Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 20

Vísir - 14.06.1975, Blaðsíða 20
vísm Laugardagur 14. júni 1975. OPNAR BÚÐIR ENGIN MJÓLK Mjólkurhaliæri mun herja á menn næstu daga, ef ekki tekst aö semja viö mjólkur- fræöinga hiö bráöasta. Mjólk- urbúöir munu aö visu opna i fyrramáliö, — en þær hafa llt- iö sem ekkert á boöstólum. Þær voru lokaöar i gær, þar sem félag afgreiöslustúlkna i brauö-og mjólkurbúöum haföi ekki enn samþykkt samning- ana. Klukkan 5 i gær var setzt aö samningaboröi hjá sáttasemj- ara rikisins. Búizt var við löngum fundi. Oddur Magnússon, stöðvar- stjóri I Mjólkursamsölunni, sagði blaðamanni Visis að ekki myndi taka langan tima að koma öllu i samt lag. Af- köst Samsölunnar væru 20 þúsund litrar á klukkustund, þannig að um leið og búið væri að semja, væri hægt að koma kerfinu i gang aftur á nokkr- um tfmum. —bA— Slys í Sundhöllinni: Skall með höfuðið í laugarbarminn Piltur úr Þykkvabænum skarst iila á höföi I Sundhöliinni I gær- dag. Piiturinn ætlaöi aö stinga sér afturábak af barmi djúpu laugarinnar, en I dýfunni rak hann höfuöiö hastarlega I laugar rennuna. Stykki brotnaöi úr steyptri rennunni viö. höggiö, en brestur mun hafa verið I henni fyrir. Pilturinn hlaut djúpan skurö á höfuö og var fluttur á slysadeild. —JB 181 í einum og sama hjólreiða- túrnum Einhver mesti hjólreiðatúr, sem lengi hefur sézt til, fór I gærmorgun undir lögreglu- vernd i Heiömörk úr Kópa- vogi. ,,Við vorum alls 181, ekkert dekk sprakk, þrir fengu ,,gat á hausinn”, ekkei t alvarlegt samt, og þetta var alveg stór- fint,” sagði einn þátttakenda i gærkvöldi. Krakkarnir fóru „fjalla- baksleiöir” að Heiðmörk til að halda sig frá umferðinni, en lögreglan hjálpaði aðeins til þar sem umferð var mest. Þessiferðvarfarin á vegum leikja- og iþróttanámskeiðs, sem Kópavogskaupstaður stendur fyrir. JBP— Fékk íslenzka banana í óbœti Karl konungur lauk heimsókn sinni til íslands i gærdag. Þennan siðasta dag skrúfaði hann frá mikilli heitavatnspipu á Reykjum, en þaðan var haldið á Þingvöll, þar sem konungur sat veizlu i Valhöll og skoðaði staðinn. Þá var ekið i Hveragerði, en þar fékk konungur að smakka ávöxt,semsjaldanfer inn fyrir varir landsmanna sjálfra, — islenzkan banana. Við það tækifæri var myndin tekin. (Ljósmynd Visis BG) Veggir oft gráir af sóti eftir lyftarana — hörð gagnrýni á hreinlœtisskort í frystihúsunum í fréttabréfi Fiskmatsins „Til þess aö koma á góöu hreiniæti og umgengni i frysti- húsum er nauösynlegt aö sér- stakur ræstingarhópur komi til aö hreinsa húsin, þegar vinnu- tima er lokjö, þ.e. nýtt fóik, sem hefur ekki veriö aö vinna viö fiskvinnslu yfir daginn,” sagöi Sturlaugur Daöason, deildar- stjóri i hreinlætis- og búnaöar- deild Fiskmats rikisins. 1 dag er ástandið þannig, að i frystihúsum er þrifnaðar innan- dyra ekki gætt sem skyldi, svo sem á færiböndum, vélum og öörum tækjum. Einnig valda oliulyftarar innan veggja frysti- húsanna þvi að veggir vinnusal- anna eru gráir af sóti úr lyftur- unum. Fyrir utan þetta valda oliulyftararnir mengun. Þegar fulltrúar úr hreinlætis- og búnaðardeild Fiskmatsins gefa ábendingar eða jafnvel alvarlegar aðvaranir I þessum efnum, er yfirleitt rokið til og mannskapurinn settur i aö þrffa. Þar með er búið að „redda” málunum i það skiptið. En viö athugun eftirlitsmanna ef til vill viku seinna er oft allt komið i sama horf aftur. Sturlaugur sagöi, „að verk- stjórar gerðu sér grein fyrir þessum hreinlætisvandamál- um.” Taldi Sturlaugur aö orsök þessa vandamáls væri tviþætt. Annars vegar væri hennar að leita i þvi, að dauðþreyttur mannskapurinn er settur i að þrifa að vinnudegi loknum. Væri heppilegast aö sérstakur ræstingahópur sæi um þrif eins og áður segir. Hins vegar fælist vandamálið i þvi, að ekki væru notuð rétt og hagkvæm tæki við þrifin. „Tii þess að góður árangur i þrifnaði næöist væri hagkvæm- ast að nota háþrýstivatn blandað meö hreinsiefni eða froðuhreinsitæki. Með þessum tviþættu endur- bótum væri hægt að ná jöfnum árangri i þrifnaði, þ.e. þegar búið er að koma einhverjum hlut I lag, þá sé honum haldið i horfinu,” sagði Sturlaugur að lokum. —HE Þœr safna í brú kistur ó Álandse Ungar stúlkur á Alandseyjum eiga margar hverjar brúöarkist- ur, sem þær safna öllu mögulegu I, sem tilheyrir heimiiinu, svo sem sængurfatnaöi, útsaumuöum dúkum og handklæöum,” sagöi Mona Sundberg frá Aiandseyjum, sem er ein af þrcm konum hingaö komnum vegna sýningarinnar „Listiöja i dagsins önn — kvenna- vinna”. Sýningin veröur opnuö i dag kl. 14 i Bogasal Þjóöminja- safnsins. Sýningin er haldin i tilefni af al- þjóölegu kvennaári og er efnt til hennar af samstarfsnefnd kvennaársins á Islandi. Þátttak- endur eru 5, frá Grænlandi, Fær- eyjum, Alandseyjum, Sömum og tslendingum. Elsa E. Guðjónsson safnvörður, sem sá um val sýningarmuna ásamt Gerði H jörleifsdóttur verzlunarstjóra sagði að þar sem sýningin væri farandsýning hefðu verið valdir u.þ.b. 30 hlutir frá hverri þ.jóð og miöað við að þeir vægju ekki meira en 10 kg. Konur i afskekktum landshlutum hafa löngum átt fáa aðra kosti list- rænnar tjáningar en að skreyta fatnað og annan búnað heimilis- ins. Þjóöleg skreytilist er þvi grunntónn þessarar sýningar. Þetta eru nýir hlutir. Sýningin verður siðar sett upp á Akureyri, tsafirði, og Egilsstöðum og fer siöan til hinna þátttökulandanna. Uppsetningu sýningarinnar stjórnuðu þær Lovisa Christensen og Ásgerður Höskuldsdóttir. — —EVI— m--------------------— Myndin sýnir Monu Sundberg I þjóöbúningi Alendinga, en al- gengt er að konur þar eigi slikan búning. í brúöarkistunum geyma ungu stúlkurnar liniö tii brúökaupsins. —Ljósm. ó.T.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.