Vísir - 03.07.1975, Blaðsíða 8
ps
Visir. Fimmtudagur 3. júli 1975.
Visir. Fimmtudagur 3. júii 1975.
Glœsimark Árna fœrði
Skagamönnum sigurinn
— og þeir eru nú efstir eftir í 1. deildarkeppninni ásamt Fram
Akurnesingar héldu sama striki og
þeirhafa stýrt eftir að undanförnu i 1.-
deildinni. 1 gærkveldi sigruðu þeir ÍBK
suður i Keflavik með tveimur mörkum
gegn einu og voru þau úrslit fyllilega
verðskulduð. Leikurinn var mjög fjör-
ugur á köflum og geysispennandi fyrir
hina 1500 áhorfendur, sem lögðu leið
sina á völlinn I bliðviðrinu, — sumir
langt að komnir, — alla leið ofan af
Akranesi, til að hvetja sina menn.
Mátti stundum ætla, að um hreinan úr-
slitaleik væri að ræða, svo mikið var
kapp i leikmönnum og köll I áhorfcnd-
um.
1 þessum leik mátti eiginlega sjá öll
tilbrigði knattspyrnunnar, bæði góð og
slæm. Fallegan samleik, skemmtileg-
an einleik, ellegar þá endemis hnoð
þess á milli, þar sem knötturinn
hafnaði i fótum næsta mótherja.
barna gaf lika að lita óheppnismark,
klaufamark og eitt snilldarmark, og
baráttuvilji leikmanna minnti oft
meira á lif og dauða en slag um tvö
stig.
Keflvikingar hafa verið fremur
óheppnir með lið sitt að undanförnu,
þjálfaravandamál, meiðsli og veikindi
hafa hrjáð liðið og ekki brá út af þeirri
venju i gærkveldi. Gisli Torfason, sem
borið hefur liðið allmikið uppi i sein-
ustu leikjum, forfallaðist vegna háls-
bólgu, en IBK gengur illa að fylla
skörð aðalmanna liðsins, — breiddin
virðist ekki næg i herbúðum þeirra
þessa stundina.
öðru máli gegnir með Akurnesinga.
Þeirhafa greinilega úr meiru að moða
og styrkur þeirra liggur i öflugu vara-
liði. Að minnsta kosti varð sú raunin á
i gærkveldi, þegar ÍBK hafði náð for-
ystu, en framlinumönnum 1A gekk
treglega að komast i gegnum vörn
Keflvikinga. Þá var Karl Þórðarson
settur inn á, og átti hann aðalþáttinn i
að teygja IBK-vörnina i sundur með
leikni sinni og snjöllum sendingum.
Fljótlega mátti sjá, að hvorugur
aðilinn ætlaði að láta sitt eftir liggja.
Keflvikingar staðráðnir i að hrista af
sér slenið og halda sér sem næst
toppnum, en Skagamenn hins vegar
staðráðnir i að sleppa ekki Frömurum
einum i forystu l.-deildarinnar. Barizt
var þvi um hvern knött og enginn frið-
ur eða grið gefin til að byggja upp
skipulagðan sóknarleik, enda skapað-
ist ekki raunveruleg hætta við mörkin,
nema einna helzt, ef einhver reyndist
að brjótast i gegn á eigin spýtur, en
aðallega var það Matthias Hallgrims-
son, sem angraði tBK-vörnina og Þor-
stein Ólafsson, markvörð, með slikum
tilraunum.
Um miðjan fyrri hálfleik og eftir
jafna baráttu sóttu Keflvikingar. Ólaf-
ur Júliusson fékk knöttinn á kollinn og
skallaði út að hliðarlinu, vinstra meg-
in, til Jóns Ólafs, sem kom að á fleygi-
ferð, rak knöttinn á undan sér, nokkur
skref og skaut siðan föstu skoti að
marki. Davið Kristjánsson, mark-
vörður var vel staðsettur og bjó sig
undir að góma knöttinn, — sem óvænt
lenti á baki Jóhannesar Guðjónssonar
— og breytti um stefnu, — skrúfaðist
framhjá Davið — og i mark. 1:0.
