Tíminn - 08.09.1966, Qupperneq 7

Tíminn - 08.09.1966, Qupperneq 7
I FIMMTUDAGUR 8. september 1966 TÍIWINN 7 Gunnar Kr. Björnsson, efnaverkfræðingur: Plastvöruiðn- jr aður á Islandi Hér á eftir verður leitazt við að gera stutta grein fyrir plastvöru- iðnaði á íslandi í dag, hvar hann er á vegi staddur og hverjar séu Eramtíðarhorfur hans. Orðið plast vöruiðnaður er hér notað til aðgrein ingar frá orðinu plastiðnaður, scm I íslenzku máli gæti þýtt jafn- hliða framleiðsla plasthráefna sem Eramleiðsla vara úr plastefnum. Með plastvöruiðnaði er hér og ein vörðungu átt við vörur, sem að mestu eða öllu leyti eru unnar úr plasti, en hitt undanskilið, sem aS minnihluta er gert úr plasti, svo se mimálningarvörur o. fl. Hefi ég að mestu stuðzt við flokkun Hagstofunnar á plastvörum. Ekki er það heldur innan ramma þess arar greinar að flokka og greina Sjáið Iðnsýninguna frá öllum þeim fjölda efna, sem ganga undir samheitinu plast eða plastefni. Það má fullyrða, að ísl. plast- vöruiðnaður hafi þegar unnið sér fastan og öruggan sess í atvinnu- lífi þjóðarinnar og, hefur þýðing hans vaxið ár frá ári. í saman- burði við rótgrónar elendar iðn aðarþjóðir er hann þó enn næsta fábreyttur og lítill að vöxtum, en fjölbreytni hans vex ár frá ári, og má hiklaust gera ráð fyrir fram- haldi þeirra þróunar. Vörugæði í framleiðslu eru yfirleitt mjög góð og sambærileg við erlenda fram- leiðslu. Ýmis rök mætti færa fyr ir því, að íslenzkur plastvöruiðn- áður muni standast vel erlenda, samkeppni, þó að tollvernd hverfi, og raunar bendir allt til þess, að fjölbreyttur iðnaður í plasti muni þróast hér á komandi árum. Sú hefur og orðið reynsla annarra þjóða, sem lengra eru komnar. Mun síðar verða vikið nánar að þessu. Plastvöruiðnaðurinn gegnir tveimur þýðingarmiklum hlut verkum. í fyrsta lagi framleiðir hann tilbúna vöru til neyzlu og má benda á einangrun, vatnsrör búsáhöld, leikföng, netaflot og margt fleira. í öðru lagi er þjón ustuhlutverk hans við annan iðn að, þar sem framleiðsla hans er nauðsynlegur hluti eða grundvöll ur annarrar framleiðslu. Má eink- um benda á umbúðaframleiðslu í þessu sambandi. Blómlegur iðnaður þarfnast fyrst og fremst fjölbreyttra hrá- efna á stöðugu samkeppnishæfu verði. í öðru lagi verður markaður fyrir framleiðsluvörur hans að vera nægilega stór og í þriðja lagi þarfnast hann góðra fagmanna og nægs fjármagns. Ef fyrsta atrið ið er athugað, kemur í ljós, að engin plasthráefni eru innin hér lendis og því öll hráefni þessa iðn aðar aðflutt. Mikilvægustu hrá- efnin eru framleidd af f jölmörgum stórum erlendum fyrirtæk,jum sem eru í mikilli innbyrðis sam- keppni um helmsmarkaðinn. Er oftast hægt að fá hráefnín á hag stæðu ýerði, þó að markaður hér sé ekki ýkja stór. Hafa hráefna- verð jafnvel farið lækkandi síð- iri árin. Einnig má segja, að við liitjum við sama borð og Danir, Norðmenn og fjöldinn allur af smáríkjum, sem framleiða engin eða örfá plasthráefni. Annað atriðið, sem ég nefndi var stærð þess markaðar, sem völ væri á. Ef athugðuð er þróun ís- lenzka plastvöruiðnaðarins, sést að markaðurinn innnanlands hef ur ráðið mestu um vöxt hans og fjölbreytni, því að ekki