Vísir - 11.07.1975, Síða 3
Vlsir. Föstudagur 11. júll 1975.
3
5 mánaða töf á
fyrstu tórbínunni
í Sigöldu
Verkföll og veðurfar hafa
hjálpaztað við aö téfja fram-
kvæmdir við Sigölduvirkjun,
og er nú ljóst að fyrsta vélin
verður fimm mánuöum á
eftir áætlun eða þar um bil,
en hinar nokkuð minna.
Upphaflega átti að taka
fyrstu vélina I notkun 15. júni
1976, en það verður nú ekki
fyrr en i nóvember það ár.
önnur vélin átti að komast j
gagnið 15. september 1976,
en fer væntanlega i
desember. Sú hin þriðja
átti að vera tilbúin 15.
desember 1976, en verður
það ekki fyrr en i ársbyrjun
1977.
Þetta hefur auðvitað mik-
inn kostnaðarauka i för með
sér en lögð verður aðalá-
herzla á að fá fyrstu vélina i
notkun áður en verstu vetr-
arveðrin hefjast 1976.
—Ó T
Útboðslýsingar
vegna virkjunar
Hrauneyjarfoss
Verið er að fullgera út-
boðslýsingar fyrir virkjun
Hrauneyjarfoss og verða
þær útboðslýsingar, sem
snerta vélar og rafbúnaö,
væntaniega lagðar fram á
næstunni. 1 þeim er miðað
við 210 megavatta virkjun.
Útboðslýsingar fyrir bygg-
ingarhluta, stöðvarhús og
fleira koma svo væntanlega
I september næstkomandi.
—ót.
Frumáœtlun
um virkjun við
Sultartanga
Frumáætlun um virkjun
við Sultartanga I Þjórsá er
væntanleg til Landsvirkjun-
ar I lok þessa mánaðar.
Þessi áætiun verður höfð til
hliðsjónar þegar tekin
verður ákvörðun um næstu
virkjunarframkvæmdir.
—Ó.T.
Svaniaug Löve með einn vina
sinna I fanginu.
— Ljósm. JIM.
Kettir boðnir út eins
og happdrœttismiðar
,,Það ætti að skattleggja og
merkja ketti til þess að koma i
veg fyrir að þeir séu boðnir út
einsog happdrættismiðar, eins og
nú tlðkast. Maður opnar ekki svo
blað að maður sjái ekki eina eða
tvær auglýsingar um það, að ein-
hver vilji gefa eða selja
kettlinga”. Þetta sagði Svanlaug
Löve, sem er I stjórn dýravernd-
unarfélagsins og sjálf hefur átt
kött I fjölda ára.
„Það á ekki að auglýsa kettina
handa hverjum sem er, þvi hvað
veit eigandi þeirra um það hvern-
ig farið verður með köttinn? Oft
eru kettlingar fengnir gefins til
þess að gefa I afmælisgjafir, ef
ekki eru til peningar til að kaupa
einhverja aðra gjöf.
Dýr eru ekki leikföng. Þau eru
ákaflega næmar skepnur bæði til
likama og sálar. Allt of oft sér
maður krakka vera að hnoðast
með litla kettlinga timunum
saman. Kettlingar eru eins og
ungabörn, þurfa sinn svefn til
þess að þeim liði vel.
1 staðinn fyrir að gefa kettina
svona tvist og bast, eins og nú er
gert, á einfaldlega að láta deyða
kettina á mannúðlegan hátt.
Einnig er hægt að láta sprauta
læðurnar hjá dýralækni, svo þær
verði ekki kettlingafullar. En
þetta gerir fólk ekki almennt.
— kattavinur kvartar
undan slœmri
meðferð á köttum
Það er ákaflega mikið af
flækingsköttum hér einmitt
vegna þess að þeir eru gefnir
fólki, sem kann ekki að fara meö
dýr. Til dæmis er þó nokkuð um,
að þegar kettirnir eru orðnir
stærri, er þeim kastað út á göt-
una. Ef kötturinn er með háls-
band, er það tekið af til þess að
ekki sé hægt að skila honum heim
til föðurhúsanna.