Nokkuð dofnaði yfir Skagamönnum
við þetta óhappamark, en undir lok
hálfleiksins gerðu þeir mikla orrahrið
STAÐAN
Staðan i 1. deild eftir leikinn i
Keflavlk f gærkvöldi:
Keflavik—Akranes 1:2
Akranes 7 4 2 1 15:7 10
Fram 7 5 0 2 8:3 10
Valur 7 2 3.2 8:7 7
Keflavik 7 2 2 3 5:6 6
FH 6 2 2 2 6:13 6
IBV 6 1 3 2 6:7 5
KR 6 1 2 3 2:4 4
Víkingur 6 1 2 3 2:5 4
Markhæstu menn:
Guðmundur Þorbjörnsson Val 5
Matthias Hallgrlmsson Akranes 5
örn óskarsson tBV 4
Næstu leikir:
Vfkingur—FH á Laugardals-
vellinum og ÍBK—KR i Vest-
mannaeyjum á föstudagskvöldið.
Staðan I 2. deild eftir leikinn i
gærkvöldi:
Vlkingur Ó—Völsungur 1:2
Breiðablik 6 5 0 1 26:4 10
Þróttur 6 4 11 12:6 9
Selfoss 6321 13:6 8
Ármann 6 3 2 1 9:5 8
Haukar 6 3 12 12:8 7
Völsungur 6 1 2 3 4:12 4
Reynir 6 1 0 5 5:18 2
Vfkingur Ó 6 0 0 6 4:26 0
Markhæstu menn:
Hinrik Þórhallsson Breiðabl. 10
Sumarliði Guðbjartsson, Selfoss 8
Næstu leikir:
Vfkingur ó—-Þróttur... Völs-
ungur—-Reynir Ar-
mann— Haukar, á laugardag.
Breiðablik—Selfoss, á sunnudag.
KSÍ halar inn
fimmtíukallana!
Fimmtiu krónurnar detta
ört I kassann hjá Knatt-
spyrnusambandi tslands
þessa dagana. Ástæðan er
sú, að félög viða um land
trassa að senda inn leik-
skýrslur, en samkvæmt lög-
um KSt er 50 króna sekt á
dag á það félag, sem ekki
hefur sent inn leikskýrslu um
leik, sem það hefur átt að sjá
um, sjö dögum eftir að Ieik-
urinn hefur farið fram.
Mun allálitleg fúlga vera
komin I kassann á þennan
hátt, enda sum félögin ótrú-
lega löt við að senda inn
skýrslurnar eða láta vita um
frestanir eða annað til móta-
nefndar. —klp—
að marki tBK, en tókst ekki að skora,
þrátt fyrir margar hornspyrnur, skot
og skalla, sem ýmist lentu á varnar-
mönnum eða höfnuðu I klóm Þorsteins
markvarðar.
Þeir, sem um knattspyrnu rita, hafa
lengi klifað á þvi, að vallarbreiddin
væri ekki notuð. Upphlaupin kæmu
mest fram miðjuna og það sýndi sig
enn einu sinni i gærkveldi, að þessi
ábending hefur við rök að styðjast.
Þegar Akurnesingum tókst, mest fyrir
tilstilli Karls Þórðarsonar að nota út-
herjana, sneru þeir taflinu við. Á 25.
min. kom sending frá hægri, inn i
markteig IBK, þar sem Matthiasi
Hallgrimssyni tókst að ná til knattar-
ins, eftir varnarmistök og klaufalega
tilburði Þorsteins markvarðar, — og
senda i netið, 1:1.
Skömmu áður höfðu liðin þó átt
sæmileg færi. ólafur Júliusson, sem
reyndar var ekki i essinu sinu i leikn-
um, komst inn fyrir lA-vörnina, en
Davið varði skotið, enda færið nokkuð
lokað. Þorsteinn hafði einnig varið
glæsilegt Skot frá Arna Sveinssyni,
hinum bráðefnilega Skagamanni, sem
nokkrum minútum siðar gerði út um
leikinn.
