Vísir - 05.07.1975, Side 24

Vísir - 05.07.1975, Side 24
VÍSIR Laugardagur 5. júli 1975. Lausir úr prísundinni í Marokkó: Tína nú epli i r i Frakl k- Innrli ► — segja að lögreglan sjálf hafi boðið þeim hassið tslenzku piltarnir tveir, sem sleppt var úr fangelsi i Marokkó fyrir um hálfum mánuöi gegn 25 þúsund króna sekt eru ókomnir heim. Upp- haflega gerði utanrikisráðu- neytið ráð fyrir þvi, að þeir kæmu heim með fyrstu ferð. Piltarnir ákváðu þó að taka tilboði um að vinna við epla- uppskeru i Frakklandi og eru þar við störf nú. f bréfum heim hafa piltarnir sagt frá þvi, að það hafi verið lögregl- an I Marokkó sjálf, sem bauð þeim hass til sölu. Eftir söluna hafi þeir siðan veriö handteknir eg færðir i fangageymslur, þar sem fyrir var fjöldi ferðalanga. Að mati piltanna var hér einungis um að ræða heldur vafasama fjár- öflunaraðferð hjá lögreglunni. Ekki er vitað, hvenær vænta má piltanna heim. —JB „Veika" akbrautin malbikuð í nœstu viku Ákveðið hefur verið að malbika akbraut þá, sem vél íscargo braut undan sér á kafia. Gunnar Sigurösson fiugvallarstjóri sagði i viötali við Visi, að þessi ákvörðun hcfði verið tekin i vetur, og verð- ur malbikaöá þessu svæði i næstu viku. Þetta er tiltölulega litið svæði, sem ætlað hefur verið minni og léttari vélum en þarna var um að ræða. Astæðan fyrir þvi, að vélin braut undan sér, var sú, að hún fór of utarlega i kant akbrautar- innar. Þarna var ekki um flugbraut að ræða, heldur braut, sem ekið er eftir, þegar haldið er út á sjálfar flugbrautirnar. Húsnæði tscargo stendur þar við. Sagöi flugvallarstjóri, að verið væri smátt og smátt að malbika akbrautir og stæði með sterkara malbiki. — EA. E' Vildu kaupa nagladekk tilboð: ■ W fyrir 75 millj. króna — „Er alltaf að fá pantanir úr ýmsum áttum, en á engin dekk til að selja," segir Einar „Jú, það er rétt að Arabar hafi sent mér til- boð í nokkur nagladekk. Ég er alltaf að fá eina og eina pöntun úr ýmsum áttum. Þetta er samt stærsta pöntunin til þessa. Arabarnir vilja kaupa af mér dekk fyrir um 75 milljónir króna". Það var Einar Einarsson, sem þannig komst að orði i við- tali við Visi i gær. Nagladekk Einars eru viða orðin þekkt sök- um þeirra sérstöku eiginleika. sem þau hafa, nefnilega þann, að hægt er að draga naglana inn og út með einu handtaki. Sama dekkið getur með öðrum orðum gegnt hlutverki bæði sumar- og vetrarhjólbarða. „Það voru söluaðilar i Te- heran i iran, sem óskuðu eftir að fá dekk frá mér fyrir áður- nefnda upphæð,” sagði Einar. „Þeir sendu mér bréf, þar sem þeir segja, að hjá þeim sé snjór á jörðu þrjá mánuði á ári. Það er þvi vonlegt, að þeir vilji komast hjá þvi að þurfa að eiga tvo ganga af hjólbörðum undir bila sina. Arabarnir höfðu lesið um hugmynd mina i Newsweek og fengu strax áhuga á kaupun- um”. Ollum pöntunum, bæði stór- um og smáum, hefur Einar þurft að svara á sama veg: „Framleiðsla þessara dekkja er ekki hafin. Það eru aðeins til fá- ein tilraunadekk.” Hvenær álitur Einar, að framleiðsla dekkjana geti haf- izt? „Það er ómögulegt að segja,” svaraði hann. „Ég hef tryggt mér einkaleyfi á þessari aðferð i Bandarikjunum, Kanada og á Norðurlöndunum, og það er löngu ljóst orðið, að markaður- inn er tryggður. En það er ekki nóg að hafa hugmyndina, á meðan maður stendur með tvær hendur tómar. Ennþá er þetta aðeins fristundagaman mitt. Ég vinn fullan vinnudag og get að- eins átt við þetta á kvöldin.” Bandariskir hjólbarðafram- leiðendur hafa veitt hugmynd Einars mjög mikla athygli. „En ennþá hafa þeir ekki gert sig liklega til að gera tilboð i fram- leiðslu þeirra”, sagði