Vísir - 28.06.1975, Blaðsíða 9

Vísir - 28.06.1975, Blaðsíða 9
Vlsir. Laugardagur 28. júni 1975. 9 Andrés önd í öryggisgœzlu ó bókasafninu Sérstakar öryggis- ráðstafanir hafa verið gerðar vegna Andrésar andar i Noregi. Þetta er á háskólabóka- safninu i Osló, þar sem gömul Andrésblöð eru orðin það verðmæt að hafa verður sérstaka gát á þeim. Þjófnaður á gömlum eintök- um hafði færzt i aukana. Há- skólabókasaínið hefur safnað Andrésblöðum frá árinu 1947. Blöðin lágu á lesstofu safnsins öllum til afnota þar til fyrir ári. Straumur manna sem eingöngu les Andrés var svo mikill að blöðin voru allt að þvi lesin upp og *stör hópur virtist auk þess koma i þeim tilgangi að stela sér sjaldgæfu blaði. Blöðin liggja þvi ekki lengur frammi almenningi til aflestrar heldur eru geymd með öðrum dýrmætum bókmenntum safns- ins. Aðeins þeir, sem fært geta sönnur á að þeir þurfi á blöðun- um að halda i rannsóknaskyni fá að lita i eldri árgangana. Lesturinn á Andrési verður auk þess að fara fram við sérstakt borð niðri i kjallara. Sem önnur merkileg skjöl og bókmenntarit stendur nú fyrír dyrum að ljósmynda alla eldri árgangana af Andrési. Barizt um Mont Blanc — Fjallgöngumenn koma í veg fyrir notkun kristals- glasa og silfur- borðbúnaðs á hœsta tindi Evrópu Franskir fjallgöngu- garpar og leiðsögumenn i Ölpunum komu í vik- unni i veg fyrir að dýr- indis veizluhöld með blúndudúkum, kristals- glösum, dýru postulini og silfurborðbúnaði færi fram á hæsta fjalli Evrópu, Mont Blanc. Samtök fjallgöngumanna sem stóðu að mótmælunum sögðu ástæðuna þá að þeir væru að við- halda óspilltri náttúru. Þeir sögðu að veizluhöld i ætt við þau, sem fyrirhuguð voru breyttu hinum fræga tindi i söluvöru. Aftur á móti væri hverjum sem er heimilt að taka með sér nesti á tindinn og snæða þar úr bitaboxi og tinbolla. Fjallgöngumennirnir tóku sér stöðu á tindinum og eins á flug- vellinum i Chamonix, þaðan sem lið kokka, þjónustufólks og gesta átti að halda á tindinn i þyril- vængju. Ekkert varð þvi Ur veizluhöld- unum, sem halda átti af samtök- um veitingahúsaeigenda i Frakk- landi. Báðir aðilarnir klöguðu til Maurice Herzog borgarstjóra i Chamonix við rætur Mont Blanc. Borgarstjóranum tókst að sætta deiluaðilana með þvi að bjóða öll- um er hlut áttu að máli að klifa upp á tinda Mont Blanc með is- brodda á fótum og axir i hendi. Veitingahúsaeigendunum væri svo velkomið að setjast að snæð- ingi er upp væri komið. Þeir höfn- uðu tilboðinu. HOLRÆSAKERFK) FULLT AF FÖLSKUM TÖNNUM? Ibúum borgarinnar Mankato i Minnisotafyiki i Bandarikjun- um er greinilega mjög hætt við að missa tennur sinar i klósett- ið. Þegar bæjarblaðið birti frétt um það nýlega, að falskur tann- garður hefði fundizt og væri nú i óskilum hjá holræsamiðstöð bæjarins urðu sfmalinurnar rauðglóandi hjá miðstöðinni og bílar og fólk kom i hópum að aðalhliðinu að máta. Átroðning- ur hélt áfram i einar 24 stundir. Sá eini sem ekki lét sjá sig var hinn rétti eigandi tanngarðsins og er hann þvi enn i óskilum. Veiðisaga Einu sinni voru tveir veiði- menn, sem villtust i skógi. Annar sagði þá: Nú verðum við að sýna stillingu. Hinn samþykkti: Það er rétt. Ég hef lesið að ef maður villist eigi maður að skjóta þrisvar upp i loftið og þá muni hjálp berast. Þeir tóku þvi það ráð, en ekk- ert gerðist. Aftur reyndu þeir en án þess að hjálp bærist. Þeir endurtóku leikinn nokkrum sinnum en án árangurs. Að lok- um sagði annar veiðimaðurinn: „Hvað tökum við nú til bragðs?” Hinn svaraði: „Ég veit það ekki. Við erum að verða búnir með örvarnar!” ...svo var lika ósögð sagan um hænuna, sem lagðist upp i loft og sagði: hana-nú! en það var nú annar handleggur. Kvikmyndastjarna í fjárhagskröggum? Hver skyldi þessi þekkti kvik- myndaieikari vera? Myndin ber ekki með sér að hann hafi átt mikilli velsæld að fagna að und- anförnu. Þetta er raunar leikar- inn Michael Caine og útlitið á honum verður ekki rekið tii fá- tæktar heldur myndarinnar „The Man Who Would Be King”, sem leikstjórinn John Huston hefur unnið að að undanförnu skammt fyrir utan Marrakesh I Marokkó. Kvikmyndin er byggð á sögu Rudyard Kipling og i henni koma auk Caine fram Sean Connery og Christopher Plummer svo einhverjir séu nefndir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.