Tíminn - 08.09.1966, Blaðsíða 14

Tíminn - 08.09.1966, Blaðsíða 14
14 TÍIWINN IÞRÓTTIR Framhald af bls. 13 að markinu — sveigði örlítið á fluginu og þaut efst í markvinlcil- inn — algerlega óverjandi — og sjaldan eða aldrei hefur maður séð fallegra mark skorað á Laugar dalsvelli. Þetta hitaði áliorfendum vissulega í kuldanum, og þeir hrópuðu og heimtuðu, að KR-ing- ar jöfnuðu. En örfáar míntur voru til leiksloka — og fleiri urðu mörk in ckki. KR-ingar sýndu lofsverða við- leitni í leiknum. Vörnin komst all vel frá leiknum — eftir mistökin í byrjun — með Ársæl sem bezta mann, og á miðjunni lék Ellert •dhram mjög vel —- senilega bezti Jeikur hans í sumar, og Þórður Jónsson átti einnig góðan leik sem fraimvörður. f framlínunni bar Gunnar Felixson af og dreifði spil inu skemmtilega og skapaði sam- herjum sínum góð tækifæri. Ey- leifur lék og nokkuð vel en fór illa rneð beztu tækifærin í leiknuni í heild sýndi liðið betri leik en hinir bjartsýnustu gátu reiknað með. Nantes hefur mjög skemmtileg- um leikmönnum á að skipa — og leikni leikmanna var aðdáunar verð í kuldanum á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Simon og Gonet voru beztir og framvörðurinn Sueau- deau er einnig afburðaleikmaður En leikmennirnir eru flestir litlir og ekki mundi undirrit. veðja á þá í leik við beztu ensku eða ít- ölsku liðin. Þar yrðu þeir bókstaf- lega troðnir niður og því hefur þáttaka liðsins í Evrópukeppninni ávallt verið stutt. —hsím ALUSUISSE Framhald af bls. 1. segir þar frá heimkomu for- sætisráðherra og síðan: „Morgunblaðið náði snöggv ast tali af forsætisráðherra og sagði hann, að aðalerindi sitt til útlanda hefði verið að ræða við forráðamenn Aluswiss í Svisslandi. Hefðu það verið gagnlegar og ánægjulegar við- ræður, þar sem fjallað var um málefni fyrirtækisins og vænt- anlega starfrækslu álverk- smiðju hér á landi. Skoðaði forsætisráðherra jafnframt þrjár af verksímiðjum fyrirtæk- isins.“ Þar semekki verður á þess ari fregn séð, hvort hið yfir- lýsta „aðalerindi“ forsætisráð- herrans, sem á engan hátt var greint frá, er hann fór utan, hefur verið einkaerindi sprott- ið af áhuga hans á starfi hins svissneska fyrirtækis, eða er- indrekstur í þágu þjóðar eða ríkisstjórnar, er réttmætt að biðja um skýr svör við því, hvort hafi verið. Hafi þetta „aðalerindi" verið í nafni og þágu ríkisstjórnarinnar á þing og þjóð rétt á nánari greinar- gerð um þessar viðræður, en hafi þetta verið einkaerindi hans, væri óréttmætt að biðja um frekari skýrslu að svo komnu máli. VARNARLIÐIÐ Framhald af bls. 1 muni úr fjölda annarra áhorfenda en varnarliðsmanna, þannig að hægt verði að varðveita hinar ódýru útsendingar og fjölbreytni varnarliðssjónvarpsins, sem byggj- ast á, að ekki var áður um að ræða samkeppni af hálfu annarra sjónvarpsstöðva. Þess vegna er lagt til, að sjónvarpsútsendingum ve'rði breytt þannig, að venjuleg sjónvarpsmóttaka á heimilum verði takmörkuð að svo miklu leyti sem hægt er, við næsta ná- grenni Keflavíkurflugvallar, þar isem varnarliðið dvelur. þetta rnundi verða framkvæmt á þeim tíma, sem ríkisstjórn fslands álít- ur heppilegastan, væntanlega þeg- ar íslenzka sjónvarpið hefur út- sendingar sínar, til þess að valda íslenzkum áhorfendum AFRTS sjónvarpsins sem minnstum óþæg- indum. Ég er þess fullviss, að þér mun- uð skilja nauðsyn þessara aðgerða og ég vænti samþykkis yðar og ráðs um það, hvenær þessar að- gerðir skuli koma til framkvæmda. Sign. Ralph Weymouth. Utanríkisráðuneytið. Hinn 7. september 1966. Herra aðmíráll. í bréfi yðar dags. í gær skýrið þér frá vandamálum í sambandi við rekstur sjónvarpsstöðvar yðar í Keflavík og þeirri ósk yðar að breyta núverandi sjónvarpsaðstæð um. Með tilliti til þess ástands, sem bér lýsið, mun ríkisstjórn íslands »?kki vera mótfallin tillögu i.'