Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 02.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. IVIiðvikudagur 2. júll 1975. 3 Kaupgarðs- innbrotið upplýst Rannsóknarlögreglan I Kópa- vogi upplýsti fyrir stuttu innbrot, sem framiö var I verzlunina Kaupgarfi þann 22. júnl. Reyndust þar aö verki tveir 15 til 16 ára piltar. Mestum hluta þýfisins, 25 til 40 þúsund krónum I peningum og nokkru magni af sigarettum, haföi veriö eytt. —JB STAL ÚR VESKJUM STARFS- FÓLKSINS A átjánda þúsund krónum og fjórum dollurum var stoliö af fjórum starfsmönnum I Vestur- veri I gærdag. Tveir starfsmenn eins fyrirtækisins I húsinu uröu varir viö þaö er þeir hugöust halda heim I gærdag, aö stoliö haföi veriö 9.700 krónum úr veski annars þeirra og 3.000 úr veski hins. Skömmu siöar uröu tvær stúlk- ur, er vinna hjá ööru fyrirtæki I húsinu varar viö, aö fariö haföi veriö I veski þeirra. Var 4.500 krónum stolið frá annarri en 4 dollurum frá hinni. Lögreglan rannsakar nú máliö. —JB Slapp ómeiddur úr veltu Bifreiö úr Sandgeröi skemmd- ist mikiö er hún valt á veginum til Garös um klukkan hálfellefu I gærkvöldi. ökumaöurinn var einn I bifreiö- inni og slapp hann frá óhappinu án meiösla. —JB Töluvert að gera ó bíla- sölum borgarinnar — selja nýju bílana og kaupa ódýrari Það er töluvert um þaö, aö menn séu aö selja nýju bllana slna og kaupa ódýrari I staðinn. Þetta var viökvæöiö hjá bilasöl- unum I borginni, þegar blaða- maöur VIsis spuröi þær, hvernig markaðurinn væri fyrir notaða bíla. ,,Nú er töluverð hreyfing I þessum „bransa” vegna þess, aö nýir bílar eru orðnir svo dýr- ir og svo eiga umboðin bara ekki bila”, sagði Karl Einarsson hjá bílasölu Alla Rúts. „Ekki er lengur um það að ræöa, að menn veiti hagstæð lán I bllum sínum eins og áður. Til dæmis I formi fasteignabréfa, veðbréfa eða víxla. Heldur er meira um það, að menn fái mun betri kjör, ef borgað er út i hönd”, sagði Ásbjörn Þorgils- son hjá bílasölu Matthiasar. Ennfremur sagði Asbjörn, „að það hefði aldrei áður hent, að notaðir bilar hækkuðu eins mikið og að undanförnu”. Til dæmis um þetta tók hann Saab 99 árgerð 74, sem hefði kostað nýr u.þ.b. átta hundruð þúsund I ársbyrjun í fyrra. 1 dag kosta þessir bllar nýir um tvær milljónir. En söluverð á þessum notaða eins árs bil er nú um ein og hálf milljón króna. „Þó hafa hækkanir á nýju bll- unum verið það miklar, að not- aðir bilar hafa ekki getað fylgt þeim eftir. Þvi hafa seljendur þessara bíla orðið að slá nokkuð mikið af”, sagði Sigurður Sigurðsson hjá bilasölu Heklu. öllum bilasölunum bar saman um það, að salan á ame- rlsku bflunum hefði ekkert dott- ið niður, þrátt fyrir að þessir bilar eyddu meira en margir hinna evrópsku bila. Hjá flestum bilasölunum, sem Vísir hafði samband við, virðist sem mest eftirspurn sé eftir japönsku smábilunum og Cortinu. Bilasölurnar voru yfirleitt sammála um það, að menn hefðu minni peninga milli hand- anna til að verja til bflakaupa og minna væri um það að menn borguðu dýra bila út i hönd. —HE Þetta er sá tlmi árs, sem menn huga gjarnan aö bflakaupum, séu þeir á annaöborö á þeim buxunum, enda standa nú sumarfriin i al gleymingi og gott aö geta stjórnaö sjálfur sinum feröum. Myndin var tekin á einni bllasölu bæjarins Igær. Ljósm. Bj. Bj. Margur vill líta miðnœtursólina augum „Okkur heimafólkinu I Grlmsey þykir mikið koma til ferðamannanna, þegar