Vísir - 03.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 03.07.1975, Blaðsíða 3
Visir. Fimmtudagur :t. júli 1975. 3 MIKIL AÐSÓKN f SJÚKRA- LIÐANÁM 300 sóttu um á fyrstu viku „Það var auglýst seint i júni- mánuði að umsóknareyðublöð vegna sjúkraliðanáms lægju frammi og á fyrstu vikunni voru sótt 300 stykki”, sagði Ingibjörg Magnúsdóttir hjá heilbrigðis- ráðuneytinu. Um umsóknarfrest- ur rennur ekki út fyrr en I lok júlU' „Undanfarið hafa deildir sjúkrahúsanna haft leyfi til aö reka sjúkraliðaskóla og hafa for- stöðukonur sjúkrahúsanna verið skólastjórar. Hefur þetta verið mikið álag á þær. Þess vegna hefur verið ráðizt I að stofna sér- stakan skóla, sem verður meö svipuðu fyrirkomulagi. Skólinn verður til húsa að Suðurlands- braut 6. Tekur hann til starfa i byrjun október og veröur Hólmfriður Stefánsdóttir skóla- stjóri,” sagði Ingibjörg. Reynt verður að taka 60 nem- endur og svo tvisvar sinnum 30 nemendurmeð tveggja mánaða millibili eftir áramót. Einnig tek- ur Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri við nemendum. Ingibjörg sagði, að það hefði verið vitað, að mikil aðsókn yrði að skólanum, eins og hefur verið I sjúkraliðanám fyrr. Alltaf kom- ast færri að en vilja. Unglinga- prófs er krafizt, en full þörf er á að gera að skilyrði, að gagn- fræðapróf sé fyrir hendi, og má búast við, að strangari kröfur verði gerðar um inntöku. Það sem hamlar að hægt sé að taka fleiri nemendur er fyrst og fremst skortur á hjúkrunarkenn- urum og svo takmarkað verk- námspláss á sjúkrahúsunum. „Það er auðséð, að konur hafa gert sér grein fyrir að þær þurfa menntun ekki siður en karlmenn. Ahuginn fyrir að velja sér starf strax er lika meiri nú,” sagði Ingibjörg og hún bætti við, að konurnar treystu ekki eins á að hafa fyrirvinnu og áður fyrr. —EVI— GAMALT TORFHÚS BRENNUR Gamalt fjárhús og hlaða á bæn- um Blómsturvöllum við Akureyri brunnu i morgun. Eldsins varð vart frá lögreglustöðinni um klukkan fimm i morgun. Lagði þá nokkurn rcyk upp frá bænum. Slökkviliðið kom á vettvang en fékk litið að gert. Fjárhúsið og hlaðan voru þegar orðin alelda. Aðeins litið hey var i hlöðunni og ekkert fémætt i fjárhúsinu. Það var mjög komið til ára sinna, byggt úr timbri og þakið torfi. —JB Tvö vinnuslys ó Akureyri Tvö vinnuslys urðu á Akureyri fyrir hádegi i gær. 68 ára gamall maður lenti mcö hönd I skó- smiðavél i skógerð Iðunnar. Maðurinn slasaðist nokkuö á hendinni og var fluttur á sjúkra- hús. Þá varð annað slys i Malar- og steypustöðinni á Akureyri. Þar lenti starfsmaður með annan fót- inn i reim og slasaðist. Hann var einnig fluttur á sjúkrahúsið. —JB Það er veríð að gabba kónnann" segja seljendur — engu hœgt að svara ennþá, segir menntamálaráðherra „Það er engu hægt að svara um þetta ennþá”, svaraði menntamálaráðherra Vilhjálm- ur Hjálmarsson spurningu Visis um, hvenær ákvörðun um lita- sendingar sjónvarpsins verður tekin, eða hvenær slikra útsend- inga er að vænta. Ýmis ljón virðast enn á vegin- um, þrátt fyrir það að litaút- sendingin sjálf hafi lítinn kostn- að i för með sér. Bæði neytendur og innflytj- endur sjónvarpa biða spenntir eftir einhverju svari. Einn inn- flytjenda hefur látið hafa það eftir sér, að erfitt sé aö verða að fá svart/hvit tæki erlendis og að verzlun hans muni eingöngu selja litasjónvörp með haustinu. Ekki eru þó allir á sama máli. Við höfðum samband við þrjár verzlanir, sem verzla með sjón- vörp, og þar var ekki að heyra, að svart/hvitu tækin væru dottin upp fyrir eða erfitt væri að fá þau erlendis. Einn þeirra, sem við töluðum við, sagði þó að margir væru hættir framleiðslu þessara tækja, til dæmis Noreg- ur. Þar er öll áherzla lögð á