Tíminn - 02.09.1966, Blaðsíða 14
i
14
TÍMINN
FÖSTUDAGUR 2. september 196S
Eldsmíði sýnd
á Iðnsýningunni
Reykjavík, fimmtudag.
Á Iðnsýningunni 1966 verður
hinum ýmsu iðngreinum helgaður
sérstakur dagur til að vekja at-
hygli á viðkomandi iðngreinum.
Dagurinn í dag er helgaður málm
iðnaðinum. í því sambandi verð-
ur eldsmiðju komið fyrir við aust
urvegg sýningarhallarinnar, þar
sem eldsmiðir munu starfa allan
daginn og smíða m.a. skeifur á
sama hátt og gert var á íslandi um
aldaraðir. Gamaldags afli (eld-
stæði) með fýsibelg verður komið
fyrir þannig að sýningargestir geti
fylgzt með eldsmíðinni út um
glugga en gert er ráð fyrir að
fjarlægja rúðuna á meðan.
U THANT
' Framhald af bls. 1.
í bréfi sínu, sem er 1500 orð
gerir U Thant ítarlega grein fyr
ir friðarhorfunum í heiminum og
segir að þótt á ýmsu hafi gengið
þá 18 mánuði, sem hann hafi ver
ið framkvæmdastjóri, sé ástandið
nú alvarlegra en nokkru sinni.
Hins vegar lýsir hann yfir óbil
andi trú sinni á mætti S.þ. og tak
marki samtakanna, sem muni uást
en til þess þurfi þjóðir heims enn
að styrkja starfsemi þeirra, því
samtökin séu það afl, sem ómiss
andi sé, eigi friður og eindrægni
að ríkja í samskiptum þjóða.
Haft er eftir áreiðanlegum heim
ildum í kvöld, að öryggisráð S.þ.
muni einhvern næstu daga halda
lokaðan fund og ræða um vænt
anlegan eftirmann, en áður muni
fulltrúarnir ræðast óformlega við.
U Thant mun ekki verða i aðal
stöðvum S.þ. þar til á þriðjudag
og mun ekki verða látið uppi hvar
hann dvelst þann tíma.
Arthur Goldberg, formaður
sendinefndar Bandaríkjanna hjá
S.þ. gaf í dag út formlega yfirlýs
ingu fyrir hönd stjórnar sinnar,
þar sem hún hvetur U Thant til að
endurskoða afsögn sína og gegna
stöðunni áfram.
Haft er eftir sendifulltrúum og
stjórnmálafréttariturum í Moskvu,
að stjórnin þar muni styðja sér-
hverja viðleitni í þá átt að fá U
Thant til að halda áfram störfum.
Stjórnir Noregs og Danmerkur
láta þá von í ljós, að ákvörðun
U Thants sé ekki endanleg og
hann muni draga afsögn sína til
baka og í sama streng taka stjórn
málamenn annarra þjóða.
U Thant er fyrrverandi kennari
og búddatrúanmaður, og tók víð
störfum framkvæmdastjóra S.þ.
af Dag Hammarskjöld, sem fórst
í flugslysi árið 1961. U Thant er
fæddur í janúar árið 1909 í bæn
um Pantanaw í Burma. Hann var
skólastjóri æðri skóla bæjarins til
1947 að hann gerðist yfirmaður
upplýsingaskrifstofu stjórnarinnar
og varð síðan sérstakur ráðgjafi
margra ráðherra. Hann varð sendi
herra við S.þ. árið 1952.
BISKUPSVÍGSLA
Framhald at bls. 2.
björn Sveinbjörnsson, Hruna.
Skálholtskórinn syngur undir
stjórn Guðjóns Guðjónssonar, stud
theol.
Forseti íslands, herra Ásgeir Ás
geirsson, verður viðstaddur vígsl-
una, svo og kirkjumálaráðherra,
hr. Jóhann Hafstein.
Herra Jóhannes Gunnarsson,
Hólabiskup, hefur þegið boð bisk-
ups íslands að vera viðstaddur
vígsluna og verður staðgengill
hans, síra Alfons Mortens, með
honum við athöfnina.
