Tíminn - 02.09.1966, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.09.1966, Blaðsíða 9
TIMINN FÖSTUDAGUR 2. september 196G 9 Nýr yf irmaður skipaður á mestu örlagastund C.I.A. Efnisrík gögn því til sönn- unar, að Sovétríkin ynnu að hernaðarlegri eflingu Kúbu m.a. með staðsetningu eld flauga, sem hafa það hlut- verk að granda flugvélum, á eyjunni, streymdu til Washing ton sumarið 1962 og forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna Central Intelligence Agency, John A. McCone, hafði sterk an grun um þýðingu þpirra. Hann taldi, að leiðtogarnir í Moskvu hlytu .að hafa í huga, með staðsetningu slíkra vopna hinum megin á hnettinum, að þau yrðu endanlega notuð til varnar enn þýðingarmeiri her gagna — langdrægra eldflauga og kjarnorkuvopna, sem af- hent yrðu Kúbubúum síðar. McCone skýrði Kennedy for seta frá grun sínum, en lagði á það áherzlu, að hér væri ein ungis um persónulega ágizkun frá hans hendi að ræða, og að engin sönnunargögn styddu þessa tilgátu. Hann neitaði sam vizkusamlega að þvinga til- gátu sinni á þau mótsagna kenndu sönnunargögn, skjöl og ljósmyndir, sem njósnastofn un sú, er hann stjórnaði hafði útvegað, Hann hélt áfram að senda forsetanum, og ráðgjöf um hans, skýrslur og áætlanir, — grundvallaðar á þeim sönn unargögnum, sem fyrir hendi voru — þess efnis, að Sovét- ríkin myndu líklega ekki gera það, sem hann innst inni taldi, að þeir ætluðu sér að gera. Þegar sannanir fyrir því, að Rússar hefðu sett upp árásar- eldflaugar á Kúbu, fengust loksins, þá var McCone meðal þeirra samstarfsmanna forset ans, sem mæltu með skjótri og ákveðinni loftárás áður en eld flaugarnar yrðu starfhæfar. En þegar forstinn ákvað, að fara heldur leið hafnbanns og setja úrslitakosti studdi MrCone hann trúlega og hjálpaði hon- um við framkvæmd þeirrar stefnu. Yfirlieyrslur vegna tilraunabanns. McCone var persónulega samþykkur samningunum um takmarkáð bann við tilraun- um með kjarnorkuvopn, sem til lögur höfðu komið fram um árið 1963. Hann hafði stutt svipaðar tillögur allt frá því hann var formaður Kjarnorku máladeildarinnar (Atomic Energy Commission) í stjórn- artíð Eisenhowers. En vegna óska hans um, að staðreyndir málsins skyldu liggja fyrir eins ýtarlega og mögulegt væri, ákvað hann, þrátt fyrir persónulega af- stöðu sína til málsins, að láta öldungardeildar þingmannin- um John Stennis, sem var demó krati frá Mississippi, í té CIA sérfræðing sér til aðstoðar. Stennis var formaður undir nefndai- þeirrar, sem fjallar um málefni herja Bandaríkj- anna, og andstæðingur samn- ingsins um tilraunabann. Þetta vakti reiði í utanríkis- ráðuneytinu og Hvíta húsinu, en var í fullu samræmi við þá skoðun MrCone, að hlutverk C IA væri að veita stjórnvöld- unum eins ýtarlegar upplýs ingar og kostur væri á. Flestir þeirra, sem starfs- menn The New York Times hafa rætt við í sambandi við könnun sína á CIA telja, að traust eftirlit með CIA verði að byrja með slíkum skynsam legum tilraunum til þess að skilja staðreynd frá ímyndun, sönnunargögn frá grun- semdum, ákvörðun frá ósk- hyggju, einkaskoðun frá stefnu og afleiðingar frá ágizk unum. Og það er einmitt, þegar þessi einkenni vantar, segja þessir sömu embættismenn og sérfræðingar að CIA hefur oft ast flækzt inn í framkvæmdir, sem hafa leitt til ásakana alls staðar að úr heiminum um, að Leyniþjónustan sé eftirlits- laus, móti sína eigin stefnu og skaði stefnu þeirra stjórn- málamanna, sem í rauninni séu yfirmenn hennar. Óhjákvæmilega er gerður samanburður á John McCone. Allan Dulles og Allen W. Dulles, einum mest aðlaðandi og