Vísir - 03.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 03.07.1975, Blaðsíða 1
Leopold hugleiðir barnaheimili — og nýta matinn hjá félagsveitinga- húsunum — baksíða „Það er verið að gabba kúnnann" — segja seljendur sjónvarpstœkja - bls. 3 Konur vilja afnema Ísraelsríki — bls. 5 HHBHl Skemmtiferðaskipin: Skemmtiferðaskipin Kungsholm og Sagafjord á ytri höfninni í morgun. — Þriöja skipiö, Europa, lá I Sundahöfn. Ljósm. JIM. Höfuðborgin verður útundan — því ferðafólkinu er smalað út fyrir borgina — en bílstjórar og leiðsögu- menn hafa nóg að gera Skemmtiferöaskipiö Europa lá inni I Sundahöfn, og feröafólkiö losn- aöi viö bátsferöir milli skips og bryggju. — Ljósm. Bj. Bj. ,/Mér finnst það afskap- lega sorglegt/ að Reykja- vík skuli alveg vera orðin út undan. Þegar skemmti- ferðaskip koma hingað, er farið með ferðafólkið út fyrir borgina, og þegar það kemur aftur, er það orðið þreytt og sér tæpast út um gluggana á bílunum. Fólk heldur, að skipakomurnar hafi mikil áhrif á minja- gripasöluna, en hún verður ekki nærri því, sem margur hyggur." Þetta sagði forsvarsmaður i minjagripaverzlun i Reykjavik, sem við ræddum við i morgun, en þá lágu hér þrjú skemmtiferða- skip. Ekkert af ferðafólkinu hafði komið i viðkomandi verzlun, og ekki er búizt við þvi fyrr en milli kl. 5 og 7 i kvöld. ,,Og þá koma oft ekki nema tveir, þrir bilar”, sagði sá, er við ræddum við. ,,En það er ávinningur að fá skipin hingað þrátt fyrir það”, bætti hann við. ,,Og fyrir utan minjagripasöluna er það leiðin- legt, að falleg bore eins os Reykjavik skuli verða út undan. Þetta er afturför. Hér áður fyrr boröaði fólkið á Hótel Borg, hafði tima til þess að fá sér is og rölta um borgina. Nú er hins vegar sjálfsagt, að allir fari i burtu.” Skemmtiferðaskipin leggja aftur úr höfn i kvöld. Og þó að ekki sé örtröð i minjagripa- verzlunum, er mikið að gera hjá sumum, t.d. bilstjórum BSÍ og leiðsögumönnum. 26 bilar verða i þvi að aka þeim rúmlega 1500 farþegum, sem komu með skipunum i dag. Farið verður með suma að Gullfossi og Geysi, aðra á Þingvöll, nokkra i Hveragerði o.s.frv. 1 hverjum bil er svo einn leiðsögu- maður. Auk þess verða 4-5 bilar notaðir fyrir 300 manna hóp á þingi búvisindafræðinga, og þar er einn leiðsögumaður i hverjum bil. í gær voru á 8.hundrað manns af þessu sama þingi á ferðinni i bilum frá BSI. Aætlunarferðir ganga sinn vanagang hjá BSI þrátt fyrir þetta. Enda láta sér- leyfishafar aukabila sina þeim i té. Það má þvi kalla þetta eins konar vertið hjá bilstjórum, enda eru um 40 bilar frá BSI i gangi i dag. Og sömu sögu er að segja um leiðsögumennina. Það verður vafalaust erfitt að ná i nokkurn slikan innan borgarmarkanna i dag. Ferðafólkið streymir þvi allt út fyrir borgina. Á Hressingar- skálanum var okkur sagt, að ekk- ert meira væri þar að gera þrátt fyrir skipakomuna. Svo var hins vegar hér áður fyrr. „Þessi gamli sjarmi er úr sögunni”, varð ein- um að orði, sem við ræddum við. Leigubilstjórar verða ekki sér- Jega varir við skipakomurnar. Þó eru alltaf einhverjir tilbúnir á hafnarbakkanum, þvi sumir ferðalanganna vilja frekar fara i leigubilum en stóru áætlunarbil- unum. —EA Sigöldumenn sömdu — eftir 40 stunda fund með sóttasemjara Samningar tókust i kjaradeilu starfsmanna Sigöldu og Energoprojekt klukkan að ganga niu í morgun. Höfðu samn- ingamenn þá setið óslitið á fundi í næstum f jörutíu klukkustundir, en fund- urinn hófst klukkan fimm á þriðjudag. „Samningarnir grundvallast á ASI-samningunum, þar sem það á við, og gildir sama krónu- tala i Sigöldu samningunum yfir alla linuna”, upplýsti Logi Einarsson sáttasemjari, þegar samningarnir höfðu verið u'rid- irritaðir. „Það, sem setur Sigöldumenn i talsverða sérstöðu, þegar rætt er um kjarasamninga þeirra, er vinnustaðurinn.sem er mjög af- skekktur”, sagði Logi ennfrem- ur. Hvað það var, sem dró samn- ingaviðræðurnar mest á lang- inn? Þvi gat Logi ekki svarað i fljótu bragði. „Samningagerð fyrir vinnustað, þar sem vinna svo margar starfstéttir, sem við Sigöldu, hlýtur alltaf að vera timafrek. Það er i svo mörg horn að lita”, svaraði hann. Fá meira fyrir óþrifalega vinnu „Eitt mikilvægasta hliðar- atriðið, sem samningar tókust um, er að minum dómi það, að þeir sem vinna óþrifalegustu störfin, eins og t.d. malbikun og steypuvinnu við erfiðar aðstæð- ur, fá heldur riflegri hækkun en aðrir”, sagði Sigurður Oskars- son, frámkvæmdastjóri stéttar- félaganna i Rangárvallasýslu, þegar Visir náði tali af honum að lokinni undirskrift samning- anna i morgun. „Það var samninganefndinni til mikillar hjálpar, að allan timann, sem á samningavið- ræðunum stóð hjá sáttasemjara var starfandi baknefnd, sem skipuð var átta trúnaöarmönn- um starfsmanna við Sigöldu”, sagði Sigurður. Hann tók það einnig fram, að samninganefnd Sigöldustarfsmanna hefði notið dyggrar aðstoðar fulltrúa Alþýðusambandsins og hinna ýmsu sérsambanda. Samningar þessir munu gilda til áramóta, ef samþykktir verða, en Sigurður kvaðst eiga von á þvi, að samningarnir verði bornir undir atkvæði á mánudaginn og þá með alls- herjaratkvæðagreiöslu allra starfsmanna virkjunarinnar, en þeir eru um 620 talsins. —ÞJM ÞRJU SKEMMTIFERÐASKIP I EINU — meira á baksíðu HEIMILISHUNDURINN ÚTMÁLAÐUR SEM ÓARGADÝR - bls. 2 1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.