Vísir - 11.07.1975, Síða 7
Vísir. Föstudagur 11. júli 1975.
7
Umsjón: G.P.
rekapróf, sem sýndu að hann
væri liðtækur til þjálfunar
meðal aldursflokks 19-28 ára.
Hann og kona hans, Svetlana,
eiga tvær dætur, Viktoriu (13
ára) og Oksana (7 ára).
Til að tryggja, að báðar
áhafnirnar (Apollo og Soyuz)
töluðu hægt og skilmerkilega,
var ákveðið að bandarisku
geimfararnir töluðu rússnesku,
en Rússarnir ensku. Þvi vörðu
báðar áhafnir hundruðum
klukkustunda i málanám, og
reyndist Leonov mesti mála-
maðurinn. Á blaðamannafundi
nýlega þýddi hann jafnharðan á
ensku það sem Thomas
Stafford sagði á bjagaðri rúss
nesku. Þá sem oftar gat Leonov
ekki á sér setið að gantast og
sagði: ,,Ég tala þrjú tungumál
— rússnesku, ensku og Okla-
homsku”. — En Stafford hefur
skerandi Oklahomahreim i
enskunni.
Valery Kubasov er kyrrlátari
en félagi hans, ávallt klæddur
eins og klipptur út úr tizkublaði,
hrafnsvart hárið sléttgreitt, læt-
ur hann aldrei alvöru verkefnis
sins vikja úr huga sér, eða þýð-
ingu þess fyrir þjóð hans.
Honum er falið það verkefni
að skýra fyrir hundruðum
milljóna sjónvarpsáhorfenda,
hvernig geimfar hans starfar.
í viðtölum við blaðamenn
leggur hann rika áherzlu á,
hvernig geimflugið fyrirhugaða
megi „leiða til dýpri skilnings
þjóða i milli og til hagnýtara
gildis geimferða i framtiðinni”.
Valery Nikolajevich Kubasov
fæddist 7. janúar 1935 i fljóta-
þorpinu Vyazniki skammt frá
Moskvu, þar sem faðir hans var
vélstjóri. Með föður sinum fór
hann margar ferðir meðfram
fljótinu til veiða og skiðaiðkana
og lætur siðan ekkert tækifæri
ónotað til þeirrar iðju. — 1 flug-
hernum var hann flugvirki og
las áfram flugverkfræði unz
hann gekk i tilraunasveitir
geimfaranna.
Hann og kona hans, Ljudmila,
sem sömuleiðis er vélaverk-
fræðingur, eiga tvö börn,
þriggja ára son sem heitir Dima
og átta ára dóttur, Katya.
Hvernig sem geimferð mann-
anna fimm tekst til, þá ætti hún
allténd að leiða i ljós, að flest er
fertugum fært. Rússarnir eru
báðir um fertugt og starfsbræð-
ur þeirra þrir frá Bandarikj-
unum hafa meðalaldurinn 46 ár.
Einn Bandarikjamannanna er
51 árs og hann hafði nærri misst
af þessari sögulegu ferð, — ekki
vegna aldurs þó. Donald Slayton
var bannað að fljúga 1959,
vegna þess að hann reyndist
vera með hjartakvilla. En eftir
13 ára þjálfun og læknisrann-
sókn, sem leiddi i ljós, að hann
var stálsleginn, var ákveðinn,
að hann skyldi vera með i
Apollo-Soyuzáætluninni. Hann
verður elzti maðurinn, sem
flogið hefur i geimnum.
Slayton flaug sprengjuflug-
vélum i siðari heimsstyrjöld-
inni, bæði i Evrópu og á Kyrra-
hafinu. Hann var tilraunaflug-
maður, þegar hann gekk i geim-
farasveitirnar 1959, meðan
Mercurygeimförin hringsóluðu
á brautum umhverfis jörðu. —
Meðan hann var i flugbanninu,
gegndi hann ýmsum mikilvæg
um embættum hjá geimferða-
stofnuninni.
Likt og Kubasov er Slayton
með veiðimannabakteriuna.
Hann er kvæntur og á átján ára
gamlan son.
Yfirmaður bandarisku
Apolioáhafnarinnar verður
Thomas Stafford hershöfðingi,
sem á metið hvað viðkemur ná-
kvæmustu lendingu geimfars að
loknu geimflugi. Stafford var
annars fyrsti maðurinn, sem
tengdi saman tvö geimför.
Hann flaug Gemini 6, sem
hitti Gemini 7 úti i geimnum i
desember 1965 og var það fyrsta
'v stefnumót geimskipa. Sjö mán-
uðum siðar flaug hann Gemini
9, sem lenti 0,4 milum frá áætl-
uðum lendingarstað á Kyrra-
hafi, og má það kallast beint i
miðjan punkt.
í mai 1969 flaug Stafford i
Apollo 10 og varð að gera sér að
góðu að vera um kyrrt i geim-
farinu, meðan félagar hans fóru
i ferju niður til tunglsins.
Stafford er kvæntur og á tvær
dætur á táningaaldri. Hann
leggur mikið upp úr þvi, að
menn séu likamlega vel á sig
komnir, og stundar sjálfur
handbolta, lyftingar og sund öll-
um stundum.
