Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 4
4 Vlsir. Miðvikudagur 9. júll 19V5. i Nordens hus torsdagen 10 juli kl. 20,00 - 23,00 Kl. 20.30: SPÖKEN DANSAR, ett pro- gram pá svenska om islandsk folktro med beráttande, sang och dans. Kl. 22.00 Filmen SVEITIN MILLI SANDA, en film om livet i öræfasveit före ,,ringvágen” (norsk text). Kafeterian öppen. Utstállningar i biblioteket och i kállaren. Válkommen. NORRÆNA HÚSIÐ Tilkynning frá Sölu varnarliðseigna Skrifstofa vor og afgreiðslur að Grensás- vegi 9 og Keflavikurflugvelli verða lokaðar vegna sumarleyfa frá 14. júli til 12. ágúst. ítyrstur meö fréttimar vism JAPANIR HAFA ÁHUGA Á HITAVEITU - TIL AÐ KÆLA HÚSIN — Skortur og verð á olíu að undanförnu hefur leitt til þess, að við Japanir viljum nú nota betur þær orkuiindir, sem fyrir eru i iandinu, sagði Tokuji Tokonami I viðtali vi Visi I morgun. Tokonami er háttsettur þing- maður i Japan og er hingað kominn ásamt 27 Japönum, bæjarstjórum og verkfræðing- um til að kynna sér hitaveitu- mál á íslandi. — Notkun jarðhita fyrir al- menning i Japan er nú á byrjunarstigi. Við höfum raf- aflstöðvar á nyrztu og syðstu eyjum Japans, sem knúðar eru af jarðhita og framleiða sam- tals 50 þúsund kilóvött, sagði þingmaðurinn Tokonami. — Þar fyrir utan er heita vatnið mest notað á baðstöðum og skemmtistöðum, en nú vilj- um við fara að nota það til frek- ari raforkuframleiðslu fyrir al- menning og eins til húshitunar og almennrar notkunar heima við, sagði Tokonami. — Japan er að þvi leyti ólikt fslandi að þar rikir skortur á fallvötnum til raforkuvirkjunar, þannig að heita vatnið er okkur þeim mun mikilvægara, þar sem hægt er einnig að nota það til raforkuframleiðslu, sagði Tokonami. Þingmaðurinn sagði, að ein- ungis væri i tilraunaskyni byrjað að veita heitu vatni i hús á nyrztu eyju Japans Hokkaido. — En i Japan er yfirleitt ekki mjög kalt i veðri þannig að við eyðum oft meiri orku i að kæla húsin en hita þau upp. Við erum nú með tilraunir i gangi, sem gera eiga okkur kleift að nota heita vatnið til loftkælingar i heimahúsum. Orka heita vatns- ins er notuð til að knýja kæli- kerfið áfram, sagði Tokonami. Japanski hópurinn fór i gær- dag og ræddi við starfsmenn Orkustofnunar, en ræddi siðan við verkfræðinga hjá Hitaveitu Reykjavikur. t dag heldur hópurinn siðan til Húsavikur að skoða hitaveituna þar, en mun að þvi loknu fara i skoðunarferð um nágrenni Reykjavikur. Hópurinn heldur utan á föstu- daginn. —JB Tokuji Tokonami — hefur hug á að kæia húsin i Japan með hita- veitu over Frakkarnir hafa komið sér fyrir á bflaleigubilunum frá Hornafiröi. Talið frá vinstri: Dominique, Pi- érre, Paul Christian og undir stýri er blaðamaðurinn Constantin Brive. Skrífín lýsa menguðu hugarfarí ;## — sagði einn af frönsku fimmmenningunum „Við fáum oft léðan útbúnað frá ákveðnum fyrirtækjum, en ekki I þvi skyni að auglýsa hann i kvikmyndinni,” sagði franski rithöfundurinn og ævintýra- maðurinn Christian Gailission. Hann hefur farið i kringum hnöttinn tvisvar sinnum og skrifað metsölubækur um svaðilfarirnar. Christian er hingað kominn, eins og hann sagði sjálfur, til að gefa fólki i heimalandi sinu kost á að kynn- ast Islandi. Fyrirætlun hans er i sem stytztu máli að fara um óbyggðir og einkum og sér i lagi kanna jöklana. Honum til full- tingis er kappakstursmaður að nafni Paul Bordes. Christian kvað það alveg nauðsynlegt til að fá fólk til að lesa bækur nú til dags, að sagt væri frá einhverju glæfralegu. t þvl skyni að auð- velda frásagnirnar seinna meir hefur Christian fengið 2 menn frá kvikmyndafyrirtæk- inu Screen Play til að festa at- burðina á filmu. Til að leggja frekari áherzlu á að þeir væru hér ekki staddir beinlinis til að gera auglýsinga- myndir sagði Christian, að franska sjónvarpið sýndi ekki kvikmyndir, sem innihéldu aug- lýsingar. ,,Við höfum ákveðna og afmarkaða auglýsingatima, en það er bannað að lauma að áróðri i almennt efni”, sagði rit- höfundurinn. Frakkarnir sögðu frá þvi, að það væri ákaflega vinsælt I frönskum æskulýðsklúbbum að fá menn til að segja frá ferðum sinum. Christian nefndi sem dæmi um áhugann, að franski æskulýðs- og iþróttamálaráð herrann hefði skrifað þeim bréf, þar sem hann lýsti yfir ánægju sinni, með hina fyrirhuguðu ferð. Aður en Frakkarnir héldu til íslands höfðu þeir samband við í Islenzka sendiherrann i Paris, sem tjáði þeim, að engir ann- markar væru á þvi að kvik- mynda hér á landi. Christian Gallission sagðist hafa látið þýða fyrir sig þær greinar, sem skrifaðar hefðu verið um ferð þeirra hingað. Hann sagðist alls ekki skilja þennan ótta við slæma um gengni og mengun. Christian sagðist raunar telja, að greinar, eins og sú sem birzt hefði um að nú ætti að græða á íslandi benti til mun hættulegri mengunar hugarfarsins en nokkurn timann kynni að leiða af ferðum þeirra. — BA Christian með bókina, sem hann skrifaði um ferð sina á Kiliman- jaro.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.