Tíminn - 08.09.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 08.09.1966, Blaðsíða 2
TÍIVUNN FIMMTUDAGUR 8. september 1966 „0, ÞETTA ER INDÆLT STRÍГ SÝNT AFTUR N.k. sunriudag hefjast aftur sýningar í Þjóðleikhúsinu. Þann dag hefjast sýningar aft- ur á leikritinu Ó, þetta er in- dælt stríð, en 1-eikritið var sem kunnugt er sýnt 6 sinnum á sl. leikári og var húsfyllir á öll um sýningum. Leikurinn hlaut mjög lofsam lega dóma, bæði hjá gagnrýn- endum og leikhúsgestum. Sér- staka athygli vakti leikstjórn Kevin Paimer, en hann hefur nú verið fastráðinn sem letK- stjóri hjá Þjóðleikhúsinu. Una Collins gerði leikmynd- ir og teiknaði mjög sérstæða og skemmtilega búninga fyrir þessa sýningu og mun húp einnig starfa hjá Þjóðleikhús- inu í vetur. Leikendur eru alls 17, en hljómsveitarstjóri er Magnús Blöndal Jóhannsson. Um þessar mundir minnist Félag íslenzkra leikara 25 ára afmælis síns og verður leikrit- ið Ó, þetta er indælt stríð, sýnt n.k. sunnudag í tilefni af 25 ára afmæli Félags íslenzkra leikara. Á myndinni eru Bessi Bjarna- son og Gísli Alfreðsson í hlut- verkum sínum. J SAM VINNA UM SOLU A MORSE SÍLDARDÆLUM BJÖRGUN GESINA VERÐUR REYND ER VEDUR LÆGIR KT-Reykjavík, miðvikudag. Reynir Zoega, formaður björg- unarsveitarinnar í Neskaupstað sagði í viðtali við Tímann í dag, að tveir skipverjar af norska bátn- um Gesina, sem hefðu dvalizt í Sandvík í nótt, hefðu komið til Neskaupstaðar um hádegisbilið í dag. Væri því hinu eiginlega björg unarstarfi lokið. Báturinn situr enn fastur í sjávarkambinum í Sandvík og er ekki viðlit að eiga við að bjarga honum fyrr en veð- urskilyrði batna. Veðrið á þessum slóðum var að lægja í dag, svo bátnum er ekki talin hætta búin. Reynir Zeega sagði í dag, að í morgun hefði verið farið til móts við þá menn, sem dvöldust í skip- brotsmannaskýlinu í Sandvík í nótt, ep þessir menn voru tveir skipverjar af Gesina, þ.á.m. skip- stjórinn, og tveir björgunarmenn. Gengu mennirnir yfir Barðsnesið á fjórum klukkustundum og tók varðskipið Þór á móti þeim hjá Stuðlum. Þá sagði Reynir að fjórir bats- verjar af Gesina hefðu farið áleið- is til Noregis með norska eftirlits skipinu Npnninni og væru því fimm menn af bátnum eftir á Nes- 28. IÐNÞING ÍSLENDINGA SETT í DAG 28. Iðnþing íslendinga verður sett í dag á Hótel Sögu kl. 11 f.h. Viðstaddur setningu þingsins verður m.a. Jóhann Hafstein, iðn- aðarmálaráðherra. Þingið munu sitja um 100 fulltrúar af öllu land- inu. Helztu mál, sem rædd verða á þinginu, eru lánamál iðnaðarins, iðnfræðsla og tæknimenntun og tryggínganmál iðnaðarins. Iðnþingsfundirnir munu fara fram í samkomusal Iðnskólans í Reykjavík. Búizt er við að þing- inu verði lokið síðdegis á laugar- dag. kaupstað. Óskaði skipstjórinn eft- ir því, að þeir yrðu kyrrir á staðn um til þess að taka þátt í sjó- prófum, sem eiga að fara fram á Seyðisfirði á morgun, fimmtudag. SJ-Reykjavík, miðvikudag. Fyrir rúmu ári var fyrsta Fair- banks Morse síldardælan flutt inn til landsins og hefur Haraldur Ágústsson, skipstjóri á Reykja- borg, haft dœluna til reynzlu síð- an. Á þessum reynslutíma hefur komið í ljós, að dælan uppfyllir nú þær kröfur, er gerðar hafa verið af 'íslenzkum síldveiðiskip- stjórum. Til að auðvelda sölu og þjón- ustu á dælunum, hefur tekizt sam- vinna milli fyrirtækjanna Sjóvers hf., sem hefur umboð fyrir dæl- urnar og Vélaverkstæði Sig. Svein björnssonar um niðursetningu á Fundurum landbúnaðarmálin í Húnaveri Stjórnmálaflokkarnir í Austur- Húnavatnssýslu efna til umræðu- fundar um landbúnaðarmál í Húnaveri næstkomandi sunnudag klukkan fjögur eftir hádegi. Al- þingismenn úr kjördæminu munu hafa framsögu um málið, og hafa flokkarnir tuttugu mínútur hver til sinna umráða. Síðan verða frjálsar umræður. Þessir alþingis- menn munu hafa framsögu á fund- inum: Jón Þorsteinsson fyrir Alþýðu- flokk, Björn Pálsson fyrir Fram- sóknarflokk, séra Gunnar Gísla- son fyrir Sjálfstæðisflokk, Ragn- ar Arnalds fyrir Alþýðubandalag. Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út á eftirtöldum stöðum: Sörlaskjól, Nesvegur, Kleppsvegur, Hverfisgata, Skeiðar- vogur, Barónsstígur, Leifsgata, Snorrabraut, Bollagata, Gunnarsbraut, Laufásvegur, Bólstaðarhlíð, Öldugata, Suð urlandsbraut, Stórholt, Meðalholt. Talið við afgreiðsluna. Bankastræti 7, sími 1-23-23- síldardælunum og aðra tæknilega þjónustu er því viðkemur. Véla- verkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hefur útvegað olíuvökvadrif fyrir síldardælurnar, sem má tengja beint inn á spilkerfi síldarskip- anna, og eru þau þegar komin í báta hérlendis, ásamt Fairbanks Morse síldardælum. Bátarnir eru Bjarmi II, Haraldur AK 10, Gull- ver, Óskar Halldórsson, Reykja- borg og Sigurpáll. Á næstunni verður dæla sett um borð í Sigur- ey, sem er st^rsta síldveiðiskipið í flotanum. Sömu aðilar hafa haf- ið samvinnu um sölu og upþsetn- ingu á löndunarkerfum fyrir síld- arverksmiðjur, til að landa bæði loðnu og síld beint upp úr veiði- skipunum og upp í þró, og vigt- ast aflinn á sama tíma. Ennfrem- ur verður frystihúsum hér við suð- vesturland boðið síldar-pökkunar- kerfi, er geta pakkað 1200 síldar- öskjur á klst., með aðeins 6 stúlk- um, en án slíks pökkunarkerfis þyrfti 20 stúlkur eða fleiri til að pakka sama magni. Pétur Einarsson, framkvæmda- stjóri Sjóvers, og Sigurður Svein- björnsson, forstjóri, ræddu i dag við fréttamenn, og sögðu þeir m. a., að í náinni framtíð yrði senni- lega flest stærri síldveiðiskipin bú in síldardælum, og nú þegar væru 20 dælur í pöntun. Síldardælurn- ar létta mjög vinnu, þar sem þær Fremhald á bls. 15. KJÖRINN FULL TRÚIÁ BÚNAÐ ARÞINGIÐ FB-Reykjavík, miðvikudag. Búnaðarsamband Austur Húnavatnssýslu kaus fyrir nokkru einn fulltrúa á Bún aðarþingið. Guðmundur Jón asson í Ási hlaut kosningu. Hlaut hann 106 atkvæði, en Halldór Jónsson á Leysingja stöðum hlaut 63 atkvæði. Sigurður Sveinbjörnsson (t.v.) og Pétur Einarsson. VAR TSAFENDAS HBLAÞVE6INN? NTB-Höfðaborg, 7. september. Dómsmálaráðherra S-Afríku, Vorster, lýsti því yfir í dag, að ekkert benti til að fleiri menn væru í vitorði með morðingja dr. Verwoerds, en allt yrði gert til að grafa upp fortíð hans og komast til botns í málinu. Blöð um allan heim ræða morðið og stjórnmálamenn velta fyrir sér, hver áhrif það kunni að hafa á stjórn landsins. Bráðabirgðastjórnin í S-Afríku hefur þó lýst því yfir, að hún muni stjórna áfram í anda dr. Verwoerds. Mikil hula virðis' hvíla yfir fortíð morðingjans, Dimitrio Tsafendas, og ekki ber fréttum saman um, hvaða hvatir kunni að liggja að baki morðsins. Sam starfsmenn hans hafa skýrt svo frá, að Tsafendas hafi oft talað um, að Verwoerd gerði of mik ið fyrir svertingja í landinu, en of lítið fyrir fátæka hvíta menn. Aðrir bera hins vegar upp á hann samstarf við komm únista og að hann hafi starfað í alls konar neðanjarðarhreyf- ingum. Lögreglan skýrði frá því í dag, að morðinginn hefði gengið undir þrem nöfnum, en sennilega væru öli fölsk. Sjálf ur hafði hann fullyrt, að hann kynni að tala átta tungumál.og er vitað, að hann hefur m. a. starfað sem dómtúlkur. Ekki ber heimildum einu sinni saman um hverra manna Tsafendas sé. Sumar segja, að faðir hans hafi verið Krýtar búi og móðir hans afríkönsk eða múlatti. Hin vegar heldur blaðið Die Vaderland í Jó- hannesarborg því fram í dag, að faðirinn hafi verið fæddur í Egyptalandi og að móðirin hafi verið frá Mozambique. Sé Tsafendas fæddur 15. janúar 1918. Blaðamaður, sem var í kunn ingsskap við Tsafendas fyrir tveim árum hefur skýrt frá því, að Tsafendas hafi setið i fangelsi í Portúgal í þrjú ár og hafi hann verið „heilaþveg inn“ þar. Hafi Tsafendas sagzt hafa verið fangelsaður án dóms og laga og hlotið slíka meðferð í fangelsinu, að hann hafi aldrei náð sér síðan. Blaðið Jóhannes burg Star segir í dag, að sam kvæmt áreiðanlegum heimildum hafi Tsafendas verið fluttur brott frá Mozambique á sínuni tíma, vegna þess að hann hafi haft samband við kommúnista.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.