Þriðji maður bandarisku
áhafnarinnar er Vance Brand,
en þetta verður fyrsta geimferð
hans, þótt hann hafi margsinnis
verið hafður til taks sem vara-
maður við tunglferðir og Sky-
labferðirnar.
Brand flaug áður orrustuþot-
um fyrir flotann, en var i til-
raunaflugferðum, þegar hann
réðst til NASA 1966 (geimferða-
stofnunar USA).
Hann er mikill útilifsmaður,
skokkar og má naumast snjó i
brekku sjá án þess að stiga þeg-
ar i stað á skiðin. Nema það
væru þá kajakarnir sem gleptu
fyrir honum. — Brand er 44 ára,
kvæntur og á tvo sonu og tvær
dætur.
Bandarisku geimfararnir i full-
um skrúða, en þeir eiga að hitta
Rússana úti i geimnum. Frá
vinstri Deke Slayton, Tom Staf-
ford og Vance Brand.
Vinnubúðirnar eru bæði ætlaðar hinum heilbrigðu og þeim fötluðu.
inda og þátttakendur verða að j
borga far sitt fram og til baka til
búðanna.
Oftast eru u.þ.b. 20 i hverri 1
vinnubúð, þó kemur fyrir að i
Austur-Evrópu séu stórir hópar, !
50-100.
Kröfurnar eru aðeins þær að íl
geta talað eitthvert af úrbreidd-
ustu tungumálunum, t.d. ensku.
sem er oftast nóg, en i norður-
afrisku löndunum er mikilvægt
að kunna frönsku.
Fyrir þá ungu, sem eru orðnir
16 ára, eru möguleikar á að
komast til Vestur-Þýzkalands
og kannski til Englands. Fyrir
17 ára eru möguleikar að kom-
ast til Jágóslaviu og Spánar. En
18 ára komast hvert sem er.
t vinnubúðunum er venjulega
verið i 3 vikur, en nokkrar eru
starfræktar i 2-4 vikur.
Dæmi um verkefni i vinnu-
búðum: Þátttakendur fara með
börn frá Nörrebro, sem er hluti
af Kaupmannahöfn, i skoðunar-
ferðir á söfn og i lengri ferðalög.
Einnig er þeim ætlað að halda
áfram að koma upp leikvöllum.
En húsnæði þarna er sérstak-
lega bágborið og litið geta börn-
in tekið sér fyrir hendur. Þátt-
takendur búa i skóla i nágrenn-
inu og búa sjálfir til matinn.
Ferðamálaráð fatlaðra, sem
hefur með þessar vinnubúðir að
gera, gefur þær upplýsingar að
ekki sé enn of seint að athuga
nieð ferðir i ágúst og siðar.
Trygginguna sem er um 125 d.
kr.. um 4000 isl., kæmi það jafn-
vel til með að greiða fyrir hina
íötluðu. sem hug hefðu á að fara
i svona ferð. En sem fyrr segir,
þá verður hlutaðeigandi að
greiða ferðir sinar sjálfur.
Ekki hefur enn komið til að
koma upp alþjóðavinnubúðum
hér, en ferðamálaráð fatlaðra
hefur áhuga á þvi.
—EVI—
Ætlað bœði fyrir þá heilbrigðu og fötluðu
OÐRUVISI
FRÍ...
IIMIM
5ÍÐAN
þegar
dvalið
er í
alheims
vinnubúðum
Umsjón:
Erna V.
Ingólfsdóttir
,# ,,Internationale ar-
bejdslejre" alheims
vinnubúðir eru fyrir þá,
sem vilja fara í öðruvísi
fri en þetta venjulega",
segir í upplýsingum frá
þessum félagsskap. Hann
er ætlaður bæði heilbrigð-
um og fötluðum.
1 þessum búðum vinna bæði
ungir og gamlir af mörgu þjóð-
erni að lausn á einhverjum af
þeim vandamálum, sem landið,
sem dvalið er i, á við að striða.
Þátttakendur fá innsýn i hugs-
unarhátt starfsfélaga sinna um
leið og þeir gera gagn i samfé-
laginu. I svona vinnubúðum
kynnast þátttakendur landi og
þjóð öðruvisi en venjulegir túr-
istar.
Hvar eru þessar vinnubúðir?
t flestum löndum Austur- og
Vestur-Evrópu og .nokkrum
löndum i kringum Miðjarðar-
hafið, á Grænlandi og i Afriku.
Flestar búðirnar eru starfandi i
júli og ágúst, en sums staðar
einnig i júni og september. Þar
fyrir utan eru búðir starfræktar
um páska og jól.
Vinnan er mismunandi eftir
þvi i hvaða vinnubúðum er
dvalið, en venjulega er hún ekki
erfið. Vinnutiminn er 30-40 tim-
ar i viku. Það eru engin laun
borguð en fæði og húsnæði er
fritt. Bústaðir eru oft án þæg-
Fólk af mismunandi þjóðerni kynnist oft betur þegar unnið er að
gagnlegu verkefni en sem venjulegir ferðamenn.