Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 16

Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 16
vísm Föstudagur 4. iúli 1975. Fann tösku fulla af verð- mœtum — og skilaði henni þegar í stað Fimmtiu þúsund i peningum, mikið af ávisunum og ávisana- hefti með undirrituðum ávisunum var innihald tösku, sem gjaldkeri húsfélags nokkurs týndi niðri i miðbæ i fyrradag. Gjaldkerinn var að láta mikið af varningi inn i bil sinn, sem stóð á bilastæði i miðbænum, en skildi töskuna óvart eftir á gang- stéttinni, er hann ók af stað. Svo heppilega vildi til fyrir hann, að sá fyrsti sem varð tösk- unnar var, var Hlynur Guð- mundsson, 12 ára strákur ofan úr Hliöum. Hlynur hélt á fund lög- reglunnar með töskuna og afhenti hana. Ekki var þess langt að biða, að eigandinn kæmi að sækja hana, og varð hann vitanlega feg- inn. Hlynur hlaut 5000 krónur i fund- arlaun. —JB Nú verða þœr sœtar þegar þœr koma úr laugunum — því þar verður komið upp hórþurrkum Sundlaugargestir í Laugar- dalnum eiga nú von á aiveg nýrri og skemmtilegri þjónustu. Eru það hárþurrkur, sem komið verð- ur upp i búningsklefum. Verða þær ætlaðar öilum sundlaugar- gestum, hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Það er fyrirtækið Stáltæki hf., sem sér um að koma þurrkunum fyrir, en þetta er i fyrsta skipti, sem hárþurrkum er komið fyrir i sundlaugum hér. Jóhann Riba hjá Stáltækjum sagði okkur, að þurrkurnar væru þýzkar og væru notaðar viða erlendis, svo sem i heimalandi hans, Hollandi og við- ar. „Hárþurrkurnar eru gerðar fyrir 10 króna mynt,” sagði Jó- hann. „Menn fá svo ákveðinn tima af heitu lofti fyrir 10 krón- urnar.” Fólk þarf þá ekki lengur að fara út með blautt hár, og er það sérlega hagstætt t.d. á vetr- um, þegar frost er og kalt úti. Til aö byrja með verður komið fyrir tveimur hárþurrkum I til- raunaskyni. Er þeim komið fyrir á vegg i eins og hálfs meters hæð. Fullorönir sitja siðan á stól undir blæstrinum, en börnin standa hins vegar og er þá hæðin hæfileg fyrir þau. íþróttaráð Reykjavikur samþykkti þetta i gær, og sagði Jóhann, að þurrkurnar yrðu ef til vilt settar upp i næstu viku. Þær erú nú á leið til landsins. —EA Brutust inn ó Vík Lögreglan greip um miðnætti i nótt tvo ölvaða pilta, þar sem þeir voru komnir i óleyfi inn á Hótel Vfk. Piltarnir höfðu brotið upp hurð á húsinu, sem nú hýsir leik- listarskóla SAL. Ekki gafst þeim timi til að hnupla neinu áður en lögreglan kom á vettvang. Þeir fengu að gista fangageymslur i nótt. —JB J i\ 1 N \A ER ÍS> ¥ ^ 11 IA !IA ÐUR Ri Al J1 n r H US 1 ii m IA?" segja túristarnir — litirnir ó húsunum í Reykjavík vekja mesta athygli þeirra hennar ásamt litagleðinni. „Lifnaðarhættir ykkar og okkar i Noregi eru mjög likir. Húsin hér virðast mjög þægileg, en lit- rikari en hjá okkur. Dýrt? Nei, ég var rétt að enda við að kaupa brauð o. fl. og fannst það ekki mjög dýrt. tsland er ólikt öðrum löndum að þvi leyti, að hingað sækir sér- stök tegund túrista. Þessa túr- ista mundi maður