Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 1
VÍSIR 65. árg. — Mánudagur 23. júni 1975—138. tbl. DÝRA ÁFENGIÐ GERÐI HELGINA RÓLEGA — baksíða MMa—BH—w MEGA MENN EKKI VERA SPARSAMIR í ÚTLÖNDUM? — lesendur hafa orðið bls. 2 BAINES Á BIÐILSBUXUM — sjá bls. 16 • . Veðráttan okkar og húð kvenna - sjá lNN-siðu á bls. 7 • ENN EITT DÓMARA- HNEYKSLIÐ - Íþróltir í OPNU ,Það hafðist' —en naumt var það! Elías Sveinsson varð tugþrautarmeistari - íþróttir i OPNU „ENN BER TALSVERT MIKIÐ Á MILLI" „Það gerðist ósköp lítið á fundinum í gær," sagði Jón Sigurðsson, þegar Vísir leitaði frétta hjá hon- um í morgun. Fundurinn hófst klukkan tvö eftir há- degi og stóð rétt fram yfir kvöldmat. Annar fundur hefur verið boðaður í dag. Fyrir helgi var þvi haldið fram, að komin væri góð hreyfing á samningaviðræðurnar. Hefur eitthvað dofnað yfir viðræðunum aftur?” „Ekki segi ég það nú,” svaraði Jón dræmt. ,,En þetta hefur ekki GUÐNI KROSSAR INGÓLF ,,Ég tel, að með viðureign sinni við gjaldeyrisyfirvöld hafi Ingólfur unnið hernaðarsigur, sem likja má við stórsigra 30 ára striðsins i Þýzkalandi”, sagði Guðni i ferðaskrifstofunni Sunnu. ,,Ég hef þvi beðið Guðmund i Klausturhólum að útvega gamlan járnkross, sem notaðir voru sem sigurlaun i her Prússa fyrir góða frammistöðu i hernaði”. Ætlun Guðna er að afhenda Ingólfi krossinn ef hann fæst þegar gjaldeyrisyfirvöld eru búin að viðurkenna ósigur sinn opinberlega. Eða eins og Guðni sagði: „Þegar þau lýsa þvi yfir, að þau hafi ekki nægilegt bolmagn til að stöðva gjaldeyrisfriðinda- veizlu útsýnar.” Sunnuforstjórinn sagði að „gjaldeyrisbannið”, sem sett hefði verið á Útsýn, hefði engin áhrif haft. Friðindin, sem útsýn hefur veitt á tim- um naumt skammtaðs gjald- eyris, hafa orðið til þess, að Sunna hefur misst farþega svo tugum og hundruðum skiptir. „Eðlilegt er að far- þegar kaupi ferð sina þar, sem slik kjör standa til boða”. Guðni kvað ekki lengur hægt að ætlast til þess, að menn færu eftir hinum illa þokkuðu gjaldeyrisreglum, þegar Ingólfur kæmist upp með slika hegðun. —BA — Nýjasta vendingin í ferðaskrifstofustríði: Guðni skoðar orðuvalið I Klausturhólum. Þessi er reyndar frönsk heiðursorða, en Guðni kvaðst vilja eina prússneska. Annars var von á fálkaorðu til sölu eftir hádegið i dag, sögðu þeir Klausturhóla- menn. (Ljósmynd Visis BjBj.) — segir Jón Sigurðsson um togaradeiluna — „Ríkisstjórnin getur ekki gripið inn í kjaradeiluna á þessu stigi," segir sjávarút- vegsmálaráðherra haldið áfram sem skyldi. Það ber talsvert mikið á milli ennþá.” Þorir Jón einhverju að spá um það, hversu lengi samninga- viðræðurnar kunni að dragast til viðbótar? „Nei, ég þori engu um það að spá,” svaraði Jón. Og hann hélt áfram: „Og ég þori ekki heldur aðspá neinu um það, hvað rikis- stjórnin okkar kann að taka til bragðs i þessum efnum. En það mátti skilja ýmislegt á fjármála- ráðherra i sjónvarpinu i gær- kvöldi.” „Hvernig litur þú á það, að rikisstjórnin hefji afskipti af kjaradeilu sjómanna?” „Við höfum alltaf verið á móti slikum afskiptum,” svaraði Jón. En aðspurður um það, hvort