Tíminn - 02.09.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.09.1966, Blaðsíða 1
Gerizt áskrifendur að Tímanum. Hringið í síma 12323 Auglýsing i Timanum kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 199. tbl. — Föstudagur 2. september 1966 — 50. árg. 0» / sridar- hrotunni SJ—Reykjavík, fimmtudag. — í kvöld voru bátarnir byrjaðir að kasta norður af Langanesi en í dag var engin síldveiöi, og er taiið að höfuðdagsstraumurinn valdi truflun á göngu síldar- innar. Gott veður var á miðunum í dag, og leituðu skipin víða að síld. f nótt fengu 23 skip 1353 lestir. Það er því lítið um að vera á síldarstöðunum fyrir austan eins og stendur. Myndin hér fyrir neðan var tekin í fyrri viku, þegar sjórinn var fullur af síld og skipin sigldu drekkhlaðin til Raufarhafnar. (Ljósmynd H.IL) SJ0NVARPAÐ2 KVÖLD í VIKU FYRSTUMSINN GÞE—Reykjavík, fimmtudag. Pétur Guðfinnsson, skrifstofu- stjóri sjónvarps, tjáði blaðinu í dag, að tilraunasendingar sjón- varpsins mundu að öllum líkindum hefjast seint í þessum mánuði. Fyrst um sinn yrði sjónvarpað tvö kvöld vikunnar, á miðvikudögum og laugardögum, Iíklega þrjár klukkustundir samfleytt, en síðar meir 6 kvöld vikunnar. Sagði Pétur, að það væri eigin- lega nauðsynlegt að takmarka út- sendingar við tvo daga vikunnar, meðan starfsliðið væri að átta sig á hlutunum, og þess mætti geta, að danska sjónvarpið hefði á sín um tíma byrjað með klukkutíma útsendínga á viku. Þá sagði hann að starfsmenn sjónvarpsins væru alltof fáir, og ef vel ætti að vera, þyrfti að bæta þar við.- Nú hefði sjónvarpið nýlega auglýst eftir stúlkum til þularstarfa, og hefðu þegar noikferar umsóknir boriit, Yrðu umsækjendur líklega teknir fyrir og prófaðir bráðlega eftir helgina. Sagði Pétur, að sjónvarpið hefði fengið ýmsa góða erlenda þætti til flutnings, m.a. „Steinaldarmenn- ina“, bráðsk'oimmtilegan þátt sem líklega yrði fluttur mjög bráðlega. Þá eru í vinnslu ýmsir innlend- ir þættir, skákþáttur, þáttur með ungu fólki og myndir víðs vegar utan af landi, m.a. Vestmannaeyj- um og Siglufirði. Yrði þetta með því fyrsta, sem sjónvarpið flytti. Þá hefðu þeir fengið ýmsar góðar kvikmyndir, m.a. tvær afar góðar franskar frá árunum ‘54 og ‘56. Með kvikmyndum og öðru erlendu efni væri íslenzkur texti. Hefði sjónvarpið fengið sérstaka texta- vél, sams konar og notuð væri við norska sjónvarpið. Væri textinn vélritaður með stóru letri á sér- stakar rúllur, og um leið og mynd in væri spíluð, væri textinn settur inn Af sögn U Thants veldur vonbrigöum um allan heim Menn vona að ákvörðun sé ekki endanleg NTB-New York, 1. september. U Thant, framkvæmdastjóri Sam einuðu þjóðanna lýsti yfir í dag, að hann segði af sér störfum frá og með 3. nóvember n. k. og vís- aði þar með á bug áskorunum flestra aðildarlanda samtakanna um að hann héldi áfram starfi næsta kjörtímabil. Um allan heim eru látin í ljós U Thant vonbrigði vegna þessarar ákvörð unar U Thants, en um leið von um að hún sé ekki endanleg. Á þessu eru þó ein undantckn ing þar sem er stjórn S-Afríku, er fagnaði ákvörðun framkvæmda- stjórans. í kvöld var enn allt á huldu um, hver líklegastur væri til að taka við hinu ábyrgðarmikla starfi, en 12 eru taldir koma til greina. í bréfi, sem U Thant stílaði til allra aðildarlanda S.þ. segir hann m. a., að ákvörðunin sé a. m. k. að nokkru leyti mótmæli gegn því, hve litla aðstoð aðildarlöndin hafa veitt honum í friðarstarfi hans. Einnig nefndi hann fjárhags- örðuleika samtakanna, hið ókyrra og alvarlega ástand í heimsmálun um og þá staðreynd, að Alþýóu lýðveldið Kína er utan S. þ., sem aðrar höfuðástæður fyrir afsögn sinni. Segir U Thant í bréfinu, að mörg staðbundin og alþjóðleg vandamál hafi reynzt erfiðari við fangs vegna aðildarskorts Kína, og nefnir afvopnunarmáli sem dæmi. í bréfinu leggur U Thant enn áherzlu á nauðsyn lausnar Viet- nam-deilunnar, sem nú ógni heims friðinum. Segist hann sannfærður um, að friður náist því aðeins í Suð-austur-Asíu, að Genfarsáttmál inn um Indókína frá 1954 verði í heiðri hafður og grundvallar- reglna sáttmála S. þ. gætt. Framhald á bls. 14. úr 20 m 95 fórust í flugslysi í Júgóslavíu í gær. NTB-Belgrad, 1. september Mesta flugslys í sögu Júgó slavíu varð í morgun, er brezk leiguflugvél af gerð inni Britannia fórst í aðflugi á flugvölinn við Ljubljana um 80 km norður af ítölsku borginni Trieste. Af 110 far þegum og 7 manna áhöfn fórust 95, en 22 komust lífs af sumir slasaðir. Er þetta fjórða mesta flugslysið á þessu ári. Venjulegt samband var milli flugvélarinnar og flug turnsins, er vélin kom inn til lendingar og var ilug stjiórinn spurður, hvort hann þyrfti sérstaka leiðsögn við lendingu, en hann kvað nei við. Rétt á eftir bað hann Framhald á bls. 14 NORRÆNA LEIKARARÁÐIÐ HELDUR ÞINC Á ÍSLANDI í FYRSTA SINN GÞE-Reykjavík, fimmtudag. Hið árlega þing Nordisk Skue spilleraad verður nú haldið í fyrsta skipti hér á landi, og verður sett 10. þ. m. Verður það sótt af aðil iim trá niium Norðurlöndum, fram kvæmdastjórum og formönnum leikarasambanda, og nokkrum leik urum, meðal þeirra cr danski leik arinn Hass Christiansen, sem leik ur föðurinn í kvikmyndinn 17, sem um þessar mundir er sýnd í Bæjar bíói í Ilafnarfirði. Félag ísl. leikara vinnur nú af kappi við undirbúning dagskrár þingsins. Fundardagar verða tveir, en svo er að sjálfsögðu í ráði að sýna hinum erlendu fulltrúum það helzta sem við getum af státað í leikhúsmálum. Verða sýnd nokk ur leikrit, sem nýlega hafa verið í gangi, en þetta er nokkuð óheppi legur tími, þar sem leikhúsin eru rétt að taka til starfa um þessar mundir og eins verða nofekrir sf leikurum okkar staddir erlendis Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.