Vísir - 08.07.1975, Qupperneq 7
Vlsir. Þriöjudagur 8. júli 1975.
7
Fleksnes fer I keppni um titilinn „Herra sjarmi” og lendir þar I
haröri baráttu viö aöra keppendur.
Eigum við að byrja á
góðu fréttunum? Annars
vegar er gaman að sjá
uppgötvunina Julie Ege,
norsku kynbombuna vin-
sælu og í öðru lagi er það
virðingarvert hjá Há-
skólabíói að leita f yrir sér
á nýjum slóðum um kvik-
myndir.
Og svo koma slæmu fréttirn-
ar. Ég gerði mér ekki miklar
vonir um Fleksnes, en samt það
miklar, að þær brugðust allar.
Þessi framleiðsla Norðmanna
er ákaflega ódýr, bæði handrit
og kvikmyndauppbygging.
Rolv Wesenlund, sá sem leikið
hefur Fleksnes, hefur sjálfur
skrifað kvikmyndahandritið
ásamt leikstjóranum Bo Her-
mannsson. Leiðinlega mikið af
þvi byggist upp á löngum sam-
tölum manna inni i auðum her-
bergjum, þannig að ekki er nú
miklum hasar fyrir að fara i
myndínni.
Kimnin er upp á norska visu.
Mikið af henni fer forgörðum
hjá Isl. áhorfendum, sem
skilja ekki fyndnina i þvi þegar
Fleksnes breytir úr einum
framburði yfir i annan.
Sennilega hafa Norðmenn-
irnir haft eitthvert gaman af
rövlinu i Fleksnes, en islenzku
áhorfendurnir þurfa að vera i
heldur betur góðu skapi fyrir, ef
þeir eiga að hafa gaman af.
—JB
t lokakafla myndarinnar fer Woody Allen á kostum. Þar lýsir
hann þvl hvaö á sér staö inni I manninum viö samfarir. A mynd-
inni eru Tony Randall og Burt Reynolds, tveir starfsmenn hins
háþróaöa mannsllkama, sem sannanlega mega standa I ströngu
á meöan eigandinn kemur vilja sinum fram.
Lítill Óskars-
verðlaunabragur
Gamla bló &
,,Á ferð meö frænku”
(Travels With My Aunt)
Leikstjóri: George Cukor (ósk-
ar fyrir My Fair Lady)
Leikendur: Maggie Smith,
Robert Stephens, Alec McCow-
'en og Lou Gossett.
Það er lítill óskars-
verðla una brag ur á
Maggie Smith í hlutverki
Ágústu frænku í ,,Á ferð
með frænku” og djúpt á
höfundinum Graham
Green.
Skemmtileg frásögn i sam-
nefndri sögu Graham Green
skilar sér illa i kvikmyndinni og
I
tilraunir Maggie Smith til að
leika ein þrjátiu ár niður fyrir
sig mistakast.
Maggie Smith hlaut Óskars-
verðlaunin árið 1970 fyrir stór-
kostlegan leik sinn i kvikmynd-
inni „The Prime of Miss Jean
Brodie” og hefur frá þeim tima
hlotið fjölmörg verðug verkefni
á sviði og tjaldi.
Kannski hefur hún einnig
veðjað á þessa mynd. Leikur
eiginmanns hennar Roberts
Stephens, sem leikur elskhug-
ann i myndinni, er til muna
þægilegri svo og leikur Alec Mc-
Cowen og Lou Gossett.
Aðeins heitustu aðdáendur
Graham Green og Maggie
Smith munu finna ánægjukorn i
myndinni.
—JB
KVIKMYNDAHUSIN
í DAG
>f)f)f
)f)f
4
V-
<c
Austurbæjarbíó: „Fuglahræðan"
Tónabíó: „Allt um kynlffið"
Nýja btó: „Gordon og eiturlyf jahringurinn "
Gamla bíó: „A ferð með frænku"
Háskólabíó: „Fleksnes í konuleit"
Hafnarf jarðarbíó: „Vinir Eddie Coyle"
Sú bezta þessa dagana
Austurbæjarbíó: 4444
„Scarecrow”
Leikstj.: Jerry Schatzberg
j Aöalhlutverk. Gene Hackman
og A1 Pacino.
Ef þið viljið sjá mynd, sem
hefur allt gott til að bera, farið
þá i Austurbæjarbió. Myndin
„Scarecrow”, sem þar er verið
að sýna, er tvimælalaust bezta
myndin i borginni þessa dag-
ana.