Ég get sagt ótal sögur um
slæma meðhöndlun á köttum, og
ég tel að það sé fullorðna fólkið,
sem gefur ekki nógu gott fordæmi
i þessum efnum”, sagði Svanlaug
að lokum.
HE
Hvernig standa bœjarsjóðirnir?
Þurfa að endurskoða áœtlanir
þegar tekjurnar liggja fyrir
Bæjarstjórnir vinna sig áfram
eftir fjárhagsáætlunum. Þær
eru þó þeim annmörkum háðar,
að tekjur og gjöld eru ekki orðn-
ar að veruleika, þegar þær eru
samdar.
Bæjarfélögin hafa þvi tekið þá
stefnu að endurskoða áætianirn-
ar eftir að til dæmis tekjurnar
eru orðnar ljósar.
Blaðamaður Visis haföi sam-
band við fyrirsvarsmenn
þriggjabæjarsjóða. Ætlunin var
að fá að heyra um fjárhagsáætl
anirnar eins og þær voru sam-
þykktar á sinum tima.
Kópavogur
Jón Guðlaugur Magnússon
bæjarritari upplýsti að fjár-
hagsáætlunin hljóðaði upp á 673
milljónir I ár. Langmestu út-
gjöld væru til stofnfram-
kvæmda eins og gatna- og hol-
ræsagerðar, eða rétt um helm-
ingur. Kópavogsbúar hljóta þvl
að finna fyrir þvi enn um sinn,
hvað bæjarfélagið þenst ört út.
Þaö bólar enn ekkert á þeirri
auknu þjónustu sem sjálfkrafa
kemur, þegar útgjöld til frum-
þarfanna minnka.
Til félagsmála eru ætlaðar 99
milljónir. Stór hluti af þeirri
upphæð fer beint til hins opin-
bera eins og til dæmis trygging-
anna.
Jón var spurður aö þvi, hvort
Kópavogsbær væri eitthvað far-
inn að hugsa fyrir þörfum eldri
borgaranna, sem reyndar hafa
ekki verið mjög fjölmennir til
þessa. Hann svaraöi þvi til, aö
nú ætti að koma upp vinnuað-
stöðu fyrir aldraða á miðbæjar-
svæðinu.
Þá ætlar öryrkjabandalagið
að reisa hús I Kópavogi og hefur
bæjarstjórn samþykkt að gefa
eftir lóðagjöld og þess háttar,
alls 12 milljónir króna.
Bæjarritari sagði, að bærinn
stæði illa fjárhagslega, þar sem
hann hefði neyðzt til að taka 90
milljón króna gengistryggt lán á
siöasta ári. Ætlunin er að greiða
það upp á 5 árum, þannig aö ó-
vist er hversu margar gengis-
fellingar munu hækka það.
Hafnarfjörður
Bæjarstjórinn, Kristinn Ö.
Guðmundsson, sagði að tekjur
bæjarins væru minni i ár en gert
hefði verið ráð fyrir. Koma þar
aðallega til mun lægri upphæðir
úr Straumsvik. Fjárhagsáætl-
unin er upp á 760 milljónir. En
Hafnarfjörður er með ýmsar
framkvæmdir sem Kópavogur
er ekki með. Þar er bæjarút-
gerð, rafveita og höfn sem
styrkja verður. Alls eru það um
40 milljónir. Stórar upphæðir
fara til gatnageröarfram-
kvæmda i tengslum við hita-
veituframkvæmdir. Hitaveita
Reykjavikur annast lögnina,
bæði I Kópavogi og Hafnarfirði.
Akureyri
Hjá Valgarði Baldvinssyni,
skrifstofustjóra á bæjarskrif-
stofum Akureyrar, fengust upp-
lýsingar um efnahagsmál Akur-
eyrar. Hann kvað fjárhagsáætl-
un vera upp á 724 milljónir. Af
þvi fer um 1/4 til stofnfram-
kvæmda en mjög mikiö er um
nýbyggingar á Akureyri.
