Vísir - 30.06.1975, Blaðsíða 11

Vísir - 30.06.1975, Blaðsíða 11
10 Visir. Mánudagur 30. iúni 1975. Visir. Mánudagur 30. iúni 1975. H Tvö heppnismörk og Skagomenn effstir! — í 1. deildinni eftir sigur gegn Val 2-1 á Akranesi „Atvikið, þegar Davið Kristjánsson markvörður okkar varði frá Iiermanni Gunnarssyni, þegar staðan var 1:1 og við sótt- um undan vindinum, skipti sköp- um i þessum mikilvæga leik”, sagði George Kirby eftir leik Akurnesinga og Valsmanna á Akranesi á iaugardaginn. ,,Ef Hermann hefði skorað þarna, þori ég ekki að spá um, hvernig leikurinn hefði farið, þvi þetta var eitt viðkvæmasta augnablik leiksins.” Akurnesingar fóru með sigur af hólmi i þessari viðureign, sem þvi miður var eyðilögð af leiðinlegu veðri. Hefði þetta örugglega getað orðið mjög góður leikur, ef veðrið hefði verið gott — þvi þrátt fyrir allt rokið brá fyrir ágætum leikköflum á báða bóga — og mun betri en i leik Akraness og Fram um fyrri helgi. Skagamenn léku undan vindi i fyrri hálfleik og sóttu þá meir. Valsmenn áttu samt góð upp- hlaup inn á milli og sköpuðu mörg þeirra hættu, eins og það sem þeir fengu á 9. minútu leiksins, en rétt áður hafði Matthias Hallgrimsson veriö f dauðafæri við mark Vals, en Sigurður Dagsson varði þá skot hans. Þetta upphlaup á 9. minútu gaf Valsmönnum mark. Aukaspyrna var tekin fyrir utan vitateig og skotið beint á markið. Davið fékk boltann á brjóstið og hrökk hann þaöan til Harðar Hilmarssonar, sem afgreiddi hann með þrumu- skoti i netið. En forusta Valsmanna stóð ekki lengi. Akurnesingar jöfnuðu 3 minútum siðar. Haraldur Stur- laugsson tók þá aukaspyrnu frá miðju og sendi i átt að marki Vals, og öllum til mikillar undr- unar sigldi boltinn alla leið i markið. Sigurður Dagsson hafði reiknað með, að Jón Alfreðsson ætlaði að bæta við skotið, en Jón hitti ekki boltann, og þar með skoppaði hann inn. Var þetta klaufamark af verstu gerð og eitt af þeim leiðinlegustu, sem mark- menn fá á sig. Á 23. minútu átti Hermann Gunnarsson gullið tækifæri til að jafna, en Davið varði meistara- lega vel frá honum. Er það at- vikiö, sem Kirby telur að hafi skipt sköpum i leiknum. Skömmu eftir þetta var Vals- vörnin með boltann og óttaðist sýnilega Matthias, sem var að „krafsa” f hann á milli þeirra. Endaði þetta með þvi, að Dýri Guðmundsson sendi boltann aftur á Sigurð Dagsson, sem ekki var við þvi búinn, og hrökk boltinn i stöngina og þaðan aftur út til Matthiasar, sem kominn var á fullri ferð og sendi hann i netið ...2:1....og var staðan þannig i hálfleik. í siðari hálfleiknum léku Valsmenn undan vindi og sóttu meir, en Akurnesingar komu með hraðaupphlaup inn á milli, sem ollu miklum usla i vörn Valsmanna. Eitt kom strax á 3. minútu hálf- leiksins, og endaði það með þvi, að Arna Sveinssyni var brugðið innan vitateigs og umsvifalaust var dæmd vitaspyrna. Teitur Þórðarson tók hana, en Sigurður varði og bætti þar með fyrir fyrri mistök i leiknum. Akurnesingar þéttu vörnina hjá sér i siðari hálfleik og kom það sér vel, þvi Valsmenn