Vísir - 28.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 28.06.1975, Blaðsíða 2
2 vtsinsns: Meö hvorum feröaskrifstofu- kónginum heldur þú? Finnbogi Aöalsteinsson kaup- maður.„Ég held með hvorugum. Þó hef ég farið einu sinni með Otsýn og fannst mér mjög gott að ferðast með þeim.” Einar Björnsson vinnur i Trygg- ingastofnun rikisins. „Ég held ekkert með kóngum, ég er 'á móti kóngum. Ef ég réði myndi ég banna öllum þennan flæking út um heim.” Ólafur Beinteinsson, verzlunar- maöur (var einu sinni i Kling Klang kvartettinum.) „Ég held með þeim báðum. Þetta svar byggi ég á þvi, að mér finnst þeir báðir vera duglegir og framsýnir menn.” Sævar Guöfinnsson rafvirkja- nemi.„Hvorugum. Mér er illa við þá báða.” Jóna Jónsdóttir atvinnulaus. „Hvorugum. Ég hef ekkert fylgzt með þessu.” Leifur Jónsson framreiöslu- maöur. „Kóngnum i Útsýn tvi- mælalaust. Guðni gerir grin að öðrum en gerir svo mest grin að sjálfum sér.” Visir. Laugardagur 28. júni 1975. LESENDUR HAFA ORÐIÐ „Svo getur forið, að leiðir fólksins og presta skilii" Sr. Þórir Stephensen: „Til viðbótar og áréttingar þvi sem Visir hafði eftir mér i gær, vil ég biðja blaðið fyrir eft- irfarandi: Með tilliti til þess, hver hin upphaflega tillaga Sr. Úlfars Guðmundssonar i ólafsfirði var (að prestastefnan lýsti þvi yfir, að spiritisminn sé ekki grein á. kristnum meiði) tel ég að rétt hefði verið að bera upp i tvennu lagi tillögu þá, sem prófastai sömdu i hendur honum og alls herjarnefnd afgreiddi. Þann hluta hennar, sem varðar Kriststrú, gátu auðvitað allir samþykkt. Hinn hluti hennar telst nánas furðulegur, þegar betur er ai gáð. „Dultrú” er orð, sem gjarnan er notað i stað hins al þjóðlega fræðiorðs „mystik” Og kristin mystik spannar mjög stórt svið i hugarheimi kristinn ar kirkju og hefur gegnt miklu hlutverki i rás sögunnar. Ég tei þvi alveg fráleitt að við sliki skuli varað útskýringalaust. A hinn bóginn er það fullljóst að tillögumaður er, út frá þeim umræðum, sem að undanförnu hafa fram farið i blöðum, að reyna að þrengja mjög leyfilegt skoðanasvið þeirra, sem hingað til hafa viljað vera innan is- lenzku þjóðkirkjunnar, sem undanfarna áratugi hefur verið frjálshuga stofnun. Nú á að reyna að ýta út úr kirkjunni þvi fólki, sem vill „trúa frjálst á Guð hins góða,” telur sér leyfi- legt að leita sannana fyrir fram- haldslifi, sem hlýtur að vera hugsun nátengd spurningunni um upprisu Krists og þvi grund- vallaratriði i trúnni á hann. Visir taldi, i annars ágætum leiðara á miðvikudag, að biskup, guðfræðideildin og hinir ihaldssamari prestar mundu e.t.v. með timanum snúa þjóð- inni á sveif með sér. Ég er ekki viss um, að svo verði. Ég tel, að þannig geti alveg eins farið hér sem viðar, þar sem þröngsýni og guðfræðilegt afturhald hefur ráðið rikjum, að leiðir fólksins og prestanna skilji. Þá getur svo farið, að hér verði ekki lengur sú þjóðkirkja, sem við þekkjum i dag og yfir 90% þjóðarinnar teljast til.” ÞRIÐJUDAGUR REYNDIST BEZT Jón Björgvinsson skrifar fyrir hönd Kvikmyndasiöunnar: „Þvi miður heyrum við um- sjónarmenn kvikmyndasiðunn- ar ekki oft frá lesendum hennar. Þvi þakka ég Þ. Þorsteinssyni fyrir bréf hans i þessum dálki á