Hafnarsjóðurinn er bókhalds-
lega aðskilinn, en til fram-
kvæmda viö höfnina mun eiga
að verja 60 milljónum. Til fé-
lagsmála eru ætlaðar 120
milljónir, og af þeim fara um 52
milljónir beint til hins opinbera,
sagði Valgarður. Árlega er fjár-
fest talsvert I vélum, og eru það
um 30 milljónir I ár.
Akureyringar tóku lán á siö-
asta ári, um 42 milljónir. Vonir
standa til að það verði endur-
greitt fyrir árslok 1976.
—BÁ
Að setja snjóbelti undir venjulega jeppa:
SEYÐFIRÐINGUR FEKK SOMU HUGMYND
FYRIR 6 ÁRUM
— Ég hugsaði um hversu fá-
dæma kjáni ég væri að hafa
ekki komið smiðinni á beltunum
I verk fyrr, þegar ég frétti af
milljón króna bcltunum, sem
verið var að flytja til landsins.
Þetta segir Þorbjörn
Arnoddsson, sjötiu og átta ára
gömul kempa á Seyðisfirði, sem
um áraraðir hélt uppi föstum
snjóbilaferðum um Austfirði.
— Það eru sennilega um sex
ár siðan ég fór að gæla við þá
hugmynd að smiða snjóbelti
undir venjulega jeppa. Ég hafði
séð svonefnda snjóketti sem eru
með fjögur belti undir sér og
vildi útfæra hugmyndina fyrir
venjulega jeppa, segir Þor-
bjöm.
— Ég hóf að móta hugmynd-
ina I járn hérna I skrúfstykkinu
hjá mér. Ég átti belti vegna
hinna snjóbilanna og notaði þau.
Þorbjörn brá beltunum undir bilinn sinn I vor og prófaði hugmynd-
ina.
En svo gleymdust þessar
smiðar og þær lentu úti i homi,
segir Þorbjörn Arnoddsson.
— Það var raunar ekki fyrr en
mér bárust fréttir af amerisku
bilasnjóbeltunum, sem farið var
að flytja til landsins, að ég dró
min fram. Ég fékk lánuð bila-
snjóbelti, sem komin voru
hingað austur, og þá kom bara I
ljós, að hugmyndin var mjög
svipuð, segir Þorbjörn.
Þorbjöm hóf þá aftur smiðina
og setti siðan tvö belti, sem
hann lauk við að smiða, undir
jeppann sinn nú I vor. Á fram-
hjólin setti hann skiði.
— Ég er nú kominn á þann
aldur að vera farinn að leika
mér við eitt og annað, segir Þor-
bjöm.
— Éghefverið aðleika rnérd*
alitiðmeð þessi belti. Ég þarf að
smiða tvö I viðbót til að þetta
veröi almennilegt. Það reynist
ekki nógu vel að hafa aðeins
skiði undir bilnum að framan,
segir Þorbjörn.
Þorbjöm er nú að ihuga að
gera meira úr þessari smiði og
fá vélsmiðju til að hefja fram-
leiöslu á beltunum i þaö minnsta
undir nokkra bila.
Ekki er langt siðan Þorbjörn
Amoddsson sleppti höndunum
af siðasta snjóbilnum i sinni
eigu. 110 ár hélt hann uppi föst-
um áætlunarferðum á snjóbil-
um á veturna.
Þótt sjálfar áætlunarferðirn-
ar legðust niður hélt Þorbjörn
áfram snjóbilaferðum sinum og
fór I fjöldann allan af ferðum
meö póst, vörur og farþega á
milli fjarða fyrir austan. Mest
komst hann upp i að eiga f jóra
snjóbila til ferðanna á sama
tima, en nú er sá siðasti endan-
lega horfinn úr eigu hans.
—JB
Þorbjörn Arnoddsson á Seyðisfirði er nú að endurbæta bllasnjóbelt-
in, sem honum datt Ihug aðsmtða fyrir fiárum. Ljósm. Jón B.