hugmynda- ríkasta manni í Washington en undir stjórn hans óx CIA og náði núverandi stærð sinni og þýðingu. Teflt á tvær hættur. Áð grafa njósnagöng frá Vest ur-Berlín, fljúga njósnaþot um ofar skotvidd loftvarnar- vopna yfir Sovértíkin, og að finna mann til að stjórna Lao í kaffihúsum Parísar voru róm antísk verkefni, sem vöktu áhuga Dlulles. Stundum var ágóðinn mikill. Stundum var tapið enn meira. Fyrir Allen Dulles, áhættu- spilara, voru möguleikar á tapi alltaf raunverulegir, en mögu leikar árangurs vorr alltaf þýð ingarmeiri. 20% möguleikar á að steypa vinstrisinnaðri stjórn í Guate- mala með CIA-stjórnaðri inn- rás, var nægilegt til þess, að hann vildi reyna það. Hann vakti hrifningu Eisenhow- ers með frásögnum af óvenju legum njósnum um Gamal Ab- el Nasser, forseta arabíska sambandslýðveldisins, og með lýsingu á rómantískum hreystiverkum Kermit Roose- velts, er hann hvatti íranskan lýð til átaka gegn Mohammed Mossadegh, svo að hægt væri að afhenda keisaranum völd- in að nýju. Á meðan bróðir hans, John Foseter Duller, vár utanrikis ráðherra, hafði Allen Dulles enga þörf á að ergja sig út af pólitisku „eftirliti". Utanríkis ráðherrann hafði svo til jafn rnikinn áhuga á að nota óvenju legar baktjaldaaðgerðir sem þátt í því,- sem að hans áliti var alþjóðleg krossferð. Persónulegir dómar. Hvorugur bróðirinn gat sér orðstír vegna ákveðinnar og skipulagðrar stjórnar. Báðir treystu algerlega sinni eigin dómgreind. Samstarfsmenn Allen Dulles muna óteljandi dæmi þess, að hann hafi oftsinnis stöðvað umræður um, t.d. fyrirætlanir erlends þjóðhöfðingja, með orð unum: — Ó, ég þekki hann per- sónulega. Hann myndi aldrei leggja sig niður við þess hátt ar athæfi.“ Allen Dulles var einnig fær stjórnmálamaður. Alla stjórn artíð sína í Leyniþjónustunni átti hann mjög góð samskipti við Clarence Cannon frá Miss ouri, sem var formaður fjár- veitingarnefndar fulltrúadeild- ar þingsins, og réði því mestu um fjárveitingar til Leyniþjón- ustunnar. Dulles stjórnaði sjálfur vali þeirra þingmanna annarra, sem fengu það verkefni að hafa eft irlit með CIA, og það leiddi alltaf til þess, að hann hafði vissan stuðning þeirra þing- manna, sem gátu auðveldlega fengið til liðs við sig aðra, áhrifaminni þingmenn. Ástandið var því nokkuð sér- stakt á meðan Dulles stjórn-' aði CIA. Ævintýragjarn for- stjóri, sem treysti á sitt, oft sérlega góða og velupplýsta hug boð, víðförull, vellesinn og reyndur, í miklu áliti og með góð sambönd í þinginu, og bróðir hans, sem gegndi næst æðsta embætti ríkisstjórnar- innar — og forsetinn treysti fullkomlega á þá báða, sem gátu gert svo að segja það, sem þeim sýndist, og varið sig gegn öllum leiðinlegum afleiðingum. Áfram undir stjórn Kennedys. Er ríkisstjórn Eisenhowers, fór frá árið 1961, var það eitt af fyrstu verkum hins nýja forseta, Kennedys, að endurskipa Allen Dulles í embætti forstjóra CIA. Dulles, eins og J. Edgar Hoover, sem var áfram yfirmaður FBI banda rísku ríkislögreglunnar, voru í miklu áliti og var sú skoðun ríkjandi, að þeir myndi veita John McCone hinni nýju stjórn yfirbragð sam hengis og staðfestu. í raun og veru setti áfram- hald Dulles í forstjórastarf- inu á svið Svínaflóaævintýrið, og þá mestu erfiðleika, sem 121A hefur átt við að glíma. í því furðulega drama 1961, voru það veikleikar Dulles, sem forstjóra, CIA en ekki eins og svo oft áður, styrkleiki hans sem mest bar á. Hann stóð að fullu á bak við áætlunina um innrás á Kúbu, hvað sem það kostaði, og hvaða andstöðu sem það kynni að vekja. Málflutn ingsmaðurinn varð að skipu leggjara. Þegar