Aðdragandinn var sá, að auka-
spyrna var dæmd á ÍBK um miðbik
vallarins. 1 stað bess að senda rakleitt
að marki sendi Jón Alfreðsson knött-
jnn út að hliðarlinu, til bakvarðarins,
sem „vippaði” knettinum til Árna
Sveinssonar, sem stóð rétt innan við
vitateigslinu. Arni skaut viðstöðulaust
og skoraði sigurmarkið, án þess að
Þorsteinn fengi rönd við reist, þótt
hann legði sig allan fram.
Lið Akurnesinga er greinilega i
framför og verður illvinnandi. Vörnin
er mjög þétt, eins og hún var skipuð á
móti IBK. Jóhannes er að verða öflug-
ur miðvörður og sómir sér vel við hlið
Jóns Gunnlaugssonar. Þá má ekki
gleyma þeim Haraldi Sturlaugssyni og
Jóni Alfreðssyni, sem unnu af miklum
dugnaði leikinn út, bæði i vörn og sókn.
Matthias var sami ógnvaldurinn og
áður, en ungu mennirnir, Karl og Árni,
eru sannarlega framtiðarmenn liðs-
ins, eins og þeir hafa reyndar áður
sýnt.
Keflvikingar' börðust af miklum
dugnaði allan leikinn, en áttu einfald-
lega við ofjarl sinn að etja. Einar
Gunnarsson, er kominn i sinn bezta
ham og Astráður gerði miðvarðarstþð-
unni mjög góð skil, þótt hún sé honum
alveg nýtt hlutverk. Hjörtur Zakarias-
son var mjög traustur sem bakvörður.
Grétar Magnússon er aftur að hress-
ast, en Karl Hermannsson „hvarf”,
þegar á leið. Jón Ólafur stendur enn
vel fyrir sinu I fremstu vlglinu og
Steinar Jóhannsson átti af og til sæmi-
lega spretti, en klaufskur á stundum.
Ólafur Júliusson lét skapsmunina
hlaupa með sig I gönur.
Dómari var Róbert Jónsson. Mátti
gjarnan vera örlitið röggsamari og
láta heyrast betur i fremur hljómlitilli
flautu.
—emm
Belgar vilja Guðgeir
„Það var Asgeir Sigurvinsson, sem
hafði samband við mig i gærkvöldi og
spurði, hvort ég hefði áhuga á að koma
til Belgiu siðar i þessum mánuði til að
ræða við forráðamenn 1. deildarliðsins
SR Charleroi”, sagði Guðgeir Leifsson
landsliðsmaðurinn kunni úr Viking, er
við töluðum við hann i morgun. En
Guögeir hefur fengið formlegt boð um
aö koma til þessa þekkta liðs.
„Þegar Asgeir talaði við mig var
framkvæmdastjóri félagsins við hlið
hans, en hann hafði beðið Asgeir um að
ná sambandi við mig. Eftir þvi sem
mér skildist á honum hafði Belginn séð
filmu af siðasta landsleik hér heima og
þar fengið áhuga á að sjá mig betur.
Hann hafði samband við landsliðs-
þjálfara Belgiu, sem hefur horft á
flesta okkar landsleiki að undanförnu
og hann gefið mér mjög góð meðmæli,
eftir þvi sem Asgeir sagði.
Þeir vissu ekki, hvernig þeir áttu að
ná I mig, en náðu loks i Ásgeir og fengu
hann til að hringja. Ég á að koma út 20.
júli og fara þá i æfingabúðir með liðinu
til Frakklands og siöan leika tvo eða
þrjá leiki með þvi.
Ég býst við að ég láti verða af þvi að
fara og skoða þetta hjá þeim, og ef þeir
verða ánægðir með mig og ég með það
sem þeir bjóða, má vel vera, að ég slái
til og skrifi undir.”
—klp—
Sögulegur atburöur átti sér stað I gamla fþróttasal Miöbæiarskólans f gærkvöldi. Þá fór þar fram fyrsta opinbera keppni kvenna f fslenzkri
glfmu. Sjö stúlkur mættu til keppninnar og háðu skemmtilega viðureign, þar sem ótrúlegustu brögð voru notuð. Allar stúlkurnar náðu stigi
Ikeppni — sú sem sigraði hlaut 6ogsúsem varð siðust hlaut 1 1/2 vinning. Sigurvegari varð Guðrún Stefánsdóttir, og er hún á annarri mvnd-
inni að taka I höndina á Svölu óskarsdóttur, sem varð önnur. Á hinnimyndinni er-Gerður Guðmundsdóttir — systir Guðrúnar — sem varð
3ja, að leggja Sigurllnu Halldórsdóttur á mjaðmahnykk. Ljósmyndir Bj. Bj....
