Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 05.07.1975, Blaðsíða 1
vism Seldi lögreglan hassið? — baksíða 65. árg. — Laugardagur 5. júli 1975 — 149. tbl. Eldur í Heimaey fékk gull - bls. 3 ÞYRLA í STEYPU- VINNU! — baksíða TULKA SAMNINGANA HVOR Á SINN VEG — flugið stöðvaðist smóm saman eftir að flugvirkjar mótmœltu „of léttum launapokum" í gœrdag Þarna sitja flugvirkjar heldur þunglyndislegir eftir aö þeir höfðu lagt mætast á miðri leið og semja. Var jafnvel álitið, að flugvirkjar tækju til niður vinnu i gær. Siðustu fréttir, sem Visi tókst að afla sér áður en starfa á ný strax eftir miðnætti, en á Keflavikurfiugvelli stóðu þá þrjár blaðið fór I prentun um miðnætti I nótt, voru þær, að báðir deiluaðilar vélar og biðu eftir fyrirgreiðslu flugvirkja til að geta komist i hefðu gefið talsvert eftir, þannig að allt benti til þess, að þeir mundu loftíð. Ljósm.: JIM. Settu úrgang úr úl- kerjum i sjo — héraðslœknir lœtur stöðva ólöglega vinnu í Straumsvík Svo virðist sem úrgangi ýmsum frá Alverksmiðjunni i Straums- vík hafi undanfarna daga verið ekið I sjóinn skammt frá verk- smiðjunni. i gærdag var lög- reglunni i Hafnarfirði tilkynnt um þetta, og að boði héraðs- iæknisins i Hafnarfirði, Grims Jónssonar, var þessari vinnu hætt þegar i gær. ,,Þetta hlýtur að hafa verið gert af einhverjum misskiln- ingi”, sagði héraðslæknirinn i gær. Hann kvaðst helzt vilja álita, að þarna hafi einhverjir afleysingamenn verið að verki, ókunnugir meðferð úrgangsefn- anna, sem eru alls konar gjall, súrál og skautmolar. Hefur þessu verið safnað saman á af- viknum stað til þessa, en siðan dysjað. Það voru grásleppukarlar i grenndinni, sem urðu þessa varir og voru litt hrifnir af, ótt- uðust að úrgangurinn kynni að hafa áhrif á lff i sjónum i nánd við verksmiðjuna. Grimur Jónsson kvað starfs- hætti þessa með öllu ólöglega og gegn þeim reglum sem um los- un á úrgangi frá verksmiðjunni gilda. Kvað hann starfsmenn þegar hafa látið af þessu verki, sem þó hefði staðið i nokkra daga áður en embætti hans bár- ust spurnir af. Kvaðst hann ræöa við forráðamenn verk- smiðjunnar nánar eftir helgina. —JBP VÍKINGUR SIGRAÐI Víkingur sigraði FH i 1. deildinni á Laugardalsvelli i gærkvöldi með 1—0. Það var eftir atvikum sanngjarn sig- ur — Vikingar fengu fleiri tækifæri, en voru klaufskir við mark mótherjanna. Eina mark ieiksins skoraði Jó- hannes Bárðarson með fall- egum skalla eftir vel tekna aukaspyrnu Guðgeirs Leifs- sonar. Það var á 72. min. leiksins. Leik ÍBV og KR, sem vera átti i Vestmannaeyjum i gærkvöldi var frestað. KR- ingar komust ekki til Eyja vegna þoku. Það er eini leik- urinn, sent eftir er i sjöundu umferð. Akurnesingar og Fram cru i efsta sæti með 10 stig, Valur hefur sjö, Kefla- vik, Vikingur og FH sex, ÍBV fimm og KR fjögur — en tvö siðasttöldu liðin hafa aðcins leikið sex leiki — hin sjö. —hsim. Hundruð farþega urðu af utanlandsför i gær- kvöldi, eftir að flug- virkjar höfðu hafið ,,ó- lögmæta vinnustöðvun” að áliti Flugleiða h.f. í Kastrup beið hópur far- þega, 120 manns, eftir þotu, sem aldrei kom. Flugvirkjar og Flugleið- ir eru ósammála um túlkun kjarasamninga frá 12. mai. Þegar i ljós kom megn óánægja með launapokann á verk- stæðum Flugleiða á Reykjavikurflugvelli og i Keflavik, ákváðu flug- virkjar að yfirgefa vinnustaðinn. Eftir það gátu flugvélar ekki fengið þá tækniþjónustu, sem lög gera ráð fyrir. Aðgerðirnar hófust kl. 16 í gær- dag og fór flug þegar að truflast verulega af þessum sökum. Á Keflavikurflugvelli biðu i gær- kvöldi um 180 eftir fari, hópur sem ætlaði til Grænlands, og ann- ar til Palma á Mallorka. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaðafull- trúa, þótti sýnt, að allt flug mundi stöðvast i gærkvöldi og nú i morg- un. „Ólögmœtt," segja Flugleiðir Að sögn Sveins er þetta i annað skipti á skömmum tima, að flug- virkjar gripa til „ólöglegs verk- falls”, eins og Flugleiðir vilja meina, að hér sé framkvæmt. Sið- asta laugardag töfðust milli- landavélar félagsins i allt að tvo tima vegna „fundarhalda” flug- virkjanna i einu flugskýli Kefla- vikurflugvallar. Flugleiðum barst i gær bréf Flugvirkjafélagsins, þar sem 8400 kr. grunnkaupshækkunar á mán- uði var krafizt fyrir hvern flug- virkja. Þetta telur fyrirtækið að hafi falizt i 11% hækkun, sem kom 1. janúar. Þá er krafizt 8,6% grunnkaupshækkunar frá 13. júni og það grunnkaup hækki um 4,3% frá 1. október nk. Sáttaboði á fundi aðilanna i gær var hafnað af flugvirkjum og vinnustöðvun kl. 16 þá tilkynnt. Næst gerðist það, að Flugleiðir sendufélagi flugvirkja simskeyti, þar sem fullri ábyrgð er lýst á hendur flugvirkjum og félagi þeirra, ef til truflana komi eða ó- lögmætrar vinnustöðvunar. Askilja Flugleiðir sér rétt til að fara á vit dómstóla vegna máls þessa. Þá hefur Kjaradómi verið falið að fjalla um ágreining aðil- anna. í félagsheimili flugvirkja við Brautarholt hittum við fyrir nokkra flugvirkja, sem rökræddu ágreiningsmálin. — Við erum ekki sammála Flugleiðum um túlkun samning- anna. Frá 12. mai höfum við feng- ið 11% uppböt, sem við teljum vera kjarabætur vegna þess hve kjör okkar hafa dregizt aftur úr kjörum annarra iðnaðarmanna. Flugleiðir telja þessi 11% aftur á móti laglaunabætur, sagði Ragn- ar. — Láglaunabæturnar, sem við áttum von á um þessi mánaða- mót, voru því ekki með i kaupinu nú, þar eð Flugleiðir telja sig þeg- ar hafa bætt þeim við launin. sagðiRagnar. JBP/JB Arabar sendu Einari Einarssyni pöntun: Vildu kaupa nagladekk fyrir 75 milljónir — en því miður, dekkin aðeins hugmynd ennþó — baksíða Hengir hjólið fyrir ofan rúm sitt — enda ekki venjulegur gripur — bls. 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.