Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 10

Vísir - 23.06.1975, Blaðsíða 10
Ungversku liðin, sem sigruðu i Evrópukeppninni i borðtennis hér I Reykjavik á laugardagskvöldið, hampa hér hinum glæsilegu verðlaunum. Karlaliðið er frá Vasutas Sc Budapest, en kvennaliðið frá 31 Epitök — einnig frá Budapest. Ljósmyndir Bj.Bj. Visir. Mánudagur 23. júni 1975. Visir. Mánudagur 23. júni 1975. 18 holu auka- keppni í US open Lou Graham og John Mahaffey jafnir eftir 72 holur Lou Graham og John Mahaffey urðu efstir og jafnir i opna bandariska meistaramótinu I golfi — US open — sem lauk i gær, en þá voru siðustu 18 holurnar af 72 leiknar. Þeir verða að ieika 18 holur til úr- slita, og fer sú keppni fram i dag. Er búizt við, að tugþúsundir manna muni fylgjast meö þeim og milijónir sjá viðureignina i sjónvarpi. Lou Graham hafði góða möguleika á að sigra i keppninni — þurfti aðeins par á siðustu holunni til að taka titil- inn. En honum mistókst það — lék hol- una á 5 höggum —og þar með veröur að fara fram aUkakeppni á tnilli þess- ara svo til óþekktu atvinnumanna I golfinu. Einu höggi á eftir þeim — eða á 288 höggum — komu þeir Ben Crenshaw, Frank Beard, Bob Murphy og Hale Irwin. Þar á eftir komu Jack Nicklaus og Peter Oesterhuis á 289. Á 290 högg- um léku Arnold Palmer, Tom Watson og Pat Fitzsimons. Stórar stjörnur eins og Lee Trevino og Johnny MiIIer voru á 295 og 296 höggum, og aðrir voru þaðan af verri. _kip_ Ármann skellti Þrótti í 2. deild Armann kom skemmtilega á óvart I 2. dcildinni i knattspyrnu i gærkvöldi meö þvi að sigra Þrdtt 2:0 á Armanns- vellinum. Með þeim sigri komst Ar- mann upp I hóp efstu liða I deildinni, en þar veröur áreiðanlega geysiiega hörð barátta I sumar. Hvorugu liðinu tókst að skora mark I fyrri hálfleik, en þá léku Þróttararnir undan sterkum vindi, og oft sáust þá þokkaleg tilþrif til beggja liðanna. 1 siðari hálfleik voru Ar- menningarnir sterkari og skoruðu sitt fyrra mark þegar á 5. minútu hálf- leiksins. Það var Smári Jónsson.sem það gerði — komst I gegn og skaut þrumuskoti, sem markvörður Þróttar réð ekki við. Nokkru siðar bætti Jón Astvaldsson öðru markinu við — eftir að Viggó Sig- urðsson landsliðsmaður Vikings i handknattleik — haföi skailað knöttinn til hans I dauðafæri. Þetta var fyrsti tapleikur Þróttar I 2. deild i ár, og ekki einn af þeim beztu, sem liðið hefur leikið — en aftur á móti var þetta einn af betri leikjum Ar- manns á árinu. -klp- PELE HÆTT KOMINN! Knattspyrnukóngurinn mikli — Pele — varð fyrir árás yfir 20 þús. áhorfenda á leik Cosmos og íiðs frá Boston, en þar fór leikurinn fram á leikvelli, sem átti ekki að taka ncma i mesta lagi 12 þúsund manns, og voru að- cins 22 Iögregluþjónar þar til gæzlu. Áhorfendaskarinn ruddist inn á leikvöllinn, þegar Pele skoraði mark — gullfallegt — og jafnaði fyrir Cosmos 1:1. Var fólkið svo yfir sig hrifið af markinu — en það var dómarinn ekki, þvi að hann dæmdi það af þegar loks hafði komizt ró á aftur. Pele var borinn út af i börum eftir lætin, meiddur á hné og með snúinn ökla. Forráðamenn Cos- mos hafa nú tilkynnt, að Pele muni ekki leika framar með Cosmos á útivöllum, nema að nóg sé af lögreglumöimum til að gæta hans. Með liði Boston lék önnur fræg stjarna — Eusebio, sem Is- lendingum er að góðu kunnur, frá þvi að hann lék hér með Benfica á móti Val á Laugardalsvellinum. Hann sagði