Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 6

Vísir - 09.07.1975, Blaðsíða 6
6 Vlsir. Miðvikudagur 9. júll 1975. vísir tJtgefandi:’ Reykjaprent hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi:, Haukur Helgason Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Hverfisgötu 44. Simar 11660 86611 Afgreiösla: Hverfisgötu 44. Simi 86611 Ritstjórn: Slðumúla 14. Slmi 86611. 7 linur Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. 1 lausasölu 40 kr.eiptakið. Blaðaprent hf. Bezta tryggingin Mikilvægur þáttur almannavarna er viðbúnað- ur gegn óvæntu brottfalli aðflutninga á vörum, sem skipta miklu i rekstri efnahagslifsins. Aðflutningar gætu hæglega lagzt niður um langan eða skamman tima, ef heimsstyrjöld brytist út. Þótt likur á slikri styrjöld séu sáralitl- ar, er óráðlegt að taka áhættuna af þvi að fljóta sofandi að feigðarósi. Fyrsta stig viðbúnaðarins þarf ekki að kosta mikið fé. Þetta fyrsta stig felst i mati á vanda- málinu og kortlagningu þess. Afla þarf upplýsinga hjá stjórnendum raforku- vera og hitaveitna um, hve mikið þurfi að vera til i landinu af mikilvægum rekstrarvörum til að tryggja rekstur þessara stofnana um nokkurt árabil, ef aðflutningar stöðvast. Ef rekstur orkuveranna er tryggður, ætti um leið að vera unnt að tryggja rekstur frystiklefa hraðfrystihúsa viðs vegar um land. Þar með ætti þjóðin að geta átt nægan matarforða til nokkurra ára. Til viðbótar kemur til greina, að hinn sam- eiginlegi sjóður þjóðarinnar festi nokkurt fé til að tryggja, að ævinlega séu vissar lágmarksbirgðir af hraðfrystum fiski til i landinu. Ekki mætti þá afskipa örar en niður að þessu lágmarki. Rekstur orkuveranna er lika undirstaða þess, að húsnæði þjóðarinnar haldist hlýtt og bjart. Ennfremur eru orkuverin forsenda þess, að á- fram geti haldizt margvislegur iðnaður, sem not- ar rafknúnar vélar. Aðgerðir á þessum sviðum ættu ekki að þurfa að kosta mikið fé. En þær mundu ekki koma i veg fyrir, að sjávarútvegur, landbúnaður og sam- göngur stöðvuðust vegna eldsneytisskorts. Þess vegna þarf lika að byggja aðstöðu til að geyma innanlands feikilegt magn af olium og bensini. Söfnun eldsneytisbirgða kostar verulegt fjár- magn. Það er lika ljóst, að mjög erfitt verður að tryggja rekstur sjávarútvegs, landbúnaðar og samgangna i langan tima með þessum hætti. Eldsneytisnotkun okkar er svo mikil. En hálfs til heils árs birgðir gætu tryggt okkur gegn þvi, að skammvinnur ófriður úti i heimi stöðvaði atvinnulifið hér heima fyrir. Til greina kæmi einnig að safna miklum birgðum af öðrum vörutegundum, sem skipta miklu, svo sem korni. Ef ófriður brytist út og stöðvaði aðflutninga til Islands, væri fyrsta skrefið að opna eldsneytis- geymana og skammta oliuna til nauðsynlegustu þátta atvinnulifsins. Ef þetta dygði ekki vegna langvarandi ófriðar, væri siðara skrefið fólgið i þvi að fara að skammta af freðfiskbirgðum frystihúsanna. Ekki virðist óskynsamlegt að stefna að þvi, að atvinnulifið geti starfað óhindrað i heilt ár og að matarbirgðir séu þjóðinni til lifsviðurværis i tvö til þrjú ár i viðbót. Jafnskynsamlegt virðist vera að hraða s*em mest orkuuppbyggingu landsins, svo sem stjórnvöld eru raunar þegar farin að