Tíminn - 02.09.1966, Blaðsíða 8
8
FÖSTUDAGUR 2. september 1!,'Ö6
N««lij....
liliiiiilllHi
Merki iðnsýningarinnar og sýningarhöllin,
Tímamynd Bjarnleifor.
Málmiðnaðar- og flutninga-
tækjadagur á Iðnsýningunni
Fjórtán eru liðin síðan lands-
mönnum gafst síðast kostur á
að sjá, hvers íslenzkur iðnaður
er megnugur. Sýningin, sem hald
in var í hinu nýja húsi Iðn
skólans, sýndi á ánægjulegan hátt,
hversu fjölþættur iðnaður okk
ar var þá orðinn.
Þegar komið er að hinni nýju,
ekki ennþá fullgerðu, en þó glæsi
legu sýningar- og íþróttahöll, blas
ir við manni ísklumpur Héðins á
háum undirstöðum, sem rísa upp
úr fögrum blómahring. Blóm-
skrúðið og ísklumpurinn eru slá
andi andstæður og getraunin í
s.'imbandi við ísklumpinn skemmti
legt frávik frá hversdagsleikanum.
Þegar inn úr anddyri hússins kem
ur, er komið inn í innri forsal
þar, sem deild málmiðnaðarins og
flutningatækja er til húsa, en
um þessa deild vil ég fara nokkr-
um orðum.
Málmiðnaðurinn náði snemma
nokkrum þroska, þó að framfar
ir hafi orðið í stórum stökkum
síðustu áratugina — fleiri og
fleiri greinar málmiðnaðarins
hafa haslað sér völl og framleiðsl
an verður sífellt fjölþættari.
Iðnsýningin 1966 á að sýna
okkur, hvar íslenzkur iðnaður
stendur í dag.
Þegar gengið er um deild þessa,
verður ekki hjá því komizt að
veita athygli hversu langmestur,
hlutur blikksmiðjanna er, af 19
fyrirtækjum, sem þátt taka í þess
ari deild, sýningarinnar, eru 7
blikksmiðjur. Ætla mætti, að fram
leiðsla fyrirtækja þessar væri
hver annarri svipuð, enda ber tölu
vert á því, að svo sé. Segja má
þó, að hér sé utn furðu fjölþætta
framleiðslu að ræða, og að hver
smiðja hafi sérhæft íig, hver á
sínu sviði.
Breiðfjörðs-blikksmiðja sýnir,
mjög fjölbreytta framleiðslu. Vil
ég þar fyrst nefna steinsteypu-
mótin, — hin svokölluðu tengi
mót, sem um skeið hafa verið
allmikið notuð hér á landi, og
gefizt vel Er hér um mjög hug-
vitsamlega, en þó einfalda gerð
steypumóta að ræða, sem vissu
lega verðskuldar, að henni sé
veitt athygli. Þá sýnir smiðja
þessi allfjölbreytta framleiðslu bús
áhalda, og ber þar að nefna mjólk
ursuðupotta, sem þannig eru gerð
ir, að ekki getur soðið upp úr
þeim, og losa því húsmæðurnar
við að hafa stöðugt vakandi auga
með því, hvenær suðan kemur upp
svo að ekki sjóði upp úr.
Glófaxi h.f. sýnir „ThermobIoc“
lofthitara, og lofthitunarkerfi
mjög laglega framleiðslu. Teikn
ingaskápur, sem smiðja þessi fram
leiðir, eru einnig mjög álitlegir.
Blikk og Stál h.f. sýnir loft-
hitunar- og loftræstikerfi, en slík
hitunarkerfi ryðja sér nú mjög
til rúms, og þykja gefa þægi-
legan hita.
Dósavcrksmiðjan h.f. sýnir fjöl
margar tegundir blikkumbúða og
er framleiðsla hennar ótrúlega
fjölþætt.
Blikksmiðjan Vogar li. f. sýnir
lofthitunarkerfi með öllum bún
aði og teikningaskáp af einkar
hentugri gerð, auk ýmis konar ann
arrar framleiðslu úr koparplötum
og blikki.
J. B. Pétursson s.f. sýnir blikk
smiðavörur til bygginga og eru
þar mest áberandi tengi-, rofa-
og loftdósir, og varkassar fyrir raf
lagnir. Þá sýnir smiðjan fata-
skápa fyrir starfsmenn iðnfyrir-
tækja. Virðist framleiðsla smiðj
unnar vera állfjölþætt.
Blikksmiðjan Sörli s.í. sýnir
ýmsar vörur til húsabygginga, svo
sem þakglugga, rennur, loftrásir
og sorprör auk hita og loftræsti
kerfis.
Er því framleiðsla þriggja blikk-
smiðja nokkuð svipuð.
Að frágengnum blikksmiðjun
um tel ég rétt að minnast á fjögur
fyrirtæki, sem einungis sýna vör-
ur framleiddar úr plötum.
Þórður Runólfsson
Tækni h.f. sýnir miðstöðvarkatla
lofthitara og vatnshitara fyrir
miðstöðvarkerfi. Fyrirtæki þetta
hefur starfað um allmörg ár
og er framleiðsla þess mjög þokka
leg.