eftir leikinn, að hann hefði óttazt, að fólkið myndi ganga af sér og Pele dauöum i öll- um látunum. -klp- Komast Fœreyingarnir ekki til landsins fyrir kvöldið ? Landsliðsnefnd KSl bætti fjór- um mönnum við i landsliðshópinn á móti Færeyjum eftir 1. deildar- leikina um heigina. Þeir áttu upphafiega að vera þrir, en þar sem Marteinn Geirsson, Fram, meiddist i leiknum uppi á Akra- nesi, og vafasamt er hvort hann geti leikið i kvöld — ef af leiknum vcröur — var ákveðið að velja fjóra menn. Þeir eru: Björn Lárusson, IA, Árni Sveinsson, 1A, Dýri Guðmundsson Val og Janus Guðlaugsson FH. Þrir af þessum leikmönnum, Árni, Dýri og Janus hafa aldrei komið nálægt aðal- iandsliðinu áður en á hinn bóginn leikið með unglingalandsliði ís- lands. Færeyska landsliðið átti að koma til landsins i gær, en þá var ekki hægt að lenda i Færeyjum, og varð flugvélin, sem átti að ná i þá, að snúa við. I morgun átti önnur vél að fara af stað, og von- andi nær hún hingað i tæka tið fyrir leikinn i kvöld — en allt var óvlst um það, þegar þetta er skrifað. Við skulum samt reikna með, að leikurinn fari fram á tilsettum tima á Laugardalsvellinum i kvöld —og þá reyna að geta upp á hvernig islenzka liðið verður skipað, en landsliðsnefndin vildi ekki gefa það upp, þegar við spurðum hana að þvi. Búast má við, að þeir, sem hafa verið með hópnum I siðustu landsleikjum, en ekki fengið að koma inn á, fái nú tækifæri, og verði þá liðið þannig skipað: Arni Stefánsson, Fram Björn Lárusson, IA GIsli Torfason.IBK Jón Gunnlaugsson, IA Jón Pétursson, Fram Guðgeir Leifsson, Viking Hörður Hilmarsson, Val Karl Hermannsson, IBK Olafur Júliusson, IBK Teitur Þórðarson.lA Matthias Hallgrimsson, 1A En hvort þetta er rétt hjá okkur, fáum við að sjá, þegar leikurinn hefst kl. 20.00 i kvöld — það er að segja, ef Færeyingar komast til landsins. Seinustu fréttir. Flogið var til Færeyja i morg- un, svo að allt útlit er fyrir að hægt verði að leika fyrirhugaðan landsleik, milii íslands og Fær- eyja, á Laugardalsvellinum i kvöld. -klp- TVÓFALT HJA UNGVERJUM „Þetta var mjög vel skipulagt og vel frá öllu gengið hjá islenzka borðtennissambandinu,” sagði formaður Borðtennissambands Evrópu, Þjóðverjinn Slaf, eftir úrsiitaieikina i Evrópukeppninni i borðtennis á laugardagskvöldið. Hann og fleiri útlendingar, sem Svlinn Ulf Thorsell, sem var Evrópumeistari unglinga I borðtennis fyr- ir nokkrum árum, vakti mikla athygli I Evrópukeppninni á laugardag- inn, enda veitti hann Ungverjunum harða keppni og sigraði m.a. heimsmeistarann i tviliðaleik. komu til að fylgjast með leikjun- um, voru mjög ánægðir með allt hér og sögðu að sumar stór- þjóðirnar hefðu ekki getað gert þetta betur. Keppt var bæði i karla- og kvennaflokki á sama tima og var þar hart barizt — sérstaklega i karlaflokknum. Sviarnir misstu sinn bezta mann rétt fyrir Is- landsferðina — meiddan i hendi — og varð þjálfari liðsins þvi að keppa. Sá var i „yfirvigt” og litilli æfingu þar að auki, svo að hann hafði ekkert i Ungverjana að gera, og á þvi töpuðu Sviarnir. Úrslitin voru ekki ráðin fyrr en i siðustu lotunni, en Sviarnir — BOO KFUM — höfðu leitt til þess tima. I þeirri siðustu unnu Ung- verjarnir og urðu þar með Evrópumeistarar karla i borðtennis 1975. Sigur þeirra var 5:4, — eða eins litill og hægt var. UngVersku stúlkurnar — 31 Epitök frá Budapest — áttu auðvelt með þær tékknesku, sem