Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 5
Vísir. Mánudagur 23. júni 1975. 5 ap/UntEbR gun ÚTLÖND útlöndí morgun úItlönd í morgun útlönd Umsjón: Óli Tynes MIKIL HERFERÐ TIL AÐ HREKJA INDIRU GANDHIÚR EMBÆTTI Þekktasti baráttumað- ur Indlands gegn póli- tiskri spillingu kemur til Nýju Delhi i dag til að hjálpa til við að undirbúa herferð gegn Indiru Gandhi, for- sætisráðherra, með það fyrir augum að hrekja hana úr emb- ætti. Jayaprakash Narayan hóf baráttu sina gegn Kongress- flokknum fyrir ári i Bi- har fylki og hefur leit- azt við að fá stofnaðar deildir i öllum héruðum landsins. Hann er talinn mesta ógnunin utan þings viö Gandhi og ríkis- stjórn hennar. Stjórnarand staöan frestaöi i siöustu viku mótmælagöngu aö forseta- höllinni, til aö hann gæti fariö fyrir henni, þegar hann kemur til höfuöborgarinnar. t dag leggur Indira Gandhi áfrýjun sina fyrir hæstarétt landsins. Hún fer fram á aö fá óhindraö og án allra tak- markana aö gegna embætti sinu, þar til úrskuröur hæsta- réttar liggur fyrir. I dómsúrskurðinum, þar sem hún var sek fundin um brot á kosningalöggjöfinni, var henni leyft að gegna áfram embætti i 20 daga, þar til hún heföi visaö málinu til hæstaréttar. Þar eftir átti henni að vera óheimilt að gegna nokkurri opinberri stööu næstu sex árin. Hugsanlegt er, aö hæstiréttur veiti henni aðeins „takmarkaö starfsleyfi”, sem þýddi, að hún gæti ekki tekið sæti sitt á þingi, þótt hún gegndi áfram embætti sinu sem þjóðarleiðtogi. Sagt er, aö stjórnin hafi I hyggju að mæta sllkum úr- skuröi meö þvi aö fresta þvi að kalla saman þing um miðjan júll, eins og venja er. Stehlin lótinn í Porís Franski hers- höfðinginn Paul Stehlin lézt i sjúkra- húsi i Paris i gær- kvöldi. Hann siasaðist mikið þegar hann varð fyrir strætisvagni fyrr i mánuðinum. Mikill styrr stóö um Sthelin vegna yfirlýsingar hans um, aö F-16 þotan bandariska væri betri en frönsku Mirage orrustu- þoturnar. Við rannsókn kom i ljós, aö hann haföi þegið fé af banda- riskum flug vélafram - leiðendum og eftir slysiö voru uppi getgátur um, að hann hefði ætlaö aö fremja sjálfsmorð — eöa jafnvel verið hrint fyrir strætis- vagninn. Bóizt við að Amin náði Hills í dag Ákvörðun um örlög Bretans Denis Hills verður tekin i dag, að sögn útvarpsins i Uganda. Upphafalega átti að taka hann af lifi i dag, en að sögn útvarps- ins frestaði Idi Amin, forseti, aftökunni eftir að hann hafði fengið beiðni um náðun frá Elisabetu drottningu. Chandos Blair, hershöfðingi, færði Amin bréfið en hann er yfir- maður herfylkis, sem Amin gegndi herþjónustu I á sinum tima. Otvarpið sagði ennfremur, að Hillshefði skrifað Amin bréf, þar sem hann bæðist afsökunar á niðrandi ummælum, sem um hann voru höfð i bókarhandriti, sem Hills var að vinna að. Amin hefur haft á orði, að ef þetta mái leysist farsællega, hyggist hann senda sérlegan full- trúa sinn til London til viðræðna við stjórnina þar um framtiðar- samskipti landanna tveggja. Þetta og svo frestunin þykir benda til þess, að forsetinn hygg: ist náða Hills. Nýtt rússneskt met í geimferð sett í morgun Rússnesku geimfar- arnir i Salyut 4 geimfar- inu slógu i dag fyrrairúss neskt met i lengd geim- ferðar. Það var 29 dag- ar, 13 klst. og 20 minút- ur. Rússneskir fjölmiðl- ar minntust ekkert á þetta en hins vegar voru vestrænum fréttamönn- um veittar allar þær upplýsinar sem þeir óskuðu eftir. Talið er, að Rússar hafi ekki sjálfir viljað hafa orð á þessu til að forðast óhagstæðan saman- burð við lengstu bandarisku geimferðina, sem var 84 dagar um borð i Skylab geimrannsóknarstöðinni. Gert er ráð fyrir, að þeir Pyotr Klimuk og Vitally Sevastianov verði áfram 10 til 20 daga á braut um jörðu, en þeir verði lentir fyrir miðjan júli. Þá á að hefjast sameiginleg geimferð Bandarikjanna og Sovétrikjanna. Rússnesku geimfararnir tveir voru hinir hressustu, þegar þeir töluðu við jarðstöðvar i morgun. Þeir minntust á ýmsar rannsóknir, sem þeir ættu ólokið, en nefndu ekki lengd geimferðar sinnar. Amin bauö Blair hershöfðingja Ibiltúr til aðsýna honum Uganda. Hér eru þeir við Viktorluvatn. BANDARISKIR MÁLALIÐAR TIL RÓDESÍU? Auglýst eftir þeim í bandarískum tímaritum Banda.rísk yfirvöld eru að kanna ráðningu bandariskra málaliða til að berjast með stjórnarher Ródesiu gegn svört- um skæruliðum. Talsmaður utan- rikisráðuneytisins sagði, að aug- lýsingar eftir málaiiðum hefðu verið birtar I bandariskum „byssublöðum.” Bandariskum rikisborgurum er óheimilt samkvæmt landslögum að gangai heri annarra rikja, og geta þeir átt á hættu að missa rikisborgararétt sinn, ef þeir gera það. Hins végar geta yfirvöld litið gert til að hindra, að menn gerist málaliðar. Einn af leiðtogum blökku- manna i Ródesiu hefur sagt, að þegar berjist sextiu Bandarikja- menn með her Ródesiu. Utan- rikisráðuneytið bandariska vildi ekkert láta hafa eftir sér um þessi ummæli. Aðsögn eru það einkum menn, sem gegndu herþjónustu i Vietnam og sem ekki hefur tekizt að koma aftur undir sig fótunum sem óbreyttir borgarar, er sækj- ast eftir að komast til Ródesiu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.