lita- tækin, enda er salan 60-70% slik tæki. Þróunin verður þvi sú, að svart/hvitu tækin verða ein- göngu eða að 'mestu leyti litil, 12, 14 eða 18 tommur. Stærri tækin, mublurnar svokölluðu, verða hins vegar litatæki. Þessu sami aðili sagði,að lítið væri um það ennþá, að fólk hér keypti litatæki. „Þvi finnst allt svo fjári óvist og leggur ekki i að fjárfesta i þessum dýru tækjum, Það vant- ar upplýsingar til þessa fólks, svo það geti skipulagt endurnýj- un sina samkvæmt þvi sem verða vill. Verður sent út i lit eftir 5 ár eða eftir 10 ár? Okkur finnst verið að gabba kúnnann”. Á hinum tveimur stöðunum fengum við þær upplýsingar, að engir erfiðleikar væru á þvi að fá svart/hvit tæki erlendis, þó að liturinn ryðji sér viðast til rúms. önnur verzlunin af þessum hefur þann háttinn á að fólk, sem kaupir svart/hvit tæki, hefur möguleika á þvi næstu þrjú ár að leggja það tæki inn sem innborgun upp i nýtt lita- tæki. Ef ske kynni, að Isiending- ar fengju sjónvarpið i lit á þeim tima. —EA Þessi staður er raunar inni I miðri Reykjavikurhöfn, fram af skemmum Skipaútgerðar rikis- ins. Þarna á að reka niður stál- þil og siðan að fylla upp fyrir at- hafnasvæöi Rikisskip. En meðan þaö dregst, er gott að hafa þarna góðan sand, sem þangaö liefur verið dælt. Þá er hægt að renna þar upp bátum og dytta að þeim, en aðstaða fyrir báta er ekki sérlega mikil i Reykjavikurhöfn. —Ljósm. Bj. Bj. Fœribandafuglar: 5 ÞÚSUND HÆNSNA BÚ - ALGERLEGA SJÁLFVIRKT Á alifuglabúinu Sætúni á Kjal- arnesi er nú verið að koma upp sannkallaöri færibandaveröld fyrir fuglana. Fóöurtæki og búr, sem komin eru til landsins, eiga að fara i ný- byggingu, sem nýbúið er að reisa á staðnum. Tækin, sem kosta um 5 milljónir króna, eru með þeim fullkomnustu, sem hingaö hafa komið og eiga að gera einum manni auðvelt að fóðra og sjá um 5000hænur, sem annars krefst um fjögurra manna i fullri vinnu. Fóðrið fá hænurnar á færibönd- um og skiturinn úr þeim er fluttur i haug á færiböndum. Jafnframt munu eggin koma rúllandi i bakka, sem eru meðfram búun- um, þegar tæki þessi verða komin upp. —JB Ferðalöngum vel tekið ó Snœfjallaströnd — þar eru 6 ábúendur að byggja sér félagsheimili „Okkur var tekið af mikilli rausn og höfðingsskap, þegar við heimsóttum tsafjarðar- djúp", sagði Leopold Jóhannes- son, veitingamaður I Hreöa- vatnsskála, en hann ásamt 25 öðrum, flestum úr Noröurár- dalnum lagöi leið sina vestur eina helgi á dögunum. Þetta er annað sumarið i röð, sem nærri sami hópur fer i ferð til Vestfjarða. í hópinn vantaöi tvö, sem raunar voru að gifta sig. Þau hafa ekki getað séð af hvort öðru siðan I fyrri ferðinni. Þetta voru hreppstjórasonurinn úr Norðurárdalnum og oddvita- dóttirinn. Noröurárdalsmenn lögðu leiö sina meöal annars á Snæfjalla- strönd. Þar eru nú aöeins 6 bú- endur, allir i hreppsnefndinni. „Það er táknrænt, hversu fækkunin i sveitinni hefur þjappað fólkinu sama. Og merkilegt að sjá þessar fáu manneskjur berjast drengilegri baráttu við að búa I þessari af- skekktu byggð,” sagði Leopold. Nú búa 36 manns i þessum hreppi, en fyrr á þessari öld fæddist 31 barn, bara á einu ári. Með hópinn var farið út i Æð- ey og þótti Norðurárdalsbænd- um aöhlynningin að æðarfuglin- um ekki ósvipuð þvl, sem gerist með lambfé á vorin. Þá er eitt og eitt lamb tekið heim, ef það er eitthvað bágboriö. Eins er það meö æðarungana. Sagði Leopold, að gifurlega mikil virina væri við æðarvarpið. Kaffisamsæti var haldið fyrir gestina i félagsheimili, sem veriö _er að byggja á Snæfjalla- strönd og að þvi búnu fylgdu hreppsbúar hópnum niður að Fagranesinu, sem flutti hann til Isafjarðar. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.