hefur ver- ið um neinn teljandi útflutning á plastvörum að ræða. Augljóst má vera, að markaður vöru þarf að vera nægilega stór til þess að fram leiðsla geti hafizt. Hefur smæð ís- lenzika markaðarins orðið sá þrösk uldur, sem flestir þeirra hafa hnotið um, er athugað hafa mögu leika til framleiðslu hér. Þrátt fyrir þetta hafa íslendingar verið furðu fljótir til að grípa tækifær in sem boðizt hafa, og þótt oft hafi gætt mikillar bjartsýni í upp- hafi, má segja, að flestum hafi farnazt mjög vel. Hefur ört vax- andi markaður átt sinn þátt í því, ásamt aukinni tíltrú til framleiðslu varanna. Góðir fagmenn og nægt fjár- magnn er þriðja forsenda sam keppnishæfs iðnaðar. Þessi tvö atriði eru talin hér saman, þótt óskyld séu, því að raunar eru þau nátengd hvort öðru í plastvöruiðn aði. Flest plastvöruframleiðsla ger ir óvenjulegar kröfur til fullkom inna, oft sjálfviilkra véla og móta, sem kosta mikið fé. Er því aug- Ijóst, að sérmenntaða og vel þjálf- aða fagmenn þarf við framleiðsl- una, og að mikið fjármagn þarf til kaupa á þessum dýru vélum. Þá er og fjölþætt þekking á plast hráefnum nauðsynleg, bæði ér snertir eiginleika þeirra í fram- leiðslu og einnig á hæfni þeirra til að leysa það hlutverk af hendi, sem þeim er ætlað. Óhætt er að fullyrða, að fslendingar hafi þeg- ar sannað hæfni sína í þessu til- liti. Eins og áður var drepið á, er það heimamarkaðurinn, sem sníð- ur þessum iðnaði stakk eftir vexti. Er þá næst að athuga, hvað hann hefur plastvöruiðnaði að bjóða. Stærsti og um leið mikilvægasti markaðurinn fyrir plastvörur er nú hjá byggingaiðnaðinum. Næg- ir að benda á einangrun, vatns- rör, einangrunarrör og gólflista sem dæmi um vörur, er famleidd ar eru úr plasti, auk fjölmargra annarra. Ástæða er til að ætla, að þessi markaður gefi svigrúm miklu fjölbreyttari framleiðslu úr plasti en nú er, einkum, ef fjölda framleiðsla hæfist á húsum og hús hlutum í verksmiðjum. Getur það þó eigi orðið fyrr en byggingar- og byggingarhlutar verða staðlað ir. Sem dæmi um slíka framleiðslu erlendis mætti nefna: 1) Framleiðslu á tilbúnum veggjum og vegghlutum. 2) Framleiðslu á gólfflísum og gólfdúkum. 3) Framleiðslu á frárennslis rörum og tengistykkjum þeirra. 4) Framleiðslu á tilbúnum þak plötum. 5) Framleiðslu á innréttingum í ejdhús og hlutum til þeirra. í allt það, sem hér hefur verið nefnt, er plast notað að minna eða meira leyti, enda hefur þró un þessa iðnaðar erlendis verið nátengd þróunarsögu plastsins. Skemmtilegt dæmi um háþróaða franaleiðsluhætti erlendis, er um fyrirtækið, sem framleiddi eitt þúsund baðherbergi fyrir spítala. Baðherbergin voru gerð í verk- smiðju, og flutt tilbúin í einu lagi á byggðingastað, en þar þurftu þau aðeins að tengjast vatni, rafmagni frárennslislögn og loftræstilögn og stóðu þá tilbúin. Dæmi um þró- un þessara mála hér, sem blasa við hverjum Reykvíkingi í dag, eru hinar nýtízkulegu framhliðar nýrra stórhýsa hér en mjög góð einangrunarefni hafa helzt orðið til að gera þessa fram- leiðslu mögulega. Annar þýðingarmesti markaður inn fyrir plastvörur eru umbúð ir. Framþróun þessa iðnaðar hef- ur á fáuim árum orðið mjög mikil vægur þáttur í