Vísir - 24.07.1975, Blaðsíða 3
Vlsir. Fimmtudagur 24. júli 1975.
Orlofsheimili félagasamtakanna:
Geta ekki annað eftírspurninni
Viða um land reka hin ýmsu
félagasamtök orlofsheimili, það
er sumarhús, sem félagsmenn
geta fengið leigð I viku tlma.
Flest þessara húsa eru mjög
fullkomin, hafa rafmagn og hita
og eru búin helztu heimilistækj-
um, eins og eldavél og isskáp.
Leigan á þessum húsum fyrir
vikuna er á bilinu 5000-9000 kr.
Þegar blaðamaður Visis hafði
samband við nokkra forsvars-
menn orlofsheimila og spurði
um aðsókn að þessum sumar-
húsum, þá var sama svarið alls
staðar: Hjá okkur hefur verið
fullbókað siðan um mánaða-
mótin mai-juni og allt fram I
september.
Að Munaðarnesi I Borgarfirði,
þar sem Bandalag starfsmanna
rikis og bæja á 67 sumarhús, er
mjög mikil aðsókn. Sem dæmi
um þetta má nefna, að Starfs-
mannafélag rlkisstarfsmanna á
10 bústaði og getur þannig ráð-
stafað 170 vikum yfir sumarið.
Sex hundruð aðilar sóttu um
þessa bústaði.
Félögin vinza þannig úr
umsóknum, að þeir félagar,
sem hafa verið lengst I félögun-
um eða félagsmenn, sem ekki
, hafa áður fengið úthlutun eru
látnir ganga fyrir.
Þrátt fyrir þessa miklu að-
sókn að bústöðunum hefur verið
lítil aðsókn að tjaldstæðunum,
að sögn forsvarsmanna.
A staðnum er starfrækt
verzlun, sem er einnig notuð af
nágrannaorlofsbyggðum bæði á
Svignaskarði og við Hreðavatn.
Iðja, félag verksmiðjufólks,
leigir út 7 bústaði i Svignaskarði
auk þess eru ýmis önnur félög
með bústaði á þessu svæði.Eru
bústaðirnir um 19 að tölu alls.
Fulltrúi Iðju sagði að þessir
bústaðir nýttust ekki eins vel.
þar eð fyrirtækin færu yfirleitt
öll i fri á sama tima, júni og júli.
Þar sem svo mikil eftirspurn
er eftir bústöðum, hefur verið
gripið til þess ráðs að láta draga
um hverjir fengju hiisin og
hefur fólki, sem sótti um, verið
boðið að vera viðstatt.
A þessu svæði hafa ýmis félög
I hyggju að byggja sumarhús á
næstu árum. I skipulagi er ráð-
gert að byggja 30 til viðbótar,
siðan á að vera eitt miðstöðvar-
hús með matsölustað, sauna-
böðum og þess háttar.
Félög innan Sjómannadags-
ráðs og Sjómannasambands ís-
lands eru með 14 hus að Hrauni
i Olfusi. Tuttugu og sex aðildar-
félög innan A.S.l. eiga 36 hús að
Olfusborgum i ölfusi. Aðsókn að
þessum húsum hefur verið
gifurleg.
Prentarafélagið er með 5
bústaði i Miðdal við Laugarvatn
og einn að Illugastöðum I
Fnjóskadal.
Þarna er sama sagan og hjá
Iðju, að það hefur orðið að
draga um hverjir ættu að fá
leigðan bústað að þessu sinni.
Prentarafélagið á stóra jörð I
Miðdal I Laugardal. Þeir hafa
leyft 36 félagsmönnum sinum að
byggja á þessu landi, auk þess
eru 15-20 bústaðir I byggingu.
Þeir hafa I hyggju að koma
upp tjaldstæðum þarna með
snyrtiaðstöðu. Þeir hafa Hka I
hyggju að reisa barnaheimili
fyrir börn félagsmanna ásamt
hressingarhæli fyrir aldraða
prentara.
Samvinnustarfsmenn eru
með 10 hús við Hreðavatn I
Borgarfirði. Auk þess er starfs-
mannafélag Samvinnutrygg-
inga með 12 bústaði. Einnig er
Bifröst rekin sem sumardvalar-
heimili samvinnumanna. Þá er
Starfsmannaféiag Ollufélagsins
með hús að Laugarvatni. Sam-
tals geta þessi sumarhús og Bif-
röst tekið um 200 manns. Þó
komast færri að en vilja.
