Vísir


Vísir - 14.06.1975, Qupperneq 3

Vísir - 14.06.1975, Qupperneq 3
Vlsir. Laugardagur 14. júnl 1975 3 Hvort átti Kringla að fara í '' Árnagarð eða Landsbókasafn? — Áhyggjufullur vegna þessarar þróunar, segir Jónas Kristjánsson í Árnagarði Forseti tslands tekur við Kringlu úr hendi Sviakonungs I Lands- bókasafni. — Ljósm. Bj.Bj. „Ég hef sjálfur spurt mig þessarar sömu spurningar," sagði Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður Árnastof nunar, er Vísir spurði hann, hví Kringlublaðið hefði ekki verið afhent Árnastofn- un, heldur Landsbóka- safninu. „Ég verð að láta i ljós undrun mina á þessari ráðstöfun og eins þá skoðun mina, að hér sé um mjög svo óheppilega þróun að ræða,” sagði Jónas. „Mér finnst af ýmsum ástæð- um, að þetta skinnhandrit hefði átt að fara til Árnastofnunar og átti fulla von á þvi frá þvi ég fyrst heyrði um þessa væntan- legu gjöf i fyrra,” sagði Jónas. Jónas nefndi einkum þrenn rök fyrir þvi, að handritið væri bezt geymt i Arnastofnun. í fyrsta lagi þau, að þar væri beztu geymslu skinnhandrita að finna, i öðru lagi þá, að þar ynni hópur sérfræðinga að rannsókn slikra handrita og i þriðja lagi væri þetta spurning um for- dæmi. Ný stefna? „Ég er áhyggjufullur vegna þessarar ráðstöfunar Kringlu- blaðsins vegna þess að hugsan- legt er, að við fáum fleiri hand- rit frá Sviþjóð siðar. Það er opinbert mál, að ýmsir vinir okkar þar i landi vinna að þvi, að skilað verði einhverjum af þeim mörgu og dýrmætu is- lenzku handritum, sem þar eru geymd. Með afhendingu Kringlublaðsins hefur greini- lega oröið stefnubreyting hjá is- lenzkum stjórnvöldum. Þegar Skarðsbók postulasagna kom heim frá London, ráðstafaði þá- verandi menntamálaráðherra henni til Arnastofnunar. En nú er mörkuð sú stefna að láta handrit frá Sviþjóð fara i Landsbókasafnið,” sagði Jónas Kristjánsson, forstöðumaður Árnastofnunar. Þjóðminjasafn kom líka til greina Endanleg ákvörðun um það, hver hýsa skyldi Kringlublaðið, var i höndum menntamálaráð- herra. „Það voru þrjár stofnanir, sem til greina komu við varð- veizlu blaðsins, Arnagarður, Landsbókasafn og jafnvel Þjóð- minjasafn,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra i viðtali við Visi. „Bæði hafði það áhrif á end- anlega ákvörðun, að Lands- bókasafnið á nokkur samsvar- andi dýrmæt skinnblöð og eins að umrætt skinnblað kom frá samsvarandi stofnun I Sviþjóð og Landsbókasafniö er. Eins var það að sumu leyti fyrir milligöngu landsbókavarða beggja landanna, að umgetið blað kom hingað til lands,” sagði menntamálaráðherra. „Landsbókasafnið er gömul og gróin stofnun og ég reikna með, að vel sé séð fyrir geymslu gamalla handrita þar. Ég geri þó ekki ráð fyrir að hér sé um neina stefnubreytingu að ræða. Ef okkur áskotnast eitthvert magn af fornum handritum verður haldið áfram að safna þeim saman I Arnagarði,” sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra. Endahnútur bókagjafar- innar. „Fyrir tilviljun var ég úti i Svlþjóð, er afhending þessa handrits var i undirbúningi,” sagöi Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður um Kringlu- blaðsmálið. „Mér var af menntamála- ráðuneytinu falið að fylgjast með málinu og vera milligöngu- maður I þvi. Vitanlega benti ég á Landsbókasafnið sem jafnllk- legan stað og hvern annan til að varðveita þetta skinnblað. Hjá okkur eru geymd mörg skinn- blöð, þótt þau hafi að visu verið afhent okkur fyrir daga Arna- stofnunar. En ég vil taka fram, að það var menntamálaráð- herra, sem skar endanlega úr um það, hvar Kringlublaðið yrði varðveitt,” sagði Finnbogi Guð- mundsson. „Ég benti llka á það, að við fengum hingað til Landsbóka- safnsins góðar bókagjafir frá Svlum á slðasta ári, þótt engin þeirra bóka hafi að visu verið