Óskar varpaði lengra
en Evrópumet Huseby
— Sœmilegur árangur á Reykjavíkurleikunum í gœrkvöldi
Það er nú skammt stórra högga
á milli hjá Óskari Jakobssyni,
unga, glæsilega kastaranum úr
tR. Á Reykjavlkurleikunum I
gærkvöldi varpaði Óskar kúlunni
16.85 metra og stórbætti ungl-
ingamet Erlends Valdimarsson-
ar. Það var 16.33 metrar — og til
marks um það hve árangur Ósk-
ars, sem enn er innan við tvitugt,
er góður, má geta þess, að þetta
nýja afrek hans er betra en Gunn-
ar Huseby átti bezt. Gunnar varp-
aði 16.74 m á Evrópumeistara-
mótinu I Brussel fyrir 25 árum og
það var Evrópumet. í gær varp-
aðióskar 11 sentimetrum lengra.
Þá kastaði Óskar spjótinu vel
yfir 70 metra markið I gærkvöldi
— lengst 73.16 metra. Það var
bezta afrek mótsins i gærkvöldi,
en þó 1.5 m styttra en Islandsmet-
ið, sem óskar setti á dögunum. 1
þeirri grein setti Þorsteinn Aðal-
steinsson, FH, nýtt piltamet, 14
ára og yngri, kastaði 38.46 m og
bætti met Óskars. Það var 38.38 m
svona þarna er kannski nýtt stór-
efni á ferðinni.
Bjarni Stefánsson, KR, óþreytt-
úr eftir að hafa elt uppi vafasama
náunga, varð að leggja harðar að
sér til að sigra Sigurð Sigurðsson,
Armanni, i 200 m hlaupinu.
Opið mót ó
Akranesi
Eina opna golfmótið, sem
Akurnesingar halda á sinum
skemmtilega golfvelli — SR mót-
ið — ferfram um næstu helgi. Það
hefst á laugardag, og leika þá
þeir kylfingar, sem eru I 2. og 3.
flokki 18 holur með og án forgjaf-
ar.
Daginn eftir leika þeir, sem eru
I meistara- og 1. fiokki — forgjöf
13 og lægra — 18 holur, en siðan
halda þeir 16fyrstu áfram keppni
og leika 18 holur I viðbót, og
keppa þáumstigtil landsliðs GSÍ.
Verðlaun verða að vanda góð,
m.a. fatnaður frá Akraprjóni og
fl. Keppnin báða dagana hefst kl.
9 f.h. og verður sent út til kl. 15.00.
Bjarna tókst að komast framúr
unga hlauparanum glæsilega á
lokametrum hlaupsins — sigraði
á 22.0sek. en Sigurður hljóp á 22.1
sek. Það er nýtt drengjamet á
vegalengdinni. Eldra drengja-
metið átti Sigurður ásamt Ólafi
Guðmundssyni, KR, og var það
22.4 sek. íslenzkar frjaisiþróttir
hafa eignast mikla framtiðar-
menn þar sem Sigurður og Óskar
Jakobsson eru — menn, sem
gaman verður að fylgjast með.
Stefán Hallgrímsson, KR, varð
3ji i 200 m hlaupinu á 22.8 sek. og
þriðji I kúluvarpinu með 14.46 m.
Athyglisverður árangur hjá tug-
þrautarmanni. Guðni Halldórs-
Bezti tími órsins
hjá þeirri finnsku
1 æsandi einvigi I 200 m hlaupi I
Milanó I gærkvöldi sigraði Jama-
iku-hlauparinn frægi, Don
Quarrie, Bandarlkjamanninn
Steve Williams, en báðir fengu
sama tlma 20.1 sek. Fyrr I keppn-
inni varð Quarrie einnig sigur-
vegarinn I 100 m hlaupinu á 10.0
sek. og Williams fékk sama tima.