Að vígslu lokinni prédikar hinn
nývígði vígslubiskup og síðan verð
ur almenn altariganga.
Um kvöldið hefur kirkjumála-
ráðherra og frú hans boð inni
á Hótel Selfoss fyrir vígsluþega
og fjölskyldu hans og aðra boðs-
gesti.
SKRUM EITT . ..
Framhald af bls. 2.
fyrirtækja og starfsemi margra
iðnfyrirtækja er í'fullkominni úlfa
kreppu vegna rekstrarfjárskorts
— jafnvel hjá þeim fyrirtækjum
þar sem aðrar aðstæður eru við
hlítandi.
— Horfirðu þá fram á samdrátt
hjá fyrirtæki þínu?
— Já, ég reikna með að sauma
iðnaðurinn hjá mér eins og ýms
um fleirum, dragist eitthvað sam
an, hvort sem okkur líkar betur
eða verr. Þetta er mjög óheppi-
legt, þar sem margt fólk, sem vinn
ur í saumaiðnaðinum, á erfitt með
að fá sér aðra vinnu ef þessi starf
semi leggst niður og vinnuafl þess
nýtist þá ekki. Virðist mér líka
^ósanngjarnt gagnvart því fólki,
sem um langa ævi hefur helgað
sig þessum störfum að hleypa
skyndilega inn á markaðinnn verð
fallsvörum (diumping) og gera þar
með starfskrafta þess ónothæfa.
Til eru lög gegn slíku, en þeim
hefur ekki verið beitt hér. Ná
grannaþjóðir okkar hafa aftur á
móti beitt samskonar lögum hjá
sér, og leggja aukatoll á slíkar
vörur — eða hindra með ýmsum
ráðum innflutning þeirra að
mestu leyti — þó innflutningur sé
frjáls í orði kveðnu.
Nú er svo komið, að skóiðnað
ur hefur svo til lagzt niður hér
á landi, mikið af prjónavöruiðnað
inum hefur lagzt niður — og mörg
fyrirtæki í saumaiðnaðinum hafa
ýmist hætt eða dregið mjög sam
an. Sést þetta bezt á því, ef litið
er yfir gamla lista yfir staríandi
fyrirtæki í þessum greinum. Skoð
un mín er sú, að með einhverju
móti ætti að styðja við bakið á
þeim iðnaði, sem hér hefur komizt
á rekspöl, svo hann komist sem
áfallaminnst út úr þeim örðug
leikum, sem hann nú er í, þvi ég
tel hér að verulegu leyti um
stundarfyrirbrigði að ræða, sem
skapazt hafa vegna verðbólgu og
annarra atvika. En síðar munu ýms
ar iðngreinar geta farið að flytja
út vörur sínar — auk þess að
vera til ómetanlegra búdrýginda og
jafnvægis í þjóðarbúskapnum. Því
er ekki að treysta að við getum
alltaf sóað erlendum gjaldeyri
eins frjálslega og við gerum nú.
FLUGVÉL FERST
Framhald af bls. 1
þó uim radaraðstóð en örfá
um sekúndum síðar hrapaði
flugvélin í skóglendí um 2
km frá brautarenda og varð
alelda á skamrr\i stund.
Mikill skortur var á blóði
hjá sjúikrahúsunum í Lju
bljina, og voru hjálparbeiön
ir sendar út án afláts í morg
un þar sem margir þeirra,
sem ko'must lífs af voru illa
slasaðir.
Farþegarnir voru allir
brezkir aðallega skrlfstofu-
fólk og tækniimenn. Enn
eru engu slegið föstu um or
sakir slyssins, en júgóslavn
esk loftferðayfirvöld litu
þess getið í dag að flug
vélin hefði haft óvenjulega
lágt aðflug, eða um 20 m,
sem er ólögleg hæð.
Slysið varð rétt eftir mið
nætti í ágætu skyggni.