Þessi orlofsaðstaða er fyrir
samvinnumenn um allt land.
Samvinnumenn hafa I hyggju
að koma á skiptum á sumardvöl
milli islenzkra samvinnumanna
og samvinnumanna & hinum
Norðurlöndunum. Þetta kemst
að öllum lfkindum i framkvæmd
næsta sumar að sögn forsvars-
manna. Þó er helzti þröskuldur-
inn dýr fargjöld til og frá
Skandinaviu.
Simamenn eru með 10 sumar-
hús, flest eru við Apavatn i
Laugardal. í Apavatni er leyfð
stangaveiði frá landi og er ágæt
veiði i vatninu. Einnig geta
félagsmenn farið út á ára- og
seglbátum.
— HE.
Wind Band — skólahljómsveit frá Glasgow í upptöku í Háskolabfói f gær.
ENDURGJALDA HEIMSÓKN SKÓLA-
HLJÓMSVEITAR KÓPAVOGS
— leika meðal annars fyrir vistmenn á Reykjalundi
Hér á landi er stödd 26 manna
lúðrasveit frá Glasgow á Skot-
landi. Hún er að endurgjalda
heimsókn skólahljómsveitar
Kópavogs, sem var I Glasgow I
júnl siðastliðnum. Félagar lúðra-
sveitarinnar eru kennarar og
nemendur I AUans Glens skólan-
um, enda heitir lika lúðrasveitin
Allan Glens—Wind Band. Hljóð-
færaleikararnir eru á aldrinum
14-62 ára.
Stjórnandi hljómsveitarinnar
er Enoch Jackson, en hann var
áður meðlimur i Skozku sinfóniu-
hljómsveitinni.
Hljömsveitin kom hingað
siðastliðin sunnudag og fer héðan
2. águst.
A fimmtudaginn ætlar
hljtímsveitin að leika fyrir vist-
menn á Reykjalundi, á laugardag
kl. 14 leikur hún I Eden I Hvera-
gerði og á þriðjudag 29. júli verða
tónleikar I Víghólaskóla i Kópa-
vogi kl. 21.00. Ef veður leyfir,
mun hljómsveitin leika á lóð
Kársnessktíla föstudaginn 25. júli
kl. 20 ásamt skólahljtímsveit
Kópavogs.
Skotarnir munu skoða sig um i
nágrenni Reykjavikur, fara
meðal annars að Gullfossi og
Geysi, til Akraness og viðar.
Einnig munu þeir sitja boð bæjar-
stjórnar Kópavogs og á föstudag
verða þeir gestir menntamála-
ráðherra i Ráðherrabústaðnum.
Þegar Visismenn smelltu mynd
af hópnum var verið að taka upp
nokkur lög með hljómsveitinni
fyrir Rikisútvarpið. HE
YFIRLYSING FRA
FRAMKVÆMDA
STJÓRA VÍSIS
Vegna þeirra umræðna i fjöl-
miðlum, sem orðið hafa undan-
farnadagaogfylgthafa Ikjölfar
aðalfundar Reykjaprents
h/f, útgáfufélags dagblaðsins
VIsis, telur undirritaður rétt að
geta opinberlega eftirfarandi
staðreynda.
1. Hin nýkjörna stjórn félagsins
hefur ekki enn haldið neinn fund
og þvl ekki getað skipt með sér
verkum. Stjórnin hefur þvi ekki
kjörið sér formann né falið nein-
um einstökum stjórnarmanni að
túlka skoðanir hennar opinber-
lega. A meðan svo er hlýtur
undirritaður að teljast málsvari
fyrirtækisins út á við, en yfirlýs-
ingar einstakra stjórnarmanna
að teljast án ábyrgðar fyrir
stjórnina, þar til hiin hefur um
slikar yfirlýsingar fjallað.
2. Um það atriði i ræðu for-
manns fyrrverandi stjórnar,
sem vitnað hefur verið til I fjöl-
miðlum, þ.e. „Jónas Kristjáns-
son hefur gefið til kynna, að
hann hygðist hætta störfum við
blaðið að eigin ósk o.s.frv.", er
sjálfsagt, að fram komi nánari
skýring. Jónas Kristjánsson
hefur aldrei sagt upp störfum
sem ritstjóri dagblaðsins Visis.
