Vísir - 30.06.1975, Blaðsíða 2

Vísir - 30.06.1975, Blaðsíða 2
2 Vlsir. Mánudagur 30. júni 1975. vfentsm: Er þig ekki farið að lengja eftir sumrinu? / Svanhvlt Si g m u nd s d ó tt ir verzlunarmaður: — Jú, það vant- ar alla sól og hita. Anna Dia Erlingsdúttir (er aö fara til útlanda): — Jú eiginlega. Það er alltaf svo leiðinlegt veður hérna, svo að maður kemst ekki I sólbaö og sundlaugarnar. Marla Finnsdóttir fóstra: — Erfitt að svara svona spurningu núna I kuldanum. Júllmánuður kemur vonandi með góða veðrið. Axei Axelsson skrifstofumaður: — Ég bíð ekkert eftir góða veðr- inu hérna heima, heldur fer til Spánar og nýt þess þar. Magnús Þorsteinsson, nemandi: — Jú, ég vil fá sól og einhverja vinnu. GIsli Ingvarsson: — Vist geri ég það. Þegar gott veður kemur, ætla ég að skreppa til Vest- mannaeyja. FAIÐ USTAMANNINN BLINDA TIL ÍSLANDS Blindravinur hringdi: „Hvernig væri nú að Blindravinafélagið og hið ágæta félag áhugamanna um klassisk- an gítarleik tækju nú höndum saman og fengju gítarleikarann José Feliciano hingað til fs- lands? Þessi blindi söngvari og gitar- leikari er heimsþekktur og á sér ekki siður aðdáendur hér en annars staðar. Það væri mikill fengur í hljómleikum með þess- um listamanni hérlendis. Hann ferðast viða og hefur margoft heimsótt hin Norðurlöndin. Við höfum einmitt séð hann i sjón- varpsþáttum, sem gerðir voru I Sviþjóð eða Danmörku. Ég skora á tvö fyrrnefnd fé- lög, aö koma þvi í kring, að okk- ur verði gefinn kostur á kvöld- stund með José Feliciano. Slikt gæti verið góð fjáröflun fyrir Blindravinafélagið og stórkost- leg ánægja öllum áhugamönn- um um klassiskan gitarleik. Ég hef trú á þvi, að listamað- urinn blindi mundi samþykkja hljómleikahaldið, ef þessi tvö félög leituðu til hans.” Verzlunarmanna- mál, stjórnmál, iðnaðarmál H.G. skrifar: „1 grein i tsafold 1908, sem heitir Móðurmálið, segir Guð- mundur Finnbogason að ýmsar starfsstéttir noti sitt sérstaka „mál”, t.d. sjómannamál, iðnaðarmannamál og verzlun- armannamál, sýnishorn af þvi megi lita i auglýsingum blaða. Síðar hafa komið önnur mál, táningamál, þingmannamál og fleiri mál(skemmdir). Ég held, að sjómannamál sé nú betra en i uppvexti minum, llka málfar iðnaðarmanna. Langt er siðan ég hef heyrt orð eins og vaturpassi, gesims og húsvand, algeng áðurfyrr. Tán- ingamálið þykir ekki til fyrir- myndar, en þeim dettur þó sitt- hvaði hug. Dæmi: aðkitla pinn- ann (bensingjöf) imbi, allt i hassi (vandræði). í Stórþinginu norska var ný- lega rætt um málnotkun opin- berra stofnana. Einar Förde nefndi sem dæmi bréf trygging- arstofnunar til móður, sem spurði um bótagreiðslur. Stofn- unin hafði þó svarað bréflega (mættu íslendingar af þvi læra) og vitnar i 2. gr. reglugerðar um bætur, sbr. lög 12-1 fyrsta lið, bókstaf a og b, sbr. kgl. ákvörð- un 16. febrúar 1973, með heimild i tryggingalögum, sbr. lög 12-1, annar liður o.s.frv. Förde sagði ennfremur, að hann vissi vei, að hann væri að kasta grjóti úr glerhúsi, þvi stórþingmenn notuðu orðafar sem væri almenningi litt skilj- anlegt. Þetta þætti fint mál. í umræðum voru þingmenn sam- mála um, að þörf væri á breyt- ingu til bóta. — A alþingi fljúga um bekki hnútur — og skrýtnir orðalepp- ar, étur hver eftir öðrum og verðurtízka. Þetta er svo stund- um kryddað með röngum áherzlum hinna lærðustu manna. Nú eru allar áætlanir orðnar langtima- eða skamm- timaáætlanir, allt er „skoðað”, sjaldan eða aldrei rannsakað eða athugað (mál i nefndum) sem þótti fullgott áður, nei, málið verður „vandlega skoð- að”. Og nú koma flestir hlutir „inn i myndina”, afar „mynd- rænt” mál. „Stærðargráðan” leikur þó háttvirta einna verst. Jafnvel