Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 04.07.1975, Blaðsíða 3
Visir, Föstudagur 4. júli 1975. 3 Trampa rnður blómin og upprœta Emgerðin ófögur lýsing á umgengni sameiginlegra svœða í Árbœjarhverfi ,,ÞaO er erfitt að koma upp grasvöllum I Árbæjarhverfinu. þetta er þriðja sumarið, sem við sáum hérna i grasvellina með- fram Rofabæ og á fleiri stöðum, en allt kemur fyrir ekki,” sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri i samtali við Vfsi á dögunum. „Einnig höfum við reynt að koma upp blómabeðum meðfram strætisvagnabiðskýlunum, því að grasið i kringum þessi skýli hefur hingað til alltaf verið traðkað niður. Við héldum að fólk myndi frekar veigra sér við að troða á blessuðum blómunum, en sú ályktun reyndist röng. Þvi miður hefur mikill hluti þessara nýgróð- ursettu blóma hlotið sömu örlög og grasið”. „Sums staðar hafa heilu lim- gerðin verið upprætt á einn eða annan hátt. Við höfum gróðursett þessi tré meðfram gangstigum og við enda Rofabæjar”. „Það er ekki hægt að kenna bömunum um þessar skemmdir eingöngu, þvi að fullorðna fólkið er engir eftirbátar þess, nema siður sé. Einhvers staðar sjá börnin þetta lika fyrir sér”, sagöi Hafliði. „Hestamennirnir eru þó hvað verstir. Þeir flengriða yfir nýsán- ar flatirnar og svo að grasið sem er að skjóta upp kollinum spark- ast upp”. „En það sem er ef til vill at- hyglisverðast i þessu sambandi er það, að umgengnin á lóðum fólksins sjálfs er mjög þokkaleg. Það er aðeins hin sameiginlega landareign, þ.e. sú, sem snýr að borginni að sjá um, sem verður fyrir þessum freklega ágangi fólks”. „Þvi miður er margt ófrá- gengiðenn I Árbæjarhverfinu, en ekki flýtir það fyrir, að við verð- um að vinna upp sömu verkin ár eftir ár”, sagði Hafliði. „Það væri hægt að gera marga fallega hluti i Árbæjarhverfinu og þar er margt fólk, sem er mjög umhugað um hverfið sitt, að það sé fagurt og þrifalegt. En þeir virðast þó vera fleiri, sem litt hirða um að fegra umhverfis sig né hugsa um hve miklum fjár- munum er kastað á glæ á þennan hátt”, sagði Hafliði að lokum. —HE Blómabeðið I kringum biðskýlin eru nú rytjuleg og niðurbæld, troðin af manna fótum. Milljónatjón nyrðra út af sementsskorti FREYFAXI HEFUR EKKI VIÐ AÐ FLYTJA SEMENT Við þennan gangstig var einu sinni tvöföld röð trjáa, en nú eru að- eins fáeinar hrislur eftir. Má sjá á myndinni hjólför eftir reiðhjól, sem hjálpað hafa til við eyðilegginguna. Veitingahúsið Munaðarnesi: Aðeins sérstakt verð Veitingahúsið I Munaðarnesi er rekið i tengsium við orlofsheimil- ið. Það selur afsláttarkort til þeirra, sem búa I orlofshúsum B.S.R.B. og tjaldstæðum á svæð- inu,” sagði Haraldur Steinþórs- son, framkvæmdastjóri B.S.R.B. Hann sagði, að i tilkynningu til félagsmanna B.S.R.B. sem leigja húsin, hafi m.a. verið gert ráð fyrir afslætti á rétti dagsins og einnig, að börn innan 8 ára séu fyrir orlofsgesti ekki krafin um gjald. Alursmark- ið væri heldur undir þvi, sem al- mennt gerist á veitingahúsum. Fyrir alla aðra en dvalargesti eru veitingar á boðstólum með sömu skilyrðum og annars stað- ar. Verðlag