í kvöld bom Dyke David
son, forstjóri flugfélagsins
til Ljubljana og sagði hann
við fréttamenn að hann
hefði e'kki hugmynd um,
hver orsök þessa hörmulega
slyss væri.
KARTÖFLUMÁLIÐ
Framhald af bls. 16
skemmdu og óskemmdu kartafln-
anna hefði verið mjög misjafnt
og jafnvel hefði þurft að henda
3/4 hlutum úr poka vegna
skemmda. Menn hefðu aldrei vit-
að hvernig kartöflur hefðu komið
úr pokunum, þar sem þeir hefðu
verið lokaðir. Aðspurður kvað
Sveinn Neytendasamtökin aldrei
hafa kvartað beint til grænmetis-
verzlunarinnar, því að bæði kaup-
menn og einstaklingar auk dag
blaða hefðu kvartað yfir þessum
slæmu kartöflum við grænmetis-
verzlunina
Sveinn kvað Neytendasaniinkin
hafa talað sérstaklega við saup-
menn, til þess að fylgjasi með
ástandinu. þvi að mest væri kvart-
að íil þeirra Sveinn sagði enn-
fremur, að Neytendasamtökin
hefðu látið sérfróða menn rann-
saka kartöflurnar, að visu ekki ná-
kvæmlega, þar sem grænmetisverzl
unin hefði gefið opinbera yfirlýs-
ingu þess efnis, að ástandið færi
að lagast.
Næst var kallaður fyrir dóminn
Jóhann Jónsson, forstjóri og lagði
hann fram skjöl, sem dómurinn
tók til greina. Voru það sex skjöl,
í fyrsta lagi greinargerð um inn-
flutning kartaflna, í öðru lagi skoð
unarvottorð og auk þess fjögur
bréf. Jóhann kvað Grænmetisverzl
unina hafa séð fram á kartöflu-
skort í apríl. Því hefði verið sótt
um að flytja inn kartöflur erlend-
is frá og hefði fengizt leyfi frá
ráðuneytinu að flytja inn kartöfl-
ur frá írlandi í maí og Portúgal
í júní. Leyfi fyrir þessum tveim
kartöfluflutningum hefði verið und
antekning, þar sem gin- og klaufa
veiki var í Evrópu. Jóhann kvað
engar sérstakar kvartanir hafa
borizt um írsku kartöflurnar, það
hefði verið kvatað yfir þeim eins
og öðrum kartöflum vegna mis-
munandi smekks manna, sumir
vilja stórar, hvítar og mjölvaðar
en aðrir, litlar, gular kartöflur
o.s.frv.
Jóhann kvað stöngulsýki hafa
komið upp í portúgölsku kartöfl-
unum, þar sem þær komu seinna
til sölu á markaðinum en gert
hafði verið ráð fyrir. Þessa sýki
kvað Jóhann byrja inni í kartöfl-
unum og því væri ekki unnt að
greina skemmdar kartöflur á auð-
veldan hátt frá öðrum kartöflum
sem óskemimdar væru. Grænmet
isverzlunin hefði samt í upphafi
gert ráðstafanir til úrbóta. Mann-
skapur hefði verið aukinn við að
tína skemmdu kartöflurnar frá
hinum óskemmdu, og verzlunin
reyndi ennfremur að pakka aðeins
kartöflum til eins dags í senn.
Ennfremur var kaupmönnum og
neytendum tilkynnt, að ef skemmd
ar kartöflur fyndust í pokunum,
mætti skila þeim aftur. Hann kvað
þessar ráðstafanir hafa verið gerð-
ar vegna þess að rýrnun portú-
gölsku kartaflnanna væri um 9%
í stað venjulegra 5% rýrnum á
kgrtöflum.
Jóhann tók aðspurður fram, að
öll evrópsk lönd fengju aðeins að
flytja út 1. flokks matarkartöflur
og því væru erlendu kartöflurnar
settar hér í 1. flokk. Hann kvað
annað hvort Grænmetisverzlunina
senda mann utan til eftirlits með
kartöflunum eða þá að sérstök eft-
irlitsfélög væru fengin til þess að
skoða kartöflusendingarnar.
