvitað var haldið upp á með viðeigandi pompi og pragt. Hal sagðist halda, að þetta væri 20. ferðin þeirra hingað á s.l. 25 árum. „Það er skemmtileg tilviljun, að einmitt núna á laugardaginn verður mynd okkar um Vest- mannaeyjar sýnd i sjónvarpinu i Bandarikjunum. Það er endur- tekið prógramm, sem heitir „The Island that refused to die” (Eyjan, sem neitaði að deyja). Það fjallar um Vestmannaeyj- ar, fyrir og eftir gos”, sagði Hal. Þau eru orðin 147 löndin, sem þessir viöförlu ferðalangar hafa myndað fyrir þætti sina. Banda- rikjamenn verða dálitið hissa, þegar Hal nefnir þessa tölu, þvi að rikin i Sameinuðu þjóðunum voru á s.l. ári 138. En hann gefur þá skýringu, að hann telji t.d. Grænland og Færeyjar lönd, en ekki aöeins hluta af Danmörku. — EVI Týndi peningunum í tvígang

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.