starfsemi margra framleiðenda á matvælum, hrein- lætisvörum, sælgætisvörum og fleiri. Tvímælalaust hefur þessi framleiðsla plastumbúða bætt sam keppnisaðstöðu fyrrnefndrar framleiðslu mjög mikið, bæði hvað snertir ytra útlit, verð og vöru gæði. Eftirtektarverð nýleg viðbót við plastvöruframleiðsluna hérlendis er framleiðsla netaflota. Virðist hún komin á góðan rekspöl, þótt ekki njóti hún tollfríðinda og eigi í harðri samkeppni við erlend fyrirtæki. Framleiðsla húsgagna hefur að bjóða marga möguleika á notkun plastefna. Til dæm'is hafa plast- grindur í húsgögn verið fram- leiddar hér um árabil með ágæt- um árangri. Einnig hefur plast- svampur mjög rutt sér til rúms í húsgagnaiðnaði. Er hann fluttur inn í blokkum, sem eru sniðnar niður í dýnur og stólsetur hér. Mun líklegt að svampurinn verði framleiddur hér síðar meir. Iðnaður með glertrefjum og plasti hefur mjög blómgazt hér síð ari árin. Nægir að nefna báta- smíði, alls konar ker og tanka, klæðningar á þök og í lestar skipa, sem dæmi um framleiðslu þeesarar tegundar. Ýmiss konar annar plastvöru- iðnaður hefir náð fótfestu hér, sem og langt mál yrði upp að telja. Er hér þó samanlagt um verulega framleiðslu að ræða, sem veitir atvinnuvegunum mikilsverða þjónustu. Hér að framan hefir verið leit- ast við að gera í höfuðdráttum grein fyrir plastvöruiðnaðinum eins og hann kemur fjrir sjónir í dag. Niðurstaða þessara bolla- legginga er í stuttu máli þessi: 1) Við hötum sambærilega að- stöðu til hráefnaöflunar á sam- bærilegu verði og nágrannaþjóðir okkar 2) Plastvöruiðnaðurinn stend- ur föstum fótum í atvinnulífi þjóð- arinnar og hefir þegar öðlast þá reynzlu, sem nægja mún til stærri átaka. 3) Markaður er þröngur heima fyrir, en miklar líkur benda til, að hann fari ört vaxandi næstu árin. NITTG JAPÖNSKU NITTO HJÓLBARÐARNIR (flostum stærðum fyrirliggjandi I Tollvörugeymslu. FUÓT AFGREIÐSLA. H.F, Skipholti 35-Sími 30 360 DRANGAFELL STARFSSTULKUR óskast aS Sjúkrahúsi Hvítabandsins. Upplýsingar gefur yfirhjúkrunarkonan í síma 13744. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur LÆKNISSTAÐA Staða sérfræðings í lyflækningum er laus til um sóknar við lyflæknisdeild Landspítalans. Laun samkvæmt samningum Læknafélags Reykjavíkur og stjórnarnefndar ríkisspítalanna. Umsóknir með upplýsingum um aldur, námsferil og fyrri störf sendist stjórnarnefnd rikisspítalanna Klapparstíg 29, fyrir 10. októtoer 1966. Reykjavík 7. september 1966, Skrifstofa ríkisspítalanna. -----------------T------------------ Til sölu á Akranesi eldra hús með bílskúr á tækifærisverði, -ef samið er strax. Upplýsingar gefur Stefán SigurSsson, lögmaður, Vesturgötu 23, Akranesi, sími 96-16-23. LOKAD til hádegis föstudaginn 9* þessa mánaðar vegna jarðarfarar Guðrúnar Johnson Einarsson. Skrifstofa ríkisbókhalds og ríkisféhirðis . BÍLA OG Útsalan BUVELA ER Á SNORRA- BRAUTINNI SALAN ÞESSA VIKU. E L F U R Snorrabraut 38. FRÍMERKI v/Miklatorg Pyrir hvert íslenzbt frt merki, sem þér sendið Siatl 23136 tnér, fáið þér 3 erlend. Sendið minnst 30 stk. |ÓK| ACMADC Augiýsið í Xmmm JUIM AulMAKo, P.O. Box 965, Reykjavík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.