jafnforn og Kringlublaðið,” sagði Finnbogi. „Það var litið á umrætt skinn- handrit sem endahnútinn á þeirri bókagjöf og þvi ekki óeðlilegt, að það færi einnig til varðveizlu i Landsbókasafnið,” sagði Finnbogi. „Ég bendi lika á það, að Landsbókasafnið er samsvar- andi stofnun og Konunglega bókasafn Svfa og mjög gott samstarf hefur verið á milli þeirra stofnana. Það samstarf á vafalaust nokkurn þátt I þvi, að bókagjöf Svia var beint til Landsbókasafnsins. Mér finnst mikilvægust sú staðreynd, að þetta handrit skuli hafa fengizt hingað, en ekki hvort það lenti hjá Arna- stofnun eða Landsbókasafni,” sagði Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður. „Mjög óheillavænleg stefna" „Ég vil benda á það að Konunglega bókasafnið i Kaup- mannahöfn er jafnmikil systur- stofnun Landsbókasafnsins og bókasafnið i Sviþjóð,” sagði Jónas Kristjánsson forstöðu- maður Arnastofnunar um rökin fyrir afhendingu Kringlublaðs- ins til Landsbókasafnsins. „Þó var aldrei neinum vafa bundiö, að Flateyjarbók og Konungsbók, sem sú stofnun af- henti okkur, yrðu varöveittar i Arnastofnun. Arnastofnun var sett á fót i tilefni heimkomu handritanna frá Danmörku og styrkti mjög og styrkir enn kröfur okkar i handritamálinu við Dani. Ég get búizt við, að jafnóheillavænleg stefna og sú, sem orðið hefur viö afhendingu Kringlublaösins, verði litin homauga af Dönum,” sagði Jónas Kristjánsson. „Eins vil ég nefna það, að Arnastofnun hefur fengið ýmsar bókagjafir frá Svium eins og Landsbókasafnið,” sagði Jónas. „Ég tel þvi af ýmsum ástæð- um mjög óheppilegt ef farið verður að skipta hinum verð- mætu skinnhandritum milli tveggja eöa jafnvel fleiri stofn- ana,” sagði Jónas Kristjánsson forstöðumaður Árnastofnunar að lokum. ... Vitundh og jóga Rannsóknarstofnun vitundarinnar sýnir fjórar nýjar kvikmyndir Ljóðatónlist við opnun mólverka- sýningar að Kjarvalsstöðum Geimfarinn Edgar D. Mitchell var I áhöfn Appolo 14 er geimfariðlentiá tunglinuog var jafnframt sjötti maðurinn, sem brá fæti sinum á tunglið. Hann hefur i framhaldi af þeirri reynslu I alheiminum öðl- ast mikinn áhuga á hinum innri heimi mannshugans. A kvikmyndasýningu, sem Rannsóknarstofnun vitundar- innar efnir til I Norræna húsinu á morgun kl. 16 og aftur kl. 20 verða sýndar fjórar nýjar myndir um eiginleika manns- hugans og eru tvær þeirra gerð- ar aö tilstuðlan Edgars D. Mitchell. Onnur þeirra mynda nefnist Innri heimar og hin Hinn hinzti leyndardómur. í þessum mynd- um gerir Edgar D. Mitchell grein fyrir könnunum sinum og annarra vlsindamanna á hinum innra heimi sálarllfsins. Hinar tvær myndirnar, sem boðiö verður upp á á þessari sýningu Rannsóknarstofnunar vitundarinnar heita Hindúatrú, sem f jallar um jóga og trúariðk- anir innan ramma þeirra trúar- bragða, og Lifræn stjórnun: Jóga Vesturlanda, sem fjallar, eins og nafnið bendir til um lif- ræna stjórnun og möguleika hennar til eflingar likamlegs og andlegs heilbrigðis. —JB Guðmundur Karl opnar í dag málverkasýningu að Kjarvalsstöðum. Sýning verður opnuð kl. 3 en kl. 4 mun Geirlaug Þor- valdsdóttir flytja Ijóðatón- list. Hún mun lesa upp Ijóð eftir nokkur af yngri skáldunum við undirleik hörpu og fiðlu. Á sýningu Guðmundar eru 92 málverk, máluð á árunum 1973-1975. Hún mun verða opin frá 4-10 daglega nema mánudaga. Sýningunni lýkur 22. júní. —BA— MUNIÐ RAUÐA KROSSINN Sýna líka ó Nesinu Myndlistarklúbburinn á Sel- Verk eftir alla 18 félaga klúbbs- tjarnarnesi stendur nú fyrir sýn- íns. Myndirnar eru jafnframt til ingu á verkum kiúbbsins. Hún sölu. Sýningin er opin daglega er haldin I Valhúsaskóia á Sel- frá kl. 5-10. * tjarnarnesi. Þarna eru sýnd 150 —BA— Velkominn SMYRIL FERDASKRiFSTOFAN URVAL

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.