Vísir - 11.07.1975, Qupperneq 5
Visir. Föstudagur 11. júli 1975.
5
REUTER
AP/NTB
ORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTL Umsjón: Guðmundur Pétursson
álitinn
gg sagði /l/larío Soares, leiðtogi
sósíalista á fundi þeirra í gœr og
hefur nú flokkur hans sagt
„Sósíalistar þola
ekki einrœði —
hvemig sem það er
Heryfirvöld Portúgals
eiga nú við einhvern sinn
mesta vanda að stríða,
síðan þau komust til
valda í landinu. Sósíalist-
ar, sigurvegarar kosning-
anna í apríl, hafa sagt sig
úr bráðabirgðastjórninni.
Dr. Mario Soares, leið-
togi sósíalista og annar
ráðherra þeirra í stjórn-
inni, kunngerði þetta f
gærkvöldi eftir leiftrandi
ræðu, sem hann hafði
flutt á fundi sósíalista.
í ræðunni hafði hann farið
beizkum orðum um áætlun
herstjórnarinnar að mynda
verkalýðsriki undir stjórn
kommúnista.
Það spurðist um leið út i gær-
kvöldi, að leiðtogar næst stærsta
flokks landsins, Alþýðudemó-
krata, sem sömuleiðis á tvo ráð-
herra i bráðabirgðastjórninni,
hefðu óskað eftir fundi i dag við
sig úr bráðabirgðastjórn Portúgals
Francisco Da Costa Gomes for-
seta. — Ef þeim er svipað i hug
og sósialistum, þá fer ekki á
milli mála, að öll eining er úti i
Portúgal.
Til samans hlutu þessir tveir
flokkar 64% atkvæða i kosning-
unum i april, meðan
kommúnistar, sem vaðið hafa
uppi með yfirgangi, fengu að-
eins 10%.
Hin opinbera ástæða fyrir þvi,
að sósialistar segja sig úr
stjórninni, er sú, að prentarar
(kommúnistar) höfðu sölsað
undir sig málgagn þeirra,
Republica. Blaðið kom út i gær,
gefið út af prenturunum undir
vernd hersins. — Herstjórnin
hafði þó lofað sósialistum á dög-
unum, þegar þeir mættu ekki á
rikisstjórnarfundum, að þeim
yrði skilað aftur málgagninu,
sem og var gert. En hinir her-
skáu prentarar lögðu bara aftur
undir sig ritstjórnarskrifstof-
urnar og siðan hafa hermenn
varnað ritstjórnarstarfsliði
sósialista inngöngu á skrifstof-
urnar.
Frelsi fréttamiðla er eitt hita-
málanna i Portúgal, þvi að einn
af fáum fjölmiðlum, sem ekki
var algjörlega á valdi kommún-
ista útvarp kaþólskra var þjóð-
nýtt á dögunum, og nefnd —
mestmegnis skipuð kommúnist-
um — var sett til að annast
rekstur þess.
A fundinum i gær sagði dr.
Soares: „Sósiálistaflokkurinn
mun aldrei þola einræði,
hvernig sem það verður á lit-
inn.”
Æðstráðendur hersins (valda-
mestu menn Portúgals eftir
byltinguna) hafa visað á bug
ásökunum Soares um að stefna
þeirra um rikisstjórn verka-
lýðsins muni leiða til einræðis-
og lögregluvalds i Portúgal.
Goncalves hershöfðingi og for-
sætirráðherra ávarpaði útifund
kommúnista i gærkvöldi I Lissa-
Mario Soarcs veifar til flokksbræðra sinna.
bon og þverneitaði þar, að það
væri ætlun stjórnarinnar að
vana stjórnmálaflokkana. —
Réðst hann harkalega á þá, sem
hann kallaði „tækifærissinna
ævintýramenn og gagn-
byltingarsinna ”. En það hafa
verið uppáhalds nafngiftir
kommúnista á sigurvegara
kosninganna.
Soares skoraði á forystu hers-
ins að gefa til kynna , hvort hún
vildi heldur stjórna með minni-
hlutanum kommúnistum, eða
með meirihluta portúgölsku
þjóðarinnar.
Undir lokið á fundinum með blaðamönnum I London I gær færði James Callaghan utanrikisráðherra
Denis Hills gjöf að skilnaði. Það var vegabréf Hills, sem Amin forseti hafði fengið Callaghan, þegar
þeir kvöddust á flugvellinum I Kampala. — Hills situr til vinstri á myndinni hér tii hliðar.