þingmaður, sem vill vanda mál sitt, nefndi þessa endemis stærðargráðu sjö sinn- um i stuttri ræðu. — 1 viðskiptamáli væri af mörgu að taka. útlend nöfn á is- lenzkum verzlunum þykja vel hæfa. Viðskiptaþing auglýsti panelumræður. Mun vera það sem sumir nefna hringborðs- umræður, langt orð og leiðin- legt. Hvernig væri að segja: andaborð? Hinir færustu (and- ans?) menn sitja við borð og ræöa hin ýmsu vandamál (oft- ast þó án niðurstöðu). Arsgrundvöllur er eftirlæti og yndi íslendinga. Fyrirtæki nokkurt seldi „50 þúsund pör af skóm á ársgrundvelli.” Nú má ekki tala um afkomu heldur af- komugrundvöll. Vara er ekki til sölu lengur, heldur „til sölu- meðferðar”. Áður var talað um fiskverðið, nú fiskverðin. „Það er persónuleg skoðun min” að mál sé að linni.” „Á sama tíma var nóg af íslenzku kindakjðti fró íslandi r m • • Utl I Fœreyjum Vestmannaeyingur skrifar: „Fyrir nokkru kom athyglis- verð frétt I Morgunblaðinu: „Nautakjöt selt úr landi fyrir 20- 40 kr. kilóið. Heildsöluverð innanlands 330-380 krónur”. Þá segir, að flutt hafi verið út fyrstu fjóra mánuði ársins um 17-2 tonn af þessari vöru. Heimild: Hagstofa Islands. — Á árinu 1974 voru flutt úr 623 tonn af frystu nautakjöti fyrir tæpar 32 millj. kr„ eða 51 kr. kg. Ekki voru handbærar tölur um uppbætur þessa útflutnings á fyrra ári. Er þvi ekki vitað hvað við borgum útlendingum fyrir að éta kjötið okkar og borga fyrir það 50 krónur kg. — eða svo til ekki neitt. Þá vekur annað athygli. Þetta nautakjöt er litt eða ekki aug- lýst til sölu i landinu, jafnvel ekki til i matvörubúðum. Það er þvi engin furða þó húsmóðir spyrji i Visi, hvers vegna ekki sé auglýst útsala á blessuðu nauta- kjötinu til að létta á birgðunum! En það er fleira skrýtið i kýr- hausnum. I allt fyrrasumar fengu 2-3 verzlanir hér i Eyjum mjög nauman skammt af kinda- kjöti vikulega. Voru biðraðir þegar kjöt var væntanlegt, og fengu þeir sem fyrstir komu. — Á sama tima var nóg af kinda- kjöti frá íslandi úti í Færeyjum — á lágu verði. Matsveinn á is- lenzkum bát sagði mér þær fréttir, að þeir hefðu keypt þar birgðir af kjöti handa skipverj- um vegna hins lága verðs. Það má segja, að mat- sveinninn, að við höfum fengið 5 dilkaskrokka i Færeyjum á sama verði og við gátum keypt einn og hálfan hér heima. Kannski sagan endurtaki sig i sumar. Það væri eftir öðru”. „Laun þeirra eins misjöfn og mennirnir eru margir" Alfreð Eliasson, forstjóri hringdi: 1 Visi siðastliðinn miðvikudag er grein sem nefnist „Við hvað miða þeir laun sin?” Greinarhöfundur „ÁR” telur fróðlegt að fá svar við þvi, hvernig samninganefnd sú, sem samdi við flugmenn fyrir hönd Flugleiða h.f. var skipuð og hver laun þeir samninga- mennhafa. ,,ÁR” er ekki grun- laust um, að samningamenn miði sjálfir laun sln við það, sem flugmenn fá. Látið er að þvi liggja, að þeir hafi ekki verið eins harðir fyrir Flugleiðir h.f. og ella vegna viðmiðunar launa sinna við laun flugmanna. Ég get upplýst „ÁR” um það, að átta menn tóku þátt i samn- ingum f.h. Flugleiða h.f. Laun þessara manna eru eins misjöfn að upphæð og mennirnir eru margir. Enginn þessara manna nemaég einn sem „fyrrverandi flugstjóri” hefir haft, fram að þessu, nokkra viðmiðun við flugmenn. Ef „AR” og félagar hans bera það mikið hag Flugleiða h.f. fyrir brjósti, að þeir telji að þátttaka min i samninganefnd- inni hafi verið félaginu til óþurftar og þess vegna óski að vita hver viðmiðun min er við flugmenn, þá skal ég fúslega upplýsa ”ÁR” um það, vilji hann koma til fundar við mig, þegar okkur báðum hentar”. Utanóskriftin er: Lesendur hafa orðið. VÍSIR Síðumúla 14 Reykjavík ■B

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.