Þessir tveir beztu spretthiaupar-
ar heims — báðir þeldökkir — ylj-
uðu 25 þúsund áhorfendum á
gamla Arena-leikvanginum og
glæsistlll Quarrie færði honum
sigur lokametra beggja hlaup-
anna.
Finnski Evrópumeistarinn,
Nina Holmen, sigraði I 1500 m
hlaupi kvenna á bezta tima ársins
4:08.9 min. rétt á undan Gabrielu
Dorio, Italiu, sem hljóp á 4:09.1
min. Bandarlska hlaupakonan
Francie Larrieu, sem náð hefur
mjög góðum árangri að undan-
förnu, varð að láta sér nægja
þriðja sæti á 4:12.8 min.
í 400 m grindahlaupi náði Jim
Bolding, USA, bezta heimstiman-
um 48.4 sek, og sigraði Olympiu-
meistarann frá Uganda, John
Akii-Bua, örugglega. Akii-Bua
hljóp á 49.1 sek, og vayð annar, en
Ralph Mann, USA, fékk sama
tima.
Jos Hermens, Hollandi, sigraði
i 5000 m hlaupi á 13:36.4 min, en
Frank Shorter, USA, varö annar
á 13:37.8 min. Martin Liquari,
USA, varð fyrstur I 1500 m hlaupi-
á 3:41,8réttá undan Petre Lupan,
Rúmeniu, 3:42.3 mln. John
Powell, USA, sigraði I kringlu-
kasti með 62.86 m og þvi langt frá
nýja heimsmetinu sinu. Janos
Muranyi, Ungverjalandi, varð
annar með 62.12 m. Heimsmet-
hafinn Dwight Stones, USA, sigr-
aði i hástökki — stökk 2.21 m — og
landi hans Tom Woods varð ann-
ar með 2.18 m. í hástökki kvenna
sigraði Sara Meoni, Italiu 1.80 m.
Johnny Walker, Nýja-Sjálandi,
varð öruggur sigurvegari 1 1000 m
hlaupi á 2:17.2min, en landi hans,
Rod Dixon, varð annar á 2:17.8
min. í þriðja sæti varð Graham
Crouch, Astraliu, á 2:18.4 min.
—hsim.
George
til Derby
Enska meistaraliðið Derby
County keypti I gær Arsenal-leik-
manninn kunna, Charlie George,
fyrir áttatiu þúsund sterlings-
pund. Þetta kom mjög á óvart,
þvi talið var að Tottenham væri
búið að tryggja sér George. For-
ráðamenn Tottenham voru I
morgun, að undirbúa kæru á
Derby vegna kaupanna á George.
—hslm.
son, HSÞ, varð annar I kúluv
inu með 16.08 m Kastséría Óskars
þar var 15.74 — ógilt — 15.96 —
16.28 — 16.85 og 16.72 metrar.
1 800 m hlaupinu hlupu þrir
fyrstu menn innan við tvær
minútur, þó beztu hlauparana
vantaði. Gunnar Páll Jóakims-
son, ÍR, sigraði á sinum tlma I ár
1:58.6 mín. Einar Þ. Guðmunds-
son, FH, varð annar á 1:59.7 min.
og Markús Einarsson, UBK, 3ji á
1:59.9 min.- þeirra beztu timar.
Gunnar Snorrason, UMB, hljóp á
2:00.4 mín. og Gunnar Sigurðs-
son, FH, á 2:01.0 min.
Sigurvegarar i öðrum greinum
urðu. 400 m grindahlaup Jón S.
Þórðarson, 1R, 57.2 sek. Hástökk
Elias Sveinsson, ÍR, 1.90 m. 200 m
hlaup Erna Guðmundsdóttir, KR,
26.4 sek. Langstökk Friðrik Þór
Óskarsson, ÍR, 6.87 m. 800 m
hlaup Svandís Sigurðardóttir,
KR, 2:30.9 mln. 3000 m hlaup
Gunnar Snorrason, UBK, 9:43.5
min. og sigraði Hafstein óskars-
son, ÍR, á lokasprettinum, Haf-
steinn hljóp á 9:44.5 mln. Kúlu-
varp kvenna Guðrún Ingólfsdótt-
ir, ÚSU, 10.95 m. 100 m grinda-
hlaup Erna Guömundsdóttir 15Ú4
sek. og hástökk Þórdis Glsladótt-
ir, IR, 1.55. Islandsmethafinn
Lára Sveinsdóttir, A, varð önnur
með sömu hæð.