Fráfarandi stjórn Reykjaprents
h/f hefur ekki bókað neitt um,
að störfum Jtínasar myndi ljúka
á næstunni og hefur aldrei sam-
þykkt né yfirleitt rætt um, að
honum yrði nokkurn tima sagt
upp störfum.
3. Hið rétta er, að Jónas
Kristjánsson „gaf til kynna
. að hann hygðist hætta störfum
við blaðið", eftir að
framkvæmdir yrðu samningar
milli einstakra hluthafa um
umfangsmiklar tilfærsluf á
hlutafjáreign i félaginu Reykja-
prenti h/f , svo og Járnsiðu h/f,
sem er eign nokkurra hluthafa
Reykjaprents h/f. Þessar til-
færslur hefðu þýtt það, að úr
áðurnefndum félögum hefðu
gengið menn, sem Jónas
Kristjánsson mun hafa talið
óheppilegt að missa sem
samstarfsmenn.
4. Það reyndist ekki grundvöllur
fyrir þvl að ljúka þessum samn-
ingum, af ástæðum, sem Jónasi
Kristjánssyni eru óviðkomandi,
og þvi út I hött og engan veginn
timabært að gefa opinberar
yfirlýsingar um, að hann hygg-
isthætta sem ritstjóri Visis. Það
er augljóst, að uni þetta mál á
að fjalla I nýkjörinni stjórn
Reykjaprents h/f og hvergi
annars staðar. Þar til ákvörðun
verður tekin um hið gagnstæða,
Ht ég þvi á Jónas Kristjánsson
sem ritstjóra við dagblaðið Visi
og mun haga ákvörðunum min-
um i samræmi við það.
5. Sú tillaga, sem aðalfundur
félagsins samþykkti hinn 22. júli
s.l. og titt nefnd hefur verið,
hlaut fullkomlega löglega með-
ferð og var urskurðuð löglega
samþykkt af fundarstjóra. Það
væri þvi einstaklega tillitslaust
gagnvart fundarmönnum, ef
Jónas Kristjánsson tæki ekki
áskorun fundarins til yfirvegun-
ar. Með þessu er engan veginn
verið að reyna að hafa áhrif á
gerðir ritstjórans, heldur aðeins
dregnar fram staðreyndir þessa
máls. Hitt er svo annað mál, að
ég hef óskað eftir álitsgjörð
tveggja valfnkunnra lögmanna
um gildismat þessarar sam-
þykktar aðalfundarins.
6. Allar vangaveltur um
ráöningu nýs ritstjóra við VIsi
ættu að vera óþarfar I þessu
sambandi og koma kjarna þessa
máls hreint ekkert við. Það er
óþarfi að láta hann gjalda þess,
að aðrir menn geta ekki skipu-
lagt gerðir sinar og raunar ekki
smekklegt.
24. júli 1975
Sveinn R. Eyjólfsson,
framkv.stj.
Nýstárleg
málverkasýning:
Hún verður mcð nokkuð
óvenjulegu sniði, málverka-
sýningin, sem Tarnús er að
opna á Kjarvalsstöðutn. t ráði
er, að hljómsveitin Paradis
mæti á vettvang eitt eða tvö
kvöld og haldi hljómleika innan
um málverkin. A meðan dregur
svo Tarnús liklega upp pensla
Mólar mynd undir áhrifum Paradísar
og liti og málar eina mynd undir
þeim -áhrifum, sem músikin
veitir honum.
Tarniis heitir reyndar fullu
nafni Grétar Magnús Guð-
mundsson. Sýnir hann samtals
35 myndir, sem málaðar eru á
11 árum. Þetta er fyrsta einka-
sýning Tarnúsar, en hann hefur
einu sinni áður tekið þátt í sam-
sýningu.
Sýningin verður opnuð á laug-
ardaginn og stendur til mánu-
dags4.ágúst.Eropiðfrá kl. 2-10
á daginn. Ein myndin, sem
Tarniís sýnir, er af móður, sem
gefur ungabarni sinu að sjiíga.
Ot úr munni moðurinnar hangir
slgaretta sem hún tottar
áfergjulega á meðan á athöfn-
inni stendur. „ógeðslegt, en
sést þvl miður stundum," sagði
Tarnús og kallar myndina
Móðurást.
—EA