ekki komu til landsins fyrr en á laugardagsmorgun, eftir 30 tima bið á Kastrupflugvelli i Kaup- mannahöfn, vegna seinkunar á flugi. Voru tékknesku stúlkurnar bæði syfjaðar og þreyttar enda töpuðu þær 5:1. Bjuggust þær við að hafa getað veitt þeim ung- versku miklu meiri keppni, ef þetta hefði ekki komið fyrir — eins og Sviarnir sögðu, ef þeir hefðu haft Anders Johansen keppnishæfan. -klp- Skagamenn fóru létt með Fram ó Skipaskaga — en sigurinn varð samt ekki nema 1:0 Akranes og Fram fengu ekki veðrið til að sýna góða knatt- spyrnu, er liðin mættust á Akra- nesi I 1. deildarkeppninni á laugardaginn. Hávaða rok, sem stóð horn i horn á vöilinn skemmdi allt, sem fint hefði getað talizt, en þó sáust smá sprettir við og við. Akurnesingar léku undan vindi i fyrri hálfleik og áttu leikinn eins og hann lagði sig. Komust Framararnir varla i færi en Skagamenn áttu hvert af öðru — Haukanvr komu á óvart á Setfossi Óvænt úrslit urðu i 2. deildinni i knattspyrnu á Selfossi á laugar- daginu, er Haukar sigruðu heimamenn 3:1. Kom sá sigur mest á óvart vegna þess að Haukunum hefur ekki vegnað neitt sérlega vel til þessa, en aftur á móti hefur Selfyssingunum gengið mun betur og ekki tapað i 4 fyrstu leikjunum. Þetta var þeirra fyrsti leikur á grasi i sumar. Þeir léku á móti vindi I fyrri hálfleik og fengu þá á sig tvö mörk. Strax i upphafi siðari hálfleiks skoruðu HSI SYNDI HAGNAÐ UPP Á 4,4 MILLJÓNIR! Eitt rólegasta ársþing Hand- knattleikssambands islands, sem háð hefur verið i mörg ár, var haldið um helgina. Var það nánast hrein halelúja-samkoma miðað við ýmis fyrri þing, sem hafa mörg hver verið ailstorma- söm. Þótt rólegt væri á þinginu, var það bæði langt og strangt, en það stóð I tvo daga, þar af annan daginn frá þvi klukkan átta um morguninn fram yfir miðnætti. A þinginu kom fram almenn ánægja manna með störf stjórnarinnar á siðasta ári — og ekki að undra, þvi að stjórnin skilaði 4.4 milljónum i hagnað á árinu, en þegar hún tók við i fyrra, var höfuðstóllinn öfugur um tæpar tvær milljónir króna. Mörg mál voru tekin fyrir á þinginu, en þau veigamestu voru i sambandi við dómarana og samþykkt ný reglugerð varðandi þá. Einnig var samþykkt breyting á flokkaskiptingu og fylgir nýja skiptingin meira skólaaldrinum en verið hefur, likt og I nágrannalöndunum. Ýmis önnur athyglisverð mál voru einnig tekin fyrir og samþykkt. Tveir menn gáfu ekki kost á sér til endurkjörs i stjórnina, þeir Jón Erlendsson og Stefán Agústsson. I þeirra stað voru kosnir Birgir Bjömsson og Július Hafstein. Auk þeirra eiga sæti i stjórninni: Sig- urður Jónsson, Birgir Lúðviks- son, Jón Magnússon, Jóhann Einvarðsson og Bergur Guðna- son. 1 varastjórn voru kosnir: Hákon Bjarnason, Svana Jörgensdóttir og Ólafur A. Ólafs- son. -klp- Haukarnir svo sitt 3ja mark, og „pökkuðu” siðan i vörn. Gekk Selfyssingunum ekkert að komast þar i gegn fyrr en undir lok leiksins, að Hörður Sigmars- son markvörður Hauka tók Sumarliða Guðbjartsson heldur föstum tökum, þannig að dæmd var vitaspyrna, sem Sumarliði skoraði siðan úr. Mörk Hauka i leiknum gerðu: Guðjón Sveinsson 2 og Ólafur Torfason 1. Veður til að leika knattspyrnu var ekki upp á það bezta, og var þvi heldur litið um hana — það litla, sem sást kom frá Haukunum, hinir voru allir langt undir meðallagi og vel það.... -klp- STAÐAN 2. DEILD Staðan i 2. deild eftir leikina um helgina: Breiðablik 5 5 0 0 25:2 10 Selfoss 5 3 11 12:5 7 Þróttur R. 5 3 11 10:5 7 ArmannR. 