Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 3

Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Miðvikudagur 9. júll 1975. 3 Hós og garður fullgert á 9 mánuðum ■ 1 ÍOIGRUHD 5 _ 1 „Ég hef að mestu unnið þetta einn,” sagði Jósep Halldórs- son trésmiður. Hann hefur nú búið i 3 mánuði i húsi, sem hann hófst handa við að reisa fyrir einu ári. Á þeim tima hefur húsið, sem er við Viðigrund i Kópavogi, verið málað og i garðinn hefur verið plantað trjám og sumarblómum. „Þa5 er nú varla hægt aö kalla þær aöferöir nýjungar, sem ég notaöi,” sagöi Jósep, er hann var spurður, hvernig þetta væri hægt. Hann kvaðst hafa slegið upp mótum með novapanplötum. Þær hefðu einnig verið notaðar innan i hús- ið. En húsið var hvorki pússaö að innan né utan. Loftplatan var steypt og húsið var járnabundið á venjulegan hátt. „1 hverju svo sem það liggur, hefur húsið kostað miklu minna en almennt gerist”. Ekki vildi Jósep þó nefna neinar tölur, en heyrzt hefur að það séu þrjár til þrjár og hálf milljón króna. —BA 0 <1 <3 0 Húsið að Vlðigrund er fullgert, fullmálað og garður I kring, meðan jafnaldra húsin i kring standa sum varla upp úr moldinni. Ljósm. Bj.Bj. Bemagrindin rannsökuð í dag - œtti þú að vera hœgt að segja til um aldur og kyn Hafin var rannsókn á hinni nýfundnu beinagrind i morgun. Rannsóknin er framkvæmd á Rannsóknastofu Háskóians, og annast prófessorarnir Ólafur Bjarnason og Jón Steffensen þá rannsókn. Þegar við höfðum samband við ólaf I morgun kvaðst hann engar upplýsingar geta veitt, en visaði á Magnús Eggertsson yfirlögregluþjón og Hauk Bjarnason lögreglumann, en þeir hafa haft með rannsókn málsins að gera. Magnús kvaðst engar nýjar upplýsingar geta veitt að svo stöddu. 1 einu blaðanna i morg- un er þvl haldið fram, að beina- grindin sé karlkyns. Magnús vildi ekki staðfesta það, en rannsóknin i dag ætti að leiða það i ljós og einnig aldur henn- ar. Beinagrindin fannst i gamla skotæfingasvæðinu við Faxa- skjól. Auk hennar fundust sokk- ar úr gerviefni og þrjár tölur. Magnús sagði, að ekki væri vist að tölurnar stæðu i beinu sam- bandi við beinagrindina. Þá fundust einnig þrjár skamm- byssukúlur i gröfinni. Það þarf þó ekki að benda til aö um morö hafi verið að ræða, þar sem svæðið var eitt sinn notað til skotæfinga. Það voru fimm strákar, sem fundu gröfina af tilviljun. Lög- reglan leitaði á staðnum i nokkra tima i gær, og ótrúlegt er annaö en krakkar róti eitt- hvað á sama stað i dag. —EA Núlldagur hjá Friðriki Ólafs- syni í gœr Tapaði fyrir Garcia og Hug, sem komust þar með í efstu sœtin, — 30 stiga hiti í Ziirich „Nú sækið þið aldeilis að mér, þvi að ég var að fá tvö 0 skopp- andi hlið við hlið,” sagði Friðrik Ólafsson, stórmeistari, og hió við, þegar blaðamaður Visis rabbaði við hann I sima I Zúrich I morgun. Fimm umferðum er nú lokið á meistaramóti Sviss, þar sem Friðrik teflir ásamt þrettán skákmeisturum öðrum. — 1 fimmtu umferðinni i gær mætti Friðrik Kúbumanninum Garcia og tapaði fyrir honum. Garcia er nú efstur með 4 1/2 vinning. Gærdagurinn byrjaði strax með andstreymi fyrir Friðrik. Hann átti eftir óteflda biðskák úr 4. umferð á hóti Hug. Hún var tefld um morguninn og fór 1-0 fyrir Hug. Ekki vildi Friðrik kenna aðstæðum um tapið. — „Ætli það hafi ekki verið eins og venjulega, sitt litið af hverju og svo seildist ég vist fuliiangt í þessum skákum,” sagði hann. „0, jæja, það þýðir ekkert annað en bita bara á jaxlinn og vonast eftir þvi, að það gangi betur i næstu skák,” bætti hann við og neitaði alveg að láta mót- byrinn draga sig niður. Friörik lét vel af aðstæðum og aðbúnaði. Að visu er ekki teflt i sama hótelinu og þátt- takendur búa. Taflstaðurinn er ögn frá i húsi, sem heitir Kongress Haus. — „Þeir mættu kannski hafa betri loftræstingu vegna hitans, þvi að hér i Ziirich hefur að undanförnu verið um 30 stiga hiti.” Staðan I mótinu er núna þannig, að Keller og Hug eru með 4 vinninga hvor, koma fast á hæla Garcia, sem er eins og áður sagði efstur með 4 1/2 vinning. — Næstir eru Umzirker og Langeweg með 3 vinninga. Þá Durckstein með 2 1/2 vinn- ing. Siðan er mikil þyrping manna með 2 vinninga og i þeim hópi er Friörik ólafsson. Atta umferðir eru eftir i mót- inu. 1 dag i 6. umferð teflir Friðrik Ólafsson við Keller, sem er i öðru sæti. Hann á einnig eft- ir að tefla viö Umzirker. — GP Frá veginum yfir Fjarðarheiði má auðveldlega taka sllkar jöklamyndir I júll. Seyðfirðingar í sól og blíðu, en Enn mikill snjór ó Fjarðarheiði — Maður var alveg að veröa vitlaus á ölium þessum snjó i vetur, sagði Seyðfirðingur, sem Vlsir ræddiviðum siðustu helgi. A laugardag flatmöguðu hins vegar flestir Seyðfirðingar i þvi bezta veðri, sem komiö hefur I allt sumar, og snjóþyngsli vetrarins gleymdust. Þegar haldið er frá Seyðisfirði á Fjaröarheiöina rifjast vetur- inn hins vegar fljótlega upp fyr- ir mönnum. Þar er enn mikill og harður snjór, sem vafasamt er að verði að fullu horfinn, er vet- ur skellur á að nýju. Óralangt er siðan slikur snjór hefur verið á heiðinni i júli- mánuði. Leifar hárra snjó- gangna eru enn meðfram veg- um og snjóbungur hvarvetna. A venjulegu sumri sér vart i hvita díla nema á hæstu tindum. —JB Óvist er að leifar snjógangnanna hverfi I sumar. Hér sjáum við hvað eftir er af snjógöngum, sem I vetur voru jafnhá og tveir rútu- bllar hvor ofan á öðrum. Ljósmyndir Jón B.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.