gera. Tryggingastarfsemi af þessu tagi kostar mikið fé. En þvi fé er ekki kastað á glæ, þvi að vöru- birgðir koma i staðinn. Og það eru einmitt slikar tryggingar, sem eru mikilvægastar allra trygg- inga. —JK SeiðkaHinn Lopez Rega Þessi mynd er frá þeim degi, þegar Maria Estel Peron lýsti þvl yfir, að hún færi með völdin vegna veik- inda bónda slns, Perons forseta, en hún var varaforseti. Við hægri öxl hennar stendur Jose Lopez Rega, en vinstra megin við stólinn (t.h. á myndinni) er tengdasonur hans, Raul Lastiri. Jose Lopez Rega, fyrrum lögregluliðþjálfa og áhugamanni um stjarnfræði, skaut upp utan úr ókunnugleikan- um og varð allt i einu frammámaður nýs peronista timabils Argentinu, sem hófst með kosningunum i marz 1973. Sex mánuðum áður höfðu fáir Argentínumenn þekkt nafn þessa brosmilda, gráhærða, litla manns.sem stóð i rigningunni við hliöina á Juan Domingo Peron á Ezeiza-flugvellinum, þegar „II Lider” sneri til heimalandsins eftir átján ára útlegð. En núna, eftir að Peron er burt- kallaður, söfnuðust 70.000 manna á Plaza de Mayo i Buenos Aires til aö láta i ljós óþokka sinn á Lopez Rega, en honum vilja þau kenna allt, sem þeim finnst aðfinnslu- vert við stjórn ekkjunnar, Mariu Estel Martinez de Peron, sem nú er forseti Argentinu og af lýðnum oftast kölluð Isabel. Fólkið sér I Lopez Rega sterka manninn I stjórninni, sem nýtur óhemju valda vegna aðstöðu sinnar sem félagsmálaráðherra. Þegar bezt lætur og ókvæðisorðin eru spöruð, þá kallar almenning- ur hann „seiðskrattann” vegna stjörnuspekikukls hans og fri- stundaiðju. Þvilikum heiftarsjónum beindi verkalýðurinn til Lopez Rega, að hagfræöingar stjórnarinnar, sem mest hafa mótað stefnu frú Perons, voru öllum gleymdir, þegar allsherjarverkfallið skall á um miðnætti á sunnudaginn. Minnstu munaði, að sjálf aðal- krafan um skilyrðislausar 150% launahækkanir, eins og forsetinn haföi lofað, hyrfi lika I skuggann af kröfunni um að Rega yrði lát- inn vikja. Það voru ekki aðeins „unionist- amir”, sem vildu að honum yrði vikið burt. Jafnvel meðal „justi- calista”, eins og flokksmenn Perons kallast, heyrðust háværar raddir, sem kröfðust afsagnar hans. Sagt er, að yfirmenn flota, flughers og landhers hafi einnig stutt þessa kröfu. Þeir munu hafa gert það að skilyrði fyrir áframhaldandi tryggð sinni við stjórn Mariu Perons, að hún ryfi þau bönd, sem byndu hana við þennan mann, sem öðlazt hefði alltof mikil völd til þess að það gæti verið hollt honum sjálfum eða þjóðinni. Þegar rikisstjórnin lagði öll fram lausnarbeiðni sina, nokkr- um stundum áður en allsherjar- verkfallið átti að skella á, biðu menn i ofvæni eftir þvi, hvort frú Peron tæki afsögn Lopez Rega gilda, eða hvort hún léti hann gegna áfram starfi einkaritara hennar. Meðan menn biðu, grennsluðust þeir fyrir um fortið Lopez Rega. Hann fæddist f Saaverdra, sem er I útjaðri Buenos Aires. Það var árið 1916. Foreldrar hans voru spænskir innflytjendur. Skýrslur herma, að fæðingardagur hans sé 17. október, sem er helgur dagur i peronismanum, þvi að þann dag 1945 reis verkalýðurinn upp og hóf Juan Peron til valda. Menn vilja þó draga I efa, að Rega hafi fæðzt þennan dag, þvi aö þessar sömu opinberu skýrsl- ur, sem slá fæðingardegi Rega