Vísir - 08.07.1975, Page 9
8
Visir. Þriðjudagur 8. júli 1975.
Visir. Þriðjudagur 8. júli 1975.
-O -£>- -ö- -O O
Það var oft mikil óiga I norska vitateignum —og þar hafði Erik Johannesson nóg að gera.
A mynd Bjarnleifs að ofan liggur Eirikur markvörður — en hefur slegið knöttinn yfir Jón
Alfreðsson. Jóhannes Eðvaldsson fylgist með — og áhorfendur i þéttskipaðri stúku
Laugardalsvallarins.
Aðeins eitt stig
skilur ó milli!
í landskeppni í frjálsum íþróttum í Prag
Pólland hafði forustu eftir fyrri daginn í
þriggja landa keppni Póllands, Bandarikj-
anna og Tékkóslóvakíu, sem hófst i Prag i
gær — mestu frjálsiþróttakeppni, sem um
langt árabil hefur verið haldin i Tékkósló-
vakiu. í karlakeppninni höfðu Pólverjar 61
stig gegn 60 stigum Bandarikjamanna en
mjög á óvart höfðu bandarisku konurnar
forustu gegn þeim pólsku. Að visu aðeins
eitt stig yfir — sami litli munurinn og i
karlakeppninni — 37-36. Báðar þjóðir höfðu
örugga forustu gegn Tékkuin.
Frábær árangur náðist i mörgum grein-
um i keppninni. Pólverjinn Kozkiewicz,
Evrópumethafinn i stangarstökki, reyndi
við nýttheimsmet5.67 metra, en tókst ekki.
Sigurstökk hans var 5.50 metrar og landi
hans Buciarski varð annar á 5.40 m i þess-
ari „bandarisku” grein. Bandarikjamenn-
irnir, Rogers og Wallick, stukku 5.10 m.
Jerzy Hewelt setti nýtt pólskt met i 400 m
grindahlaupi á 49.5 sek, og Mike Shine,
USA, varð annar með 49.9 sek.
Ken Popejoy, USA, sigraði i 1500 m á
ágætum tima 3:38.4 min. rétt á undan
Penkava, Tékkóslóvakiu, og Heidenreich,
USA, sem hlupu á 3:38.8 min. Malinowski,
Póllandi, varð fjórði á 3:39.4 mín. og
Wasilewski, Póllandi fimmti á 3.39.6 min.
Sjötti varð Tékkinn Stefan Polak á 3:40.2
min. Mikið hlaup það. í 100 m hlaupi
sigraði Ed Preston, USA, á 10.2 sek. og
Young, USA, varð annar á 10.3 sek. Matou-
sek, Tékkóslóvakiu, og Liczerski, Póllandi,
fengu sama tima. 1 100 m hlaupi kvenna
var Irena Szewinska, Póllandi, langfyrst á
11.2 sek.
Stan Winson, USA, varð fyrstur i 400 m
hlaupi á 45.4 sek. og landi hans Robert
Taylor annar á 45.9 sek. Pólverjinn Pietr-
zyk varð 3ji á 46.1 sek. 1 spjótkasti kastaði
Bob Wallis, USA, lengst eða 85.02 m en
Tomas Babiak, Tékk., varð 2. með 83.84
m. Richard George USA, 3ji með 83.08 m.
Þá sigraði Tommy Haynes, USA i þrístökki
— stökk 16.59 m og var langbeztur. Pól-
verjinn Biskupski varð annar á 16.23 m.
Keppnin heldur áfram i dag.
— hsfm.
Mesta dómarahneyksli í
landsleikjasögu fslands
Sœnski dómarinn, Ulf Eriksson, bjó til vítaspyrnu, sem gaf Norðmönnum
jafntefli gegn íslandi 1-1 og eyðilagði leikinn
Hann heitir Ulf Eriksson —
kostaður alla leið austan úr Svia-
riki til að dæma jafn þýðingar-
mikinn leik og landsleik Islands
og Noregs f undankeppni
Olympiuleikanna —nýliði á sviði
dómgæzlu i landsleikjum með
einn landsieik að baki. Hann var
slæm sending — dómgæzia þessa
Svia, sem reyndi að verja sig með
hroka eftir leikinn, er mesta
dómarahneyksli, sem átt hefur
sér stað i islenzkri iandsleikja-
sögu. Jafnteflið i ieiknum, 1-1,
geta Norðmenn eingöngu þakkað
þessum sænska heiðursmanni —
hann bjó til vftaspyrnu á tsland,
þegar tveir ieikmenn hlupu
saman án þess um nokkurt brot
væri að ræða — atvik, sem alltaf
eru að ske f knattspyrnuieik án
þess að dómarar gripi til flaut-
unnar. Skorað var úr vitinu — og
leikur, sem virtist stefna i að
verða góð skemmtun fyrir
áhorfendur sem leikmenn, gekk
allur úr skorðum. Dómarinn
beiniinis eyðilagði leikinn —
harkan, grimmdin varð allsráð-
andi og hr. Eriksson réð ekki við
neitt. Beinlfnis aumkunarverður.