við komust I minnihluta", sagöi Al- freö Jónsson oddviti I Grimsey, en eyjaskeggjar eru um 90 en ferðamenn uröu hins vegar 120 eina helgina fyrir stuttu. Það voru 70 Akureyringar og 50 Selfyssingar, sem sóttu Grlmseyinga heim og daginn eftir komu svo 70-80 Akureyr- ingar I viðbót. Á undanförnum árum hafa þaö aðallega verið útlendingar, sem lagt hafa leið sína til Grimseyjar. Fyrst og fremst til að líta miðnætursólina augum. Síðastliðin 2 ár hefur islenzkum ferðamönnum þó fjölgað i eyj- unni. Flogið er tvisvar I viku tii Grimseyjar á sumrin og flóa- báturinn Drangur kemur einnig tvisvar I viku. Flestir hafa að- eins stutta viðdvöl og gista þá ýmist I tjöldum, I skólanum eða I bátnum, þar sem rúm er fyrir 20. Von er á 40-50 manns frá Akureyri til Grímseyjar um helgina. —EVI- Vestmannaeyjar í sviðsljósi túrista Minno flogið til Fagurhólsmýrar... — með tilkomu hringvegarins „Feröamennskan er svona aö lifna. Hún er ekki byrjuð af: full- um krafti enn”, sagöi Oddur Jónsson útibússtjóri á Fagur- hólsmýri I viötali viö blaðiö. Hann sagði, að með tilkomu hringvegarins hefði farþegum með flugi fækkað og fragt minnkað. Stærsti þáttur flugsins i fragtflutningum var kjötið á haustin, sem nú hefði færzt yfir á bilana. Enn eiga margir eftir að aka hringveginn. „En flugvöllurinn gegnir auðvitað enn mjög mikil- vægu hlutverki fyrir heima- menn”, sagði Oddur. Sveinn Sæmundsson blaða- fulltrúi Flugleiða sagði, að mikið hefði verið um, að ferða- skrifstofurnar hefðu verið með leiguflug. Þær hefðu flutt hópa norður um land á bilum til Hornafjarðar. Siðan hefði flug- vél sótt ferðamennina þangað og farið með annan ferðahóp í staðinn, sem farið hefði svo norður um með bilunum. Með tilkomu hringvegarins hefur þessi ferðamáti breytzt. —EVI— „Þaö er mjög mikiö um ferða- menn hér I Vestmannaeyjum”, sagöi Bragi Ólafsson starfs- maður Flugfélagsins I Vest- mannaeyjum. Hann sagði, að umferðin hefði að visu aðeins dottið niður 10 daga I júnl, þegar verkfalls- hræðslan var sem mest, en hún hefði aukizt aftur. TJALDBÚUM „Það er að aukast hérna feröamannafjöldinn. T.d. voru hér 25 tjöld I nótt”, sagöi ólafur Danielsson, einn af umsjónar- mönnum tjaldstæöisins á Akur- eyri I viötali viö blaöiö I gær- morgun. Hann sagði, að heldur hefði verið minna um tjöld I sumar en Flestir hafa aðeins stutta viðdvöl 1/2 til 1 dag. Mest ber á Norðurlandabú- um og Þjóöverjum og svo Bandaríkjamönnum af Vellin- um Ileyfi með fjölskyldur sinar, Mikið kemur einnig af þvi fólki, sem sækir ráðstefnur, sem efnt er til hérlendis. Bragi sagðist álita, að ekki FJÖLGAR Á i fyrra. Það segði þó ekki alveg alla söguna, þvi að eftir opnun hringvegarins æki fólk hann, en áður hefði það kannski gist tvisvar á Akureyri. ,,Ég hef ekki orðið mikið var við fólk af færeysku ferjunni, en hér voru Færeyingar i tveim tjöldum I nótt. Ég minnist ekki myndi áhugi ferðamanna dvina á að sjá þau undur og kraftaverk, sem gerzt hafa I Eyjum. Þeir vildu einmitt koma á þann staö, þar sem gosið raunverulega gerðist og hlusta á hinar ævintýralegu lýsingar á gosinu og þvi, sem i kringum það var. —EVI— AKUREYRI að hafa séð það fyrr”, sagði Ólafur. Flestir tjaldbúar eru útlend- ingar. Að sögn ólafs er um- gengni og framkoma öll til fyrirmyndar. Enn hafa aðeins 2 hjólhýsi verið á tjaldstæðinu. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.