veitingahússins er miðað viö það, að rekstur sé hallalaus, eftir að söluskattur hefur verið borgaður. —EVI— Halda mót við Urriðavatn Hekluferð ó vegum Farfuglo um helgina Um þessa helgi eru Farfuglar með ferð á Heklu en það hefur verið venja i meira en tuttugu og fimm ár að fara I Hekluferð fyrstu helgina I júll. Þessar ferðir hafa notið mikilla vinsælda. A ferðaáætlun Farfugla er auk annarra ferða Þórsmerkurferð um hverja helgi I sumar. Verði á ferðum Farfugla er stillt mjög I hóf og kostar venju- leg helgarferð um tvö þúsund krónur. Einnig er áætlað að fara I tvær sumarleyfisferðir. Sú fyrri verður 13.-26. júli og verður fariö um Kjalveg til Akureyrar, siðan um Sprengisand og Fjallabaks- veg með viðkomu á mörgum fallegustu stööum landsins. Seinni sumarleyfisferðin verður 16.-29. ágúst, en þá verður hringvegurinn farinn og skoðaðir helztu staðir, sem eru á þeirri leið. —HE. Skátafélagið Vifill heldur sitt fyrsta stórmót 4.-6. júli og er boö- ið til þess skátafélögum af Suður- nesjum. Mótsstaðurinn er Urr- iðavatnsdalir, milli Vffilsstaða og Setbergs. Nýtt skipulag verður á tjald- búðum skátanna og munu þær mynda hring, þannig að ekki verður saman I heild hvert skáta- félag heldur verða mótsgestir meira blandaðir. Þá verður þeim skipt niður I hópa við úrlausnir á ýmsum verkefnum, óháð þvi hvaöa flokki þeir tilheyra. Offsetprentað blað verður gefið út á staðnum, að heiti Sammi. Nafnið dregur það af einkunnar- oröum mótsins. Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér. Fjölbreytt dagskrá verður, m.a. morgunleikfimi á morgn- ana, og þátttakendur eiga að spreyta sig á málaralistinni. Mótsstjóri er Ólafur Haukur Gislason og honum til aðstoðar eru 5 aðrir. „Það er hreint vandræða- ástand hér fyrir norðan. Búið að vera sementslaust frá þvl um helgi,” sagði Hólmsteinn Egils- son, framkvæmdastjóri hjá Möl og sandi, á Akureyri og hann bætti við, að það sement, sem væntanlega kæmi um helgina, myndi endast u.þ.b. 5 daga. Um 50 manns vinna hjá fyrir- tækinu og verður starfsfólkið þá að fara I ýmis verk, svo sem til- tektir og annað. Þeir bygginga- menn, sem fengju steypu hjá Möl og sandi yrðu að vinna með hálfum afköstum og væri um milljónatjón að ræða af þessum sökum. Fyrir hálfum mánuði var einnig sementslaust i heila viku og auk þess, þegar verk- falliö stóð yfir I sementsverk- smiöjunni. tsfirðingar vilja fá laust sement Jón Þórðarson, forstjóri Steiniðjunnar á Isafirði hafði sömu sögu að segja af sements- leysi, og töfum vegna þess. Hann sagði, að þeir væru með 50 tonna siló og hefðu þeir farið fram á aö fá sementið flutt laust á tankbilum eða að skip væri út- búiö þannig, að það gæti verið I slikum flutningum. Ekkert væri I veginum fyrir þvl að hafa tæki til að taka á móti sementinu á þennan hátt, sem myndi spara mikla vinnu, miðað við að þurfa að losa úr hverju einasta poka, eins og nú er gert. Aðeins eitt skip er I flutning- um fyrir Sementsverksmiðjuna, Freyfaxi. Egilsstaðir: Sementsleysið ekkert nýtt fyrirbrigði Sementsleysið kemur mér ekkert á óvart. Undangengin ár hafa alltaf