Einar. „Þeireiga svolitið erfitt með að sætta sig við það, að með þessu minnkar framleiðslan um helm- ing. Sömu dekkin geti dugað all- an ársins hring”. En hvað um að hefja fram- leiðslu þessara dekkja á ts- landi? „Við höfum góðar aðstæður til þess,” svaraði Einar. „Við höf- um hér nóg af kalki, sem er stór hluti hráefnisins. Og við búum lika vel hvað snertir raforku og jarðhita. Það þarf mikið fé til að koma framleiðslufyrirtækinu á fót, en það stofnfé yrði fljótt að skila sér aftur”, sagði Einar að lokum. —ÞJM Heiðbergsþyrlan í byggingavinnu: FLUTTI PP A — og nú batnar sjónvarpsmóttaka Snœfellinga og símaþjónusta líka STEYPU FJALLIÐ Þyria þeirra Heiðbergs-feðga kom að góðum notum, þegar byrjað var á þvi að reisa ör- bylgjustöö á miiii Grundarfjarðar og Stykkishólms. Sjö tonn af steypu flutti þyri an á klukkutima upp aö þeim stað, sem örbylgju- stöðin er reist á. „Hún kom að geysilega góðu gagni”, sagði fréttaritari okkar á Grundarfirði, Bæring Cecilsson um þyrluna, en hún var notuð til verksins á þriðjudag og miðviku- dag. „Það var skemmtilegt að sjá hvað hún gat flutt og hvernig hægteraðsnúa þessu farartæki”. Orbylgjustöð þessi er reist á svonefndu Bjarnarhafnarfjalli. Steypubil! stóð á jafnsléttu nokkru neðar, og náði þyrlan i steypu þangað og flutti siðan i tunnu upp að byggingunni. Flug- maður var Jón Heiðberg. örbylgjustöð þessi er hluti örbylgjukerfis, sem Póstur og simi lætur nú vinna að. Kerfið bætir myndgæði sjónvarpsins og er alger forsenda þess, að unnt verði að hefja litaútsendingar á viðkomandi svæðum. Þá hefur það einnig jákvæð áhrif á sima- kerfið yfirleitt. —EA /#Hugmynd Leopolds er byggð ó sandi" — segir Guðmundur Arnaldsson að Bifröst „Bifröst hefur að svo kontnu ekki boöið feröafólki eitt né neitt. Hins vegar býður Bifröst fólki, sem hressir sig við af- slöppun i vikutíma, upp á góð kjör, og þá einnig barnafólki,” sagði Guðmundur Arnaldsson, fra mk væmdas t jóri sumar- heimilis Samvinnumanna að Bifröst. Hann sagði, að það stæði i upplýsingum til orlofsgesta, að börn undir 8 ára aldri fái ó- keypis mat og gistingu i fylgd með foreldrum sinum. „Ég vil bera til baka villandi umsögn Leopolds Jóhannesson- ar i Hreðavatnsskála af rekstri sumarheimilisins, sem fram kom i Visi 3. júli sl. Bifröst er orlofsstaður og þvi má fólk, einnig barnafólk, ekki njóta þess a einhvern hátt, t.d með ódýru heimilisfæði, að koma til dvalar i heila viku? Ætli það sé samt ekki mörgu barnafólki fjárhagslega um megn, þrátt fyrir ókeypis fæði barnanna? Og hann bætti við. „Ég get með engu móti séð, að Bifröst, sem er við túngarð Hreðavatns- skála, spilli einkaframtaks- rekstri Leopolds. Og ég blæs á dylgjur um sjóði Sambandsins, sem eiga að borga taprekstur. Staðurinn er þegar fullbókaður til 16. ágúst. Kannski ætti Leo- pold að snúa sér að samvinnu- rekstri. Þá myndi barnaheim- ilishugmynd hans fá bjarg til að standa á.” _EVI— BEÐIÐ EFTIR EFNISTILBOÐUM — í nýja flugskýlið „Við biðum cftir cfnistilboðum, en fresturinn rennur út 25. júli”, sagði Gunnar Sigurðsson, flug- vallarstjóri, þegar við inntum hann eftir byggingu hins nýja flugskýlis, sem ákveðið hefur verið að reisa rétt hjá flugskýli Landhelgisgæzlunnar. Sagði Gunnar, að miðað væri við framtiðarskipulag flugvallar- ins, þegar ákveðið var að reisa skýlið á þessum stað, en ekki i beinum tengslum við Flugfélagið sjálft. Gunnar sagði, að uppdráttur að skýlinu lægi ekki fyrir strax, en þegar efnistilboð eru komin, á eftir að afla tilboða i bygginguna sjálfa og grunninn. —EA

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.