FRÚ PERON SKIPAR
NÝJA RfKISSTJÓRN
Eilífar afmœlisveizlur
Geimferðaryfirvöldin
sovézku hafa beyg af afmæl-
isveizlum þeirra
Sevastvanovs og Klimuks uppi
i Saljut 4 geimstöðinni, þar
sem þeir eru búnir að hring-
sóla umhverfis jörðina i 47
daga — sem er reyndar
sovézkt met.
Um daginn var Sevastvanov
fertugur og gæddi sér — i til-
efni dagsins — á laukum, sem
ræktaðir hafa verið I tiirauna-
skyni þar uppi i Saijut 4.
Þegar röðin kom svo að
Pyotr Klimuk að eiga afmæli,
— hann varð 33 ára i gær — þá
var aftur siegið upp lauk-
veizlu. En þá var geimferðar-
stjórninni nóg boðið og bað þá
félaga endiiega að skilja eitt-
hvað eftir af laukunum, sem
koma mætti niður til jarðar til
rannsóknar.
Maria Estela Peron,
forseti Argentinu, kunn-
gerir i dag, hverjir taka
munu sæti i nýrri rikis-
stjórn hennar, og verður
þá naumast liðinn sólar-
hringur frá sprengjutil-
ræðum, sem gerð voru i
iðnaðarborginni Cor-
doba af skæruliðum,
sem heimta, að Maria
Estela Siln’on verði látin
vikja.
Skæruliðar þessir kalla sig
„Montoneros” ogkoma úr röðum
öfgafullra vinstrisinna Peronista.
Réðust þeir á lögreglustöðvar
með skriðdrekabönum og hand-
sprengjum og kveiktu auk þess I
20 verzlunum. Svona eins og til að
auka áhrifin, þá sprengdu þeir
upp ritstjórnarskrifstofur tveggja
blaða.
Aróðursmiðar, sem þeir skildu
eftir sig, báru orðsendingar til
verkalýðsins um „að sparka út
Martinezstelpunni” (en bað var
ungfrúarnafn forsetans).
Menn búast við þvi, að Maria
Peron láti ekki Lopez Rega, ráð-
gjafa sinn, öðlast sæti i nýju
stjórninni, en uppi hafa verið há-
værar kröfur um að hann yrði lát-
inn vikja.
„Gott fyrir
bakveika",
sagði Hills um steingólfið í fangelsi
Kampala, en þáði þó með
þökkum að sofa í rúmi í nótt
í fyrsta skipti i
margar vikur fékk
Denis Hills rúm i nótt
til að sofa i, eftir að
honum var sleppt úr
fangelsi i Uganda i
gær.
Eftir að vera laus úr
Kampalafangelsinu
gerði Hills að gamni
sinu við blaðamenn,
sem hittu hann við
komuna til Londan i
gærkvöldi, og sagði
þeim frá þvi, að hann
hefði orðið að sofa á
steingólfinu i svarthol-
inu.
,,Það er góð lækning
fyrir bakveika,” sagði
hann.
Hills sagðist vonast til þess
að geta snúið einn góðan veður-
dag til Uganda og tók James
Callaghan utanrikisráðherra,
sem flutti Hills með sér heim frá
Afriku, samsinnandi undir þær
framtiðarhorfur.
Callaghankvaðst bjartsýnn á,
að fundur þeirra Amins Ug-
andaforseta kynni að leiða til
nýrra og betri samskipta milli
Bretlands og Uganda. Amin
hafði sagzt gjarnan vilja fá
fleiri Breta til Uganda. En þeir
700 brezku rikisborgarar, —
sem i Uganda búa, höfðu ekki
yfir neinu að kvarta, þegar
Callaghan hitti að máli fulltrúa
þeirra, meðan hann hafði við-
komu I Kampala.
Amin gekkst inn á það að
veita móttöku nefnd brezkra
embættismanna, sem á næst-
unni verður send til Uganda til
viðræðna um bætur til handa
Asiufólkinu, sem Amin flæmdi á
sinum tima úr landi.
Hills kvaðst ráðinn i að gefa út
bókina, sem varð til þess að
hann var handtekinn. — „En ég
mun gera á henni nokkrar
breytingar og gjarnan bæta ein-
hverju við,” sagði hann. 1 bók-
linni mun hann hafa farið óvægi-
legum orðum um Amin á einum
stað.
Hills kvaðst ekkert hafa út á
fangavistina að setja og sagði,
að meðferðin á sér hefði öll
verið reglum samkvæmt. Af
blaðamannafundinum hélt hann
til heimilis bræðra inna i
Birmingham, þar sem hann
mun dveljast um sinn.