hann teldi samningaviðræðurnar komnar á það góðan rekspöl, að afskipti rikisstjórnar væru óþörf, svaraði Jón aðeins: „Það veit ég ekki.” Þvi næst sneri Visir sér til Matthiasar Bjarnasonar, sjávarútvegsmálaráðherra og spurði: „Hyggst rikisstjórnin gripa inn i kjaradeilu togara- manna?” „Rikisstjórnin getur ekki gripið inn i deilu nema það komi til sáttatillaga,” svaraði Matthias. Og hann hélt áfram. „Rikisstjórnin hefur gert sitt. Hún, gaf fyrirheit um ýmsa fyrirgreiðslu fyrir togaraflotann. Hún gerði það i upphafi og hefur bætt við enn. Ef sáttatillaga verður flutt og hún nær ekki fram að ganga — hjá öðrum aðilanum eða báðum — mun rikisstjórnin taka skjótar ákvarðanir. Rikisstjórnin leggur mikla áherzlu á það, að þessi deila verð i leyst, en hefur ekki neinn lagaleg- an rétt til að gripa þar inn i'. þvi að eins og i öðrum kjaradeilum, þá er málið i höndum sátta- neíúdar.” -tJM. ## Kaup og kjör flugmanna: VINNUSTUNDAFJÖLDI í MILLILANDAFLUGI" UM 1000 Á ÁRI — segir Þórarinn Jónsson hjó Flugleiðum „Hæsta flugstundafjölda á s.l. ári skilaði Jóhannes Markússon flugstjóri, 671 klst, en fæstum Stefán Gislason (hjá Fal) 296 klst. Var hann svo lágur vegna veikinda, samningasetu o. fl.” Þetta sagði Þórarinn Jónsson hjá flugdeild Flugleiða, er Visir spurði um vinnutíma flugliða hjá félaginu. Hámarkstimi flugmanna og flugvélstjóra I utanlandsflugi eru 85 klst á hverja 30 daga (samfelldir dagar) eða 225 klst. á 90 dögum) Hámarksannatimihjá fluglið- um eru 2-3 mánuðir á hverju sumri. Þá skiluðu t.d. flugliðar á B 727 þvi sem næst hámarks- flugtlma, en meðaltiminn yfir árið 1974 voru 530 klst. Flug- leiðir á DC 8 (Loftleiðir) skiluðu 515 klst. yfir árið. „Til þess að fá raunhæfan vinnustundafjölda má næstum tvöfalda flugstundirnar,” sagði Þórarinn. „Má þvi ætla, að hver flugliði skili um 1000 vinnustundum á ári i milli- landafluginu,” bætti hann við. Þórarinn sagði, að innan- landsflugið væri öðru visi uppbyggt. Þar er unnið á 8 stunda vöktum að meðaltali i 21- 22 daga mánaðarlega. Oft er mikið um bið vegna slæmra veðurskilyrða og vinnutimi mjög breytilegur. „Vinnustundafjöldi flugliða i innanlandsflugi er alls ekki óeðlilega lftill miðað við aðrar stéttir,” sagði Þórarinn. Hjá launadeild Flugleiða var okkur tjáð, að meðalkaup flug- stjóra i utanlandsflugi væri samkvæmt nýju samningunum þannig. Flugstjórar á DC-8 og B-727 (utanlandsflug) kr. 379 þús. á mánuði, aðstoðarflug- menn á sömu tegundum flug- véla 252 þús. á mánuði og flug- vélstjórar væru þá með 239 þús. i meðalkaup á mánuði. Flugstjórar i innanlandsflugi F-27 eru með 307 þús. kr. á mánuði (15 menn) og aðstoðar- flugmenn (15 menn) eru með 182 þús. kr. i meðallaun. Meðallaun flugstjóra (26 menn) á DC 8 eru 385 þús. á mánuði. Aðstoðarflugmenn (25 menn) eru með 263 þús. kr. Flugvélstjórar (26 menn) eru meö 249 þús. Meðallaun flugstjóra á B 727 (10 menn) eru 365 þús. kr. á mánuði. Aðstoðarflugmenn (10 menn) eru með 225 þús. kr. Flugvélst.jórar (10 menn) eru meö 212 þús. kr. á mánuði. EVI.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.