— Þetta er fáránlegasti dómur
sem ég hef orðið vitni að á 20 ára
ferli minum sem atvinnumaður i
knattspyrnu, sagði landsliðs-
þjálfarinn Tony Knapp.
— Við Norðmenn höfum ekki
yfir neinu að kvarta i sambandi
viö dómgæzluna, sagði Einar
Jorum, norski landsliðseinvald-
urinn og brosti tviræðu brosi.
— Við getum verið ánægðir
með að hafa sloppið með 1-1 frá
íslandi, segir norska fréttastofan
NTB eftir leikinn.
— Sænskt dómarahneyksli á
Islandi bjargaði Norðmönnum,
slmaði einn norsku blaðamann-
anna til Noregs eftir leikinn.
— Viðhér á Visi segjum. Þetta
er það versta, sem dómari hefur
sýnt i þau 29 ár sem landsleikir
hafa verið leiknir á Islandi. Grip-
ið til harðasta dóms i knatt-
spyrnulögunum á bókstaflega
ekkert.
— Ahorfendur sögðu hug sinn á
Laugardalsvelli I gærkvöldi.
Aldrei hefur erlendur dómari fyrr
fengið annað eins á sig frá radd-
böndum islenzkra áhorfenda. Hr.
Eriksson fékk vissulega að heyra
hvaða álit islenzkir áhorfendur
höfðu á honum. Það var litið.
— Sænski fáninn var dreginn i
hálfa stöng á meðan á leiknum
stóð — þetta var sorglegur dagur
fyrir Svia á ísla,ndi. Hópur pilta
beið eftir sænska dómaranum
eftir leikinn — sumir i vigahug.
En þökk sé þeim. Þeir voru beðn-
ir að láta þann sænska i friði — og
gerðu það. Það var ekki einu sinni
baulað á Sviann.
En landsleikurinn? — JU, hann
fellur beinlinis i skuggann — að-
eins viti Svians verður minnis-
stætt Ur honum, þegar árin liða.
Byrjunin var góð — Norðmenn
betri fyrstuminúturnar. Siðan fór
islenzka liðið að ná tökum á leikn-
um — nýliðinn Arni Sveinsson,
með ljUfa knattmeðferð eins og
faðir hans, snilldarleikmaðurinn
Sveinn Teitsson, skoraði mark
tslands á 17. min. eftir glæsi-
sendingu Guðgeirs Leifssonar á
Matthias Hallgrimsson, og
„Matti” lék snilldarlega á bak-
vörðinn — spyrnti fast fyrir
markið og þegar maður hélt að
knötturinn ætlaði framhjá Arna
kom hælspyrnan góða hjá unga
piltinum — knötturinn lá i netinu
hjá Vikingnum mikla, Erik
Johannessen, sem nefbrotinn var
bezti maður norska liðsins.
Fjórar minútur liðu — og þá
lamaði Eriksson dómari islenzka
áhorfendur og leikmenn með hin-
um furðulega dómi sinum, vita-
spyrnunni, sem lengi verður
minnzt i islenzkri knattspyrnu,
sem gjöf Svians til Norðmanna.
Eftir að norskir höfðu nýtt sér
gjöfina náði leikurinn aldrei sömu
reisn og áður — varð heldur litill
landsleikur. Sviinn sá um það.
íslenzka liðið var áberandi
sterkara I leiknum — það var nær
stanzlaust i sókn allan siðari hálf-
Ragnhildur
bœtti tíma
sinn mjög
Ragnhildur Pálsdóttir,
Stjörnunni, bætti tima sinn
verulega I 1500 m hlaupi á
móti I Arósum i gærkvöldi.