Aðspurður um umbúðir kartafln
anna, kvað Jóhann þær keyptar
áletraðar frá Finnlandi. Þegar er-
lendar kartöflur væru seldar hér,
væri strikað yfi íslenzka tegund-
arheitið en 1. flokkur látinn standa.
Ástæðan fyrir því í sumar að 1.
flokkur hefði verið látinn standa,
væri sú, að óheppilegt hefði verið
talið að ekkert stæði á portúgölsku
kartöflupokunum, sem komu á eít
ir þeim írsku á markaðinn, og
einnig væru þær keyptar á fyrsta
flokks verði og því seldar sem slík
ar.
Er vitnisburður Sveins var les-
inn fyrir Jóhanni lét hann bóka
tvær athugasemdir. í fyrsta lagi,
að hann hefði talið það æskilegra
og fljótvirkari aðferð til úrbóta,
að stjórn Neytendasamtakanna
hefðu tilkynnt grænmetisverzlun-
inni um kvartanirnar, og í öðru
lagi lét hann bóka, að hann hefði
ekki gefið neinar opinberlegar yf-
irlýsingar um, að ástandið f kart
öflumálunun\ væri að batna. Einn
ig tók hann það fram að hann
hefði aldrei trúað því, að Neyt-
endasamtökin skyldu kæra meðan
hann væri í útlöndum.
Dómsformaður. Guðmundur
Jónsson. frestaði rannsókn máls-
ins og bað ennfremur um, að
Grænmetisverzlun landbúnaðarins
legði fram kartö^lupoka við næstu
yfirheyrslur. sem að líkindum
verða á morgun.
Móðir okkar tengdamóðir og amma,
Kristín E. SigurSardóttir
frá 'Hrísum
verður jarðsungin frá FossvOgskirkju laugardaginn 3. september
kl. 10.30 fyrir hádegi. Athöfninni verður útvarpað
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarð-
arför eiginmanns mins, föður, tengdaföður og afa
Haraldar Sigvaldasonar
Brúarhóli, Mosfellssveit.
Steinunn Sveinbjarnardóttir,
Sigvaldi Haraldsson,
' Úlfhildur Geirsdóttir
og barnabörn.
Móðir okkar,
Árný Valgerður Einarsdóttir
lézt að Elliheimilinu Grund 31. ágúst,
fvrir hönd systkinanna
Kristín Gísladóttir.
•iM«
Innilegar þakkir faerum við þeim öllum. sem sýndu okkur hlut-
tekningu vinarhug og samúð, við veikindi andlát og jarðarfarir,
systkinanna
Guðrúnar Þorfinnsdóttur
Sigurðar Þorfinnssonar
frá Brandsstöðum og
frá Skeggsstöðum,
Vandamenn
Marsvínið dautt
SJ—Reykjavík, fimmtudag,'
Þær fréttir bárust í dag frá Fær
eyjum, að marsvínið, sem fangað
var þar fyrir nokkru og sett í sund
laug og síðan flutt til Englands,
hafi látizt í Englandi fyrir
skömmu.
Englendingar vilja ekki gefast
upp við svo búið, og hafa farið
fram á það við Færeyinga, að þeir
reyni að ná öðru marevíni Iifandi
og þá helzt eldra en það, sem þeir
fonguðu síðast.
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs.
Sendum um
tllt land.
H A L L D Ó R
Skólavörðustíg 2.
TRÚLOFUNARHRINGAR
Flfót afgreiðsla.
Sendum gegn póstkröfu.
Guðm. Þorsteinsson,
gullsmiður.
Bankastræti 12.
Björn Sveinbförnsson,
hæstaréttarlögmaður
Lögf ræði sk r i tstof a
Sölvhólsgötu 4,
Sambandshúsinu. 3. hæð
Slmar 12343 og ?333Ð
Einangrunargler
Pramleitt einungis úr
úrvals gleri — 5 ára
ábyrgð.
Pantið tímanlega.
KORKIÐJAN H F.,
Skúlagötu 57 Simi 23200-