t.d. aldrei sjá á Mallorca eða öðrum slikum stöðum”, sagði Svanhild. „Er aldrei sól hérna?” spurðu frönsku hjónin, Lauer, sem við fengum til þess að koma út úr tjaldi sinu. „Það er ægi- lega kalt núna”, bættu þau við. „Og hér er lika soldið mikill hávaði”, sögðu þau um umferð- ina i kringum tjaldsvæðið. Ann- ars hafa þau séð litið af Reykja- vik. Dagurinn i gær var eigin- lega sá fyrsti, sem þau eru hér. En þau höfðu strax tekið eftir litunum á húsunum allt um kring. „Og það er lika allt of dýrt hérna, t.d. föt og matur”, bættu þau við. Annars leizt þeim vel á sig og sögðu, að vinur þeirra, sem gift- ur er islenzkri konu á Seyðis- firði, bæri landinu góða sögu. „Þetta er yndislegt land”, höfðu þau eftir honum. „Annars hafa Frakkar ekki áhuga á að koma hingað. Þeir kjósa frekar hlýtt loftslag, Spán og Italiu til dæm- is”. Sviarnir Kerstin Bergström, Lars Amede og Birgitta Sol- heim, sem við hittum i Austur- stræti sögðust hafa verið hér á landi i hálfan mánuð. I gær- kvöldi héldu þau reyndar aftur heim til Stokkhólms. „Manni finnst litið stress hér miðað við það, sem er heima”, sögðu þau. Þeim hefur likað mjög vel, en sögðust ekki hafa haft tækifæri til þess að sjá nærri alla staði, sem þau hefðu viljað koma á. „En við fórum á Þingvöll og löbbuðum þaðan að Geysi. Það var erfitt. Það hellirigndi og allt hvað eina. Annars höfum við mjög gaman af fjallgöngum og löngum gönguferðum. Við höfum litið kynnzt íslend- ingunum. Það er liklega vegna þess, að við erum hér 9 saman. Hvaö okkur /innst athyglisverð- ast i Reykjavik? Þetta er litil og þægileg borg, en maður tekur eftir litunum á húsunum. Þau Hvað finnst túristunum at- hyglisverðast i Reykjavik? Lit- irnir á húsunum. „Maður sér hér hús i öllum möguiegum iit- um. Heima er þetta ekki svona”, sögðu bæði Norðmenn, Fransmenn og Sviar, sem við spjölluðum við i gær. „Hvenær mundi maður svo sem sjá rauð- an lit á húsi heima i Frakk- landi”, sögðu frönsku hjónin, sem við hittum i Laugardaln- um. Ýmislegt fleira segja túrist- arnir um Reykjavik. I tjaldbúð- unum i Laugardalnum hittum við norska konu, Svanhild Brat- berg. Hún og maður hennar komu hingað vegna búnaðar- þingsins, sem nú er haldið og höfðu börn sin tvö með sér. „Maðurinn minn og sonur búa hér i tjaldi, en ég og dóttir min búum á Garði. Það er ódýrara”, sagði hún okkur. Hún furðaði sig á þvi, að svo til inni I miöri borg væri á, þar sem menn gætu veitt fisk. „Þetta er ábyggilega einsdæmi i heiminum”, sagði hún og átti þá að sjálfsögðu við Elliðaárn- ar. Þetta vakti sérlega athygli Frönsku hjónin sögðu, að Frakkar hefðu yfirleitt ekki áhuga á að heimsækja island. Þeir kjósa hlýrra loftslag. Þeim fannst lika kalt hér, en gaman að ferðast um landið. Ljósm: Bj.Bj. „Við gengum alla leið frá Þingvöllum að Geysi, úff, það var erfitt og svo rigndi á leiðinni,” sögðu Sviarnir Kerstin Bergström, Lars Amede og Birgitta Solheim. „Reykjavik er litil og þægileg og hér er miklu minna stress en 1 Stokkhólmi.” „Mér