HUn hljóp vegalengdina á
4:38.3 min. — sem er nýtt is-
lenzkt stUlknamet, en Ragn-
hildur er aðeins 17 ára — og
bætti tima sinn um átta
sekUndur. Ragnhildur varð
önnur I hlaupinu — kanadisk
stUlka sigraði á 4:35.0 min.
í vor setti Ragnhildur Is-
landsmet i 1500 m. hlaupi á
móti i Arósum, 4:46.3 min. —
en siðan hefur Lilja Guð-
mundsdóttir, 1R, tvibætt
þann árangur — siðast 4:34.0
min. á móti i Stokkhólmi.
Þessar snjöllu stUlkur munu
keppa fyrir Island á Karlott-
leikunum i Tromsö siðast i
þessum mánuði — og þá
væntanlega hlaupa báðar 800
og 1500 m. Það verður ef til
vill eina keppni þeirra gegn
hvor annarri i sumar.
—hsim,
leikinn. En sigurmarkið vildi ekki
koma, þó oft væri mikil ólga i
norska vitateignum — einkum,
þegar Guðgeir Leifsson tók auka-
spyrnur eða innköst. Oft lá mark-
ið I loftinu, en einhvern veginn
bjargaðist allt hjá norskum. Þar
var hlutur Eriks Jóhannessonar i
markinu ekki lítill. — Hann var i
eldlinpnni nær allan leikinn
meðan Sigurður Dagsson hafði
sáralitið að gera i íslenzka mark
inu. Rétt I lokin varð Sigurður þó
að taka á honum stóra sinum —
honum tókst að koma fremsta
kögglinum á löngutöng hægri
handar á knöttinn tveimur min.
fyrir leikslok, þegar norskir
fengu sitt bezta tækifæri i leikn-
um. Það nægði — knötturinn
hrökk I stöng og siðan var bjargað
— en langatöng Sigurðar hrökk
einnigUrliði. Fingurinn tvöfaldur
eftir leikinn.
Þetta var leikur, sem ísland
átti skilyrðislaust að vinna — þó
ekki léki islenzka liðið allskostar
vel. Guðgeir var beztur. —
Matthias ógnandi i framlinunni —
Marteinn átti snilldarleik i vörn-
inni og einnig Jón Pétursson. Jó-
hannes stóð fyrir sinu — en hefur
leikið betur. Sigurður steig ekki
rangt niður fæti i markinu —
Bjöm Lárusson kom inn fyrir
Gisla Torfason, sem meiddist, og
komst allvel frá leiknum. Jón
Alfreðsson fékk það erfiða hlut-
verk að fylla sæti Ásgeirs Sigur-
vinssonar — tókst það auðvitað
ekki, en gerði þó margt vel, en
framvarðaleikur liðsins var ekki
nógu góður i heild. En islenzka
liðið er sterkt og átti að vinna —■
já, vinna góðan sigur.
— hsim.
Björn Lárusson:
„Betra skipulag
nú en var 1969"
Björn Lárusson kom inn á i
fyrri hálfleik i stað Gfsla Torfa-
sonar, sem meiddist eftir sam-
stuðið við Norðmanninn, sem vit-
ið fræga var dæmt á. Björn hefur
verið varamaður með iandsliðinu
í siðustu átta leikjum og aldrei
fengið að koma inn á fyrr en nú.
Siðasti iandsleikur hans var árið
1969 — i Hamilton á Bermuda —
þar sem hann skoraði annað
mark tsiands i 3:2 tapleik.
„Hlutirnir hafa breytzt siðan þá
— sagði Björn og brosti, er við
spjöliuðum við hann eftir ieikinn i
gærkvöldi. ,,Þá lék ég stöðu mið-
herja, en nú er maður orðinn
hægribakvörður — eða kominn úr
fremstu viglinu i þá öftustu.”
Hvaða munur er að leika með
landsiiðinu nú og þá?
„Það er allt annað og betra
skipulag hjá iandsliðinu eins og
það hefur verið s.l. tvö sumur en
var þá. Það er meiri taktik I þessu
núna, og menn vita betur, hvað
þeir eiga að gera inni á veilinum.
Einnig held ég, að úthaldið sé
betra hjá mönnum en það var.