Myndin er frábær og helzt þar
allt i hendur: góður leikstjóri,
sem hefur gott lag á leikurunum
og myndatökumönnum. Myndin
nær tökum á áhorfendum strax i
upphafi og þráðurinn tapast
aldrei. Þetta er mynd, sem skil-
ur sitthvað eftir. Ahorfendur
hafa ekki sagt fyllilega skilið við
þá Max og Ljón að sýningu lok-
inni.
Gene Hackman fer með hlut-
verk Max, en A1 Pacino leikur
Ljón og er þetta fyrsta myndin,
sem hann lék i eftir að hafa
slegiði gegn i „The Godfather”.
Þeir Max og Ljón kynnast á
eyðilegum vegi i Kaliforniu.
Þeir eru báðir að reyna að kom-
ast leiðar sinnar á puttanum:
Max til Pittsburg, Ljón til De-
troit.
Þeirhafa fátt meðferðis. Max
er með tösku, sem i eru fram-
tiðaráætlanir hans. Hann á pen-
inga i Pittsburg, og fyrir þá ætl-
ar hann að koma á fót bila-
þvottastöð. Ljón hefur litið ann-
að meðferðis en kassa með
rauðri slaufu. 1 kassanum er
gjöf til barnsins hans, sem hann
á i Detroit, en hefur aldrei litið
augum.
Max vill fá Ljón með sér i
fyrirtækið og verður það að
samkomulagi. Ahorfandinn fær
aldrei að vita, hvort þeir félagar
komast til Pittsburg, enda
skiptir það minnstu máli. Það
sem myndin snýst um er ferð
þeirra, sem er viðburðarik. Þeir
læra margt hvor af öðrum. Sá,
sem lærir meira er Max, sem er
tortrygginn að eðlisfari og fljót-
ur að láta hnefana útkljá öll
vandamál. Ljón er aftur á móti
hægari og gamansamari. Tekst
honum á skömmum tima að
gjörbreyta Max og gera hann
háðan sér áður en yfir
iýkur...
—ÞJM
Gene Hackman og A1 Pacino I
myndinni „Scarecrow”. Þeir
eru mjög góöir I þessari mynd,
sem þeirra er von og visa.
Sérstakur grínisti
ar, sem leiddu til þess að konan
skildi við mig.
Myndin skiptist i kafla, sem
hver um sig fjallar um eina
spurningu úr bókinni, sem hún
byggir nafn sitt á.
Kaflarnir eru mjög misjafnir
að gæðum, en nokkrir þeirra
bráðfyndnir og þar á meðal sá
siðasti, sem hvort tveggja i senn
lýsir vel sérstæðri kimnigáfu
Allen og kemur áhorfendunum
til að veltast um af hlátri.
—JB
ODYRT GAMAN
Iláskólabió 4
„Fleksnes i konuleit”
(Den sidste Fleksnes)
Leikstjóri: Bo Hermannsson.
Aöalhlutverk: Rolv Wesenlund.
Tónabió 444
„Everything You Always
Wanted to Know About Sex” ■
Leikstjóri, aðalleikari og hand-
ritahöfundur: Woody Allen
Svona til að forðast
misskilning, er rétt að
taka fram, að myndin
„Everything You Always
Wanted to Know About
Sex" er ekki klámmynd
og þaðan af síður
fræðslumynd um kyn-
lifið.
I tveim orðum sagt er
myndin Woody Allen. Hann er
bæði höfundur kvikmyndahand-
ritsins, aðalleikari og leikstjóri.
KVIKMYNDIR
Þvi má með sanni segja, að
myndin sé persónulegt verk
þessa sérstæða grinfugls.
Woody Allen hefur unnið sér
frægð með sérstæðri kimnigáfu,
sem þó kemst fullkomlega til
skila hjá almenningi.
1 mynd þessari tekur Woody
Allen fyrir fræðslubókina
„Everything You Always
Wanted To Know About Sex”.
Efni sitt sækir hann þó eingöngu
i nokkur kaflaheiti bókarinnar,
sem varpa fram spurningum,
sem Woody Allen reynir svo
samvizkusamlega að svara.
Um myndina segir Woody All-
en sjálfur:
— Þessi kvikmynd inniheldur
allar þær fáránlegu hugmyndir,
sem skotið hefur upp hjá mér
um kynlifið, þar á meðal nokkr-
cTWenningarmál