Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 5

Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 5
5 Visir. Föstudagur 4. júli 1975. :™UTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN UTLÖND í MORGUN Umsjón: Óli Tynes BANDARÍSKUR OG RÚSS- NESKUR KJARNORKUKAF- BÁTUR RÁKUST SAMAN Bandarískur kjarn- orkukafbátur, sem var i njósnaleiðangri fyrir utan rússnesku flota- stöðina i Petropav- lovsk, lenti i hörðum árekstri við rússnesk- an kjarnorkukafbát á 250 feta dýpi i mai á siðasta ári. Banda- riska blaðið San Diego Tribune skýrði frá þessu i gær og sagði, að stefni kafbátanna hefðu rekizt saman af miklu afli. Bla&ið byggir frétt sina á við- tölum við menn úr áhöfn kaf- bátsins Pintado, og upplýsing- um frá mönnum, sem það hefur samband við, innan flotamála- ráöuneytisins og þingsins. Tribune segir, að við árekst- urinn hafi stefni Pintado skemmzt mikið og sónartæki kafbátsins eyðilagzt. Skipherr- ann setti á fulla ferö i burtu, neðansjávar, en rússneski kaf- báturinn blés öllum sjó úr bal - lestargeymum sinum og komst upp á yfirborðið á hálfri minútu. Pintado var siglt til Guam, þar sem hann var tekinn I þurrkvl. Mikil leynd hvlldi yfir viðgerðinni, segl var breitt yfir dráttarbrautina þar sem kaf- báturinn var og vopnaðir verðir voru þar á verði I sjö vikur. Báðir kafbátarnir voru búnir kjarnorkuvopnum' þegar áreksturinn varð. Að sögn Tibune urðu engin meiðsl á mönnum, hvorki I 107 manna áhöfn Pintados né meðal 120 Rússa, sem voru I áhöfn Yankee kafbátsins rússneska. Það er nokkuð algengt, að bandariskir og rússneskir kaf- bátar fari I svona njósnaleið- angra. Liklegasta orsökin fyrir árekstrinum er sú, að báðir kaf- bátarnir hafi verið á „þögulli” siglingu. Þá eru notuð hlustun- artæki, sem aðeins nema hljóð, sem berast þeim. Það eru hins vegar ekki sendir út neinir leit- argeislar eöa hljóðbylgjur (eins og t.d. á astic) þvi óvinakafbát- ar geta notað þá til að staðsetja „sendandann” nákvæmlega. HANDTÖKUR f 10N- DON VÍGNA VOPNA- BIRGÐA SJAKALANS Brezka lögreglan hef- ur handtekið tvær konur og einn karlmann, eftir að vopnabirgðir, sem taldar eru tilheyra ,,sjakalanum” fundust i London. Enginn virðist vita hið rétta nafn sjakalans, en hans er leitað fyrir að skjóta til bana tvo franska leyni- þjónustumenn og fanga þeirra. Það hefur vakið mikla furðu, að skýrt hefur verið frá þvi, að frönsku leyniþjónustumennirnir þrir, sem fóru til að handtaka hann, voru óvopnaðir. Sá þriðji særðist, en er ekki i lifshættu. Ásamt fyrrnefndum vopna- birgðum fannst listi með nöfnum framámanna Gyðinga i Bret- landi, og telur brezka lögreglan, að ætlunin hafi verið að ráða þá af dögum. 1 desember i' fyrra var reygdar gerð misheppnuð tilraun til að myrða einn þeirra. Tilræð- ismaðurinn hefur ekki fundizt. SLÆM LCNDING HJÁ FORD í CLíVFLAND VAÁÁ Nokkrar stúlknanna sem taka þátt i Ungfrú alheimur i þjóðbúning- um sinum fyrir framan styttu af Promotheusi i Rockefeller Plaza i New York. Helga E. Jónsdóttir, frá íslandi, er eins og sjá má fjórða frá vinstri. Lendingarhjól sprakk og súrefnis- grimur féllu niður úr hólfum sinum, þegar Boeing 707 þota Fords forseta lenti i Cleve- land i Ohio i gær. For- setinn var um borð ásamt nokkrum fylgd- armönnum. Flugstjór- anum tókst þó að hafa fulla stjórn á vélinni, meðan hún rann eftir brautinni. Súrefnisgrimurnar féllu niður vegna þess, að einhver I áhöfn- inni ýtti óvart á neyðarrofa, sem opnar hólfin, sem þær eru geymdar i, fyrir ofan farþega- sætin. Grima Fords dinglaði fyrir framan andlit hans, en flug- stjórinn flýtti sér að fullvissa sina háttsettu farþega um, að allt væri I lagi. ÓLGA í ARGENTÍNU Kœrið fjölskyldur, vlni, fyrir óróður gegn Sovétríkjunum — segir mólgagn finnskra kommúnista Lögregla og herlið hafa umkringt Buenos Aires, höfuðborg Argentinu, til að hindra, að þúsundir verka- manna af landsbyggð- inni komist þangað til að fara i mótmælagöngu. Beitt hefur verið tára- gasi og komið til skot- bardaga, en lögreglan hefur skipanir um að ganga hart fram, ef nauðsyn krefur. Mótmælagangan er fyrirhuguð vegna þess, að Maria Estela Peron forseti bannaði allar launahækkanir umfram fimmtiu prósent. Verkalýðsfélögin voru búin að semja um allt að hundrað prósent þegar forsetinn gaf út til- skipun sina. Gifurlegar verðhækkanir hafa orðið I Argentinu að undanförnu vegna óðaverðbólgu. Rikisstjórn M.E. Peron berst nú fyrir póli- tisku lifi sinu eftir þessa ákvörð- un. Stórum hópum verkamanna hefur verið dreift með táragasi og fjórir lögregluþjónar hafa særzt i skotbardögum. Málgagn finnskra kommúnista, blaðið Tiedonantaja, hvatti i fyrradag kommúnista til að kæra fjölskyldur sinar, vini og sam- verkamenn, ef þeir gerast sekir um and- sovézk ummæli. Grein þessa efnis i blaðinu fylgir i kjölfar mót- mæla vegna þess, að ungverskur rithöfund- ur var kærður fyrir þessar sakir. Talsmaður finnska rithöf- undasambandsins skýrði frétta- mönnum frá þvi, að finnski rit- höfundurinn Matti Rossi, sem er Stalinisti, hefði kært ungverska rithöfundin Demes Kiss fyrir ungverskum yfirvöldum. Kiss er I heimsókn I Finnlandi og Matti Rossi heldur þvi fram, að hann hafi talað illa um Sovét- rikin I einkaviðræðum. Finnsku rithöfundasamtökin hafa neitað þessu. 1 grein kommúnistamál- gagnsins segir meðal annars: „Andsovézkur áróður er nokk- uð,sem kommúnistar lita á sem skyldu sina að kæra hvenær sem er og hvar sem erog hver sem á i hlut..þrátt fyrir fjöl- skyldubönd, vináttu eöa starfs- bræðralag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.