óar um að draga úr sjónvarpsút- isendingum yðar, þannig að þær iverði takmarkaðar við venjulega •sjónvarpsmóttöku á heimilum í inæsta nágrenni Keflavíkur. Þar sem mörg sjónvarpstæki og loftnet, sem nú eru í notkun munu þurfa breytinga við, til þess að hægt sé að nota þau til móttöku ó íslenzku sjónvarpi, er þess ósk- að, að breytingarnar á Keflavíkur AFRTS tsendingunum verði sam ræmdar tilkomu íslenzka sjóh- varpsins. Sign. Emil Jónsson. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 7. september 1966. PER BORTEN Framhald af bls. 1. ar þeirra forsæitisráðherrahjón- anna hér á landi þessa haustdaga, en þau munu ferðast víða, bæði sunnanlands og norðan. í dag heim sækja þau forsetann, herra Asgeir Ásgeirsson í skrifstofu hans í Alþingishúsínu, en síðan gengur Borten á fund forsætisráðherra í Elskuleg eiginkona mín. Guðrún Johnson Einarsson sem lézt 2. september, verður jarSsungin frá Fossvogskirkju föstu- daglnn 9. september kl. 10.30. Athöfninni veröur útvarpaS. Benjamín F. Einarsson. Útför Árnýar Valgerðar Einarsdóttur frá TorfastöSum, er andaðist að Elliheimilinu Grund. 31. ágúst s. I. fer fram frá Úlfljótsvatnskirkju laugardaginn 10, sept. n. k. kl. 3. e. h. Kveðju athöfn f Fossvogskapellu, kl. 10.30 sama dag. Bílferð austur að lok- inni kveðjuathöfn. Börn og tengdabörn. Stjórnarráðinu og ræðir við hann og Eimil Jónsson, utanríkisráð- herra. Sköimimu eftir hádegið verð ur athöfn í Fossvogslkirikjugarði. Hádegisverð snæðir norskí for- saatisráðherrann að Bessastöðum, en síðan verður ekið um Reykja vík og nágrenni. Um kvöldið sitja gestirnir kvöldverðarboð ríkis- stjórnarinnar að Hótel Sögu. Vélahreintjerninq Vanir menn. Þrifaleg, fljótleg, vönduð vinna. Þ R I F — simar 41957 og 33049. ÖKUMENN Látið athuga rafkerfið 1 bflnum. Ný mælitæki RAFSTILLING. Suðurlandsbraut 64, simi 32385 (bak við Verzlunina Alfabrekku) BARJVALEIKTÆKJ ! ★ ÍÞRÓTTATÆKl Vélaverkstæði Bernharðs Hannessonar, Suðurlandsbraut 12, Simi 35810. Smíðum svefnherbergis- og “íidt.úsmnréttingar SlMI 32-2-52. FIMMTUbAGUR 8. seþtember 1966 L.Kriý\ 3 hraðar, tónn svo af ber I 11111 x>\ BELLAMUSIGA1015 Spilari og FM-útvarp I’IVriW AIR PRINCE 1013 1 j j Langdrægt m. bátabylgju Radióbúðin Klapparstfg 26, simi 19800 TREF.IAPI.AST PLASTSTEYPA Húseigendur! Fylgizt með tfmanum Ef svalirnar eða þakið þarf endurnýjunar við eða ef þér eruð að byggja bá látið okkur ann- ast um lagningu trefja. plasts eða plaststeypu á þök, svalir. gólf og veggl é húsum yðar, og þér burfið ekki að hafa áhyggjur af þvl í framtíðinni. Þorsteinn Gislason, málarameistari, sfmi 17-0-47 Austurferðir Til Gullfoss og Geysis alla daga tfl 15. okt. Til Laugar vatns alla daga til 15 okt. Tii Reykjavíkur á hverju kvöldi. Síðustu ferðir til Reykja- víkur úr Suðurlandskjör- dæmi frá Selfossvegamót- um kl. 8.50 til 9. Vestur Hellisheiði kl. 9.20 e.h. Bifreiðastöð íslands sími 22 300 Ólafur Ketilsson. BRIDGESTONE HJÓLBARÐAR Síaukin sala BRIDGESTONE sannar gæðin. Veitir aukið öryggi I akstri. BRIDGESTONE ávallt fyrirliggjandi. GÓÐ ÞJÖNUSTA — Verzlun og vfðgerðlr. Simi 17-9-84 Gúmmíbarðinn h.t, Brautarholti 8, Klæðningar Tökum að okkur Kiæðning ,ar jg viðgerðir á tréverki á bólstruðum húsgögnum Gerum einnig tilboð t við- haiö og endurnviun á sæt um i Irvikmvndahúsijm fé- lagsheimilum sætlunarbit reiðum og óðrum bifreið um i Revkiavík oe nær sveitum Húsgagnavinnu»rota ^'*rna op Samósls, Efstasundi 71 Reykjavib stmi 33-6-13 SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. SKÓR- INNLEGG Smfða Orthop-skó og tnn- legg eftir máli Hef einnig tilbúna barnaskó. með og án innleggs Davíð Garðarsson. Orthop-skósmiður Bergstaðastræti 48, Sími 18893.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.