Vísir


Vísir - 31.05.1975, Qupperneq 1

Vísir - 31.05.1975, Qupperneq 1
VISIR 65. árg. — Laugardagur 31. raal 1975 — 120.tbl. ÞEKKIÐ ÞIÐ ÞETTA ÁSTAND? — margt er líkt með mœtti verkalýðs- hreyfingarinnar í Bretlandi og hér — bls. 6 6S Fara í siglinga- keppni alla leið til Japan — bls. 3 Bankarnir erfiðir — bls. 3 Sjö mánuði var beðið eftir próf- niðurstöðum — baksíða LEIGUBÍLSTJÓR- ARNIR OKKAR HAFA 8 SINNUM UNNIÐ SPOR- VAGNASTJÓRA NORÐURLAND- ANNA - BLS. 4 Héldu tómhentir heim — beðið nœsta leiks í ríkisverksmiðjumáli fram yfir helgi //Þeir voru hálfniðurlút- ir, strákarnir, þegar þeir þurftu að afferma bílinn, sem þeir höfðu hlaðið í morgun. Þeir létu ekki stóryrði fjúka í það skipt- ið," sagði starfsmaður við Aburðarverksmiðju ríkis- ins, þegarbim. Vísis heim- sótti verksmiðjusvæðið eftir hádegi í gær. Bilarnir, sem höfðu beðið þess um morguninn að taka áburð til bænda, voru farnir. Þeir hurfu frá um hádegisbilið þegar fram- kvæmdastjðri Aburðarverk- smiðjunnar tilkynnti, að enginn áburður yrði afgreiddur að svo stöddu. Eini billinn, sem byrjað hafði verið að ferma, var einnig far- inn. Hann fór tómur i burtu, en eins og að framan greinir voru sömu strákarnir látnir afferma hann og unnið höfðu að þvi aö ferma hann um morguninn, strákar, sem Aburðarverksmiðj- ,,Gæti farið að verða leiðigjarnt lif senn hvað Ilður sem sátu aðgerðalausir — á fullu kaupi. sögðu fiutningabiistjórar Sementsverksmiðjunnar, — Ljósm. Bragi UMSÓKN AIR VIKING SEND FLUGLEIÐUM TIL UMSAGNAR — baksíða „IÍYFUM ÞtlM AD HVÍLA OG" — sagði Ólafur Jóhannesson um verkfallsmenn — sjá baksíðu an hafði fengið til starfa I fyrra- dag og hugðist láta vinna þrátt fyrir það verkfall, sem eldri starfsmenn fyrirtækisins standa nú i. Þegar ljóst var að ekki yrði af- greiddur áburður að sinni héldu þeir heim, starfsmenn verk- smiðjunnar, sem höfðu mætt á vinnustað i gærmorgun til að stugga flutningabilunum i burtu. Eftir urðu aðeins tveir verkfalls- verðir og þeir, sem vinna að vél- gæzlu og hafa sjö daga undan- þágu til að halda vélunum heit- um. Sementsverksmiðjan Hjá afgreiðslu Sementsverk- smiðjunnar við Sæviðarhöfða voru siðdegis i gær sömu róleg- heitin og þar höfðu verið um morguninn. Þar stóð ennþá sami billinn frá Aðalbraut hf og beið afgreiðslu. Vöruskemman var harðlokuð og flutningabilstjórar verksmiðjunnar, sem eru rikis- starfsmenn og þvi ekki i verkfalli, sátu allir inniviö — aðgerðalaus- ir, nema hvað tveir þeirra voru að spila borðtennis. „Við höfum aldrei haft það eins náðugt á fullu kaupi,” sögðu þeir, en viðurkenndu, að þetta gæti far- ið að verða leiðigjarnt lif. „Hér er unnið á tveim vöktum, tólf bilstjórar á hvorri vakt. Þó þeir þrir starfsmenn afgreiösl- unnar, sem vinna viö að dæla lausasementi á bilana, væru ekki i verkfalli værum við stopp. Það tekur ekki nema einn dag aö keyra út það sement, sem hér er til,” sögðu þeir. ,,A meðan ekki fæst meira sement ofan af Skaga erum við stopp.” Útifyrir stóðu tveir menn sam- an á tali. Það var Haraldur Blön- dal, lögfræðingur verksmiðjunn- ar, og Halldór Björnsson frá Dagsbrún. Þeir voru á einu máli um það, að sú tið væri liðin, að ástand eins og nú hefur skapazt leiddi til átaka. „Það verður ekki afgreitt seinent héðan á meðan starfsmenn verksmiðjunnar eru i verkfalli,” fullyrti Haraldur. — ÞJM Halldór og Haraldur ræöa stöö- una i málum Sementsverk- smiöjunnar.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.