fannst athyglisvert að sjá á inni I miðri borg, sem hægt er aö veiða I,” sagði norska konan, Svanhild Bratberg. eru máluð i öllum litum, en svo- leiðis er það ekki heima. Húsin hér i miðbænum eru lika öll til- tölulega lág”. Þau kváðust vera hér i fyrsta skipti, og siðustu timarnir voru notáðir til þess að verzla. —EA ÖLVAÐIR MEÐ ÖKUDELLU Viðgerðin á Hvassafelli koslar 100 milljónir — viðgerð lýkur í lok júiímánaðar ölvaður piltur slasaðist litil- J' lega, er jamm ók bil sinum i ljósastaur i móts viö Miöbæjar- barnaskólann um hálftvö i nótt. ökumaðurinn, sem var einn i bilnum, hlaut skurð á augabrún og skrámaðist eitthvað að auki. Annar ölvaður var á ferðinni á Miklubrautinni i gærkvöldi um hálftólf. A móts við Bæjarnesti ók hann bil sinum á annan bil, sem þar var á ferðinni. Hinn ölvaði ætlaði að stinga af, en það gekk ekki betur fyrir sig en svo, að bill- inn hafnaði uppi á umferðareyju nokkru austar. Nú voru fæturnir einir eftir gangfærir, og tók þvi sá hinn ölv- aði til fótanna. Lögreglan náði honum á hlaupunum inni á Grensásvegi og kom þá I ljós, að ökumaðurinn var mjög ölvaður. Sá þriðji ölvaði, sem fylltist ökudellu i nótt, átti engan bil að gripa til. Hans eina ráð var þvi að stela bil á Melhaga. Lögreglan náði ökumanni ogbll, áður en tjón hlauzt af, um hálfþrjú i nótt^JB „Viðgerðum á Hvassafellinu mun að öllu forfallalausu ljúka i lok júlimánaðar og verður skipið sett I svipuð verkefni og fyrir strandiö, þegar viðgerðum lýk- ur”, sagði Hjörtur Hjartar, for- stjóri skipadeildar S.l.S. En eins og stendur er skipið til viðgerðar i Howalds-Werke I Kiel. Sú skipasmiðastöð var ein af sex, sem gerðu tilboð I viðgerðina. og reyndist ódýrust. Þessar upplýsingar fékk Visir hjá Sverri Þór, deildarstjóra I sjódeild Samvinnutrygginga. Ennfremur sagði Sverrir, að viðgerðin mundi kosta 100 milljónir islenzkra króna miðað við núverandi gengi. —HE. Cr IFÁ HEITA VATNIÐ Hafnarfjarðar: Jfyrir VETURINN „Byrjað var fyrir nokkrum dögum á aöallögn hitaveitunn- ar, sem fer yfir brúna I Kópa- voginum”, sagði Jón Guðlaugur Magnússon bæjarritari I Kópa- vogi. Dreifikerfið er aö mestu komið. Er búizt við, að seinni partinn I haust verði lokiö að tengja mestan hluta vesturbæjarins við hitaveituna, en sem kunnugt er, er hitaveita komin I nær all- an austurbæinn. „Hitaveituframkvæmdum miöar vel áfram”, sagöi Krist- inn Ó, Guðmundss., bæjarstjóri I Hafnarfirði. Verið er að leggja aðalæðina i seinni áfanga núna. Við hana urðu smátafir vegna verkfalla og sementsskorts, en búizt er við, að hún verði reynd i lok ágúst I staðinn fyrir að áætl- aö var að það yrði gert i júli. Dreifikerfið gengur samkvæmt áætlun og vel það. Norðurbærinn og svæðið milli Reykjavikurvegar og Lækjar- götu verða fyrst til að fá hita- veitu. Seinna á árinu verða það svo Kinnahverfi og öldur. Þá verða um 60% Hafnfirðinga búnir að fá hitaveitu. Aætlaö er að hitaveituframkvæmdum verði lokiö á næsta ári. —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.