Þetta hefur komið með ensku
þjálfurunum enda sýnir það sig i
árangri okkar i siðustu iands-
leikjum, að við höfum mikið af
þeim lært.” — klp —
Nils Arne Eggen:
„Þetta var allt dœmi-
gert enskt hjá ykkur
„Við vissum um þetta enska
ieikskipulag ykkar og vorum þvi
viðbúnir að mæta hörku og lát-
um,” sagði annar þjáifari norska
iiðsins, Nils Arne Eggen, eftir
leikinn.
,,Ég held, að við höfum sioppið
vel frá þessu — engin stórvægileg
meiðsii og menn sæmiiega
ánægðir með jafnteflið. Við hefð-
um þó átt að sigra, þv! við vorum
nær að skora undir lokin.
Ég hef bæði leikið á móti og séð
islenzkt landsliðið leika, en þetta
er það bezta til þessa. Ég skil nú
alveg, hvernig staðið getur á þvi,
að Austur-Þýzkaland, Frakkland
og fleiri hafa lent I vandræðum
hér.”
Hvernig fannst þér dómarinn
dæma?
Hann var góður i fyrri hálfleik,
/#
Gísli Torfason:
Það var Norðmaðurinn
sem braut — ekki ég
##
„Ég fæ engan botn i það,
hvernig maðurinn gat dæmt vita-
spyrnu á þetta,” sagði Gisli
Torfason, sem hin úmdeilda vita-
spyrna leiksins var dæmd á.
„Ég sá boltann koma I áttina að
vítateignum, og um leið, að ég
næði honum ekki nema að hlaupa
afturábak. Ég sá engan mann
nálægt mér og vissi ekkert fyrr en
Norðmaðurinn kom með hnéð I
mjöðmina á mér og ég féll um
koll.
Dómarinn benti fyrst á vitalin-
una, en breytti siðan dómnum og
benti á vitapunktinn. Ég sparkaði
aldrei fótunum undan Norð-
manninum. Ef ég hef komið við
hann, var það eftir að hann hafði
sett hnéð I mjöðmina á mér.
Höggið var það mikið, að ég
varð að fara út af á eftir, og get nú
varla stigið i fótinn”.
— klp —
en dró taum tslendinganna i þeim
siðari. Vitaspyrnudómur hans
var hárréttur, en hann hefði mátt
sýna Tony Knapp gula spjaldið og
jafnvel það rauða fyrir framkom-
una á eftir. Hún var fyrir neðan
allar hellur dæmigerð ensk
þjálfaraframkoma, þegar illa
gengur hjá þeim.” —klp—
Svein Kvia:
„Eins og að fara í
gegnum hakkavél"
,,Ég hef oft áöur leikið á móti
islenzka landsliðinu, en hef aldrei
mætt þvi eins sterku og nú,” sagði
fyrirliði Norðmannanna, Svein
Kvia, eftir leikinn.
„Ég vissi, að þetta yrði erfitt,
en ekki svona, —enda held ég, að
flestum okkar finnist þeir hafa
farið i gegnum hakkavél.
Við getum vel unað við þessi úr-
slit. tsland sótti að visu mun
meir, en við áttum hættulegri
tækifæri, þegar þau gáfust.”
Hvað með vitaspyrnuna?
„Ég þori ekki að segja neitt um
það — ég var ekki i aðstöðu til
þess. En hún var umdeilanleg,
það komst maður ekki hjá að
heyra og sjá á áhorfendunum.”
— Hverjir voru beztir af
islenzku leikmönnunum að þinu
mati?
„Tvimælalaust GuðgeirLeifsson
og siðan þeir Jóhannes Eðvalds-
son og Marteinn Geirsson. Þeir
eru báðir geysilega sterkir leik-
menn. Annars var þetta jafnt og
gott islenzkt lið.” —klp—
* t 'ié''» • • • • , ‘
**"%///+ ' r ^ Æ' Jí Iaa'
vm
~ • i' i/
Skoraði — og hefur Ijúfa leikni föður sins
Mark tslands er staðreynd — Arni Sveinsson, 19 ára, pilturinn efnilegi frá Akranesi hefur sent knöttinn með hælnum i norska markið.
Ljósmynd Bjarnieifur.