Reykjavíkurleikarnir halda
áfram I kvöld og hefjast kl. 19.30
með keppni I stangarstökki. Síðan
verður keppt I fjórtán öðrum
greinum. —hslm.
Otlitið dökknar hjá
Víkingum Ólafsvíkur
— eftir tap gegn Völsungum í Ólafsvík í gœrkvöldi
Hreinn Elliðason fyrrum lands-
liðsmaður sá um á þeim fimm
minútum, sem hann lék með
Húsavikurliðinu Völsungi gegn
Vlkingi frá Ólafsvik I gærkvöldi,
að tryggja Völsungunum sigur i
leiknum. Hann var meiddur fyrir
leikinn og var því ekki látinn
leika, en kom inn á, þegar um
fimm minútur voru eftir af leikn-
um og staðan 1:1.
Þegar hann hafði skokkað smá-
stund um völlinn, var dæmd
aukaspyrn á Vikingana fyrir utan
vitateig þeirra. Knettinum var
spyrnt til Hreins, sem afgreiddi
hann i netið með þrumuskoti, án
þess að varnarmenn eða mark-
vörður Vikinganna gætu nokkurri
vörn við komið.
Markið kom, þegar örfáar
minútur voru eftir af leiknum, og
náðu Vikingarnir ekki að jafna.
Eru þeir þvi enn neðstir i 2. deild
og hafa ekki fengið stig. Aftur á
móti eru Völsungarnir komnir
Skotar efstir
Skozka sundfólkið náði forustu
eftir fyrsta dag átta-landa-keppn-
innar I Palma á Maliorca I gær.
Hlaut 73 stig. 1 öðru sæti er
Noregur með 68 stig, Belgfa I 3ja.
með 57 stig. Spánn fjórða með 47
stig og I fimmta sæti er Sviss með
43 stig. Stigatala islands er ekki
gefin upp I fréttaskeyti Reuters
og hvergi varð isienzka sundfólk-
ið I efstu sætunum.
I 400 m skriðsundi sigraði Mc-
Latchey, Skotlandi, á 4:09.9 min.,
en Iverson, Noregi, varð annar á
4:15.8 min. Stanberge, Belglu, 3ji
á 4:16.2 min. 1 100 m skriðsundi
kvenna sigraði Jensen, Noregi, á
1:00.6 min. Monod, Sviss, varð
önnur á 1:01.0 min. og Richard,
Belgiu, 3ja á 1:02.6 min.
1400m fjórsundi kvenna sigraði
Adams, Wales, á 5:11.6 min.
Welson, Noregi, varð önnnur á
5:14.7 min. og Crabbe, Belgiu, aja
á 5:19.0. I 200 m baksundi karla
sigraði Carter, Skotlandi, á 2:10.2
min. Esteva, Spáni, varð annar á
2:13.4 min, og Hofer, Noregi, 3ji á
2:16.5 min. I 100 m flugsundi
kvenna sigraði Grimard, Belgiu,
á 1:06.7 min. Adams, Wales, varð
önnur á 1:07.0 min, og Dickie,
Skotlandi, þriðja á 1:07.9 min.
Skotinn heimsfrægi — heimsmet-
hafinn Wilkie — sigraði i 200 m
bringusundi á 2:28.5 min, og synti
aðeins til sigurs. Langt frá sinum
bezta tima. Wisloft, Noregi, varð
annar á 2:29.4 min. og Dubei,
Sviss, 3ji á 2:33.6 min. Noregur
sigraði i 4x100 m skriðsundi
kvenna á 4:07.lmin. Belgía varð i
öðru sæti með 4:12.9 min. I 4x200
m skriðsundi karla sigraði Skot-
land á 8:01.6 min. Noregur varð i
öðru sæti á 8:09.6 min. og Spánn i
3ja á 8:12.8 min. —hslm.
með 4 stig úr siðustu leikjum sin-
um.