miðvikudaginn og falleg orð i garð siðunnar. Það mælir ekk- ert á móti þvi að fleiri lesendur siðunnar láti i ljós skoðun sina á deginum, sem hún birtist á og efninu, sem hún flytur. Eins og stendur birtist siðan á þriðjudögum. Aður hefur verið reynt að birta hana aðra daga en af ýmsum ástæðum hefur þriðjudagurinn hentað bezt. Þótt frumsýningardagar nýrra mynda séu mjög á reiki eru fleiri kvikmyndir frum- sýndar á fimmtudögum og föstudögum en aðra daga vik- unnar. Visir vill vera fyrstur með fréttirnar og birta þvi um- sagnir um nýjar myndir eins fljótt og auðið er. önnur ástæða er að mikill fjöldi sér kvikmyndirnar fyrstu dagana og vill þá um leið lesa umsögnina. Eins ganga sumar myndir i stuttan tima og um- sögnin verður úrelt ef hún birt- istekkiá fyrstu dögum myndar- innar. Það hefur komið fyrir að þurft hafi að klippa út umsögn vegna þess að myndin hætti fyrr en til stóð i fyrstu. Laugardagsblað og innsiður mánudagsblaðsins eru brotnar um aðfaranótt föstudags. Um- sagnir um myndir sem hefjast rétt fyrir helgi komast þvi ekki inn fyrr en á þriðjudögum. Þetta fyrirkomulag leiðir auk þess til að hægt er að vinna um- sagnirnar um helgar. Aðra daga eru umsjónarmenn siðunnar hlaðnir öðrum störfum þannig að erfitt er að bæta þar á.” Skyldi þetta ekki vera þjófnaður ársins 1975? Hann hefur rakað samvizku- samlega yfir hvert einasta beð eftir að hafa hreinsað upp út- sæðið. Og þegar að var komið, var ekki að sjá minnstu um- merki. Ég vil biðja ykkur fyrir kveðj- ur minar til hins viljuga ræn- ingja. Ég vona, að hann fái virkilega góða uppskeru frá þessu útsæði minu og hafi góða lyst á kartöflunum i haust (Þó ég eigi nú erfitt með að trúa að hann eigi gott með að kyngja þeim samvizkunnar vegna).” Snorri Jónsson hringdi: „Ég hef verið rændur. Ég er þó ekki beinlinis sár, heldur miklu meira undrandi. Já, jafn- vel pinulitið hrifinn af ræningj- anum. Þannig er mál með vexti, að ég á kartöflugarð skammt fyrir utan borgina og hef stundað þar kartöflurækt mér til gamans tvö eða þrjú undanfarin sumur og það með nokkuð góðum árangri. Núna i vor fór ég með góðan slatta af útsæði upp i garð og setti niður við hátiðlega athöfn. Sonur minn á garð þarna skammt frá og setti þar niður útsæði um svipað leyti. Núna fyrir skömmu fór hann að gæta að garði sinum og komst að raun um að þar var allt með sóma. Hann leit á garð- inn minn f leiðinni — en sá ekk- ert. Þar var árangur erfiðisins ekkert farinn að láta á sér kræla. Þegar ég fékk fréttirnar fór ég upp eftir, þvi ég gat ekki trú- að þvi, að ég væri svona miklu lakari i kartöfluræktinni en son- urinn. Sonurinn reyndist þó hafa sagt rétt og satt frá. Það var ekki svo mikið sem eitt einasta kartöflugras farið að stinga sér uppúr jörðinni. Þegar betur var að gáð, kom ástæðan i ljós: öllu útsæðinu hafði verið rænt! Skyldi það ekki vera hámark þolinmæðinnar að leggjast á fjóra fætur i kartöflugarði til að stela útsæði? Og þá sennilega i þeim tilgangi, að setja það niður annars staðar — og taka svo upp aftur i haust. Það verð ég að segja þessum aðila til hróss, að hann gekk ákaflega snyrtilega um garðinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.