5 3 11 8:4 7 Haukar 5 3 0 2 10:6 6 Völsungar 4 0 1 3 0:9 1 Vikingaró 4 0 0 4 3:22 0 Reynir Ar. 5 0 0 5 1:12 0 Markhæstu menn eru Hinrik Þórhallsson, Breiðabliki, 10 mörk og Sumarliði Guðbjartsson, Selfossi 8 mörk. þar á meðal skot I þverslá — Guðjón Þórðarson — og annað rétt yfir slá. Eina markið I hálfleiknum — og öllum leiknum — kom á _38. minútu. Jón Pétursson var að „dúlla” með boltann út við horn- stöng. Teitur Þónarson tók hann þar af honum og sendi hann fyrir markið, þar sem Matthias Hallgrimsson tók skemmtilega við honum —lék á einn um leið og hann tók boltann niður — og skoraði með þrumuskoti. I siðari hálfleik lék Fram undan vindi en náði aldrei að skapa sér færi til að skora úr. Akur- nesingarnir styrktu vörnina með *þvi að setja Þröst Stefánsson inn á en taka mann úr framlinunni og gafst það vel. Framararnir misstu Martein Geirsson út af eftir samstuð við Teit Þórðarson, og veikti það Framliðið mikið. Var það næstum eins og höfuðlaus her án hans. Að- eins einu sinni skapaðist veruleg hætta við mark Akraness, en þá var bjargað á linu. Aftur á móti áttu Skagamenn nokkur tækifæri — það bezta, er Teitur stóð fyrir innan markteig með boltann á tánum og gat gert allt við hann — nema það sem hann gerði... sendi hann hátt yfir markið!! Enginn skar sig úr Framliðinu eftir að Marteinn yfirgaf völlinn, en hjá Akurnesingum voru Arni Sveinsson og Björn Lárusson einna beztir. Baldur Þórðarson dæmdi leikinn og gerði það mjög vel. -EH/-klp- REYMISMENN SKORUÐU 2 MÖRK HJÁ BREIÐABLIK — en 6 sinnum máttu þeir sœkja boltannn í sitt eigið net Liðið, sem kom bakdyramegin inn i 2. deild í ár— Reynir frá Ar- skógsströnd — var fyrsta liðið til að skora hjá Breiðabliki úr Kópa- vogi I 2. deildinni i ár. Það var i fimmta leik Breiða- bliks i deildinni i Kópavogi á laugardaginn og var þetta sá fyrsti sem liðið fær mark á sig i — þau urðu reyndar tvö, þegar yfir lauk, og sex sinnum urðu norðan- mennimir að hirða knöttinn úr netinu hjá sér. 1 þessum 5 leikjum hefur Breiðablik skorað 25 mörk og fengið á sig 2, og er eina liðið i deildinni, sem ekki hefur tapað stigi. Hinrik Þórhallsson hefur skorað 10 af þessum 25 mörkum — meðaltal 2 mörk i leik — og er markhæstur I deildinni. Hann skoraði 2 mörk i' þessum leik — hin fjögur gerðu þeir Ólafur Friðriksson 2, Hreiðar Breiðfjörð 1 og Þór Hreiðarsson 1. Mörkin hefðu eins getað orðið fleiri, en heppnin var oft með Reynis- mönnum, auk þess sem þeir börðust vel og gáfust aldrei upp, þótt á móti blési. Þeirra mörk gerðu þeir Björg- vin Gunnlaugsson og Marinó Þor- sleinsson. Það fyrra kom , þegar Breiðabliksvörnin „svaf” og markvörðurinn sneri baki i hina leikmennina.... -klp- Hljóp einn og setti met Hinn efniiegi langhlaupari úr ÍR, Hafsteinn óskarsson, setti nýtt sveinamet i 10 km hlaupi, sem háð var i sambandi við méistaramótið i tugþraut og fimmtarþraut á Laugardalsvell- inum um helgina. Hafsteinn hijóp alla þessa vegalengd einsamall — enginn nennti aö hlaupa með honum — og kom i mark á 35:35,6 minútum. Gamia metið átti Ólafur Þor- steinsson KR og var það 36:46.6 min. Þá keppti ein syeit i 4x800 metra bohlaupi — sveit UMSK — og kom luín i mark á 9:15.4 minút- um. — klp — Meðan þeir flýta sér upp hverfur náungi (Jói hefur gengiíToMangt) <3 ^Það er pabbi. i-^Það