sóttu fast ogkomustoft nálægt þvi að jafna. Sérstaklega var það þó undir lok- in, en þá komst m.a. Ingi Björn Albertsson i opið færi og Davfð Kristjánsson varði rétt á eftir hörkuskot Harðar Hilmarssonar i horn. ÍSLAND SIGRAÐI í SÍNUM RIÐU! ísland sigraði I C-riðli á Evrópumeistaramótinu i golfi, sem lauk I Kiilarney á irlandi i gær, segir f fréttaskeyti frá Reut- er af mótinu. islenzka liðið lenti I C-riðlinum eftir forkeppnina s.l. fimmtudag, og var þar ásamt I.uxemborg, Austurriki og Finn- landi. Mjög óljósar fréttir eru af úr- slitum þjóðanna i þessum riðli, en þó vitum við, að ísland tapaði fyr- ir Luxemborg 5:2, en sigraði Finnland 4 1/2:2 1/2. Leikinn er bæði tviliðaleikur og einliðaleikur — 36 holur á dag — en hvernig einstökum keppanda gekk eða hvernig þetta var reikn- að út vitum við ekki. En sam- kvæmt skeyti Reuters er Island sigurvegari i riðlinum’ og er það betri árangur en búizt var við. Skotar sigruðu i' A-riðli eftir hörku skemmtilegan úrslitaleik við ttaliu. Sviar urðu i þriðja sæti, Sviss í fjórða, en siðan komu Wal- es, Vestur-Þýzkaland, trland og Frakkland. t B-riðlinum sigruðu Englendingar eins og við var bú- izt. Spánn kom f öðru sæti, en siðan komu Holland, Noregur, Danmörk og Belgfa. Röðin i C- riðlinum var tsland, Luxemborg, Finnland og Austurriki. tslenzka landsliðið i þessari ferð var þannig skipað: Þorbjörn Kjærbo, Björgvin Þorsteinsson, Ragnar Ólafsson, Einar Guðna- son, Óskar Sæmundsson og Sigurður Thorarensen. —klp— En markið vildi ekki koma og Akurnesingar gengu þvi út af sem sigurvegarar i leiknum. Þeirra bezti maður var Jón Alfreðsson, en einnig átti Björn Lárusson góðan leik. Maður Skagamanna f þessum leik var samt Davfð Kristjánsson, sem varði oft meistaralega vel. Hjá Val var Magnús Bergs einna beztur, og Hermann Gunnarsson var hættulegur allan timann. Þá átti Hörður Hilmars- son góðan leik — sérstaklega er á leið. Dómari var Bjarni Pálmason og dæmdi hann leikinn ágætlega og hafði góða samvinnu við linu- verði sina. —EH— 1. deild Staðan 11. deild eftir leikina um helgina og að loknum sex umferð- um: Frara—Vikingur 1:0 ÍBV—Keflavik 0:1 Akranes—Valur 2:1 FH—KR 1:0 Akranes 6 3 2 1 13:6 8 Fram 6 4 0 3 5:2 8 Valur 6 2 3 1 7:4 7 Keflavik 6 2 2 2 4:4 6 FH 6 2 2 2 6:13 6 IBV 6 1 3 2 6:7 5' KR 6 1 2 3 2:4 4 Víkingur 6 1 2 3 2:5 4 Markhæstu menn: Matthias Hailgrimss. Akran. 4 örn óskarsson tBV 4 Guðmundur Þorbjörnss. Val 4 Teitur Þórðarson Akran. 3 Næstu leikir: Valur—Fram á Laugardalsvell- inum kl. 20,00 annað kvöld. KR—tBV á Laugardalsvellinum á miðvikudagskvöldið og þá i Keflavik sama kvöld kl. 20,00 Keflavik—Akranes. Föstudaginn 4. júli Vikingur—FH á Laugar- dalsvellinum. 2. deild Staðan i 2. deild eftir ieikina um helgina: Haukar—Völsungur 2:2 Reynir A—Vikingur ö 2:0 Breiðablik 5 5 0 0 25:2 10 Selfoss 5 3 11 12:5 7 Þróttur 5 3 11 10:5 7 Ármann 5 3 11 8:4 7 Haukar 6 3 12 12:8 7 Völsungar 5 0 3 2 2:11 2 Reynir A 6 10 5 5:18 2 Vikingur Ó 5 0 0 5 3:24 0 Markhæstu inenn: Hinrik Þórhallss. Breiðab. 