Runtal — ofnar h.f. er nýtt fyrir
tæki, sem einungis framleiðir mið
stöðvarofna úr stáli og sýnir vmis
framleiðslustig þeirra. Ofnar þess
ir eru framleiddir eftir svissneskri
fyrirmynd, sem hefur þótt skila
góðri nýtni, en ofnarnir eru auk
þess laglegir og fyrirferðarlitlir
miðað við hitaflöt.
Ofnasmiðjan h.f. er hér gamalt
og þekkt fyrirtæki, sem hin síðari
ár hefur mjög fært úr kvíarnir og
sýnir hina gamalkunnu helluofna
og hina svokölluðu „Eiral“-ofna,
stálvaska, þvottapott og mismun
andi gerðir af hillum, auk ýmissa
smáhluta úr ryðfríu stáli, allt
mjög þokkalega framleiðslu.
Vélsmiðja Sigurðar Einarsson
ar, sýnir miðstöðvarkatla, sem hún
hefur framleitt um meira en
tveggja ára skeið, mjög þokka
lega framleiðslu.
Egill Vilhjálmsson h.f. sýnir
yfirbyggingu bifreiðar, ýmsa smá
hluti til bifreiða, sem fyrirtækið
framleiðir og gefur með myndum
upplýsingar um ýmsa þjónustu,
sem fyrirtækið veitir í sambandi
við bifreiðir og viðhald þeirra.
Fyrirtæki svipaðs eðlis er Þ.
Jónsson & Co, sem sýnir sundur-
skorinn hreyfil í gangi og slípun
strokka og sveifaráss í hreyfli.
Sólarhúsgögn tel ég vafasamt að
eigi heima í þessari deíld að vísu
framleiðir fyrirtækið ýmsar gerðir
stálhúsgagna og sýnir þau, en stál
ið er svo lítill hluti í framleiðsl
unni, að ég tel hana naumast geta
kallað málmiðnað.
Fyrirtækinu hefur tekizt að
setja einkar hlýlegan blæ á fram
leiðslu sína og er hún mjög við
felldin.
Málmsmiðjan Hella h.f sýnir
mjög fjölbreytt úrval steyptra
hluta. Er hér um steypu úr ýms
um málmum að ræða, sem gefur
ótvírætt til kynna, að fyrirtækið
hefur náð langt í þessari sér-
grein málmiðnaðarins.
Kem ég þá loks að hinum eigin
legu vélsmiðjum. Ber þar fyrst að
nefna Héðin h.f., sem mestan svip
setur á sýningardeildina. Sýnir fyr
irtækið frystivélar, loka fyrir
frystikerfi, ísgerðarvél. plötur úr
aluminíum i hraðfrystitæki, tvær
gerðir af dælum af ýmsum stærð
um og tvær gerðir af vökvaþrýsti
vindum, mjög fjölþætta vélafram
leiðslu, sem gefur góða hugmynd
um hvérsu langt við erum komn
ir á því sviði. Er hér um fjölþætta
og fallega framleiðslu að ræða,
sem er fyrirtækinu og sýningunni
til sóma.
Vélsmiðja Njarðvíkur sýnir einn
flutningasnigil og má ætla, að síð
ara nafn deildarinnar dragi nafn
af honum og bifreið Egils Vil-
hjálmssonar.
Vélaverkstæði Jóhanns Ólafs,
sýnir mjög vel hugsaað og út-
færða þrýstilofts'knúða límingar-
pressi* Er pressa þessi þannig
gerð, að hún gefur mjög marg-
breytilega notkunarmöguleika og
er mjög þokkalega útfærð. Þá sýn
ir fyrirtækið laglega gerða
gálgablökk.
Landssmiðjan sýnir tvö steypt
blásarahjól og forhitara. Forhitar
inn lagleg framleiðsla.
Þegar á heildina er litið, ma
segja, að svipur deildarinnar sé
fyrst og fremst svipur blikk-
smiðasýningar og þeim til sóma.
Vélsmiðjurnar sýna allmarg-
ar Ijósmyndir af framleiðslu sinni,
sem gefa góða hugmynd um fram
leiðslugetu þeirra og hversu fjöl
þætt framleiðslan er, en slíkt tel
ég að frekar ætti heima á Ijós-
myndasýningu en iðnsýningu, sem
á að sýna, hvar við stöndum á sviði
málmiðnaðar. Margur vildi ef
til vill segja, að framleiðslan sé
svo stór í sniðum, að henni verði
naumast komið fyrir á slíkri sýn
ingu, en enginn vandi er að koma
fyrir einstökum vélahlutum, sern
hugmynd gæfu um handbragðið
Heildarsvipur sýningarinnar virð
istmér geðþekkur, laus við allt
prjál og tilclur en sýningln bej p*S
með sér, að sýnendur líta fyrst og
fremst á hana sem kaupstefnu en
ekki iðnsýningu-
Þórður Runólfsson.