Kennedy forseti hætti, og aðrir, komu með ýmsa fyrir vara og thkmarkanir, gerðu Dulles og hans hægri hönd, Richard M. Bisseell, hverjar þær breytingar, sem um var 10. GREIN beðið í því skyni að halda áætl uninni lifandi. T. d. þá skiptu þeir um landgöngustað, frá Trinidad svæðinu til Svína flóa, til þess að tryggja meiri leynd, en samtimis samþykktu þeir verri landgöngustað, og skildu að innrásarher út’.ag anna og Escambray fjöllin. þar sem þeir áttu að hafast við sem skæruliðar, með 80 mílna fenjasvæði. En þýðingarmest af öllu þa varð Dulles, sem ekki hafði lengur hið gamla nána samband við Eisenhower for seta og bróður sinn, né held ur hlutlausa afstöðu til innrás aráætlunarinnar, að Kenned\ forseti hafði ekki aðeins tækr.i legan fyrirvara um alla iætlun ina. ——■nin ni' Þessar efasemdir, — i raun- inni tregða tíl þes>: ao talla't á innrásina leiddi til hinna mörgu breytinga á áætluninni, sem hver um sig veikti heild- ina; þar til sá möguleiki á vel heppnaðri aðgerð, sem kann að hafa veríð fyrir hendi í upp hafi, var glataður Á örlagastund. Það var Jöhn McCone, sem tók við af Allen Dullí^á mestu örlagastund CIA. Efffl- hin herfilegu mistök í Svínaflóa.' hafði leyniþjónustan með naumindum sloppið hjá • al gerri sundurliðun, eða a.m.k. aðskilnaði njósnadeildanna frá framkvæmdadeildunum. Einn ig komu að nýju fram kröfur um strangara eftirlit, og samstarfsmenn Kennedys voru tortryggnir, ef ekki fjandsam legir, í garð leyniþjónustunn ar. Eins og Dulles barðist Mc Cone eins og ljón gegn því, að komið yrði á fót fastri þing nefnd, til að hafa eftirlit með leyniþjónustunni. Hann vann einnig mjög að því að fá eldri þingmenn í Armed Services and Appropriationsnefnd þings ins og hina endurlífguðu ráð gjafanefnd forsetans, til þess að styðja skoðanir sínar um verksvið CIA og njósnastarf- semi. En þeir, sem fylgdust með starfi hans, telja einnig, að hann hafði með skörp- um gáfum og dugnaði. haft eftirlit með harðhausa stjórn leyniþjónustunnar, og fram- kvæmt nákvæma og gagnrýn- andi athugun á áætlunum hénn ar og tilhögun. Hann braut niður þann þykka vegg, sem ríkt hafði milli athugana og framkvæmda, og hafði m.a. leitt til þess, að ser fræðingar leyniþjónustunnar a sviði athugana og útskýringa, höfðu, — þótt ótrúlegt megi þykja, — ekki hugmynd um áætlun framkvæmdadeildar C IA um innrásina á Kúbu. Og hann hóf einnig að láta áætlan ir CIA ganga undir ýtarlega rannsókn og gagnrýni sérfræð inga leyniþjónustunnar. Hvassar spurningar. Fundir starfsmanna CIA og fulltrúa annarra njósnasam- taka urðu mun inntaksmeiri undir stjórn McCone, sérstak- lega vegna þess, að hann lagði erfiðar og skarpar spurning ar fyrir þá, sem unnu að gerð skilgreininga og áætlana, og neyddi þá þannig til þess að sannreyna og ,verja skoðan ir sínar og niðurstöður. Umfram allt gaf hann sjálf ur gott fordæmi með þvi að leggja til hliðar eigin vilja, ágizkanir og hugboð, en lagði í þess stað áherzlu á, að þau gögn, sem fyrir hendi væru hverju sinni, væru metin og vegin á raunsæan máta. og að stefnu stjórnarinnar væri fylgt í hvívetna. Hann kom með sérfræðinga og sérfróða menn á ráðstefn- ur og fundi, þar sem ákvarð- anir um þýðingarmikil mál voru teknar, í miklu ríkari mæli en áður tíðkaðist. Hann hafði slíka menn oft með sér á fundum með ráðherrum. Þetta gerði sérfræðingana mun háðari stjórnarstefnunni, og kom þeim, sem stefnuna mót- uðu, í mun nánara samband við þá sérfræðinga, sem kornu „staðreyndunum“ í nendux þeirra. Sem formaður „United Stat- Framhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.