10 Sumarliði Guðbjartss. Self. 8 Næstu ieikir: t kvöld á Þróttarvelli... Þrótt- ur—Breiðablik og á Selfossi..... Selfoss—Armann. Víkingarnir að vestan ó botninum í 2. deild Reynir frá Arskógsströnd náði i sin fyrstu stig f 2. deildinni, er lið- ið sigraði Viking frá ólafsvik á laugardaginn með tveim mörkum gegn cngu. Þar með eru Viking- arnir að vestan skildir einir eftir á botninum, þvi að Völsungarnir náðu sér i stig um heigina. Fyrra mark Reynis sáu Víking- arnir um að skora fyrir þá. Knett- inum var spyrnt fyrir mark að- komumannanna, þar sem tveir heimamenn áttu möguleika á að ná tilhans. En til þess kom ekki — einn Víkinganna varð á undan þeim og sendi hann i eigið mark. Siðara markið skoraði Albert Guðlaugsson rétt mínútu eftir að honum hafði verið skipt inn á, og var þetta svo til fyrsta spyrna hans i leiknum. Fleiri urðu mörkin ekki, en Reynismenn komustoft i góð færi og áttu m.a. tvö stangarskot. Vik- ingarnir áttu einnig ágæt tæki- færi, en tókst ekki að nýta þau. —klu— Æ, það er svo kalt — ómögulegt að hlaupa, sagði Erna Guðmundsdóttir, KR, til hægri eftir 200 m hlaupið á Laugardalsvellinum og Asta B. Gunnlaugsdóttir var henni innilega sammála. Til hægri renna skíðakapparnir sér á hjólaskfðum f Laugardalshöll. Ljósmyndir Bjarnleifur. dís Gísladóttir stökk 1.63 m. í hástökki — Skúli Óskarsson setti íslandsmet m millivigt og Islandsmeistarar Víkings í handknattleiknum sigruðu landsliðið ingurinn, veitti Bjarna keppni fram- an af 200 m hlaupinu — en gaf eftir siðari hluta hlaupsins. Hann var þó nálægt sínu bezta eins og Bjarni — hljóp á 22.0 sek. Stefán Hallgrims- son, KR, varð 3ji á 22.7 sek. 1200 m hlaupi kvenna sigraði Erna Guðmundsdóttir, KR, á 29.0 sek. en Asa Halldórsdóttir, Armanni, varð önnur á 26.7 sek. t fjarveru Hreins Halldórssonar, sem er meiddur, sigraði Guðni Halldórsson, HSÞ, i kúluvarpi — varpaði 15.64 m. í Laugardalshöllinni var blak- keppni, þar sem íslandsmeistarar stúdenta sigruðu úrvalslið Blaksam- bandsins með 2-1 — júdókeppni, fim- leikar, skiðaganga innanhúss á hjólaskiðum, lyftingar, körfuknatt- leikur og handknattleikur. I lyftingakeppninni var sett eitt ts- landsmet. Skúli Óskarsson jafnhenti 145 kg I millivigt og bætti met sitt um 2.5 kg. Það var í aukatilraun — en samtals náði hann 240 kg. Kári Elis- son, Armanni, hlaut bikar fyrir bezt- an árangur á mótinu miðað við þyngd. Hann lyfti samtals 210 kg. Agnar Gústafsson, KR, snaraði 155 kg en varð að hætta við 190 kg I jafn- hendingu vegna meiðsla. Lok Olympiudagsins var svo leikur milli Islandsmeistara Vikings og is- lenzka landsliðsins i handknattleikn- um, sem eftir 20 daga tekur þátt I miklu stórmóti i Júgóslaviu. Það var sorglegur leikur fyrir landsliðið — og aðeins snilldarmark- varzla ólafs Benediktssonar og siðan Marteins Árnasonar kom i veg fyrir stórsigur Vikings. Islandsmeistar- arnir — án Einars Magnússonar — sigruðu með 19-18 og höfðu fjögur mörk yfir, þegar nokkrar min. voru til leiksloka..En þá ætluðu Viking- arnir ungu sér