Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 1

Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 1
65. árg. Auglýsingakvik- myndir mega þœr ekki heita — Frakkarnir skýra sín mál Hús og lóð fullgert á níu mánuðum - bls. 3 Gramsaði í rusla- tunnum Kissingers — bls. 5 HÚN SPRAKK EKKI Kisaþota i Ieiguflugi fyrir brezka flugfélagið BOAC lenti i gærkvöldi á Kefla- vikurflugvelli, eftir að til- kynnt hafði verið um sprengju í vélinni. Vélin var tæmd I snatri og settur um hana vörður og mikill við- búnaður hafður en ekkert hafði ennþá sprungið, er siðast fréttist. Hér á síðunni eru viðtöl við áhöfn og far- þega, en á baksiðunni er meira um málið. Útlit fyrir að samkomu- lag náist um Svartsengi — Mér sýnist þetta vera að skriða saman, 'sagði Jóhann Einvarðsson, bæjarstjóri I Keflavik, þegar Visir spurðist fyrir um Svartsengismálið i morgun. Við héldum fund i gær og lög- menn beggja aðila eiga svo að ræða málin i dag. Við vorum biinir að gefa okkur hálfan mánuð i viðbót til samninga og sá frestur rennur út á morgun, en ef aðeins verður eftir að ganga frá smáatriðum er ástæðulaust að rigbinda sig við mánaðardag. Og samningar virðast á næsta leiti. Samkvæmt fréttatilkynningu, sem blaðinu barst i gær, var munurinn á tilboði þvi, sem Hitaveita Suðurnesja gerði, og þvi, sem félag landeigenda gerðia.m.k. 160 milljónir króna. Varð samkomulag um, að gerðardómur (matsmenn) réði til lykta þeim atriðum, sem samkomulag næðist ekki um. Var það aðallega verðmat á gæðum. Þetta var samþykkt 25. júni siðastliðinn og hefur siðan verið unnið að drögum samnings á þeim grundvelli. — ÓT. Flugstjórinn Anthony Rickard er yzt til hægri. En áhöfnin bar sig vel og viðurkenndi enga hræðslu. Til þess hefði ekki unnizt timi. „Mjog vel staðið að allri móttöku" — segir Anthony Rickard flugstjóri DC 10 vélarinnar „Nei við urðum ekkert sér- lega hrædd, en auðvitað var okkur akkur i að geta lent áður en sprengjan átti að springa, en það var um það bil 15 min. eftir að vélin var lent.” Flugstjórinn Anthony Rick- ard, sem Vlsismenn náðu tali af á Hótel Holti, hefur orð fyrir áhöfninni þegar við spjöllum við hana. Hann sagði, að farþegarnir hefðu verið mjög rólegir og þeim til furðu ekki sýnt nein merki um hræðslu. Mjög vel hefði verið staðið að móttöku flugvélarinnar hér. Það eina sem að var, var að tröppurnar, sem hafðar voru til taks höfðu verið of stuttar, þar sem neyðarrennurnar náðu ekki niður á flugbrautina. Það hefði stafað af þeim misskilningi, að haldið afi verið, að vélin væri af VC 10 gerð en ekki DC 10 sem er stærri. Hann lét i ljósi hrifningu á allri skipulagningu og sagðist ekkert hafa á móti þvi að koma til Islands aftur, en við aðrar kringumstæður. Undir þetta tók áhöfnin. — EVI „AUÐVITAÐ VORUM VIÐ HRÆDDIR" StTSÍTS: Við hittum nokkra farþega sem bjuggu á Esju, en þeir biðu eftir bil til að fara með á Kefla- vlkurflugvöli. Siðan áttu þeir að fljúga aftur til London með ann- arri vél. Tony Simms frá Nýja Sjá- landi viðurkenndi að hafa verið hræddur og farþeginn John Schofield lét i ljósi þá skoðun, að annað hefði verið óeðlilegt. „Annars gekk þetta svo fljótt fyrir sig, að maður hafði lftinn tima til að hugsa,” voru þeir sammála um. Einni klukkustund áður en lent var, kom fyrirspurn i hátalarnum um, hvort nokkrir Irar væru um borð, og þeir beðnir að gefa sig fram. „Ég talaði við frsk hjón i morgun, sem sögðu, að það hefði sfðan verið leitað I handtöskum þeirra,” sagði Tony Simms. Um það bil hálftima seinna kom tilkynning um, að sprengja væri I vélinni og jafnframt að hún ætti ekki að springa fy rr en 15 minútum eftir að vélin ætti auðveldlega að geta verið lent á Kefla vikurflugvelli. „Allar hugsanlegar varúðar- ráðstafanir voru gerðar og flug- vélin losaði sig við tugþúsundir litra af bensini,” sagði Simms og hann bætti við, að sizt hefði hann átt von á að lenda á Islandi af öllum stöðum á leið sinni til Nýja Sjálands. S. Yoda, Japani, sem við hitt- um, stóð brosandi með mynda- vél um öxl. Hann sagðist ekkert hafa skilið i þessu irafári, sem var á fólkinu i vélinni. Hann hefði haldið, að aðeins ætti að millilenda i Keflavik og tekið myndavélina með, en enga handtösku. Það var ekki fyrr en hann sá rennurnar, sem hann gerði sér grein'fyrir einhverju af þvi, sem um var að vera, og þá var hann lika fljótur út. Vernon L. Kunau var að koma frá Suður-Arabfu og átti sizt von á að lenda á Islandi. „Jú, ég var hræddur,” sagði hann. Tveir strákar sátu hjá honum, vildu ekki viðurkenna neitt slikt. „Það var bara stelpan hérna, sem var hrædd enda bara stelpa.” Hún varekkert að bera á móti þvi. „Ég var lika fljótust að koma mér út,” sagði hún. Veron Kunau, annar frá vinstri, situr hjá strákunum, sem ekki kunnu að hræðast, en stelpan fremst i miðið var ekkert að bera á móti siiku, enda hefði hún verið fljót að koma sér út. — EVI. Japaninn S. Yota vissi John Schofield frá Kalifornlu og Tony Simms hreint ekkert hvað var frá Nýja Sjálandi sögðu, að vlst hefðu þeir að gerast. Hélt bara verið hræddir. að það ætti að milli- lenda i Keflavlk.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.