verið meira og minni vandræði út af sementi yfir há- annatlmann og truflað og tafið framkvæmdir,” sagði Vilhjálm- ur Sigurbjörnsson, forstjóri byggingafélagsins Brúnáss á Egilsstöðum. Hann sagði, að I neyðartilfelli hefðu þeir sjálfir fengið skip á leigu til að flytja sement. Þær umbætur, sem farið hefði verið fram á við Sementsverksmiðj- una t.d. eins og að koma upp smábirgðastöðvum i hverjum fjórðungi, væru talaðar fyrir daufum eyrum. Þeir væru orðn- ir bæði þreyttir og svekktir. Sementsverksmiðjan væri rikisfyrirtæki, sem einokaði markaðinn og gengi hart eftir, að varan væri greidd. Hún veitti litla fyrirgreiðslu. Jafnvel minni en önnur fyrirtæki. Þeim, sem væru með steypustöðvar, væri bannað að leggja á sementið, og fyrirtækin sjálf yrðu að greiða allan dreifingar- kostnað. Flutningajöfnunar- sjóöur greiðir þó flutnings- kostnað frá Akranesi til Egils- staða. Við lltum á sölu á sementi sem þjónustu, en hún er rekin með verulegu tapi,” sagði Vil- hjálmur. Hann benti á, að stundum hefði sementið verið flutt á bil- um til Egilsstaða. Við það yröi sementið 100% dýrara. „Viö munum ekki linna látum fyrr en einhverjar úrbætur fást”, sagði Vilhjálmur, en hann vildi taka það fram að starfs- menn Sementsverksmiðjunnar hefðu gert það, sem i þeirra valdi hefði staðið til aö firra meira tjóni heldur en orðið hefði. Það væri skipulaginu við verksmiðjuna að kenna, hvemig málin stæöu. Sementsverksmiðjan: Eingöngu um flutningavandamál að ræða. „Viðskiptavinir Sements- verksmiðjunnar hafa fæstir að- stöðu til þess að eiga nokkrar birgðir af sementi, áður en aðal- byggingatimabilið hefst, enda geymist pakkað sement ekki nema takmarkaðan tima án þess að hætta verði á kögglun,” sagði Haraldur Blöndal hjá Sementsverksmiðjunni. Og hann hélt áfram. „Þess vegna verður dreifing á sementi ekki eins hagkvæm og ella. Ms. Freyfaxi, skip verksmiðjunnar, hefur annazt sementsflutning- ana að langmestu leyti. Undir eölilegum kringumstæðum get- ur hann fyllilega annað þvi verkefni. Astæður til sementsskorts úti á landi er fyrst og fremst að rekja til verkfalls I verksmiðj- unum, sem stóð frá 12.-29. mai, siðan til 5.júni. A þessum tima hefja viðskiptavinir verksmiðj- unnar venjulega pantanir sinar fyrir sumarið. Vegna verkfalls- ins var ekki unnt að afgreiða þær. Þegar hægt var að lesta Freyfaxa i sina fyrstu ferð lágu fyrir pantanir á rúmlega 6 þús. tonnum. Skipið tekur 1230 tonn, i ferð. Það gefur þvi augaleið, að einhverjir hljóta að verða út- undan, þegar svo mikið og óvanalegt verður.. Af hálfu Sementsverksmiðj- unnar hefur verið gert allt, sem hægt var til að leysa mál sem flestra. Meðal annars var reynt I fyrstu ferðum að jafna sementi milli kaupstaða. Rétt er að taka það fram, að um sementsskort hjá verksmiðjunni er ekki að ræöa heldur flutningavandamál eingöngu, sem eiga eingöngu rætur að rekja til verkfallsins.” Að siðustu sagði Haraldur, að þaö væri af fjárhagsástæðum að ekki væri flutt laust sement út á land. Það væri hreinlega allt of dýrt. —EVI— —EVI—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.