einum um of — ætluðu sér að vinna stórt, en skotgleðin gaf ekki árangur og landsliðinu tókst að minnka muninn. Það var lítill landsliðsbragur á leik landsliðsins — en rétt er þó að geta þess, að tveir leikmenn liðsins meiddust i leiknum, Árni Indriðason og Gisli Blöndal. Sóknarleikurinn var slakur og vörnin sat oft eftir i hraðupphlaupum Vikinga. Aðeins markvarzlan hjá liðinu var i gæða- flokki — en þó horfir maður með ugg til væntanlegrar landsliðsfarar til Júgóslaviu. Hið unga lið Vikings — með reynda kappa innanum eins og Rósmund Jónsson, Pál Björgvinsson og Sigfús Guðmundsson — var betra liðið nær allan timann og merkilegt, að leikmenn virtust litið sem ekkert sakna Einars Magnússonar. Það er sagt að maður komi i manns stað og i þessum leik tók unglingalandsliðs- maðurinn Þorbergur Aðalsteinsson að sér hlutverk Einars sem marka- skorari — og var miklu meira ógn- andi en nokkur landsliðsmannanna. Þar er stórefni á ferðinni — einhver sagði nýr Axel. Mörk landsliðsins skoruðu Hörður Sigmarsson 6 (tvö vlti), Stefán Gunnarsson 3, Pétur Jóhannesson 3, Ingimar Haraldsson 3, ólafur H. Jónsson 2 og Gisli Blöndal eitt. Fyrir Viking skoruðu Þorbergur 5, Jón Sigurðsson 3 — eitt viti, og auk þess nokkur gullfalleg mörk úr hornun- um, sem dæmd voru af — stigið á linu — Magnús Guðmundsson 2, Elias Leifsson 2 Páll Björgvinsson 2 (eitt viti), Stefán Halldórsson 2, Viggó Sigurðsson 2 og Sigfús Guð- mundsson eitt. Dómarar voru Gunn- laugur Hjálmarsson og Karl Jó- hannsson. Gaman var að sjá þá kunnu kappa saman i þeim hlutverk- um og þeir kunna greiniiega vel til verka. —hsim. íslenzku veðurguðirnir sáu til þess, að það varð litill olympíubragur á fyrsta Olympiudeginum, sem efnt er til hér á landi. Hávaðarok og rigning á Laugardalsvellinum i gær sáu fyrir keppninni þar að mestu — en innanhúss var ekki að miklu keppt. Olympíunefnd íslands ákvað að efna til þessarar keppni til að minnast mesta sigurdags islenzkra iþrótta — 29. júni 1951, þeg- ar Noregur og Danmörk voru sigruð i frjálsum íþróttum, Sviar i knatt- spyrnu, allt á sama degi. Gisli Halldórsson, forseti ISt og formaður Isl. olympiunefndarinnar, flutti setningarræðu á Laugardals- vellinum og siðan hófst keppni I frjálsiþróttum. Þar var fátt um fina drætti — en þó tvennt, sem yljaði i kuldanum. Bjarni Stefánsson, KR, hljóp 200 m bráðvel á 21.6 sek., sem að visu er ekki löglegur árangur vegna með- vinds, og ung, 13 ára, stúlka úr IR, Þórdis Gisladóttir, 1R, stökk 1.63 metra i hástökki og sigraði reyndar keppniskonur með miklum yfirburð- um. Það er nýtt telpnamet og aðeins sex sentimetrum lakara en Islands- metið. Þarna er stórefni á ferðinni. Sigurður Sigurðsson, ungi Armenn- Þórdis Gisladóttir ískmdsmet á skozka meistaramótinu Sigfús á 14:26.2! Þá kom það. Sigfús Jónsson, ÍR, bætti ellefu ára gamalt Is- landsmet Kristleifs Guðbjörns- sonar, KR, I 5000 metra hlaupi verulega á skozka meistaramót- inu i frjáisum iþróttum á laugar- daginn. Sigfús hljóp vegalengdina á 14:26.2 min. og bætti