„Þetta var augljós
vítaspyrna á ísland"
sagði sœnski dómarinn Ulf Eriksson, sem þó var ekki í aðstöðu að
sjá hvort brotið var fyrir utan eða innan vítateig
óvinsælasti maðurinn á
Laugardalsvellinum . I gærkvöldi
var án efa hinn ungi sænski dóm-
ari leiksins — Ulf Eriksson — sem
þarna dæmdi sinn annan lands-
leik um ævina — sá fyrsti var
##
##
Jón Alfreðsson:
Of mikil harka
fyrir minn smekk
„Það var einum of mikil harka i
þessu fyrir minn smekk,” sagði
Jón Alfreðsson frá Akranesi, sem
nú lék aftur með islenzka lands-
liðinu eftir nær þriggja ára hlé og
náði þarna i sinn annan landsleik.
„Norðmennirnir voru mjög
harðir og gáfu ekkert eftir i ná-
vígi. En þeir voru kurteisir inni
á vellinum —flestir þeirra a.m.k.
— og skemmtilegir andstæðing-
ar.”
Þú varst nálægt þvi að skora i
siðari hálfleiknum?
Já, ég hitti boltann i bæði skipt-
in ágætlega, en miðið hefði mátt
vera utar i annað skiptiö og innar
i hitt. Þá hefði maður kannski
haft það af að skora.”..
—klp—
leikur Austur-Þýzkalands og Pól-
lands fyrir þrem mánuðum.
„Þetta var mjög erfiður leikur
að dæma,” sagði hann, er við
töluðum við hann eftir leikinn.
„Það var mikið um óþarfa hrind-
ingar og spörk á báða bóga, og
harkan allt of mikil. Ekkert var
gefið eftir og þvi var knatt-
spyrnan mjög takmörkuð að
minu viti”.
Hvað með hina umdeildu vita-
spyrnu, sem þú dæmdir á Island?
„Það fór ekkertá milli mála, að
Islendingurinn spyrnti fótunum
undan Norðmanninum. Það sá ég
glöggt og hljóp á staðinn, sem var
um 25 metrum frá mér, til að sjá
hvort brotið hefði skeð fyrir innan
vitateig. Það reyndist svo vera,
og gaf linuvörður minn þeim
megin á vellinum mér merki um
það”.
En er það ekki strangur dómur
að dæma vitaspyrnu á atvik, sem
gerist við vitateigshorn, þar sem
báðir aðilar snúa baki i markið,
og vinna að háum bolta sem kem-
ur inn i teiginn?
„Það er ekki til umræðu hér.
Þetta var vitaspyrna..”
— Hvað finnst þér um islenzku
áhorfendurna á leiknum?
„Þetta eru áreiðanlega góðir
áhorfendur að hafa á bak við sig.
En það snerti mig ekki þótt þeir
væru að baula svona. Við
dómararnir verðum að taka þvi
eins og öðru. Fólkið kemur til
þess.og borgarfyrirþað af sinum
aurum, og þvi má það baula og
flauta ef það vill min vegna.”
— klp —
Árni Sveinsson:
„Gaman að skora
svona með heelnum
##
„Þetta var ekki svo erfitt —
sagði hinn ungi Akurnesingur,
Arni Sveinsson, sem skoraði
eina mark tslands i landsleikn-
um við Noreg i gærkvöldi.
„Ég sá boltann koma fyrir
markið lét hann fara á milli fót-
anna á mér og tók hann svo meö
hælnum, þannig að hann skauzt
inn i netið. Þetta var gott upp-
hlaup og gaman að taka þátt i
þvi á þennan hátt, enda er ég
mjög ánægður með að hafa
skorað.
Þetta var annars erfiður leik-
ur — allt of mikil harka I honum
— og dómarinn lélegur eins og
allir á vellinum sáu.”
Arni er, eins og margir vita,
sonur Sveins Teitssonar, sem á
sinum tima skoraði eitt eftir-
minnilegasta mark, sem island
hefur gert i landsleik — markið I
1:1 leiknum á móti Danmörku í
undankeppni olympiuleikanna á
Indrætsparken I Kaupmanna-
höfn áriö 1959. Þá hefur Árni
verið 3ja ára gamall og litið
vitað, hvaða afrek pabbi var að
vinna eða hvað þá heldur að
hann ætti eftir að leika þetta
eftir honum. __klp_
Hafðu þetta, Bommi. Þegar
bófarnir hafa samband við þig, get-
Mundi lætur Bomma hafa litið
senditæki i laginu einsogúr....