Vísir - 24.07.1975, Blaðsíða 4

Vísir - 24.07.1975, Blaðsíða 4
Vlsir. Fimmtudagur 24. júli 1975. R E U T E R AP/NTB ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖNDÍ MO Gœzluliðið verður ófram ★ Stakir sumarjakkar fró kr. 9.600.- ★ Föt fró kr. 12.100.- ★ Spónskir leðurjakkar ★ Enskar flauelsbuxur ★ Vatteraðir sportjakkar, t.d. í veiðiferðina ★ Opið til kl. 10 ó föstudögum Öry ggisr áð Sam- einuðu þjóðanna kemur saman til fundar i dag til að leggja blessun sina á, að gæzlulið S.Þ. verði þrjá mánuði til viðbótar við friðargæzlu i Sinai. í kvöld hefði runnið út verutimi gæzlusveitanna, ef Kairó-stjórnin hefði ekki á slðustu stundu orðið við áskorun öryggisráðsins og samþykkt að gæzlutlminn yrði framlengdur. Israelsmenn höfðu fyrír sitt leyti lýst yfir vilja sinum, en þeir telja reyndar, að vera gæzluliðs- ins i Sinai sé eitt af skilyrðunum, sem sett voru fyrir vopnahléinu i lok Yom Kippurstriðsins. Þá var friðargæzlusveitum lika komið fyrir i Golanhæðum á vopnahlés- linu Israela og Sýrlendinga. Akvörðun Egypta, að gangast undir að framlengja veru gæzlu- liðsins, hefur mælzt vel fyrir, þótt að visu engin viðbrögð hafi sézt hjá hinum arabisku félögum þeirra. — En i tsrael láta menn sér fátt um finnast og telja ekk- ert til þess að gera veður út af, þótt Sadat forseti sviki ekki gerða samninga. Héldu lögregl- una vera bófo Nokkrum frönskum lögreglumönnum, sér- þjálfuðum til átaka við bófaflokka, urðu á hrapalleg mistök í gær- kvöldi, þegar þeir skutu til bana lögreglufor- ingja, sem þeir tóku i misgripum fyrir glæpa- mann. 25 ára varðstjóri i Charenton- hverfi Parisar hafði ásamt undir- mönnum sinum elt tvo afbrota- menn i nokkra daga eftir rán, þar sem verzlunarmaður var skotinn i öxlina og rændur 10.000 frönk- um. En naumast hafði varðstjórinn handsamað bófana tvo, þegar bif- reið með hinum sérþjálfuðu lög- reglumönnum rann i hlaðið. Þeir höfðu rétt i þvi fengið upplýsingar i talstöð um, hvar bófarnir hefðust við. Hinir nýkomnu tóku hina i mis- gripum fyrir bófana og brugðu byssum sinum á loft. En varð- stjórinn og menn hans misskildu tilganginn og bjuggu sig undir að verja sig og fanga slna. Dundi skothriöin á þeim, áður en menn höfðu gert sér grein fyrir mis- tökunum. RyðvarnartHboð órsins Veitum 15% afslátt af ryðvörn auk hreins- unar á vél og vélarhúsi. Pantið tima strax. Tékkneska bifreiðaumboðið hf. Auðbrekku 44-46. Simi 42604. Staða framkvæmdastjóra hjá Barnavinafélaginu Sumargjöf er laus til umsóknar. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist stjórn Sumargjafar, Fornhaga 8, fyrir 15. ágúst n.k. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri félagsins Fornhaga 8, simi 2-72-77. Betri, glœsilegri og ódýrari Barnavinafélagið Sumargjöf. 'JOLD SKA1A BUÐIA' © Rekin af Hjálparsveit skata Reykjovik SNORRABRAUT 58.SÍMI 12045

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.