met Krist- leifs um næstum sex sekúndur. Það var 14:32.0 min. sett 1964 — og það verður ekki langt I að Sig- fús fari að nálgast 14 minúturnar á vegalengdinni. Fleiri Islendingar náðu athygl- isverðum árangri á mótinu.. Agúst Asgeirsson, IR, keppti i Reynir frá Sandgerði tapaði fyrir færeyska liðinu Vogs BF i fyrsta leik Færeyinganna i Sand- gerði i gærkvöldi. Skoruðu Fær- eyingarnir 3 mörk i leiknum en Sandgerðingat 1. Með þessum sigri vann fær- eyska liðið til eignar horn eitt 1500 m hlaupinu og komst i úrslit — og það gerði einnig Borgfirð- ingurinn ungi, Jón Diðriksson. Þeir hlupu á 3:52.0 min. (Agúst) og 3:56.0 min. i undanrásum, en bættu svo tima sina verulega I úr- slitum. Ágúst hljóp þá á 3:49.8 min., sem er bezti timi hans á vega- lengdinni og annar bezti tslend- ings. Islandsmet Svavars Markússonar, KR, er 3:47.1 min. sett á Olympiuleikunum I Róm 1960. Þriöja bezta timann á Óskar Jónsson, 1R 3:53.4 min. náð i frægu hlaupi i Osló 1947, þar sem mikið.sem fyrrveraudi formaður KSi, Albert Guðmundsson. gaf fé- lögunum tilað keppa um á sinum lima. Færeyingarnir munudvclja kér i nokkra daga og leika nokkra leiki við félögin á Suðurnesjum. —klp— Sigfús Jónsson. Óskar sigraði heimskunna hlaup- ara. Jón Diðriksson hljóp á 3:54.5 min. og það er nýtt islenzkt ungl- ingamet. Eldra metið átti Þor- steinn Þorsteinsson, KR, 3:55.9 min. — sett i Stafangri i Noregi 1967. Þeir Sigfús og Ágúst hafa verið við nám i Englandi tvo sl. vetur og æft vel hlaupin með náminu. Sú æfing er nú að koma vel i ljós og má búast við miklu af þeim i sumar — en Jón Diðriks- son, menntaskólanemi við Tjörn- ina.förtilæfinga á Englandi i vor — og hefur verið fljótur að taka við sér, enda eitt mesta hlaupara- efni sem fram hefur komið á Is- landi á millivegalengdum. Það verður ekki langt i stórárangur hjá honum einnig. — hsim. Fœreyingarnir fengu hornið! Góóa feró tíl Grænlands ^félac LOFTLEIDIR ISLAJVDS Til Kulusuk fljúgum viö 5 sinnum í viku meó Fokker Friendship skrúfuþotum okkar. Feröirnar til Kulusuk, sem er á austur- strönd Grænlands, eru eins dags skoðunarferöir, lagt er af staö frá Fteykja- víkurflugvelli, aö morgni og komiö aftur aö kvöldi. í tengslum við ferðirnar til Kulusuk bjóðum viö einnig 4 og 5 daga feröir til Angmagssalik, þar sem dvalið er á hinu nýja hóteli Angmagssalik. Til Narssarssuaq, sem liggur sunnarlega á vesturströnd Grænlands, er flogið 4 sinnum í viku frá Keflavíkurflugvelli meö þotum félaganna eöa SAS. Flestir þeir sem fara til Narssarssuaq dvelja þar nokkra daga, en kostur gefst á lengri dvöl ef vill. í Narssarssuaq er gott hótel meö tilheyrandi þægindum, og óhætt er að fullyröa aö enginn veröur svikinn af þeim skoðunarferðum til nærliggjandi staða, sem í boöi eru. í Grænlandi er stórkostleg nátturufegurð, og sérkennilegt mannlif, þar er aö finna samfélagshætti löngu liöins tíma. Þeir sem fara til Grænlands í sumar munu örugglega eiga góða ferö. Félög þeirra sem ferðast

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.