Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 12

Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 12
KR sigraði Viking i 1. Jeildinni i knattspyrnu á föstudagskvöldið með tveim mörkum gegn engu. Var þetta fyrsti sigur KR i deildinni i ár og jafnframt fyrstu mörkin, sem KR-ingar skora. Atli Þór Héðins- son gerði þau bæði — þar af annað ár vitaspyrnu. Mikil harka var i leiknum og 4 menn bókaðir. Þessa mynd tók Bjarnieifur I einni sókn Vikinganna, sem misheppnaðist eins og margar aðrar hjá þeim I þess- um leik. Víva er aflmeiri en áöur, meö 68 ha. vél. Þægilegri, með ný framsæti, vel mótuö og bökin hallanleg. öruggari gangsetning meö öflugra rafkerfi. Stööugri, meö breiöari 13 tommu felgur. Auk þess: nýtt fyrirkomulag stjómtækja, hituö afturrúöa, diskahemlar og fleira til öryggis og þæginda. Þarf aö teljá upp fleiri ástæöur til þess aö fá sér nýja Vívu nú? SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^Véladeild ÁRMÚLA 3 REYKJAViK, SÍMI 38900 Bíll meó þessu útiiti birtist fyrst fyrir þremur árum og vann sór skjótra vinsælda. Þeir sem keyptu þá fyrstu Vívumar em nú sem óöast aö endumýja og svipast um eftir nýjum bíl jafngóóum í staö- inn, sem hefur auk þess til að bera helstu nýjungar síðustu ára. Hér er hann! Kefkivík misstí niður 2ja marka forskot gegn FH Leiknum lauk með jafntefli, svo fjögur lið eru á botninum Baráttan i 1. deildinni ætlar að verða með alira harðasta móti. Að fimm umferðum loknum skilja aðeins þrjú stig efsta og neðstu liðin, svo að öll eiga þau ennþá möguleika á heiðurstitlin- um — en fallið geta þau sum, ef gæfan snýr við þeim baki. Hvert stig er þvi dýrmætt — það bar leikur ÍBK og FH-inga I Kcflavik á laugardaginn með sér, fast sótt og hart varizt. Bæði voru liöin á botninum fyrir þennan leik og eru reyndar ennþá, ásamt tveimur öðrum liðum, — helmingi deildar- innar — en þau skildu jöfn, 2:2. Ýmislegthefur hrjáð ÍBK liðið i vor og sumar, meiðsl leikmanna og siðast en ekki sizt hefur mikið gengið á i þjálfaramálunum, en tólfunum kastaði þó, að Hooley, þjálfarinn skapriki, ákvað skyndilega að hætta starfi og var þvi ekki liðinu til traust og halds gegn FH, en Keflvikingar létu það ekki á sig fá og sýndust staðráðnir i að vinna gegn nýliðunum i 1. deildinni. Virtist lika, að sú ákvörðun myndi takast, þegar Jón Ólafur skoraði annað mark ÍBK i byrjun seinni hálfleiks, eftir klaufaleg mistök Ómars Karlssonar, mark- varðar og FH-varnarinnar. Bæði hann og varnarmennirnir gátu verið búnir að bægja hættunni frá, þegar Jón Óli geystist inn á milli þeirra og snaraði knettinum i netið. Fyrra mark IBK hafði Gisli Torfason skorað, þegar um sex minútur voru frá upphafi leiks — skallað fallega rétt undir eina af snilldarlegum horna- spyrnum Ólafs Júliussonar. Auk þess áttu Keflvikingar nokkur önnur færi i fyrri hálfleik, þar meðal Jón ólafur, sem slapp einn inn fyrir vörnina, en Ómari markverði tókst að hefta för Jóns, — kannski á ofurlitið vafasaman hátt, — varpaði sér fyrir Jón, — en dómarinn, Rafn Hjaltalin, lét það afskiptalaust — að öðru leyti dæmdi hann mjög vel. Fram til þess höfðu bæði liðin notað svipaða aðferð. mest byggt upphlaup sin fram miðjuna og þar hópuðust menn oft i eina bendu, spilið þröngt, svo að eina leiðin til að losa sig við knöttinn, var að spyrna upp i loftið, þar sem Kári gamli feykti honum út fyrir hliðarlinu með sjö til átta stiga krafti. Þegar um þriðungur var liðinn af seinni hálfleik, áttuðu FH-ingar sig á þvi, aö leik- völlurinn var a.m.k. 70 metra breiður — og létu útherjana leika sem slika. Við það gliðnaði IBK- vörnin fljótlega og færin tóku að skapast. Hinn eldsnöggi og baráttuglaði sóknarmaður FH var að sleppa inn fyrir Gunnar Jónsson, bakvörð IBK, sem sá sér ekki annað fært en bregða fyrir hann fæti, innan vitateigs. Úr vitaspyrnunni skoraði Helgi Kjartansson fyrra mark FH, án þess að Þorsteinn ætti minnstu möguleika á að verja. Keflvikingar tóku örlitinn fjör- kipp við markið, og Steinar Jóhannsson, sem lék með ÍBK, þrátt fyrir allt, — átti gott færi á að auka við markatöluna, en mis- tókst. Hins vegar brást Þóri Jóns- syni ekki bogalistin, þegar langt var liðið á leiktimann, fékk knöttinn rétt utan vitateigs — eygði glufu i keflviska varna- múrnum og skaut fremur lausu en hnitmiðuðu skoti neðst i mark- hornið. Mjög fagurlega gert hjá Þóri, sem annars hafði ekki látið mikið á sér bæra i leiknum. Keflvikingar voru að vonum daprir við óvænt markiö, en FH- ingar réðu sér vart fyrir kæti — annað stigið var þó betra en ekk- ert. Það er oft stutt á milli skins og skúra á knattspyrnuvellinum — eins og annars staðar. -emm. STAÐAN 1. DEILD Staðan i 1. deildinni eftir leikina um helgina. Valur Akranes Frain ÍBV Keflavik KR Víkingur FH 0 6:2 1 11:5 3 4:2 6:6 3:4 2:3 2:4 5:13 Markhæstu leikmenn eru þeir Guðmundur Þorbjörnsson, Val, Matthias Hallgrímsson iA og örn Óskarsson ÍBV, allir með 4 mörk. Hooley hœttir einu sinni enn Joseph Hooley, skapmikli þjálfarinn enski, hefur nú ákveðið að hætta þjálfun ÍBK og halda heim innan tíðar, likt og hann gerði hjá norska liðinu Molde i fyrrasumar. Ákvörðun sina tilkynnti hann bréflega til knattspyrnuráðs ÍBK á laugar- dagsmorgun, aðeins fáum klukkustundum áður en þeir áttu að leika við FH i 1. deild Uppsagnarfrestur hans er samkvæmt ráðningarsamningi en Hooley óskaði eftir þvi að mega hætta svo fljótt sem kost- ur væri, og var ákveðið að vcita honum lausn frá störfum strax. Hann mun halda utan mjög bráðlega.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.