Staðan i hálfleik var 1:1.
Völsungurinn — Magnús
Hreiðarsson skoraði á 7. minútu,
en Guðmundur Gunnarsson
jafnaði fyrir Vikingana fyrir hálf-
leik.
Dalvíkingar
fó golfvöll
Þorvaldur Asgeirsson golf-
kennari er nýkominn úr ferðalagi
um Norðurland, þar sem hann
kenndi og leiðbeindi um 80 kylf-
ingum á fjórum stöðum — Siglu-
firði, Ólafsfirði, Húsavlk og Dal-
vlk.
A Dalvik aðstoðaði hann
heimamenn einnig við að mæla
fyrir nýjum goldvelli, en þar
hefur enginn golfvöllur verið til
þessa. Fékkst gamalt tún undir
völlinn, og á að geta orðið þar
mjög skemmtilegur völlur með
tlmanum, sagði Þorvaldur.
Hann sagði, að IltiII gróður
hefði verið kominn á vellina á
þessum stöðum, og á sumum
þeirra enn verið snjóskaflar og
skurðir sléttfullir af snjó eins og
t.d. á Ólafsfirði.
Þorvaldur mun kenna á
Hólmsvelli I Leiru — rétt hjá
Keflavlk — á morgun, en annars
mun hann mest verða á vellinum I
Hafnarfirði og Seltjarnarnesi
með kennslu fyrir nýliða og aðra I
sumar.
Hermann settur úr
Olympíuliði íslands
Landsliðsnefndin I knattspyrnu
ákvað I gær að setja Hermann
Gunnarsson, Val, út úr landsliðs-
hópnum 22ja manna, sem valinn
var fyrir landsleikinn við Norð-
menn á mánudag.
Leikurinn við Norðmenn er I
undankeppni Olympfuleikanna
næsta ár. Hermann Gunnarsson
lék um tlma 1969 með austurrlska
liðinu Eisenstadt — en fékk siðan
áhugamannaréttindi sin hjá KSÍ,
þegar hann kom heim aftur. En
vcgna þessarar dvalar Hermanns
hjá austurrlska liðinu vill lands-
liðsnefnd ekki hætta á neitt I sam-
bandi við leikinn við Norðmenn —
leik I Olympíukeppni.
i reglugerð FIFA, segir, að
fyrrum atvinnumaður eða „ekki-
áhugamaður” geti öðlast áhuga-
mannaréttindi sín aftur hjá
landssambandi sínu, en megi ekki
undir nokkrum kringumstæðum
taka þátt I Olympiuleikum eða
neinni keppni á vegum FIFA,
sem bundin er við áhugamenn.
Reglugerðin er I Handbók FIFA
1975-1976, sem VIsi barst i gær,
—hsim.
Aðstaða góð í Firðinum
Aðstaða er að verða nokkuð góð
hjá okkur á vellinum l Kapla-
krika — hlaupabrautir góðar — og
það gerist ekki betra hér á landi
nema á Laugardalsvelli, sagði
Haraldur Magnússon, iþróttaleið-
togi I Hafnarfirði, við blaðið I
morgun, en um helgina verður Is-
landsmót þeirra yngstu I frjálsum
iþróttum á Kaplakrikavellinum.
Við byrjum á 2000 m hlaupi full-
oröinna — vegalengd, sem sjald-
anerhlaupin hér — en siðan hefst
meistaramót pilta og telpna,
stráka og stelpna, sagði Haraldur
ennfremur.
Mótið hefst kl. 14.00 á laugar-
dag og greinar fyrri daginn eru.
Piltar. Hástökk, kúluvarp og
4x100 m boðhlaup. Telpur. Lang-
stökk og 4x100 m boðhlaup. Strák-
ar. Hástökk og kúluvarp. Stelpur.
Langstökk. Slðari daginn — á
sunnudag — hefst keppnin á sama
tlma og mótið er jafnframt úr-
tökumót fyrir Andrésar-Andar-
leikana i Noregi —hslm.