föstum, herma ennfremur, að hann sé meðal stofnenda „justi- calistahreyfingarinnar”, sem er sannanlega rangt. Lopez Rega gekk i enskan skóla, áður en hann skráðist I sambandslögreglu Argentínu. Það var svo ekki fyrr en einhvern tima á árinu 1954, að hann kynnt- ist Peron, þegar hann varð einn af lifvörðum hans. Þegar herinn bylti Peron hers- höfðingja, var Lopez Rega áfram I lögreglunni allt til ársins 1962, en fór ekki með Peron í útlegðina árið eftir byltinguna. Rega var enn aðeins liðþjálfi, þegar hann sagði upp störfum. — Peronistar bættu úr þvi tólf árum siðar, þeg- ar þeir gerðu hann að æðsta manni lögreglunnar, sem var stökk yfir sextán tignarþrep i lög- reglunni. ÞesSi sama opinbera skýrsla segir, að Lopez Rega sé kvæntur, en kona hans er hvergi nefnd. Enginn veit neitt um hana. Dóttir hans,Norma, er gift Raul Lastiri, sem er forseti fulltrúadeildar þingsins, einn þessara nýju peronista, sem risið hafa til áhrifa innan flokksins á siðasta ári. Á árunum 1962 til ’65 var Lopez Rega meðeigandi i litlu útgáfu- fyrirtæki, sem gaf út nokkrar bækur um stjörnuspeki og hafði hann skrifað margar þeirra sjálf- ur. 1 einni þeirra, sem heitir „Alpha og omega”, segir hann frá þvi, hvernig erkiengillinn Gabriel hafi birzt honum i draumi. 1965, þegar seinni kona Perons heimsótti Argentinu, var lög- regluliðþjálfinn fyrrverandi ráð- inn sem lifvörður hennar. Það virðist hafa tekizt með þeim ná- inn kunningsskapur, þvi að hann fór með henni til Madrid, þegar hún sneri aftur til bónda sins I út- legðinni til að gefa skýrslu. Hinn aldraði „Lider” (leiðtogi) virtist einnig finna einhverja verðleika í Lopez Rega, þvi að hann gerði hann að einkaritara sinum. Næstu átta árin vék Rega naumast frá hlið Peronhjónanna. Þegar þau sneru til Argentinu til valda að nýju, launuðu þau hon- um tryggðina með þvi að gera hann að ráðherra félags- og vel- ferðarmála. Þetta embætti er þýðingar- meira en menn i fljótu bragði kunna að gera sér grein fyrir. Ráðuneyti hans hafði á hendi all- ar eftirlaunagreiðslur, happ- drætti og opinbera veðbanka. Að- staðan til að hygla sér og sinum var ákjósanleg. Þegar Peron dó i júli i fyrra, réð ekkja hans, sem þá var vara- forseti og staðgengill manns sins, Lopez Rega fyrir einkaritara. Um leið var honum falið að stjórna rikisráðsfundum sem væri hann forsætisráðherra. Blöðin I Argentinu hafa skýrt frá þvi, að meðráðherrar hans i stjórninni hafi flutt honum skýrslur sinar frekar en forsetan- um. Nýlega rauf eitt þeirra, La Opinion, sem er óháð, þögnina, sem rikt hefur um athafnir Lopez Rega og gat hans i sambandi við eitt morða „dauðasveitarinnar” svonefndu (AAA, eins og hún er auðkennd i daglegu tali). Var Rega kennt um meira en helm- inginn af 500 pólitiskum morð- um, sem framin hafa verið i Argentinu siðasta árið. A meðan menn hafa velt þessum upplýsingum um Lopez Rega fyrir sér, hefur Maria Estel Peron forseti dregið við sig að lýsa nokkru yfir um lausn- arbeiðni ráðherranna. Nokkrir dagar hafa liðið. — A meðan hefur frétzt, að Rega sé farinn úr höfuöborginni og leiti sér hvildar á búgarði þeim, sem oft var sumardvalarstaður Perons. Illlllllllll Umsjón: G.P.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.