er pabW 42-27 Dómaraskandall í Ólafsvík „Mér er þaö alveg óskiljanlegt, eins og fleirum, hvernig þetta getur komið fyrir I jafn mikilvægri keppni og 2. deiidin er og á að vera,” sagði Gylfi Scheving, formaöur knattspyrnu- deildar Vikings i Ólafsvik, er við hringdum i hann I gærkvöldi. „Það voru bæði liðin mætt hérna svo og fjöldinn allur af áhorfendum — sumir komnir langt að — en dómara- trióið lét aldrei sjá sig. Mér er næi að halda, að þessi leikur hafi gjörsam- lega gleymzt þarna fyrir sunnan, en við náðum ckki i nokkurn mann tU að fá vitneskju um það, né hvað ætti að gera i málinu. Völsungarnir komu hingað á tveim flugvélum og fóru aftur til baka eftir að hafa beðiö cftir dómurunum I þrjá tima — og þvi varð ekkert úr leikaum. Kostnaðurinn við þetta hlýtur K3Í að þurfaaðbera en hann er mikill —'sér- staklega fyrir Völsungana. Auk fess er þetta leiðinlegt fyrir okkur, þvi að hingað komu margir til að sjá letkinn úr næstu bæjum og sveitum. Þaö verður vont að koma þelsum leik á aftur, þvi að segja má, að bæði liðin séu bókuð langt fram á hpust. Þeir þarna fyrir sunnan verða að kippa þessu I lag — hvernig sem þeir fara að þvi — og við ætlum að vona, að svona lagað komi aldrei fyrir aftur hér hjá okkur.” -klp. Þingeyingar voru KR-ingum erfiðir Glimumenn KR sigruðu í Sveita- giimu Islands, sem háð var fyrir fullu húsi áhorfenda að Laugum I Þing- eyjarsýslu I gær. Þar kepptu til úrslta KR og HSÞ — fimm menn i hvorri sveit — og kepptu allir við alla. Keppnin var geysi jöfn og skemmti- leg. Hvaö eftir annað var jafnt, eða HSÞ liaföi yfir. Þegar slðasta um- ferðin hófst, stóð t.d. 10 1/2 á móti 9 1/2 fyrir HSÞ, en I siðustu umferð sigruðu KR-ingarnir i 4 giimum af 5 — Sig- tryggur Sigurðsson gaf sina glimu — og tryggðu þar meö sigur, 13 1/2 á móti 11 1/2. Ingi Ingvason kom út með „fulll hús” lagði alla og fékk gefiö á móti Sigtryggi, en Jón Unndórsson kom bezt út af KR-ingunum meö 4 vinninga af 5 mögulegum. KR var ekki með sitt sterkasta lið — vantaði t.d. ómar úlfarsson—en hafði samt sigur I þessari keppni og er það i fimmta sinn i röð. -klp Skriðusundsmetin fuku hvert af öðru Tim Shaw setti tvö heims- met í sama sundinu Hvcrt heimsmetið á fætur ööru var sett i skriðsundi á bandariska meistaramótinu i sundi, sem hófst i siðustu viku og lauk um helgina. Viö höfum þegar sagt frá nokkrum met- um, sem hafa verið sett á þessu mikia móti, sem jafnframt er úrtökumót fyrir heimsmeistarakeppnina i Cali i Colombiu, sem á að fara frafn I næsta mánuði — en helgin sló þó öllu við. Tim Shaw byrjaöi á þvi að bæta sitt eigiðheimsmeti 1500metra skriðsundi um hvorki meira né minna en 11 sekúndur. Hann synti á 15:20,91 min„ en gamla metið hans var 15:31,75 min. Um leið bætti hann heimsmetið i 800 metra skriðsundi — var á 8:13,68 min„ þcgar hann var búinn með þá — en metið i 800 m átti Steve liolland frá ístraliu — 8:15,02 mln — sett fyrr á þessu ári. 1 400 metra skriðsundi kvenna setti Shirley Babashoff nýtt heimsmet —■ 4:14,78 min — gamla metið var hennar og var það 4:15,77 min. Mark Spitz missti heimsmetiö sitt I 100 metra skriösundi til Jim Montgomery, sem I undanrásunum kom i mark á 51.12 sek. Met Spitz var 51,22 sett á olympiu- leikunum i Munchen. Montgomery tapaði I úrslitasundinu fyrir Andy Coan, sem þá synti á 51,49 sek. -klp-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.